Morgunblaðið - 02.11.1974, Síða 10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1974
10
ÁRGERÐ 1975 flestra bíltegunda,
a.m.k. evrópskra, er lltið eða ekk-
ert breytt frá því I fyrra. Ein und-
antekninganna er þó hinn sænski
Volvo. Það er semsagt kominn nýr
Volvo. Sá, sem áður hét 142, 144
o.s.frv., heitir nú 242, 244 o.s.frv.
Heildarútlitsbreytingar eru
kannski ekki svo ýkja miklar,
mest hefur fremsti hlutinn breyst.
Grillið hallar nokkuð, kemur út að
neðan, þannig að öryggisstuðar-
inn lengist enn. Tvær nýjar vélar
hafa verið smíðaðar. Önnur er
B21. sem er í 240 gerðunum. Hún
er. eins og margar vélar eru í dag,
með yfirliggjandi knastás og er
fáanleg bæði með blöndung og
beinni innspýtingu (þ.e. auðvitað
einungis annað í einu). Með
blöndung er krafturinn 97 hestöfl
(DIN) en með beinni innspýtingu
er hann 1 23 hestöfl (DIN).
Framfjarðirnar eru nýjar gorma-
fjaðrir og er Volvoinn mun betri í
akstri, sérstaklega á slæmum hol-
óttum vegum. Nýr stýrisbúnaður.
„rack and pinion", hefur verið
tekinn upp. Sllkur stýrisbúnaður
er notaður í kappakstursbflum,
enda sá fullkomnasti, sem völ er á
I dag. Öryggið hefur enn verið
Þetta er kannski ekki liprasti
bHI, sem völ erá innanbæjar, en ef
menn leita að öryggi, sem er orð-
ið eitt stærsta atriði I bílaiðnaðar-
ins I dag, þá eru fáir, a.m.k. frá
Evrópu, sem eru Volvo fremri. Vol-
voinn er með rúllubelti bæði fram
I og aftur.
Volvo 244 deluxe, 4ra dyra, 4ra
gíra með 97 hestafla vélinni, eins
og fyrsti bfllinn, sem kom til
landsins af þessari nýju gerð,
kostar kr. 1.266.500.— Umboðið
hefur Veltir h.f„ Suðurlandsbraut
16. br.h.
NOKKRAR
LÍNURUM
NÝJAR LÍN-
UR
2
4
4
Nýi framendinn.
aukið, þó sumir velti kannski fyrir
sér hvernig það sé hægt. Bremsu-
kerfið, sem er tvöfalt, er nú þann-
ig úr garði gert, að þó aðalkerfið
bili þarf ekki fastara ástig á
bremsupedalann til að öryggis-
kerfið taki við sér. Áklæði á sæt-
um er nú neistafrftt. Ökumanns-
sætið er upphitað, sem var raunar
einnig á árg. '74. Framsætin eru
að f lestu leyti ágæt en setan er þó
ekki svo slétt sem skyldi. Nýir
áfastir höfuðpúðar, rimblapúðar.
sem sést á milli eru f framsætum.
Þeir eru hinsvegar nokkuð harðir
en það er vfst hluti af viðleitni
Svfanna til að maður sofni ekki
við stýrið. Bfllinn er léttari f stýri
en fyrirrennarar hans, þó enn finni
maður vel, að maður hefur eitt-
hvað á milli handanna. Gfrskipt-
ingar eru ekki mjög liprar a.m.k.
ekki meðan bfllinn er glænýr. Ann-
ars virðist manni einhver öryggis-
tilfinning samfara þvf að aka í
Volvo og vinnslan er talsvert betri
nú en áður og éstæða er til að
ætla. að hámarkshraðinn sé mun
meiri. Volvoinn liggur mjög vel á
vegi, bæði sléttum og ósléttum en
á nýja bflnum er einmitt aukin
„balansering" á afturhjólunum.
Bremsurnar eru örugglega ein-
hverjar albestu, sem boðið er upp
á ffólksbílum. Með öryggisstuður-
unum er Volvoinn nú 489,8 sm
langur og 171 sm breiður. Hann
vegur næstum 1200 kg óhlaðinn.
Volvo 244 deluxe
Hér má m.a. sjá hvernig hinir nýju hnakkapúðar
eru.
Skák
eftir JÓN Þ. ÞÓR
SKAKKEPPNUM kvenna hef-
ur ekki verið sýndur mikill
sómi hér f þættinum fram til
þessa og fara þó árlega fram
mörg mót, sem öflugar skák-
konur taka þátt f. Nú er nýlokið
Ólympfumóti kvenna f skák og
tóku 25 þjóðir þátt f keppninni.
Úrslitin urðu þau, að Sovétrfk-
in og Rúmenfa sigruðu og hlaut
hvor sveit 13,5 v. 1 3.—4. sæti
urðu sveitir frá Búlgarfu og
Ungverjalandi. Önnur úrslit f
A-riðli urðu sem hér segir: 5.
Holland 9,5 v., 6. Tékkósló-
vakfa 9 v., 7. Júgóslavfa 7,5 v.,
8.—9. England og V.-Þýzkaland
4 v. og 10. Kanada 3 v. Hver
sveit var skipuð tveim aðal-
keppendum og einum til vara. 1
sovézku sveitinni voru þær
Nana Gaprindaschvili, heims-
meistari kvenna, I. Levitina og
N. Alexandrina.
Við skulum nú líta á tvær
skemmtilegar skákir frá keppn-
inni:
Hvftt: N. Gaprindaschvili
Svart: I. de Karo (Kólumbía)
Petroffsvörn
1. e4 —e5, 2. Rf3 — Rf 6, 3. Rxe5
— d6, 4. Rf3 — Rxe4, 5. d4 —
d5, 6. Bd3 — Rf6, 7. 0-0 — Be7,
8. Re5 — 0-0, 9. Hel — He8, 10.
Bf4 — Rbd7,11. Rd2 — Bd6,12.
c4 — He7, 13. c5 — Bxe5, 14.
dxe5 — Rxc5, 15. Bc2 — Re8,
16. Dh5 — g6, 17. Dh6 — Re6,
18. Bg3 — Rd4, 19. Bd3 — Bf5,
20. De3 — Rc2, 21. Bxc2 —
Bxc2, 22. Dc5 — Bf5, 23. Bh4 —
f 6, 24. exf 6 — Hxel, 25. Hxel —
Dd6, 26. Dc3 — Be6, 27. Rf3 —
c5, 28. Rg5 — Bf7, 29. Rxf7 —
Kxf7, 30. He7 — Kf8, 31. Bg5 og
svarturgaf.
Hvftt: K. Jovanovic
(Júgóslavfa)
Svart: N. Alexandrina
Aljekinsvörn
1. e4—Rf 6, 2. e5 — Rd5, 3. d4 —
d6, 4. Rf3 — g6, 5. Rg5 — c6, 6.
Bc4 — Bg7, 7. De2 — h6, 8. Rf3
— Bg4, 9. Bxd5 — cxdð, 10. Db5
— Rc6, 11. Dxb7 — Dc8, 12.
D'b3, — Bxf3, 13. gxf3 — 0-0,14.
De3 — dxe5, 15. dxe5 — Rxe5,
16. c3 — d4, 17. De2 — Dh3, 18.
Rd2 — dxc3, 19. bxd3 — Had8,
20. De4 — Rd3+ 21. Ke2 —
Bxc3 og hvítur gaf.
UM þessar mundir er Bridge-
samband íslands að senda
aðildarfélögum sínum um allt
land skjalamöppur með ýmsum
fróðleik. Ber þar fyrst að nefna
keppnisreglur BSl fyrir Is-
landsmót í sveitakeppni, opinni
tvimenningskeppni, tvímenn-
ingskeppni kvenna og
tvenndarkeppni. Einnig er
skýrsla um þing BSÍ, sem hald-
ið var i Domus Medica 5. okt sl.
Þá má nefna lög fyrir
Bridgesambandið og ýtarlega
skrá yfir stjórn, dómnefndir og
endurskoðendur sambandsins
með nöfnum, heimilisföngum
og simanúmerum viðkomandi
aðila.
Um 30 manns sátu þing BSl,
sem haldið var I byrjun okt. sl.
Hófst þingið með þingsetningu
Jóns Ásbjörnssonar, sem bauð
þingfulltrúa velkomna. Þá var
Tryggvi Gfslason kjörinn þing-
forseti. Síðan hófst dagskrá
með kosningu kjörbréfanefnd-
ar og uppstillingarnef ndar. Síð-
an flutti Jón Asbjörnsson ýtar-
lega skýrslu stjórnar frá tveim-
ur sl. árum.
Reikningar sambandsins lágu
ekki fyrir á þinginu þar sem
gjaldkeri sambandsins var
staddur í Afríku og verður
haldið framhaldsþing fljótlega.
Um stjórn Bridgesambands
islands kom aðeins ein tillaga
fram og var hún samþykkt sam-
hljóða nema að Guðriður Guð-
mundsdóttir gaf ekki kost á sér
í starf gjaldkera, en í hennar
stað var haft samband við
Steinunni Snorradóttur, sem
kvaðst vilja taka að sér starfið.
Er stjórnin þannig skipuð nú:
Forseti Hjalti Elíasson, vara-
forseti Jón Hjaltason, ritari Al-
freð Alfreðsson, gjaldkeri
Steinunn Snorradóttir, með-
stjórnendur Tryggvi Gislason,
Ragnar Björnsson, Örn Vigfúss-
on. Varastjórn: Ríkharður
Steinbergsson, Björn Eysteins-
son, Guðjón Guðmundsson.
Endurskoðendur: Sigvaldi Þor-
steinsson, Ingi R. Jóhannsson.
Til vara Stefán Guðjóhnsen.
í dómnefnd voru kosnir:
Axel Einarsson, Oddur Sigur-
jónsson, Ragnar Þorsteinsson.
Til vara: Júlíus Guðmundsson
og Margrét Ásgeirsdóttir.
1 liðnum „önnur mál“ komu
fram breytingartillögur frá
Hinn nýkjörni forseti Bridge-
sambands tslands Hjalti Elfas-
son.
Bridgefélagi Reykjavíkur um
breytingar á sveita- og tvímenn-
ingskeppni íslandsmóts, sem
voru samþykktar með breyting-
um.
Rétt þykir að benda á síðustu
grein tillagna B-manna en hún
er athyglisverð og hljóðar svo:
Ölvun er stranglega bönnuð i
allri keppni og varðar tafar-
lausri brottvísun.
Síðasta mál var skýrsla siða-
reglunefndar og gaf þingfor-
seti, Tryggvi Gíslason, Friðriki
Karlssyni orðið og upplýsti
hanrt þingheimum, að nefndin
hefði ekki lokið störfum en
kvaðst vona, að hún gæti skilað
till. sfnum fljótlega.
Að lokum, tók nýkjörinn for-
seti sambartdsins, Hjalti Elías-
son, til máls. Hvatti menn til
dáða og vonaðist til að geta haft
gott samstarf við öll félög og
félagsmenn bridgeíþróttarinn-
ar.
Þá þakkaði þingforseti mönn-
um góða fundarsetu og óskaði
þeim góðrar heimferðar, og
frestaði síðan þinginu.
A.G.R.