Morgunblaðið - 02.11.1974, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. NÖVEMBER 1974
13
r
Arni
Grétar Finnsson
hœstaréttarlögmaöur:
M
hæstarétti
Dœmt um kröfu dóttur í dánar-
og félagsbú foreldra hennar
Meðferð dánarbúa er jafnan
viðkvæm og oft rísa deilur á
milli nánustu ættingja, þegar
komið er að skiptum. Börn og
foreldrar, sem lifað hafa saman
f sátt og samlyndi, átt sama
heimilið um langan aldur,
verða í stöku tilfellum harðvít-
ugir andstæðingar, þegar
skipta á reytunum á milli
þeirra, sem eftir lifa. Fæstir
eru þó svo forsjálir að huga að
slíkum eftirmálum innan fjöl-
skyldunnar í tæka tíð.
Verður því ósjaldan erfitt um
sannanir eftir á, orð standa á
móti orðum, og þrautalending-
in vill því oftar en ella verða sú
að láta dómstólana skera úr,
hvað hverjum einstökum beri,
þegar útdeila skal eigum dánar-
búa.
Á síðasta vetri hafði Hæsti-
réttur til meðferðar mál, þar
sem dóttir gerði kröfu í dánar-
og félagsbú eftirlifandi föður
og látinnar móður sinnar.
Krafan hljóðaði upp á kr.
300.000.00.
Rökstuðningur
dðtturinnar
Dóttirin rökstuddi kröfu sina
með því, að hún hefði frá 15 ára
aldri, eða frá árinu 1952, unnið
kauplaust á heimili foreldra
sinna og allt þar til móðir
hennar lézt slðla árs 1968, eða í
16 ár. Dóttirin taldi, að allan
þennan tima hefði móðir henn-
ar verið ósjálfbjarga sjúkl-
ingur, og gögn þau, sem lögð
voru fram i málinu sýna, að
hún hafði átt við langvarandi
veikindi að striða. Á þessu
tímabili vann dóttirin jafn-
framt utan heimilisins, en hún
skýrði svo frá, að tekjur sínar
hefðu að verulegu leyti gengið
til heimilisins, enda hefði faðir
hennar alla tíð verið knappur á
framfærslueyri til fjölskyld-
unnar. Þá hafði faðir hennar
farið af heimilinu fjórum
mánuðum áður en móðir
hennar dó, og ekkert lagt heim-
ilinu til eftir það. Þessu til við-
bótar sagðist dóttirin hafa lán-
að foreldrum sínum að minnsta
kosti kr. 17.095,00 árið 1957 til
kaupa á húseign. Lagði hún
fram þessu til sönnunar
minnisseðil, er hún hafði skrif-
að á þessum tíma, þar sem á
stóð „ÉG LÁNA PABBA“. Loks
kvaðst dóttirin hafa orðið að
kaupa heimilisaðstoð fyrir kr.
20.000,00 eftir að faðir hennar
yfirgaf heimilið.
Rökstuðningur
og mótmæli
föðurins
Faðirinn mótmælti í flestum
greinum kröfum dótturinnar.
Hann benti á, að dóttirin hefði
notið fæðis og húsnæðis endur-
gjaldslaust allan þann tima,
sem hún nú krefðist kaups
fyrir. En ekki nóg með það,
heldur hefðu börn hennar tvö,
sem fædd voru árin 1961 og
1965, líka notið þess sama
ókeypis. Þá taldi faðirinn sig
ávallt hafa lagt heimilinu til
fullkomlega allt, sem það
þarfnaðist, fram til þess tíma,
er hann fór frá því fjórum
mánuðum fyrir andlát konu
sinnar. Faðirinn taldi einnig
fyllstu ástæðu til að líta á það,
að kona hans hefði dvalizt lang-
timum saman á sjúkrahúsum
og allan þann tima hefði dóttir
hans ekki annast hana. Bar báð-
um málsaðilum saman um það,
að móðirin hefði verið heilsu-
laus árum saman. Þá lagði hann
áherzlu á, að hér væri um það
að ræða, að önnur fyrirvinna
heimilisins hefði bilað, en hin
þvi orðið að taka á sig megin-
þunga framfærslunnar. Þessu
til viðbótar benti faðirinn á, að
upplýst væri, að dóttir hans
hefði frá 14 ára aldri unnið
utan heimilisins og aflað sér
þannig tekna og ekkert lægi
fyrir um það, að hún hefði lagt
fé af mörkum til heimilishalds-
ins af þvi kaupi, sem hún hefði
unnið sér inn á þessum tima.
Faðirinn minntist þess, að
dóttirin hefði lagt fram eitt-
hvert fé, þegar foreldrar henn-
ar festu kaup á húseign árið
1957. Taldi hann að þar hefði
verið um 5—10 þúsund krónur
að ræða, sem dóttir hans hefði
ekki ætlast til að fá endur-
greiddar, enda hefði hún aldrei
nefnt það fyrr en undir rekstri
þessa máls. Til frekari árétt-
ingar benti hann á, að svo
langur timi eða meira en 10 ár
væru nú liðin frá því að dóttirin
hefði lagt peningana fram, að
krafan um endurgjald væri nú
fyrnd.
Þær kr. 20.000,00, sem dóttir-
in hafði lagt fram fyrir
heimilisaðstoð eftir að faðirinn
fór að heiman, viðurkenndi
hann að búinu bæri að endur-
greiða, auk annars kostnaðar
við uppihald og umönnun konu
sinnar fyrir þetta tímabil.
(Jrskurður
skiptaréttar
Þann 27. apríl 1972 var kveó-
inn upp i Skiptarétti Reykja-
vikur úrskurður í málinu af
Jóni Þóroddssyni, fulltrúa
borgarfógetans í Reykjavík.
1 úrskurðinum segir meðal
annars, að ósannað sé, hversu
mikla vinnu dóttirin hafi iátið
heimili foreldra sinna I té,
meðan móður hennar naut enn
við að nokkru. Hún hafi heldur
ekki haft uppi kröfur um
greiðslu fyrir þjónustu sína við
heimilið fyrr en rúmum tveim-
ur árum eftir að móðir hennar
lézt. Þótti því ekki ástæða til að
taka til greina beina launa-
kröfu hennar, en rétt að ætla
henni nokkra þóknun fyrir
störf i þágu heimilisins, eftir að
móðir hennar varð farlama með
öllu. Þótti sú þóknun hæfilega
ákveðin kr. 80.000,00 ög er þar
innifalin greiðsla fyrir þá fjóra
mánuði, sem móðirin lifði, eftir
að faðirinn fór að heiman, og
sem faðirinn hefur viðurkennt,
að beri að greiða.
Þá segir i úrskurðinum, að
dóttirin hafi ekki sannað nein
bein fjárframlög til heimilisins
af þeim tekjum, sem hún vann
sér inn. Hins vegar var upplýst,
að faðirinn hefði einungis
greitt til heimilisins kr.
5.000.00 á mánuði seinasta l'A
árið, auk fastagjalds af síma.
Taldi skiptarétturinn, að þetta
fé hefði ekki nægt til fram-
færslu móðurinnar, og því væri
rétt að dóttirin fengi uppbót af
þeim sökum, þar sem forsjá
heimilisins hefði alfarið hvilt á
henni á þessum tíma. Voru
dótturinni tildæmdar kr.
18.000,00 á þessum forsendum.
Þá lá fyrir viðurkenning
föðurins um, að dóttirin ætti að
fá endurgreiddar kr. 20.000,00,
sem hún hafði innt af hendi
fyrir aðkeypta heimilisaðstoð
síðustu fjóra mánuðina, sem
móðir hennar lifði, og var
dótturinni ennfremur tildæmd
sú fjárhæð.
Urskurður skiptaréttarins
var þvi á þá leið, að dánar- og
félagsbúið skyldi greiða dóttur-
inni samtals kr. 118.000,00, auk
málskostnaðar.
Dómur Hæstaréttar
Faðirinn undi ekki úrskurði
skiptaréttarins og áfrýjaði hon-
um til Hæstaréttar. Fyrir
Hæstarétti gerði faðirinn kröfu
um, að dánarbúið yrði aðeins
dæmt til greiðslu á kr.
59.000,00, það er kr. 20.000,00
fyrir heimilisaðstoðina, sem
dóttirin greiddi, kr. 15.000,00
fyrir fæði og hjúkrun sem dótt-
^ífin lét móður sinni í té síðustu
4 mánuðina, sem hún lifði og
kr. 24.000,00 fyrir heimilisað-
-stoð á árunum 1965 og 1966.
Dóttirin gerði kröfu um, að úr-
skurður skiptaréttarins yrði
staðfestur.
í Hæstarétti varð niðurstaða
málsins sú, að úrskurður
skiptaréttar var staðfestur,
dótturinni dæmdar kr.
118.000,00. Rétt er að taka
fram, að dánarbúið á að greiða
dótturinni þessa fjárhæð, áður
en til skipta milli erfingja
kemur. Þegar þessi upphæð kr.
118.000,00 hefur verið greidd,
auk annarra skulda búsins, þá á
eftirlifandi maki helming eign-
anna. Þar til viðbótar erfir
hann !4 af eignunum, sem þá
eru eftir, en niðjar % hluta.
Fyrir Hæstarétti flutti Ólafur
Þorgrímsson hæstaréttarlög-
maður málið af hálfu dóttur-
innar, en Kristján Eiríksson
hæstaréttarlögmaður fyrir
föðurinn.
Munið flugfreyjumarkaðinn að
Hallveigarstöðum kl. 2 í dag.
Svölurnar félag núverandi og fyrrverandi flugfreyja.
BORGIR S/F AUGLÝSA TIL SÖLU
VERSLUNARHUSNÆÐI I MIÐBÆ
KÓPAVOGS VIÐ ÁLFHÖLSVEG
Magnús Baldursson múrarameistari og Trésmiðja Hákonar og Kristjáns
Upplýsingar í Auðbrekku 53, Kópavogi,
sími 43178 — 41390. Heimasímar 33732 — 41717
n