Morgunblaðið - 02.11.1974, Síða 16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. NÖVEMBER 1974
16
hf. Árvakur. Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthlas Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson
ASalstræti 6, slmi 10 100.
Aðalstræti 6. slmi 22 4 80.
Áskriftargjald 600.00 kr. á mánuSi innanlands.
í lausasölu 35.00 kr. eintakiS.
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjómarf ulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjóm og afgreiSsla
Auglýsingar
Ifrumvarpi til fjár-
laga fyrir árið 1975,
sem nú hefur verið lagt
fyrir Alþingi, kemur fram,
að gert er ráð fyrir að tekj-
ur ríkissjóðs af tekjuskatti
lækki um 500 milljónir
króna. Jafnframt kemur
þar fram, að skattvísitalan
hækkar um 45%, sem er í
samræmi við hækkun með-
altekna. Með hækkun
skattvísitölunnar hækkar
persónufrádráttur um
45% og viðmiðunartölur
skattþrepa hækka að sama
skapi og fylgja þannig eftir
almennum launahækkun-
um. Þessar ráðstafanir eru
skattgreiðendum ótvírætt
til mikilla hagsbóta. Með
þessum fjárlögum er einn-
ig stefnt að því, að tekju-
skattur verði ekki lagður á
almennar launatekjur.
Það er vissulega stórt
spor fram á við, þegar
tekjuskattur hefur verið
afnuminn af almennum
launum. Eins og fjárlaga-
frumvarpið er úr garði
gert mun bein skattbyrði
reiknuð sem álagðir beinir
skattar í hlutfalli við tekj-
ur fyrra árs lækka úr
16,6% í 16,3%. Þó aðhérsé
ekki um stórt stökk að
ræða, er þetta eigi að síður
mikilvægur áfangi við
lækkun beinna skatta.
Þessum markmiðum er náð
þrátt fyrir þær miklu verð-
lagshækkanir, sem átt hafa
sér stað að undanförnu og
óhjákvæmilega hafa sett
mark sitt á fjárlögin.
Mestu skiptir þó, að skatt-
þrepin hafa verið hækkuð
þannig að tekjuskattur
verður ekki goldinn af al-
mennum launatekjum.
Þessi ákvörðun er í sam-
ræmi við stefnuyfirlýsingu
ríkisstjórnarinnar frá því í
ágúst.
í stefnuyfirlýsingunni
var einnig kveðið á um, að
við skipan kjaramála yrði
stefnan í þeim efnum sam-
ræmd stefnunni i skatta-
og tryggingamálum. í því
sambandi var lýst yfir þvi,
að stefnt yrði að samein-
ingu algengustu bóta al-
mannatrygginga og tekju-
skattsins. Með þessu móti
skyldi stefnt að þvi að
tryggja þjóðfélagsþegnun-
um lágmarkstekjur, og
jafnframt skyldi með þessu
stefnt að skýrari áhrifum á
tekjuskiptinguna i rétt-
lætisátt og til þess að stuðla
að aukinni hagkvæmni. í
athugasemdum við fjár-
lagafrumvarpið segir, að
áætlaðar tekjur ríkissjóðs
af tekjuskatti hafi verið
lækkaðar um 500 milljónir
króna til þess að greiða fyr-
ir þessari samræmingu á
algengustu bótum al-
mannatrygginga og tekju-
skattsins. Endanlegt form
þessarar breytingar hefur
ekki verið ákveðið enn,
enda verður breyting þessi
einn liður í endurskoðun
skatta- og tryggingakerfis-
ins.
Með þessari ráðstöfun
hefur einnig verið stigið
mikilvægt framfaraspor,
sem ekki einvörðungu
horfir til einföldunar á
framkvæmd skattheimtu
og útborgun trygginga-
bóta, heldur miðar að því
að tryggja hverjum
einstaklingi ákveðnar
lágmarkstekjur. Fjárlaga-
frumvarpið markar
því að ýmsu leyti nokk-
ur þáttaskil. Hitt er
Ijóst, að hér er aðeins um
sjálfa stefnumörkunina að
ræða. Eftir er að ákveða
hvernig framkvæmdinni
verður háttað. Eigi að síð-
ur er hér um mikilvægan
áfanga að ræða.
Það hefur lengi verið
þrætuefni, hvernig skipta
ætti skattheimtu ríkisins
milli beinna og óbeinna
skatta. Sósíalistar hafa til
skamms tíma barist
hatrammlega gegn óbein-
um sköttum. Sjálfstæðis-
menn hafa á hinn bóginn
Iengi lagt áherslu á að eðli-
legt væri að afla ríkissjóði
tekna að verulegu leyti
með óbeinum sköttum og
skattleggja með því móti
eyðsluna. Á undanförnum
árum hefur þróunin óð-
fluga verið í þessa átt.
Samkvæmt fjárlögum
fyrir árið 1974 var gert ráð
fyrir, að beinir skattar
yrðu 27,6% af tekjum
ríkisins en óbeinir 71,5%.
Þetta hlutfall mun hins
vegar raskast verulega eft-
ir þær breytingar, sem orð-
ið hafa á skattalögum á
þessu ári. Þannig er nú
reiknað með, að í raun
verði 18,4% ríkistekna afl-
að með beinum sköttum í
ár, en óbeinir skattar verði
80,5%. Samkvæmt fjár-
lagafrumvarpinu mun
þetta hlutfall haldast nokk-
urn veginn, þannig að bein-
ir skattar verða 18,7%
ríkistekna en óbeinir
80,4%.
Þegar nánar er litið á
hlutfallslega skiptingu
ríkistekna eftir tegund
skatta, kemur í Ijós, að
tekjuskatturinn nemur að-
eins 14,8% ríkistekn-
anna. Skattar af
seldum vöruin og þjónustu
standa hins vegar undir
48% teknanna og innflutn-
ingsgjöld undir tæplega
27%. Tekjuskatturinn er
þannig orðinn fremur litill
hluti ríkisteknanna. Þær
skoðanir hafa verið settar
fram, að eðlilegt kynni að
vera að styrkja sveitar-
félögin með því að láta
þeim eftir þennan tekju-
stofn. Við frekari endur-
skoðun skattakerfisins er
full ástæða til þess að taka
þessa hugmynd til ræki-
legtar athugunar.
Miðað við þau almennt
góðu og tiltölulega jöfnu
lífskjör, sem við búum við,
er það tvímælalaust rétt að
leggja áherslu á að skatt-
leggja eyðslu fremur en
tekjur eins og ráðgert er
með f járlagafrumvarpinu.
Almennar launatekjur
skattfrjálsar
NÝLEGA birtist sakleysisleg
frétt f Pravda, málgagni
sovézka kommúnistaflokksins.
Blaðið sagði, að Semyon
Denisovich Ignatiev hefði verið
sæmdur orðu oktðberbyltingar-
innar á sjötugsafmæli sfnu
„fyrir störf f þágu kommúnista-
f lokksins og sovézka ríkisins".
I raun og veru var þetta ein-
hver mesti viðurkenningar-
vottur, sem hefur verið sýndur
stalínistum í Sovétríkjunum
upp á síðkastið og einhver
mesta litilsvirðing, sem and-
stæðingum þeirra hefur verið
sýnd.
Ástæðan er sú, að Ignatiev
var siðasti öryggismálaráðherra
Stalins og var skipaður í það
starf (í nóvember 1951) til þess
að hafa eftirlit með miskunnar-
lausum ráðstöfunum, sem voru
gerðar til þess að herða á ógnar-
stjórninni, sem mótaði siðustu
valdaár Stalins.
Eitt þeirra mála, sem ráðu-
neyti Ignatievs fékkst við, var
„Krímar-málið“ svokallaða,
sem leiddi til þess, að allir
helztu rithöfundur Gyðinga (og
gamli bolsévíkinn Lozovsky)
voru líflátnir eftir pyntingar
12. ástúst 1952.
En mikilvægasta málið og
það mál, sem hæst bar síðustu
mánuðina, sem Stalín lifði, var
hið illræmda „læknasamsæri",
sem enn vekur hrylling í Sovét-
rfkjunum og umheiminum.
Fimmtán helztu læknar Rúss-
lands voru 'handteknir, pynt-
aðir og neyddir til þess að játa
að hafa byrlað helztu valda-
mönnum Sovétríkjanna eitur.
Flestir þeirra voru ákærðir
fyrir að vera útsendarar
zíonista en nokkrir fyrir að
vera útsendarar brezku leyni-
þjónustunnar.
Solzhenitsyn hefur sagt frá
því, að Stalín hafi áformað að
hengja þá opinberlega á Rauða
torgi til þess að æsa til Gyðinga-
ofsókna og flytja síðan alla Gyð-
inga Sovétrikjanna nauðungar-
flutningum til Síberíu — í fót-
spor átta þjóða, sem hann hafði
þegar flutt nauðungarflutning-
um frá Kákasus og víðar.
Dauði Stalfns bjargaði þeim.
En þegar Béria náði aftur yfir-
ráðunum yfir leynilögreglunni
úr höndum Ignatievs voru
aðeins þrettán eftir til þess að
veita uppreisn æru. Beria var
enginn mannvinur en samsærið
hafði einnig beinzt gegn hon-
um.
Ignatiev hafði hins vegar
verndara og þegar honum var
vikið úr starfi flokksritara, sem
hann gegndi í stuttan tfma eftir
að hann missti ráðherra-
embætti sitt að Stalfn látnum,
voru einu sakirnar, sem á hann
voru bornar, á þá lund, að hann
hefði þjáðst af „pólitískri
blindu og skeytingarleysi".
Að vísu stjórnaði hann ekki
pyntingum læknanna persónu-
lega en það gerði aðstoðarráó-
herra hans, Mikhail Ryumin,
sem var einnig yfirmaður
„Rannsóknardeildar sérstak-
lega mikilvægra mála“.
Hitt lá í augum uppi, að Igna-
tiev gat ekki skotið sér undan
ábyrgð og raunar kom það
greinilega fram í leyniræðu
þeirri, sem verndari hans,
Krúsjeff, hélt í febrúar 1956.
Krúsjeff gat þess, að skipanir
Stalíns hefðu hljóðað: „Berjið,
berjið og berjið aftur“ og að
sjötugur háskólakennari,
Vinogradov, hefði verið hlekkj-
aður, en meira máli skipti, að
hann gat þess einnig, að Stalfn
hefði stjórnað málinu fyrir
milligöngu Ignatievs og sagt
honum persónulega: „Ef þú
færð ekki læknana til þess að
játa höggvum við af þér höfuð-
ið.“
Hvað sem þessu líður er
óhugsandi, að sjálfur yfir-
maður leynilögregluráðuneytis
Stalíns hafi ekki vitað, að beitt
var pyntingum. Raunar hafði
það verið heimilað með skýlaus-
um fyrirmælum frá miðstjórn-
inni dagsettum í janúar 1939.
Ryumin var skotinn einu eða
tveimur árum síðar á þeim tíma
þegar vegur Malenkovs var
mestur og hann fékk þau eftir-
mæli, að hann hefði verið þorp-
ari.
i^En Ignatiev slapp við
hreinsanirnar þótt hann fengi
aldrei framar jafnmikil völd og
á árunum 1952/53 þegar hann
var bæði öryggismálaráðherra
og fullgildur fulltrúi í stjórn-
málaráðinu ásamt Suslov.
Brezhnev og Kosygin voru
aðeins aukafulltrúar (Kosygin
hafði nýlega verið lækkaður í
tign) — en það er athyglisvert,
að Brezhnev kom fyrst fram
opinberlega á graf hýsi Leníns á
byltingarafmælinu 1952 þegar
ógnarstjórnin stóð sem hæst og
að hann var einnig lækkaður í
tign um stundarsakir eftir
dauða Stalins.
Þrátt fyrir afdrif Ryumins
geta gamlir stalinistar huggað
sig við það, að annar aðstoðar-
ráðherra Ignatievs um þessar
mundir, Alexei Epishev, hefur
fengið mikinn frama á stjórnar-
árum núverandi valdhafa.
Hann hefur í nokkur ár gegnt
starfi yfirmanns stjórnmála-
deildar heraflans og staðið
framarlega í ofsóknum gegn
rithöfundum.
En þótt hendur Epishevs séu
ekki hreinar var hann ekki á
kafi í þeim málum, sem eru
ljótasti bletturinn á stalínism-
anum. Mennirnir, sem Stalín
valdi í flokksritarastöður (eins
og Suslov núverandi stjórn-
málaráðsfulltrúi) eða foringja-
stöður í Komsomol, æskulýðs-
hreyfingunni (eins og Shelepin
núverandi stjórnmálaráðsfull-
trúi), urðu að vera gæddir
hæfileikum, sem útilokuóu til-
finningu fyrir mannlegum
þjáningum. En til mannanna
sem hann valdi í embætti yfir-
manns leynilögreglunnar
þurfti að gera jafnvel enn
strangari kröfur um sérhæfi-
leika.
1 neðanjarðarritum er oft
kvartað yfir því, að fyrrverandi
starfsmenn leynilögreglunnar,
sem eru illræmdir fyrir pynt-
ingar og morð, lifi í vellysting-
um á eftirlaunum. Hins vegar
fer ekkert fyrir þessum mönn-
um. Hitt er annað mál að
hengja orðu á mann með eins
skuggalegan feril og Ignatiev.
Það sýnir skeytingarleysi fyrir
tilfinningum sovézku þjóðar-
innar og annarra þjóða, tillits-
leysi, sem hefur einkennt mikla
bylgju nýs stalínisma, sem
gengur yfir Rússland.