Morgunblaðið - 02.11.1974, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1974
25
þing-
spiall
„Hver verða helztu viðfangs-
efni þingsins, sem er að hefja
störf,“ spyr Tíminn sl. miðviku-
dag, og birtir svör fimm for-
ystumanna þingflokkanna.
Fjórir af fimm svarendum setja
efnahagsmálin í fyrsta sæti og
allir nefna þau sem eitt helzta
viðfangsefnið. Formaður Al-
þýðubandalagsins sagði þó
„ekki útséð um, hver yrðu aðal-
mál þingsins" og nefnir „her-
stöðvarmálið" á undan efna-
hagsvandanum. „Herstöðvar-
málið“ hefur í tvígang verið
„höfuðerindi" Alþýðubanda-
lagsins inn í ríkisstjórn. Jafnoft
hafa þeir horfið úr stjórn með
„höfuðerindið" geymt og
óspjallað, enda virðist það
flokknum ekki síður nauðsyn-
legt haldreipi i stjórnarand-
stöðu.
GEIR HALLGRIMSSON, for-
maður Sjálfstæðisflokksins,
sagði efnahagsmálin verða aðal-
mál þessa þings. Staðfesta
þyrfti tvenn bráðabirgðalög
þeim tengd: annarsvegar verð-
jöfnunarbætur til láglauna-
fólks og hinsvegar lögin um
ráðstafanir i sjávarútvegi. Því
næst kæmu fjárlög ársins 1975
og ýmis frumvörp í framhaldi
af þeim efnahagsráðstöfunum,
sem þegar hefðu verið gerðar.
Hömlun gegn verðbólgu,
rekstraröryggi atvinnuveganna
og útfærsla landhelginnar
myndu móta höfuðdrætti þing-
starfanna.
Efnahags-
vandinn
höfuðvið-
fangsefni
þingsins
EINAR AGÚSTSSON, vara-
formaður Framsóknarflokks-
ins, sagði og efnahagsmálin
verða höfuðviðfangsefni þings-
ins, a.m.k. fyrri hluta þess. Auk
staðfestingar bráðabirgðalaga
„geri ég ráð fyrir, að lagt verði
fram frumvarp um frekari
verðbólgustöðvun, en bráða-
birgðalögin gilda ekki nema
Brosað umhverfis gamla ræðustólinn, sem prýðir þingsal á ný eftir 15
ára fjarveru: Guðlaugur Gfslason, Gunnar Thoroddsen, Sighvatur
Björgvinsson og Gylfi Þ. Gíslason. Ekki er vfst, að gatnli stóllinn mæti
ætfð jafn brosmildum andlitum á þessu þingi. Ljósm. Mbl. Olafur
Magnússon.
stuttan tíma, og ríkisstjórnin
verður þá að hafa tiltækar ráð-
stafanir, áður en þau falla úr
gildi.“ Utfærsla landhelginnar
mun og setja svip á þingstörfin
að dómi utanríkisráðherra.
Varnarmál munu og bera á
góma og „ég hygg, að þing-
mönnum liggi ýmislegt á
hjarta, og að þeir verði frjóir til
málatilbúnaðar, og verður þing-
ið því ekki verkefnalaust.“
GYLFI Þ. GlSLASON, for-
maður Alþýðuflokksins, sagði
efnahagsmálin verða efst á
baugi og þann vanda, sem við
væri að glíma í dýrtíðarvexti og
rekstri útflutningsatvinnuveg-
anna. „Þá geri ég ráð fyrir, að
miklir erfiðleikar verði á því að
koma í gegn slysalausum fjár-
lögum." „Þegar atvinnuvegirn-
ir eiga í slíkum erfiðleikum,
sem raun ber nú vitni, er ein-
mitt erfitt að haga samningu
fjárlaga skynsamlega.“ Þá lagði
Gylfi áherzlu á nauðsynlegar
breytingar á kosningalögum.
„Þessu kjörtímabili má ekki
ljúka án þess að drög verði lögð
á endurskoðun stjórnarskrár-
innar, sem hefur dregizt alltof
lengi.“
RAGNAR ARNALDS, for-
maður Alþýðubandalagsins,
nefndi fyrst „herstöðvarmálið".
„Við tókum það trúanlegt, að
Einar Agústsson myndi ekkert
aðhafast í því máli nema leggja
það fyrst fyrir Alþingi, en nú
standa þingmenn frammi fyrir
því, að þetta hefur verið gert.“
Þar næst nefndi Ragnar efna-
hagsmálin og útfærslu land-
helginnar sem viðfangsefni, er
móta myndu þingstörfin.
KARVEL PALMASON, for-
maður þingflokka SFV, sagði:
„Ætli efnahagsmálin verði ekki
aðalmál þessa þings. Það sjá
allir, að þetta getur ekki gengið
eins og ástandið er, og rétt er að
minna á, að ýmsar þær ráð-
stafanir, sem gerðar hafa verið,
hafa ekki fengið elilega með-
ferð Alþingis."
Þessi svör benda öll i þá átt,
að glímann við verðbólguna og
margþætt vandamál efnahags-
lifsins og atvinnuveganna verði
rauði þráðurinn f þingstörfun-
um, a.m.k. fyrstu mánuðina.
Stefnuræða forsætisráðherra,
sem væntanlega verður flutt
n.k. þriðjudag og fjárlagaræða
fjármálaráðherra, sem flutt
verður skömmu þar á eftir,
munu að líkum skýra drættina í
störfum þingsins næstu vikurn-
ar. Að auki munu umræður um
öryggismál koma inn i myndina
sem og málatilbúnaður ein-
stakra þingmanna, sem erfitt er
að-spá í fyrirfram.
sf.
Svipmynd frá þingsetningu: Gylfi Þ. Gfslason, formaður Alþýðuflokks-
ins, Geirþrúður Bernhöft, Friðjón Sigurðsson, skrifstofustjóri
Alþingis, Guðmundur Garðarsson og ólafur Ragnar Grfmsson.
Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins: Steinþór Gestsson, Oddur
Olafsson, Ellert B. Schram og Jón G. Sólnes.
Þrír úr stjórnarandstöðunni: Ragnar Arnalds, formaður Alþýðubanda-
lagsins, Eðvarð Sigurðsson og Þór Vigfússon.
!?Ji3^il!Eli3!33)G)G]GlGl!3(3!3!3!3GI!33]!3!3!3!3!3!3!3!3G]!3[3§ls[a[s[a[s[s[3lsla(a[a[a[a[sls[a[a[s[s[s[a[a[a(s[s[a[a[s[a[3[aGil
Barnahátíð Þórs
IHJ
13
13
13
Kynnir verður Guðrún
Ásmundsdóttir, leikkona.
Andrés önd býður ykkur velkomin í Háskólabíó laugardaginn 2.
nóvember kl. 3 e.h. og sunnudaginn 3. nóvember kl. 1.15 e.h.
Fjölskylduboð fyrir
fjóra til Mallorka
Skólahljómsveit Kópavogs spilar, stjórnandi
Björn Guðjónsson.
Kvikmyndasýning — teiknimyndir (mikið fjör).
Hver aðgöngumiði er happdrætti. Vinningurinn er ferð fyrir
fjóra í sólskinið á Mallorka — ferð fyrir fjölskylduna. Dregið
verður úr seldum miðum þegar öllum skemmtununum lýkur.
Vinningsnúmerið verður birt á siðustu skemmtuninni og í
fjölmiðlum. Aðgöngumiðinn kostar 300,00 kr.
Popphljómsveitin Dögg eykur á gamanið.
Margt fleira til skemmtunar.
Forsala aðgöngumiða verður í Háskólabíói í dag, laugardag frá kl. 1 e.h.
og sunnudag frá kl. 1 1 f.h.
Allur ágóði rennur til barnaheimilisins að Tjaldanesi og líknarsjóðs Þórs.
13 Um leið og hverri skemmtun lýkur fá öll börnin afhenta gjafapakka frá Andrési önd.
13
13 Lionsklúbburinn Þór.
131
G1
1
31
31
31
31
31
(31
Gl
G1
E)S]lá]ElE]E]B)BlE]G]E]G]G]E]E|G]E|E]ElElG]ElE]E]EIE]GlE]GlG]E]E|E]B]G]BjE]G]E]B]B]G]E]E]E]E]E]G]E]E]E]E]5]S]B]B]G]E]G]E]E]E]S](gl