Morgunblaðið - 02.11.1974, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.11.1974, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1974 Guðjón Jónsson íMagna—Kveðja I dag, laugardaginn 2. nóvem- ber, verður einn virtasti borgari Vestmannaeyjakaupstaðar fyrr og síðar kvaddur hinztu kveðju. Er það völdundurinn og ljúf- mennið góða, Guðjón Jónsson, löngum kenndur við vélaverk- stæðið Magna í Vestmannaeyjum. Mér er ljúft að minnast hans nokrum orðum við leiðarlok. Guðjón var fæddur að Lamba- felli, Austur-Eyjafjöllum 22. febr. 1891. Var hann næstelzta barn foreldra sinna, þeirra Jóns Jóns- sonar frá Lambafelli og eigin- konu hans, Ragnhildar Sigurðar- dóttur frá Hvammi, V-Eyjafjöll um. 5 urðu þau systkinin og lifa í dag Dýrfinna, ekkja að Eyvindar- hólum, og Guðrún,ekkja í Reykja- vík. Ragnhildur andaðist langt um aldur fram frá sínum stóra barna- hópi og var öllum er til þekktu mikill harmdauði. Óhæg voru nú kjör Jóns með hópinn sinn. En öll él stytta upp um síðir. Hann giftist aftur og nú Sigríði Magnúsdóttur frá Rauðsbakka. En þá var hún einn- ig orðin ekkja eftir Jón Ólaf Eymundsson, er drukknaði í mannskaðanum mikla á uppstign- ingardag árið 1901 með Birni frá Skarðshlíð, er hann fórst, og drukknuðu þá alls 27 manns rétt utan hafnarmynnis á Heimaey í svokallaðri Beinakeldu austur úr Klettsnefi. Þá var með Sigríði einkasonur hennar Jón Ó. E. Jónsson, fyrrum útgerðaraður og járnsmiður í Vestmannaeyj- um. Þeim Jóni og Sigríði varð 7 barna auðið. Urðu þá systkinin og hálfsystkinin alls 13, en af þeim dó eitt í frumbernsku. Þessi stóri og mannvænlegi hópur ólst upp að Seljavöllum f A-Eyjafjallasveit. Þar er fagurt og tignarleg um að litast, 1 skjóli hárra fjalla, er benda upp og svo langt til hafs er augað eygir. Eins og gefur að skilja fór Guðjón, sem var elztur barnanna, er upp kom- ust, að axla byrðarnar með for- eldrum sfnum. Við upphaf vél- bátaútgerðar, eða árið 1907, þegar hann var 16 ára, ræðst hann til Eyja til sæmdarhjónanna Elfn- borgar og Þorsteins Jónssonar skipstjóra í Laufási. Vinsemd og gagnkvæm virðing myndaðist með Guðjóni og þessu fólki, alla tíð, er aldrei sló fölva á. Lífið á Seljavöllum tók stórum breyting- um við Eyjaferð og veru Guðjóns. Hann vann heimilinu allt. Þor- steinn miðlaði Guðjóni ósjaldan af örlæti sfnu fram yfir lögboðinn hlut. Eyjarnar fengu það sfðan margendurgoldið frá stóra hópn- um á Seljavöllum, er f manndómi sfnum og dugnaði haslaði sér völl í Eyjum, og urðu þau systkini þar mörg nýtir og gegnir borgarar. Guðjón erfði f ríkum mæli smiðshæfileika föður síns og afa, einnig voru í móðurætt hans völ- undar og kunnir smiðir. Nægir þar að benda á að Guðjón og Sig- urjón i Hvammi voru systkinasyn- ir. Næsti áfangi í lífi Guðjóns er sá að hann ræðst til járnsmfðanáms hjá Th. Tomsen, dönskum vél- smíðameistara, er þá rak hina kunnu Thomsenssmiðju í Eyjum. Námið sóttist Guðjóni ákaflega vel. Allt var opið augum hans, að t Faðir okkar, FINNBOGI JÓNSSON, Reykjavfkurvegi 42, Hafnarfirði, andaðist að Sólvangi föstudaginn 1 . nóvember. Sesselja Finnbogadóttir, Jón Finnbogason, Rögnvaldur Finnbogason. t KRISTJANA JÓNASDÓTTIR lézt 17. október að Vistheimilinu Ás í Hveragerði. Samkvæmt ósk hinnar látnu hefur útförin farið fram í kyrrþey Björg Þ. Skjaldberg. t Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, JÓN HELGASON bóndi, Blönduholti, Kjós, lézt í Landakotsspítala þann 31. október Lára Þórhannesdóttir og börn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug, við andlát og jarðarför fósturmóður okkar, tengdamóður og ömmu, MARGRÉTAR SALÓME JÓNSDÓTTUR, frá Miðdal I Bolungarvlk. Guðlaug Snorradóttir, Rannveig Jónsdóttir, og fjölskyldur. t Sonur okkar, bróðir og mágur, JÓHANNES ÞORVALDSSON, Nóatúni 24, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 4 nóvember kl 1,30 e h. Margrét Jónsdóttir, Þorvaldur Armannsson, Dagrún Þorvaldsdóttir, Björgvin Guðmundsson. Viktoría Þorvaldsdóttir. Magnús Sigurjónsson. Guðný Þorvaldsdóttir, viðbættri stundvfsi og sérstakri háttvfsi, sem einkenndi hann allt lífið. Lauk hann námi sfnu með loflegum vitnisburði. Guðjón varð þegar mjög eftirsóttur í iðn sinni. Eiga bæði útgerðarmenn og sjó- menn frá þeim tfma Guðjóni mik- ið að þakka. Ekki var spurt um stund að kvöldi eða nóttu. Allt miðaðist við að báturinn kæmist út og næði róðri. Þannig voru störf Guðjóns alla tíð. Þetta var sá andi er ríkti á verkstæðum hans, hann hafði áhrif á samstarfsmenn sína svo til fyrirmyndar varð. Hvílíkur þjóðfélagslegur fengur er að dagsverki slfkra manna. Guðjón var mjög vandvirkur smiður og var hann jafnvígur á hárfín verkefni sem viðgérðir stærstu vélahluta. Málunum var alltaf borgið í höndum Guðjóns. Eins og að likum lætur, þá komst Guðjón ekki undan trúnað- arstörfum á sínu sviði. Þannig var hann vélskoðunarmaður Eyjaflot- ans um árabil. Voru þau mál öll í góðum höndum, meðan hans naut við. Ekki skemmdi samstarfið við þá heiðursmenn er unnu með Guðjóni að þessum málum, en það voru Matthías Finnbogason og Runólfur Jóhannsson. En með þeim öllum hélzt góð vinátta lífið út. Eftir að Guðjón hætti hjá Thomsen stofnaði hann eigið verkstæði og rak það, unz þeir slógu reytum saman, hann og Ólafur St. Ólafsson og Óskar Sig- urhansson. Stofnuðu þeir yél- smiðjuna Magna í Eyjum, sem er landsþekkt fyrirtæki. Þar vann Guðjón til hinztu stundar. Með sinni ljúfu og fullkomlega heiðar- legu framkomu mótaði Guðjón fjölda lærisveina í iðninni. Skap- aði hann það andrúmsloft ávallt í kring um sig, að allir fóru betri menn frá Guðjóni, er við hann áttu skipti. Guðjón var því metinn að verð- Lárus Pétursson bóndi—Minning F. 14. okt. 1898. D. 25. okt. 1974. I dag verður Lárus Pétursson, áður bóndi að Káranesi í Kjós, jarðsettur að Reynivöllum í sömu sveit, en hann lést í Landakots- spítala þann 25. okt. sl. 76 ára að aldri. Lárus var fæddur í Miðdal f Kjós 14. okt. 1898. Foreldrar hans, Margrét Benjamínsdóttir og Pétur Árnason, áttu fjórtán börn, og náðu tólf fullorðinsaldri, en Lárus var þeirra yngstur. Margrét lést tveimur árum eftir fæðingu hans, og tvístraðist hinn mikli barnahópur vítt um, eins og að Iíkum lætur. Pétur Árnason brá búi við andlát hennar, og var í húsmennsku eftir það, en hann var annálað hraustmenni og dugnaðargarpur til sjós og lands, fluggreindur og skjótur til svars. Reyndust öll börn þeirra Margrét- ar og hans vel gefin, bráðdugleg og mikið manntaksfólk, og er þegar mikill ættbálkur af þeim hjónum kominn. Lárus ólst upp hjá vönduðu og góðu fólki f Kjósinni, en fór ungur að vinna út í frá, enda bráðþroska og snemma harðdug- legur. Stundaði hann sjó á vetrar- vertfðum, fyrst á opnum bátum og sfðan vélbátum, og loks á togur- um, en heyskap á sumrin. Fékk hann brátt slíkt orð á sig fyrir dugnað og karlmennsku, að hann gat valið um skiprúm, og við hey- skap þóttu fáir standa honum á sporði. Þannig var það að hverju sem hann gekk. Er og síst ofmælt, að hann væri afburðamaður að líkamsburðum, og snar og harð- fylginn sér eftir því, enda bæði kappsmikill og skapmaður, ef þvf var að skipta. Kunni hann þó vel að stilla skap sitt í samskiptum við aðra, og glaður gat hann verið og reifur f kunningjahópi. Hann var hvass á brún, en bros hans eftirminnilega hlýtt og brá oft glettni i augnatillitið. Handtak hans var fast og traust, og eins var hann í raun og reynd. Lárus kvæntist eftirlifandi konu sinni, Kristínu Jónsdóttur frá Káranesi í Kjós, árið 1923. Áttu þau fyrst heima í Reykjavík, síðan að Bæ i Kjós, og eitt ár f Rvík. en hófu svo búskap að Kára- nesi 1931, þar sem þau bjuggu síðan til 1960, er þau fluttust til Reykjavikur. Þau eignuðust sjö börn, þrjár dætur og fjóra syni, og ólu upp frænda Lárusar frá bernsku. Eina dóttur hafði Kristín eignast áður en þau Lárus t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, ÞORGERÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR Hrefna Magnúsdóttir, Sigrún Oddgeirsdóttir, Hjördls Oddgeirsdóttir, Skúli Oddgeirsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall eigih- manns mlns, föður okkar, tengdaföður og afa. GUOMUNDAR SIGMUNDSSONAR, Meðalholti 6. Vigdfs Ólafsdóttir, böm, tengdabörn og barnabörn. t Konan mln GUÐBJÖRG HJARTAR- DÓTTIR frá Hofi, lést 30. október. Jakob Einarsson. t SIGURÐUR GÍSLASON Sörlaskjóli 13, Reykjavlk lézt þann 1/11 á Borgar- spítalanum Þórhildur Guðmundsdóttir og fjölskylda. leikum. Þannig gáfu útvegsmenn í Eyjurn honum mjög vandaða am- eríska bifreið við merk tímamót í lífi hans. Forseti Islands heiðraði hann með Fálkaorðunni. Góðan orðstír gat hann sér, og þá minnzt er á góða menn, kemur Guðjón efst í huga allra er til hans þekktu. Einkalíf Guðjóns var fábreytt, hann var reglusamur og barst aldrei á. Hann var óáreitinn og að eðlisfari hlédrægur, þó stefnu- fastur og ákaflega traustur vinur vina sinna. Hann flíkaði ekki trú sinni. En persónulega fór það okkar á mili, einiæg trú á mátt bænarinnar og djúp virðing og traust til frelsarans Jesú Krists. 1 huga Guðjóns var Honum ekkert fremra. Það fylgdist nokkuð að, hörm- ungarnar á Heimaey og lokin á dagsverki Guðjóns í Magna. Þrek og krafta þraut. Hann hafði fulln- að skeiðið. Saddur lífdaga kvaddi hann þennan heim 19. okt. s.l. Minningarathöfn um 'Guðjón Jónsson fór fram i Fosvogskirkju 28. okt. að viðstöddum stórum systkina- og frændahópi, sveit- ungum frá Eyjaf jöllum og Eyjum. Blessuð veri minning hans. Einar J. Gislason. giftust, og reyndist hann henni ekki síður góður faðir en sínum eigin börnum. öll eru börn þeirra hjóna dugnaðarfólk, vel gefin til munns og handa og sýna að þau eru af góðum komin. Búskapinn rak Lárus af kappi og dugnaði, og var allt með mesta myndarbrag hjá þeim hjónum, enda var Kristin og er dugnaðar- forkur, góðum gáfum gædd og snillingur að öllu handbragði. Börnin urðu þeim mikilvægur lió- styrkur við búskapinn á meðan þeirra naut við heima, og sam- hent foreldrum sinum. En svo lágu leiðir þeirra á brott, sam- kvæmt lífsins lögmáli, og loks seldi Lárus jörðina i hendur syni sínum og tengdadóttur og fluttust þau hjónin til Reykjavíkur, þar sem hann stundaði ýmsa vinnu, meðan heilsa og kraftar entust, vel látinn af öllum og naut þeirr- ar miklu ánægju að sjá mannvæn- leg barnabörn sín vaxa úr grasi. Tel ég vafalaust, að hann hafi álitið sjálfan sig gæfumann og verið guði þakklátur, enda þótt hann væri ekki orðmargur um það, fremur en annað, sem snerti hans eigið tilfinningalíf. Skömmu eftir fermingaraldur kynntist ég Lárusi Péturssyni all- náið, er ég dvaldist tíma úr vetri samtíða honum hjá tengdafor- eldrum hans, en við Kristín kona hans erum systrabörn. Enn yngri hafði ég séó handtök hans við uppskipun heima, og man þau enn, svo mikið fannst mér þá til um þrek hans. Og enn eitt hand- tak hans hef ég ástæðu til að muna og minnast með þakklæti — er hann kippti mér upp á bakka úr litt stæðum leysingavatns- flaumi í náttmyrkri og við erfiðar aðstæður, og bjargaði þannig lífi mínu. Það var nóttina fyrir Þor- láksmessu, að nokkrir Kjósverjar voru á leið heim úr kaupstaðar- ferð fyrir jólin; ég var þá við nám í borginni og slóst í för með þeim heim, og hreppti hópurinn aftaka- rigningu, sem gerði hverja sprænu að stórfljóti. Hraustlega tók Lárus til hendinni þá, eins og endranær. Kveð ég hann þó ekki með þakklæti fyrir það eitt, þótt ærið sé, heldur alla kynningu og alla góðvild hans í minn garð og minna nánustu, og bið Kristfnu konu hans og öllum þeirra afkom- endum alls hins bezta. Loftur Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.