Morgunblaðið - 02.11.1974, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1974
35
MTWETTIIi MOUBIAOSIIIS
Slakur árangur
golfmanna
Eftir tvo fyrstu keppnisdagana
f heimsmeistarakeppni áhuga-
manna f golfi, reka tslendingar
lestina f keppninni, og hefur
árangur fslenzku golfmannanna
verið með afbrigðum slakur, svo
ekki sé meira sagt. Eftir tvo daga
hafði fslenzka landsliðið leikið á
samtals 578 höggum, og var 133
höggum á eftir þeirri sveit, sem
var f forystu f keppninni, Banda-
rfkjamönnum — Hrikalegur
munur.
Par vallarins, sem keppt er á i
Dóminikanska lýðveldinu, er 72,
en bezti árangur Islendings i
keppninni er 91 högg og var það
Þorbjörn Kjærbo, sem þeim
árangri náði í gær.
Fyrsta dag keppninnar var
árangur Islendinganna sem hér
segir: Þorbjörn Kjærbo 96 högg,
Tómas Holton 103 högg, Jóhann
Benediktsson 95 högg og Einar
Guðnason 97 högg. A öðrum
keppnisdeginum var árangurinn
sem hér segir: Þorbjörn 91 högg,
Tómas 99, Jóhann 103 og Einar
100. Árangur þriggja beztu er
reiknaður f keppninni.
Sem fyrr greinir eru Islending-
ar síðastir í keppninni, en næstir
á undan þeim er E1 Salvador, sem
leikið hefur á 570 höggum. Skera
þessi tvö landslið sig algjörlega úr
á botninum.
Eftir keppnina í gær var röð
þátttökuþjóðanna sem hér segir:
Bandaríkin
Suður-Afríka
Japan
Brasilía
Bretland-Irland
Ástralía
Argentína
Formósa
Sviþjóð
V-Þýzkaland
Frakkland
Kanada
Italía
N-Sjáland
N-Guinea
Mexikó
Spánn
Ródesía
Belgía
Venezúela
Holland
Sviss
högg
445
450
452
454
460
466
466
470
471
474
475
477
477
478
479
479
479
480
481
484
487
487
Framhald á bls. 22
Frakkar
sigruðu
Frakkar og Finnar léku landsleik I
handknattleik um slðustu helgi og
fór leikurinn fram f Lyons. Frakkamir
sigruðu i leiknum meS 22 mörkum
gegn 11, eftir aS 14—4 í hálfleik.
LiSin léku einnig á föstudagskvöld í
St. Etienne og sigruðu Frakkar líka f
beim leik, 27—16. ÞaS var einkum
einn maSur f franska liSinu, Legrand,
sem lék finnska liSiS grátt f báðum
leikjunum. SkoraSi hann 10 mörk f
fyrri leiknum, en 7 mörk t seinni
hálfleiknum Markhæstur finnanna í
báSum leikjunum var Kaj Aström
sem skoraði 4 mörk f fyrri leiknum
og 3 mörk f þeim seinni. Landsleikur
þessara þjóða hafa lengst af veriS
nokkuð jafnir, en sagt er, aS Frakk-
arnir eigi nú betra handknattleiks-
landslið en þeir hafa nokkru sinni étt
áður. Hefur það þegar hafið undir-
búning sinn fyrir forkeppni Olympfu-
leikanna.
Eins og flestir sjálfsagt muna
kepptu fslendingar við Frakka f
undankeppni heimsmeistarakeppn-
innar s.l. vetur. Töpuðum við fyrri
leiknum, sem fram fór f Frakklandi
13:16, en unnum svo leikinn f
Laugardalshöllinni með yfirburðum,
28:15.
Tveir um 10 milljón dollara
tilboð til Muhammeds Ali
Pólland vann
Kanada
GREINILEGT er, að Kanada-
mönnum hefur farið mjög mikið
fram í knattspyrnu að undan-
förnu, enda lögð áherzla á það
þarlendis, að liðið, sem taka mun
þátt í iokakeppni Olympíuleik-
anna 1976, verði frambærilegt.
Kanadiska knattspyrnulandsliðið
hefur verið í keppnisferð og i
æfingabúðum í Evrópu að undan-
förnu. Lék það fyrst landsleik við
Austur-Þjóðverja og tapaði 0—2,
og í fyrrakvöld mætti það Pólverj-
um I leik, sem fram fór í Varsjá.
Aftur töpuðu Kanadamenn 0—2,
sem er ekki mikið þegar tekið er
tillit til þess, að Pólverjar hlutu
bronsverðlaun í siðustu heims-
meistarakeppni. Staðan í hálfleik
var 2—0. Mörk Pólverjanna skor-
uðu Kasalik og Jakubczak.
SIGUR Muhammeds Ali yfir
George Foreman f einvfginu í
Kinshasa f Zaire á dögunum
hefur vakið gífurlega athygli.
Hafa viðbrögð manna verið á
ýmsan veg, en allir virðast þó
sammála um að frammistaða Ali f
leik þessum hafi verið frábær og
komið mjög svo á óvart. Það eru
helzt landar Alis f Bandarfkj-
unum, sem geta ekki dulið von-
brigði sfn yfir sigri hans. Þar
stóðu nær allir með George Fore-
man, a.m.k. hvftir menn.
Hnefaleikasérfræðingar þeir,
sem fjallað hafa um leikinn, eru á
einu máli um, að þar hafi gerzt
tvennt í senn: Ali hafi sýnt sitt
allra bezta og verið i mun betri
æfingu og sálarlegu jafnvægi en
oftast áður, og að Foreman hafi
hins vegar verið þyngri og óör-
uggari en oftast áður. Segja þeir,
að engin tvímæli séu á því, að það
hafi verið mjög erfitt fyrir Fore-
man að keppa þennan leik. Hann
hafði um 70 þúsund áhorfendur á
móti sér, og að undanförnu hefur
hann stöðugt orðið að þola skens-
yrði Alis og jafnvel ósvífni hans.
— Það er sama hversu sterkir
menn eru, slíkt hefur niðurdrep-
andi áhrif þegar til lengdar lætur,
og allir þeir iþróttamenn, sem það
hafa reynt, vita hversu erfitt það
er að hafa alla áhorfendur á móti
sér.
Afríkubúar eru hins vegar í sjö-
unda himni yfir sigri Alis. Hann
er þeirra maður, segja þeir, og
sömuleióis varð mikill fögnuóur i
löndum Araba vegna sigursins.
Hefur eitt Arabariki heitið því aó
greiða 10 milljónir dollara í verð-
laun, vilji Ali berjast aftur, en
eftir sigurinn yfir Foreman á
dögunum sló Ali því fram, að
hann myndi ef til vill fara i hring-
inn ef svo há upphæð væri í boði,
en alls ekki fyrir minna. Þá hefur
John Daly, sá er stjórnaði einvig-
inu í Zaire, einnig boðizt til þess
að greiða 10 milljónir dala í verð-
laun. Daly þessi, sem er 35 ára, er
sonur fyrrverandi hnefaleikara
og eigandi um 250 verzlana, auk
nokkurra kvikmyndafyrirtækja.
Muhammed Ali hefur ekki látið
enn uppi hvort hann muni ganga
að þessum tilboðum, en víst er, að
margur myndi vilja láta berja sig
fyrir minni upphæð. — Eg ætla
að hvíla mig næstu sex mánuðina
og njóta titilsins, sem ég hef orðið
að hafa svo mikið fyrir.
Ali flaug vestur um haf í gær og
hafði þá viðkomu í Paris. Þar
ræddi hann við blaðamenn og fór
mestur tíminn hjá honum i að
hrópa að þeim: „Ég er kóngurinn
— ég er konungur heimsins,
mesti hnefaleikari sem uppi
hefur verið fyrr og síóar. Hann
sendi Foreman einnig kveðjur:
Foreman er aumingi, sem kann
ekki að tapa, sagði Ali, — hann
tapaði öllum lotunum, það sáu
allir. Og þó að hann hefði skriðió
á fætur hefði ég verið fljótur að
smyrja hann á gólfið aftur. Hann
átti enga von í leiknum. Ali
sagðist ekki vilja berjast við
Patterson. — Hann er of gamall.
sagði hann, — Við Joe Frazier? —
Hvers vegna ekki, — það er
spurning um peninga, svaraði Ali.
Og Foreman: — Ég þekki hann of
vel, sagði Ali, — hann slær fast en
er þó enginn hnefaleikari. Eg er
of fljótur og of fallegur fyrir
hann. Ég get unnið hann daglega f
viku.
Þess má svo að lokum geta, að
belgíska hnefaleikasambandið
hefur nú sent alþjóðahnefaleika-
sambandinu formleg mótmæli
vegna ummæla, sem Ali vióhafði
eftir leikinn gegn Foreman á
dögunum. Hann sagði: — Ég er
Afrikubúi, hér á ég heima. En
Foreman. Hann á ekki heima hér
— hann er Belgi ræfillinn sá
arna. Með þessu mun Ali hafa
ætlað sér að slá sig til riddara í
augum fólksins i Zaire, en sem
kunnugt er var það riki áður ný-
lenda Belgiumanna, — Belgiska
Kongó.
Arsþing Júdósambandsins
Eysteinn Þorvaldsson
endurkjörinn formaður
ÁRSÞING Júdósambands tslands
var haldið f Reykjavík 19. október
s.l. JSl var stofnað f ársbyrjun f
fyrra, og hefur sambandið haft
mörgum og stórum verkefnum að
sinna.
A liðnu starfsári háðu fslenzkir
júdómenn fjórum sinnum lands-
keppni, hinar fyrstu frá upphafi
og stóðu sig með prýði. Þá tóku
íslenzkir júdómenn þátt í Norður-
landameistaramótinu í Kaup-
mannahöfn og Evrópumeistara-
mótinu í London. Hingað til lands
kom fyrsta erlenda júdólands-
liðið, lið Tékkóslóvakiu, og einnig
kom hingað vestur-þýzka ungl-
ingalandsliðið. JSI réð í fyrra
landsliðsþjálfara í fyrsta sinn, og
hefur starf hans borið mikinn ár-
angur. Á árinu var háldið fyrsta
dómaranámskeiðið á Evrópu-
mælikvarða hér á landi og út-
skrifaðir 14 dómarar, þar af 6
landsdómarar. Þá var haldið
þjálfaranámskeið í fyrsta sinn, og
mikil störf unnin i skipulags- og
tæknimálum. Skipulegt unglinga-
starf var tekið upp af samband-
inu.
Aðalmál júdóþingsins að þessu
sinni var afgreiðsla mikilvægrar
reglugerðar um gráður, sem
Michal Vachun landsþjálfari
hefur lagt grunninn að með
mikilli nákvæmni og ágætri
kunnáttu. Græður í júdó eru mjög
til að efla áhuga og virðingu fyrir
íþróttinni. JSI er aðili að Evrópu-
sambandinu og Alþjóðasambandi
Eysteinn Þorvaldsson, formaður
Júdósambandsins — f einkennis-
búningi júdómanna.
júdómanna, og eru gráðureglunar
i samræmi við ströngustu kröfur
á alþjóðamælikvarða. Reglugerð
um gráðudómara var líka sam-
þykkt á þinginu.
Júdómenn eiga mikil verkefni
fyrir höndum á nýbyrjuðu starfs-
ári, og ber þar hæst Norðurlanda-
meistaramótið í júdó, sem haldið
verður í Reykjavík 19. og 20. apríl
i vor. JSI annast undirbúning og
framkvæmd mótsins.
I stjórn JSI fyrir næsta starfsár
voru kosnir: Eysteinn Þorvalds-
son, formaður, og aðrir í stjórn:
Sigurður H. Jóhannsson, össur
Torfason, Jóhannes Haraldsson
og Einar Erlendsson.
Mikill áhugi
TIL MARKS um mikinn hand-
knattleiksáhuga i Færeyjum má
geta þess að þegar lið þeirra
Kyndil lék við danska liðið Árhus
KFUM á dögunum voru áhorfend-
ur að leiknum um 1800, þótt húsið
rúmaði ekki nema 1500 áhorfend-
ur. Seld voru stæði á ölkössum
sem raðað var fyrir aftan mörkin,
og kostuðu slík stæði 30 kr. dansk-
ar, eða um 600 kr. fslenzkar!
Sovétmenn sigursælir
Heimsmeistarakeppninni i róðri á húðkeypum er nýlega lokið I
Mexikó. Eins og fyrirfram var búizt við voru Austur-Evrópubúar
sigursælastir f keppninni, en skipting verðlauna var sem hér segir:
GULL SILFUR BRONS ALLS
Sovétrfkin 6 7 1 14
Austur-Þýzkaland 4 2 2 8
Ungverjaland 3 4 3 10
Rúmenfa 3 2 6 11
Pólland 1 2 3 6
Italfa 1 1 0 2
Belgfa 0 1 0 1
Tékkóslóvakfa 0 0 1 1
Frakkland 0 0 1 1