Morgunblaðið - 26.11.1974, Síða 1

Morgunblaðið - 26.11.1974, Síða 1
44 SlÐUR 135. tbl. 61. árg. ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dr. Páll tsólfsson við orgelið f Dómkirkjunni. DR. PALL ISOLFSSON LÉZT Á LAUGARDAG DR. Páll Isólfsson lézt í Borgar- spftalanum laugardaginn 23. nóv. sl., 81 árs að aldri. Hann hefur undanfarin ár átt við vanheilsu að stríða af völdum parkinsonsjúkdóms. Hann hef- ur upp á sfðkastið átt mjög erfitt með gang, lítið getað les- ið og ekkert unnið, en það þótti honum verst slík hamhleypa til vinnu, sem hann var mestan hluta ævinnar. Þegar hann varð áttræður 12. okt. 1973, sagði hann við blaðamann Mbl., sem þá hitti hann að máli: „Ég sakna þess að geta ekki gengið í fjörunni. Það er mikill munur á því að ganga í flæðar- máli eða vera bundinn hér við stólinn og horfa á bókaskápinn fullan af bókum, en geta ekki lesið, horfa á hjólastólinn og geta ekki gengið... Það er löng leið frá heila til handar, grýtt og ógreiðfær. Fyrir þvf fær maður að finna, þegar elli og sjúkdómar sækja á. Ég skrifa lítið sem ekkert, stundum nafn- ið mitt, ef mikið liggur við...“ Þannig lauk þessi stórbrotni og eftirminnilegi listamaður lifi sínu hér á jörð. En hann var andlega heill, þar til hann missti rænuna undir lokin og lifsþróttur hans fjaraði út, eins og hafið sjálft eftir stórflóð í Stokkseyrarfjöru. Framhald á bls. 43 Kissinger 1 Peking Peking25. nóv. ReuterNTB. HENRY Kissinger utanrfkisráð- herra Bandaríkjanna, kom f heimsókn til Peking f dag og var að sögn vel fagnað. Er erindi hans meðal annars að skýra kfnversk- um ráðamönnum frá fundi þeirra Fords, Bandarfkjaforseta, og Brezhnevs, flokksleiðtoga Sovét- rfkjanna, í Viadivostok. Tveimur tímum eftir komuna til Peking gekk Kissinger á fun’d Chou En-lai, og hittust þeir á sjúkrahúsi því, sem forsætisráð- herrann hefur legið á siðan í júní- mánuði. Ræddust þeir við góða stund. Nokkru siðar hélt Teng Hsiao- ping, sem hefur tekið við embætti Chou En-lais að minnsta kosti um sinn, veizlu til heiðurs Kissinger. Þar var einnig hinn nýi utanríkis- ráðherra Kína Chiao Kuan-Hua, Framhald á bls. 43 Harkalegustu ráðstaf- anir sem gerðar hafa verið á friðartímum London 25. nóv. AP. Reuter. NTB. BREZKA stjórnin lagði fram á þingi í dag frumvarp þar sem kveðið er svo á um að Irski lýð- veldisherinn skuli útlægur ger af meginlandi Bretlands með öllum tiltækum ráðum og sett skuli sér- stök og mjög ströng öryggislög, miklu harðari öllum, sem þekkzt hafa á friðartímum. Það var Roy Jenkins innanríkis- ráðherra, sem lagði stjórnarfrum- varpið fyrir þingið og fylgdi því úr hlaði. Búizt er við því, að af- greiðslu málsins verði hraðað svo sem nokkur kostur er á til að það það verði að lögum. í frumvarpinu er kveðið svo á um, að dæma megi menn í allt að fimm ára fangelsi fyrir að vera félagar i IRA, en IRA er bann- aður bæði á Norður-írlandi og í Irska lýðveldinu. Þá er einnig gert ráð fyrir að reka megi þá Ira umsvifalaust úr landi, sem grun- Viðbrögðin í V-Þýzkalandi: „Nútíma sjórán”—sjó- menn hóta löndunarbanni 0 TAKA v-þýzka togarans Arcturus frá Bremerhaven hefur mælzt illa fyrir I Vestur-Þýzka landi. Af hálfu stjórnvalda í Bonn hefur verið farið um hana hörðum orðum og talað er um þessar aðgerðir Islendinga sem „nútíma sjórán“, er strfði gegn aiþjóðalögum og brjóti algerlega í bága við úrskurð þann, sem Alþjóðadómstóllinn i Haag kvað upp sl. sumar. • I Bremerhaven og Cuxhaven hafa sjómenn hótað að koma f veg fyrir ferðir íslenzkra fiskiskipa um v-þýzkar hafnir. Var af þeim sökum hætt við fyrirhugaða sölu- ferð togarans Ögra til Bremer haven og honum stefnt til Beigíu þess f stað. Hinsvegar landaði Snæfugl í Cuxhaven f gær- morgun, komst þangað inn á sunnudag, sjómönnum að óvör- um. Var landað úr skipinu án árekstra, en talsmaður samtaka hafnarverkamanna, er það gerðu, lét svo um mælt við dagblöð í gær, að þeir hefði viljað forðast illindi f það sinn. A hinn bóginn myndu þeir ekki landa úr Ögra, ef hann kæmi til Bremerhaven. Búizt var við aðgerðum af hálfu sjómanna, þegar Snæfugl reyndi að komast úr höfn, en lögreglan f Cuxhaven lét málið til sfn taka og varaði sjómenn við að reyna að koma f veg fyrir brottför skipsins. Morgunblaðið hafði samband við eigendur togarans, fyrirtækið Hocheseefischerei Nordstern í Bremerhaven, en talsmaður þess vildi sem minnst um togaratök- una segja, þar eð svo litið væri enn um málið vitað; aðeins það, sem hefði komið fram í fréttum í V-Þýzkalandi. Hann sagði, að ekki hefði enn tekizt að ná simasam- bandi við skipstjórann á Arctur- us, sem væri eini togari fyrir- tækisins'á Islandsmiðum. „Við vitum það eitt, að togarinn er i Vestmannaeyjum en ekki hvers- vegna hann var tekinn né hvað islenzka ríkisstjórnin hyggst fyrir.“ Hann sagði, að fulltrúi eig- enda væri á leiðinni til Islands og Framhald á bls. 43 U Thant látinn Sameinuðu þjóðunum 25. nóv. Reuter. C THANT, sem gegnt hefur fram- kvæmdastjórastöðu Sameinuðu þjóðanna lengur en nokkur ann- ar, lézt f kvöld. Hann var 65 ára að aldri og hafði verið sjúkur af krabbameini undanfarið og nokkrum sinnum verið skorinn upp. U Thant tók við framkvæmda- stjórastöðunni þegar Dag Hammarskjöld lézt og hann lét af því starfi um áramót 1971 eftir að hafa verið framkvæmdastjóri f tvö kjörtfmabil. U Thant var fæddur og uppal- inn f Burma og fékkst við kennslu áður en hann gekk f utanrfkis- þjónustu lands sfns. Þegar hann lét af starfi var hann farinn að heilsu, en hafði við orð, að sig langaði að skrifa endurminningar sfnar, en heilsa hans leyfði ekki, að hann fengist við það. Kona U Thants lifir hann ásamt dóttur þeirra, en einkason misstu þau í slysi fyrir nokkrum árum. U Thant kom til lslands í byrj- un júlí 1966. Hann hitti þáver- andi forseta Asgeir Asgeirsson, svo og rfkisstjórn landsins. Hann fór f ferð um Þingvelli og Hvera- gerði og hann flutti fyrirlestur f háskólanum á vegum félags Sam- einuðu þjóðanna. aðir eru um hryðjuverkastarf- semi, og fimm ára fangelsi liggur við þvi ef menn hlýða ekki þeim skipunum. Roy Jenkins sagði í Neðri mál- stofunni i dag, að þessar ráð- stafanir væru harðar og ættu sér enga hliðstæðu, en svo kynni að fara, að banna yrði fleiri samtök en IRA ef þörf krefði. Próvisjónarmur IRA hefur neitað því að bera ábyrgð á hryðjuverkunum í Binningham, þar sem 19 manns létu lifið og um Framhald á bis. 43 Bretar vilja hafa norsku hólfin minm London, 25. nóvember. NTB Reuter. AUSTEN Laing, formaður sam- bands brezkra togaraeigenda, sagði i dag, að fjögur hólf, sem Norðmenn ætla að banna togveiði á, voru alltof stór og þessi hólf yrði að minnka. Hann taldi jafnframt forsend- urnar fyrir banni við togveiðum á slikum svæðum brostnar þar sem norskum og kannski sovézk- um togurum yrði heimilað að veiða eins mikið af loðnu og þeir vildu. Laing er ráðunautur samninga- nefndar Breta i viðræðum þeim, sem hófust í London i dag um ráðagerðir Norðmanna Formenn nefndanna eru Jens Evensen haf- réttarráðherra Norðmanna og David Ennals, aðstoðarutanrikis- ráðherra Breta. Viðræðunum verður haldið áfram á morgun. 1 viðtali við fréttamann NTB í dag sagði Laing, að ef Norðmenn færðu landhelgina einahliða út í 50 mílur áður en hafréttarráð- stefnu SÞ lyki mundi brezkur sjávarútvegur og vafalaust sjávar- útvegur í öðrum aðildarlöndum Efnahagsbandalagsins knýja á ríkisstjórnir landanna um refsiað- gerðir. Hann kvað það algerlega á valdi Norðmanna hvort þorskastrið brytist út eða ekki. Þó kvaðst hann ekki álíta, að Norömenn tækju sér stöðu utan við Alþjóð- legt réttarsamfélag og snerust á sveif með því stjórnleysi, sem gætti i heiminum. Laing taldi, að santkomulag yrði á hafréttarráðstefnunni og jafn- vel þótt það tækist ekki yrði sam- komulag á breiðum grundvelli með strandríkjum heims um út- færslu fiskveiðilögsögu. Franihald á bls. 43

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.