Morgunblaðið - 26.11.1974, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. NÖVEMBER 1974
3
Rannsóknin á hvarfi Geirfinns Einarssonar:
„Við fínimm manninn sem hringdi”
Leirmynd mótuð eftir lýsingu
stúlknanna í Hafnarbúð á honum.
Lögreglan biður um aðstoð fólks
sem þekkir Geirfinn
„ÞAÐ, sem við viljum leggja
rfkasta áherzlu á, er, að allir
þeir, sem eitthvað telja sig vita
um Geirfinn, vinnufélaga
hans, háttalag eða ferðir, hafi
samband við okkur og skýri
okkur frá vitneskju sinni. Ein-
hverjum kann að finnast vitn-
eskja sln það Iftil, að það taki
því ekki að skýra frá henni, en
við biðjum um, að við fáum að
dæma um það,“ sögðu þeir
Valtýr Sigurðsson fulltrúi lög-
reglustjðra f Keflavfk og
Ifaukur Guðmundsson rann-
róknarlögreglumaður í Kefla-
vfk, er blaðamenn Morgun-
blaðsins hittu þá að máli á lög-
reglustöðinni f gær, þar sem
þeir vinna nær allan sólar-
hringinn að rannsókninni á
hvarfi Geirfinns Einarssonar. 1
dag eru 7 dagar liðnir frá þvf,
að kunningi Geirfinns ók hon-
um um 10 leytið á þriðjudags-
kvöld að horninu á Vatnsnes-
vegi og Bryggjuvegi, þar sem
Geirfinnur fór út úr bflnum og
gekk áleiðis að Hafnarbúðinni,
þar sem hann átti dularfullt
stefnumót við einhvern
óþekktan aðila kl. 22.00. Geir-
finnur náði ekki sambandi við
þennan aðila og hvarf þvf aftur
heim tii sfn, en nokkrum
mfnútum eftir að hann kom
heim hringdi síminn og Geir-
finnur heyrðist segja: „Eg
kem.“ Með það fór hann út og
tók bifreið sína, ók henni af
stað og hefur ekkert spurzt til
hans sfðan.
Hugsanlegt morðmál
,Jú, það er rétt, að við
vinnum að rannsókn þessa máls
sem hugsanlegs morðmáls en
vonum auðvitað að Geirfinnur
sé enn á lífi,“ sögðu þeir Valtýr
og Haukur í samtali. „Við
leggjum nú höfuðáherzlu á að
finna mann, sem kom inn í
Hafnarbúðina milli kl.
22.00—22.30, gekk þar um
nokkra stund og fékk síðan að
nota símann. Hann borgaði
hann og gekk út. Stúlkurnar,
sem starfa i Hafnarbúðinni,
hafa gefið mjög nákvæma lýs-
ingu á manninum og hefur
verið teiknuð eftir þeirri lýs-
ingu mynd af manninum í sér-
stökum tækjum lögreglunnar
og nú er verið að vinna að því
að móta leirmynd af höfðinu,
skv. fyrirsögn stúlknanna.
Haukur Guðmundsson og Valtýr Sigurðsson á rökstólum.
. X
Hornið á Vatnsnesvegi og Bryggjuvegi, þar sem Geirfinnur fór úr
bifreið félaga sfns um kl. 21.57. Hafnarbúðin sézt niður við sjóinn.
Ellert bendir á leiðina, sem Geirfinnur gekk frá bifreið sinni niður
að Hafnarbúðinni, en bifreiðin stendur á sama bletti.
Vonumst við til, er sú mynd
verði fullgerð, að hafa mjög ná-
kvæma andlitsmynd af þessum
manni. Við munum finna
manninn, það leikur ekki
nokkur vafi á þvi, það er aðeins
timaspursmál. Þessi maður er
týndi hlekkurinn á málinu og
við teljum, að er við náum til
hans höfum við lausn málsins í
höndunum."
Þetta mál verður dularfyllra
með hverjum deginum og
kannski er það höfuðverkur-
inn, að Geirfinnur er maður
með afbrigðum vel liðinn,
góður starfsmaður og ekkert
hefur komið í ljós, sem bendir
til annars en að hann sé strang-
heiðarlegur. Allar hans fjár-
reiður eru í bezta lagi og ekki
vitað um neinar áhyggjur, sem
hann gæti haft vegna f jármála.
Þá er Geirfinnur kvæntur góðri
konu og eiga þau tvö börn, eiga
fallegt hús og heimili og bif-
reið. Geirfinnur ef því dæmi-
gerður dugnaðarmaður, sam-
vizkusamur starfsmaður og
strangheiðarlegur. Ekkert er
vitað um fortíð hans, sem gæti
gefið skýringu á hvarfinu.
Dularfullt
stefnumót
Það, sem vekur grun manna
um að um hugsanlegt morómál
sé að ræða, er hið dulurfulla
stefnumót. Það var vinnúfélagi
Geirfinns, Þórður Ingimarsson,
sem ók honum fyrst á þennan
fund. Við hittum Þórð að máli,
þar sem hann var við störf á
gröfu, rétt við Sandgerði, en
hann og Geirfinnur starfa hjá
Ellert Skúlasyni H/F við grjót-
nám i sambandi við hafnar-
gerðina i Sandgerði. Þórður var
eðlilega sleginn yfir málinu, en
féllst þó á að ræða stuttlega við
okkur.
„Eg kom heim til Geirfinns
rétt fyrir 9 á þriðjudagskvöld-
inu og ætlaði að fá hann með
mér í bíó. Hann sagðist þá ekki
geta komið með mér, því hann
ætti að fara á stefnumót niður í
Hafnarbúðum kl. 10. Hann
sagðist ekki vita hvað um væri
að ræða, en að hann ætti að
koma einn og fótgangandi.
Hafði auðsjáanlega verið hringt
í hann einhvern tíma á tímabil-
inu frá kl. 18, er hann kom
heim úr vinnu, og 21, er ég kom
til hans. Honum fannst málið
greinilega dularfullt og var í
vafa um hvort hann ætti að fara
og spurði mig hvort ég vildi
koma með. Nú við ræddum
málið ekki meira, en ég fór að
spyrja hann um ýmislegt i sam-
bandi við vinnuna, en hann er
snillingur á vinnuvélar og í
vinnutækni. Við ræddum fram
og aftur fram til þess, að
klukkan var að verða 10, þá var
ákveðið að ég myndi aka
honum áleiðis að Hafnarbúð-
inni. Við ókum sem leið liggur
að horninu á Vatnsnesvegi og
Bryggjuvegi, en þar sagði hann
mér að stanza og hleypa sér út.
Ég gerði það, beygði til hægri
niður Bryggjuveg og síðan
aftur til hægri inn á Vikur-
braut framhjá Hafnarbúðinni,
til að vita hvort ég sæi ein-
hvern, sem ég þekkti. Það var
ekki og þá fór ég heim. Ég sá
ekki hvaða leið Geirfinnur
gekk, frá þvi að ég setti hann út
á horninu.
Við spurðum Þórð hvort
hann hefði orðið var við
nokkuð óeðlilegt í fari Geir-
finns þennan dag, en hann
sagði það alls ekki vera.
Beygur í fólki
Við lögðum síðan leið okkar i
Hafnarbúðina og ætluðum að
ræða við stúlkurnar, sem þar
voru við störf á þriójudags-
kvöldinu, en þær færðust ein-
dregið undan því að ræða nokk-
uð við blaðamenn og sögðust
EUert Skúlason vinnuveitandi
Geirfinns.
Sfminn f Hafnarbúðinni.
---II I
HAFMAB 64T/I
Afstöðukort yfir svæðið þar
sem '“'eirfinnur hvarf.
A. „(aðurinn, sem kunningi
Geirfinns ók honum. B. Staður-
inn, sem bifreið Geirfinns
fannst. C. Hafnarbúðin.
Leirstyttan af manninum sem
hringdi f mótun.
hafa skýrt lögreglunni frá
öllum atriðum málsins. Var
greinilegt, að í þeim var beygur
sem og ýmsum öðrum, sem við
hittum vegna þessa máls.
Ellert Skúlason vinnuveit-
andi Geirfinns hefur aðstoðað
lögregluna eftir rnætti allt frá
því að ljóst varð, að Geirfinnur
var horfinn, en það var ekki
fyrr en á miðvikudag, er hann
ekki mætti til vinnu, að farið
Eftir Ingva Hrafn Jóns-
son. Ljósmyndir Frið-
þjófur Helgason.
var að grennslast fyrir um
hann. Ellert sagði í samtali við
Mbl.: „Eina orðið, sem ég á yfir
Geirfinn, er, að hann er maður
og starfsmaður eins góður og
nokkur vinnuveitandi gæti ósk-
að sér. Hörkuduglegur, frábær-
lega hæfur og samvizkusamur.
Hann er búinn að starfa hjá
mér i rúm 7 ár á vinnuvélum og
man ég vart til þess, að hann
hafi misst dag frá störfum.
Hvorki ég né aðrir, sem þekkj-
um Geirfinn, getum látið okkur
detta nokkurn skapaðan hlut í
hug, sem gæti varpað ljósi á
hvarf hans. Ég fór til Hafnar-
fjarðar á miðvikudaginn og
frétti ekki um hvarfið fyrr en
ég kom heim síðdegis. Ég fór þá
þegar að grennslast fyrir um
hann og um kvöldmatarleytið
fann ég bil hans þar sem hann
stóð undir grindverki við Kaup-
félagsverzlunina á Víkurbraut
og var bílnum lagt þannig, að
hann var i hvarfi við Hafnar-
búðina, sem er neðar við göt-
una, um 100 metrum neðar.
Sporhundur, sem við notuðum
við leitina, rakti spor Geirfinns
beint að dyrum Hafnarbúð-
arinnar og svo örlitinn spöl í átt
að Bryggjuvegi, en líklegasta
skýringin á því er, að Geir-
finnur hafi komið þá leið gang-
andi i fyrra skiptið, eftir að
félagi hans hafði ekið honum
að horni Vatnsnesvegar og
Bryggjuvegar. Þetta mál er
með öllu óskiljanlegt, en ég
held i þá trú, að Geirfinnur sé á
lífi og bið alla, sem eitthvað
vita um hann og sem kunna að
hafa verið i Hafnarbúðinni eða
þar í grennd á þessum tíma, að
hafa þegar samband við lög-
regluna, því að það er aldrei að
vita hvaða smáatriði gæti orðið
til að leysa málið. Einnig er
nauðsynlegt, að fólk, sem ein-
hvern tíma hefur þekkt Geir-
finn, vinnufélagar eða aðrir
hafi samband við lögregluna, ef
ske kynni að þeir gæti varpað
einhverju ljósi ámálið.
Ljót tiltæki
Það er óhjákvæmilegt, að
ýmsar sögusagnir komist á
kreik i sambandi við svona mál
og er vart hægt að segja, að
siminn hafi þagnað hjá lög-
reglumönnunum í Keflavik frá
þvi að rannsókn málsins hófst.
Ljótar sögur eru lika til, eins og
t.d. það, að konunum i Hafnar-
búðinni hefur verið ógnað og í
fyrradag hringdi maður til lög-
reglunnar á Akureyri og var
með staðhæfingar um málið.
Tókst lögreglunni að rekja sím-
talið og var maðurinn hand-
tekinn. Reyndist hann vera
drukkirin og með eintak af Vísi
í rassvasanum. Það þarf vart að
taka fram, að slíkt athæfi gerir
lögreglumönnum óskaplega
erfitt fyrir í starfinu og eru
þung viðurlög við sliku gabbi.
Þeir Valtýr og Haukur sögðu
okkur að lokum, að i dag,
þriðjudag, myndu þeir halda til
fundar við rannsóknarlög-
regluna i Reykjavík til að heyra
þeirra hugmyndir um málið og
skíptast á upplýsingum. Verður
þá einnig tekin ákvöröun um
hvort mynd af leirstyttunni
verður afhent fjölmiðlum til
birtingar, en er Morgunblaðs-
menn fengu að sjá myndina,
var hún langt komin i mótun og
feiknalega vel gerð og á hún
vafalaust eftir að aðstoða við
lausn málsins. Þá ber þess að
geta, að leitarflokkar og kaf-
arar hafa leitað mjög nákvæm-
iega i Keflavík og nágrenni og
kemt höfnina og nærliggjandi
fjörur. Leit er haldið áfram.