Morgunblaðið - 26.11.1974, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1974
11
— Dæmdur
Framhald af bls.7
hverjar eru fyrirætlanir
þínar eftir að þú verður
látinn laus. Ætlar þú að
halda áfram sömu mót-
mælaaðgerðum?" Ég
svaraði ’já’. Þeir ákváðu
að ekki væri unnt að láta
miglausan.“
Viku seinna barst hins-
vegar nýjasta áskorunin
frá vísindamanninum
Andrei Sakharov, einum
leiðtoga mannréttinda-
hreyfingarinnar, og hún
bar árangur. Fainberg
var látinn laus í desem-
ber í fyrra. Hann fékk
leyfi til að flytjast úr
landi í ár og bíður þess
nú að heitmey hans, Mar-
ina Voikhanskaya, fái
heimild til að flytjast til
hans til ísraels. Stúlkan
sem hann er heitbundinn
er geðlæknir.
TVimOL ÞRIH.IÓL ÞREKItJÓL
1 MIKLU ÚRVALI FÁLKINN'
— ÚTSÖLUSTAÐIR VÍÐA UM LAND suftuiomUbwu,», Buykiortk
Simi 8 46 70
Orðsending
frá Pappírsvörum h/f.,
til viðskiptavina fyrirtækisins.
Vegna ört vaxandi innheimtuörðugleika, sjáum
við okkur ekki annað fært, en að taka upp
algjöra staðgreiðslu á vörum okkar frá og með
1. des. 1974, nema um annað hafi verið
sérstaklega samið.
APPIRSVORURH/p
Skúlagötu 32, sími 84430 — 84435.
DODGE POWER WAGON
Þessi glæsilegi og ókeyrði bíll er til sölu strax.
Þetta er tilvalinn fjórhjóladrifs bíll fyrir skóla-
akstur, sjúkraflutninga, fjallaferðir og fl.
Hafið samband við umboðið.
Wfökull hf.
ÁRMÚLA 36 REYKJAVÍK Sími 84366
í
við
höfum
haiið innflutning á olíufylltum raf-
magnsofnum frá Dimplex, sem uppfylla
hinar ýmsu þarfir við hitun íbúðarhúsnæðis
og verslunarhúsnæðis. Á hverjum ofni er
sjálfvirkur hitastillir, sem lagar sig eftir
lofthita herbergis, en ekki eftir yfirborðshita
ofnsins. Þannig eyðir ofninn aðeins því
rafmagni, sem nægir til að viðhalda þeim
lofthita, sem óskað er eftir, en þessi lága
orkuþörf hefur mikla sjálfvirkni og hag-
kvæmni í för með sér.
Ofnarnir eru sérstaklega hentugir, þar sem
næturhitun verður viðkomið, og kemur þá
sparneytni þeirra mjög vel í ljós.
Dimplex ofnarnir þarfnast lítils eða einskis
viðhalds. Olían er fullkomlega varin í
ofninum, og undir eðlilegum kringum-
stæðum þarf ekki að skipta um hana eða
endurfylla ofninn olíu.
Báðar tegundir ofnanna hafa öryggis-
straumrofa, sem kemur í veg fyrir, að ofninn
geti ofhitnað, og getur hann því ekki brennt
föt eða klæði. Þeir eru þess vegna sérlega
hentugir í herbergjum barna og gamals
fólks.
Hitakerfið er einnig algjörlega varið inni í
ofninum. Hægt er að velja um tólf gerðir c
innan Mark 1 tegundarinnar og fjórar
gerðir innan Mark 11A tegundarínnar.
Stærðirnar eru: 500 W — 750 W — 1000 W
1250 W — 1500 W — 2000 W. Ofnana er
hægt að hafa annaðhvort standandi á gólfi
eða áfasta á vegg.
Ofnarnir eru framleiddir í þremur litum,
brons, gylltum eða hvítum lit, en við munum
einungis hafa hvíta ofna á lager. Verður
því að sérpanta ofna í hinum tveimur lit-
unum. ÁByRGÐ
Öll tæki frá Dimplex erú í 1-árs ábyrgð frá
söludegi. Á þessum tíma (1 ári) tökum við á
okkur, að skipta um eða gera við hvern
þann hlut í ofninum, sem gallaður er og
hægt er að rekja til framleiðslugalla, kaup-
endum að kostnaðarlausu.
HRINGIÐ-SKRIFIÐ-KOMIÐ OG
BIÐJIÐ UM BÆKLINGINN:
OLIUFYLLTIR
RAFMAGNS-
OFNAR frá Dimplex
MARKIIA
VANGURHE
VESTURGÖTU10 SÍM119440 & 21490 REYKJAVIK
Aðalfundur fulltrúaráðsins
Aðalfundur Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík verður haldinn
mánudaginn 2. desember í Súlnasal, Hótel Sögu og hefst kl. 20:30
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar um sl. starfsár.
2. Kjör formanns og sex fulltrúa í stjórn fulltrúaráðsins.
3. Kjör 12 fulltrúa í flokksráð Sjálfstæðisflokksins.
4. Önnur mál.
Birgir Isl. Gunnarsson borgarstjóri flytur ræðu á fundinum
Fulltrúaráðsmeðlimir eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega
SÚLNASALUR — MÁNUDAGUR 2. DES. KL. 20:30