Morgunblaðið - 26.11.1974, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 26.11.1974, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. NÖVEMBER 1974 Stefna frjálshyggju og valddreifingar A flokksráðs- og formannaráðstefnu Sjálfstæðisflokksins, sem haldin var um sl. helgi, var samþykkt eftirfarandi stjórnmálaályktun: „Urslit síðustu Alþingiskosninga sýndu ótvírætt, að sjálfstæðisstefnan, stefna frjálshyggju og valddreifingar í þjóðfélag- inu, á vaxandi fylgi að fagna hjá íslenzku þjóðinni. Flokksráðs- og formannafundur Sjálf- stæðisflokksins lýsir yfir fullum stuðningi við ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar og þær ráðstafanir, sem stjórnin hefur þurft að grípa til vegna viðskilnaðar vinstri stjórnarinnar. Fundurinn telur sérstak- lega jákvæðar þær ráðstafanir, sem ríkis- stjórnin hefur beitt sér fyrir í samráði við aðila vinnumarkaðarins til að rétta hlut láglaunafólks og elli- og örorkulífeyris- þega. Fundurinn lýsir yfir ánægju sinni með þá stefnubreytingu i varnar- og öryggis- málum, sem ríkisstjórnin hefur markað. Jafnvægi í þjóðarbúskapnum Flokksráðs- og formannafundurinn styður það meginmarkmið efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar að draga úr verðbólg- unni, tryggja jöfnuð í viðskiptum við önn- ur lönd, auka fjölbreytni í atvinnulífinu og tryggja atvinnuvegum þjóðarinnar skil- yrði til að eflast og dafna. íslenzkt efnahags- og atvinnulíf hefur alla tíð átt við öryggisleysi og óvissu að stríða vegna sveiflna í aflabrögðum og markaðsvrrði útflutningsafurða og sakir óstöðug.s veðurfars. Nauðsynlegt er að vinna aó jainvægi í efnahagsmálum, og koma þannig á heilbrigðu efnahags- og atvinnulífi, þar sem einstaklingar og fyrirtæki geta starfað á grundvelli einka- framtaks og athafnafrelsis. Þessu mark- miði verður m.a. náð með traustum gjald- eyrisvarasjóði, sveiganlegri gengisskrán- ingu, verðjöfnunarsjóðum, nýjum at- vinnugreinum og eflingu varasjóða fyrir- tækja. Við hagræðingu og umbætur innan efnahagskerfisins telur fundurinn rétt að hafa til hliðsjónar eftirfarandi sjónarmið: 1. Ríkisvaldið beiti virkri hagstjórn ekki sízt við fjárlagagerð í því skyni að stuðla að efnahagslegu jafnvægi og atvinnu- öryggi. Opinberum framkvæmdum skal hagað þannig, að þær dragi ekki til sln fjármagn og mannafla frá undirstöðuat- vinnugreindum þjóðarinnar. 2. Tekjuöflunarkerfi ríkissjóðs verði einfaldað. Beinir skattar verði. lækkáðir verulega, tekið upp staðgreiðslukerfi skatta og virðisaukaskattur komi I stað söluskatts svo fljótt sem verða má. 3. Stefnt verði að frjálsri verðmyndun, þar sem eftirlit neytenda og heilbrigð samkeppni leysi af hólmi núverandi verð- lagseftirlit, sem löngu er orðið úrelt. 4. Hamla verður gegn óhóflegri þenslu og vernda hag sparifjáreigenda. í þvi skyni sé beitt sveigjanlegri vaxtastefnu og leitað nýrra leiða til að örva frjálsan sparnað. I þvl sambandi sé unnið að því að koma á fót frjálsum verðbréfamarkaði. 5. Koma þarf á nýskipan kjaramála með endurbótum á visitölukerfinu og bættum vinnuaðferðum við gerð kjarasamninga. Jafnframt verður að setja rammalöggjöf um starfshætti lífeyrissjóða. 200 sjómílna fiskveiö ilögsaga 1975 Flokksráðs- og formannafundur Sjálf- stæðisflokksins styður eindregið þá um jafnvægi I byggð landsins og telur eftirfarandi verkefni I byggðamálum brýn: 1. Gerðar verði sérstakar ráðstafanir I húsnæðis-, félags-, mennta-, heilbrigðis- og umhverfismálum strjálbýlisins. 2. Lánasjóður sveitarfélaga verði efldur þannig að hann geti gegnt hlutverki sínu betur en verið hefur. Stjórnmálaályktun flokksráðs- og formannafundar Sjálfstæðisflokksins Þessi mynd er tekin á flokksráds- og formannaráðstefnu Sjálfstæðisflokksins, sem haldin var í Glæsibæ um sl. helgi. ákvörðun i stefnuyfirlýsingu rikis- stjórnarinnar að færa fiskveiðilögsöguna út I 200 sjómilur á næsta ári og þakkar þingflokknum einarða forystu i þvi máli. Minnkandi afli nytjafiska veldur því, að brýn nauðsyn er á að slík útfærsla dragist ekki lengur og leggur fundurinn þunga áherzlu á, að Islendingar nýti einir hina nýju fiskveiðilögsögu eins fljótt og kostur er. Hins vegar viðurkennir fundurinn nauðsyn þess að ná sem beztri samvinnu við nágrannaþjóðir okkar á þessu sviði sem öðrum, en jafnframt sé enn betur brýnt fyrir þeim sú sérstaða okkar að þjóðin á tilveru sína undir fiskveiðum komna. Sérstök áherzla er lögð á aukna verndun fiskstofna. Einskis verði látið ófreistað til að hindra hverskonar rányrkju. Fundurinn skorar á forystumenn flokksins I rikisstjórn og á Alþingi að vinna að eflingu landhelgisgæzlunnar og hvetur til þess, að verndarsvæða verði stranglega gætt. Byggðamálefni Flokksráðs- og formannafundur Sjálf- stæðisflokksins fagnar hinni stórfelldu eflingu Byggðasjóðs en telur nauðsynlegt, að endurskoðun á hlutverki hans verði lokið hið fyrsta. Fundurinn lýsir ánægju sinni með fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar 3. Varanlegt slitlag verði lagt á þjóðvegi landsins og hugað betur að gerð og við- haldi tengibrauta milli héraða og lands- hluta. 4. Áherzla verði lögð á að treysta stöðu sjávarútvegs, landbúnaðar og verzlunar samfara uppbyggingu framleiðsluiðnaðar til tryggingar atvinnuöryggi. Fundurinn fagnar samþykkt Alþingis frá 28. júlí um landgræðslu- og gróður- verndaráætlun og hvetur til gætni í nýt- ingu gróðurlendis og umgengni við náttúru landsins. IMýting innlendra orkugjafa Leggja þarf höfuðáherzlu á virkjun inn- lendra orkugjafa til að spara erlendan gjaldeyri, efla atvinnulífið, og bæta lifs- kjörin. Koma þarf upp hitaveitum, þar sem tök eru á, en gefa öðrum landsmönn- um kost á rafhitun. Stórvirkjunum til raforkuframleiðslu þarf að hraða, en huga jafnframt að smærri virkjunum i hinum ýmsu byggðarlögum. Til að tryggja hag- kvæmni og öryggi i byggingu og rekstri þessara mannvirkja verði undirbúnings- rannsóknir efldar. Halda þarf áfram upp- byggingu iðju og iðnaðar til að gera stór- virkjanir mögulegar og renna fleiri stoð- um undir íslenzkt atvinnulíf. Hafnar verði rannsóknir á hafsbotninum til að ganga úr skugga um, hvort þar er að finna orku- gjafa t.d. olíu og jarðgas. Húsnæðismál Sjálfstæðismenn leggja megináherzlu á þá stefnu í húsnæðismálum, að sem flestir Islendingar búi í eigin húsnæði. Sérstaklega þarf að auðvelda ungu fólki að koma sér upp þaki yfir höfuðið. í því skyni verður að bregðast skjótt við þeim vanda, að vinstri stjórnin olli með verð- bólgustefnu sinni og efla ibúðarlánakerf- ið, svo að unnt verði að hækka húsnæðis- lán. Leitað sé leiða til að draga úr bygg- ingakostnaði. Mennta- og menningarmálefni Meginstefna Sjálfstæðisflokksins í fræðslu- og skólamálum er, að starf skól- anna miði að því að koma hverjum nem- anda, hvar sem hann er búsettur á land- inu, til þess þroska, sem hann hefur hæfi- leika og getu til. Auka þarf námsbrautaval ungmenna og samræma það betur þekkingarþörfum at- vinnulífsins og skapa þannig verkmennt- un í landinu verðskuldaðan sess i öllu skólakerfinu. Fundurinn lýsir áhyggjum sínum yfir þeirri þróun, að menningarstarfsemi er í auknum mæli að færast undir áhrif ríkis- /aldsins. Þessari þróun þarf að snúa við með því að örva frjálsa menningarstarf- semi i landinu. Almannatryggingar Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherzlu á, að reglum um almannatryggingar sé hag- að þannig, að þær dragi sem minnst úr sjálfbjargarviðleitni þeirra bótaþega, sem starfsgetu hafa. Stefnt sé að heilsteyptu kerfi almanna- trygginga og lífeyrissjóða með það fyrir augum, að sem minnst röskun verði á fjárhag manna við elli eða örorku. Fundurinn fagnar fyrirhuguðum fram- kvæmdum í heilbrigðismálum og leggur áherzlu á, að leitað verði leiða til að nýta heilbrigðisstofnanir sem bezt. Sættir fjármagns og vinnu Sjálfstæðismenn munu enn sem fyrr sýna, að þeir eru verðir þess trausts, sem Islenzka þjóðin hefur sýnt þeim. 1 sam- | ræmi við grundvallarstefnu Sjálfstæðis- flokksins mun flokkurinn leitast við að j efla og treysta lýðræðið með því að beita ] sér fyrir, að lýðræðislegir stjórnarhættir, almenn mannréttindi og traust stjórnar- I far verði tryggt sem bezt. Við endur- j skoðun stjórnarskrárinnar þarf sérstak- lega að gæta þessara atriða. Stefnt verði I að því, að þeirri endurskoðun verði lokið sem fyrst og kosningalöggjöfin mótuð á I þann hátt, að dregið verði úr flokksræði | og stefnt að auknum jöfnuði. Flokksraðs og formannafundur Sjálf- stæðisflokksins heitir á islenzku þjóðina að standa saman um lausn þeirra vanda- mála, sem við er að etja og hafna stétta- stríði, en stuðla þess í stað að sættum fjármagns og vinnu og efia stéttasam- vinnu til nýrrar framfarasóknar.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.