Morgunblaðið - 26.11.1974, Síða 16

Morgunblaðið - 26.11.1974, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1974 Fjármálaráðherra: Ráðning ríkisstarfsmanna og lántökur ríkisstofnana Þingfréttir í stuttu máli FULLORÐINSFRÆÐSLA Vilhjáimur Hjálmarsson, menntamálaráðherra, mælti fyrir frumvarpi til laga um fullorðins- fræðslu í efri deild Alþingis i gær. Frumvarpinu var vísað sam- hljóða til 2. umr. og menntamála- nefndar deildarinnar. Þá var einnig frumvarp um Hótel- og veitingaskóla íslands til fyrstu umræðu. Frumvarpinu var vísað til 2. umr. og menntamála- nefndar. FRAMLEIÐSLUEFTIRLIT SJAVARUTVEGS Matthias Bjarnason, sjávarút- vegsráðherra, fylgdi úr hlaði frumvarpi til laga um fram- leiðslueftirlit sjávarafurða. Frumvarpið gerir ráð fyrir sam- einingu Fiskmats- og síldarmats rikisins. Frumvarpinu var vísað til 2. umr. og sjávarútvegsnefndar deildarinnar. NEÐRI DEILD I neðri deild var frumvörpum um Framkvæmdasjóð Suður- nesja, samræmda vinnslu sjávar- afla og virkjun Bessastaðaár í Fljótsdal vísað til 2. umr. og við- komandi þingdeiida, án um- ræðna. þingsAlyktunartillaga Gunnar Sveinsson (F) og Hall- dór Asgrímsson (F) lögðu fram þingsályktunartillögu þess efnis, að á meðan EBE-löndin hafi ekki fullgilt tollasamninga við Island, skuli Seðlabanki Islands inn- heimta 25% innborgunargjald af vöruinnflutningi frá Vestur- Þýzkalandi, sem geymt verði á bundnum reikningi i 90 daga. AIMAGI Olafur Jóhannesson, dómsmála ráðherra, fylgdi úr hlaði frum- varpi til laga um upplýsinga- skyldu stjórnvalda. Ráðherra vísaói til þess, að frumvarp þetta hefði áður verið til meðferðar hjá háttvirtri þingdeild (neðri deild) og allsherjarnefnd deildarinnar, sem og framsöguræðu sinnar með frumvarpinu þá, sem finna mætti í Alþingistíðindum. Frumvarpið þetta miðaði að því að tryggja almenningi sem greiðastan að- gang að upplýsingum um störf og ákvarðanatöku stjórnvalda, sem og að því, að það lægi skýrar fyrir, hvaða mál og málaþættir lytu leyndarskyldu. Engin heildarlög- gjöf væri til hérlendís um þetta efni, aðeins dreifð lágaákvæði, sem samræma þyrfti. Frumvarp þetta væri í aðalatriðum sniðið eftir norskum og dönskum lögum um sama efni. Forsætisráðherra gat þess, að allsherjarnefnd, sem um þetta efni hefði fjallað, hefði fengið margháttaðar umsagnir um frum- varpið, sem gengju nokkuð í gagnstæðar áttir; sumir teldu það ganga of Iangt, aðrir of skammt. Hinsvegar hefði nefndin ekki gengið frá áliti til þingdeildar- innar um frumvarpið. Skoða þyrfti þetta mál enn á ný, m.a. i ljósi framkominna athugasemda, og væri þess að vænta, að nefndin kæmi fram með einhverjar breyt- ingar á frumvarpinu eða visaði þvi á ný til stjórnarinnar með ábendingum og athugasemdum. Ráðherra gat þess, að frétta- menn og fjölmiðlar hefðu sér- stakan áhuga á þessu máli sem eðlilegt væri, þar eð þessir aðilar hefðu upplýsingaskyidu gagnvart Matthías A. Mathiesen, fjármála- ráðherra. Ölafur Jóhannesson, dóms- og kirkjumálaráðherra, mælti fyrir frumvarpi um trúfélög. Frum- varpið geymir annarsvegar al- menn ákvæði um trúfélög, hins- vegar um trúfélög utan þjóð- kirkju, þ.e. um löggildingu for- stöðumanna slíkra trúfélaga. Ráð- herra kvað ekki ástæðu til að fara um frumvarp þetta mörgum orðum, enda fylgdi því itarleg greinargerð, sem ekki þarfnaðist sérstakra skýringa. Halldór Blöndal (S) sagði brýna nauðsyn bera til að setja löggjöf um þetta efni. Þá væri og nauðsynlegt að endurskoða þegar gerðar löggildingar á starfsmönn- um slikra trúfélaga. f'orstöðu- maður svokallaðs Asatrúarsafn- aðar hefði fengið löggildingu, sem sögð væri byggð á ákvæðum stjórnarskrár um trúfrelsi. Þessi löggilding væri í meira lagi vafa- almenningi á þessu sviði sem öðrum. Sá háttur að tiltaka undanþágu frá upplýsingaskyldu í frumvarpinu sérstaklega, skyggðu fljótt á litið á aðalregl- una og megintilganginn, en að sínu mati myndi frumvarpið missa meira, ef það greindi aðeins i hvaða tilfellum upplýsinga- skylda væri fyrir hendi, en ákvæðin um undanþágu féllu niður. Sighvatur Björgvinsson (A) sagðist fagna því, að þessu máli væru hreyft á ný. Hinsvegar harmaði hann þá niðurstöðu, er í frumvarpinu fælist, þar eð það fjallaði fremur um undanþágur frá upplýsingaskyldu en hana sjálfa. Nauðsynlegt væri að koma á hefð og siðvenju i samskiptum fjölmiðla og ríkisvaldsins, en betur væri heima setið en af stað farið, bæði fyrir fjölmiðla og al- menning, ef frumvarpið yrði sam- þykkt í óbreyttri mynd. Þing- maðurinn rakti aðdraganda þessa máls, allt frá því að þingsálykt- unartillaga var fyrst flutt um þetta efni i mai 1972, siðan frum- varpsflutning og umsagnir. Blaða- menn teldu frumvarpið ganga of skammt, en embættismennirnir of langt. Skylda biaðanna við al- menning væri ótviræð og ekki mætti meina þeim að gegna sín- um megintilgangi, fréttaflutningi af þeim málum, sem mest vörð- uðu hag og heill alls aimennings. — Síðan vék blaðamaðurinn að töku þýzks togara i landhelgi, sem fyrst hefðu fengizt fréttir aí frá erlendum fréttastofum. Þetta væri ótækt sambandsleysi milli blaða og landhelgisgæzlu, sem vakið hefði þjóðarathygli. Matthías Á. Mathiesen, fjár- málaráðherra, fylgdi úr hlaði i gær (neðri deild) tveimur frum- vörpum: um lántökur rikissjóðs og ríkisfyrirtækja og um eftirlit með ráðningu starfsmanna og húsnæðismálum rikisstofnana. LANTÖKUR RtKISSJÓÐS OG RlKISFYRIRTÆKJA Ráðherrann sagði m.a.: 1 A- hluta er ríkissjóóur og svokall- aðar stofnanir en i B-hluta eru ríkisfyrirtæki og sjóðir, sem flest- söm. Engin vissa væri nú fyrir því, hvern veg framkvæmd trúar- athafna í þeim sið hefði verið, en skilgreining á trúarathöfnum væri forsenda fyrir slíkri löggild- ingu. Vitnað væri til Snorra-Eddu í þessu sambandi, en höfundur hennar segði skýrt og skorinort, að sú bók væri ekki trúarrit. Sómi þjóðarinnar og virðing við for- feðurna krefðust þess, aó þessi leikur yrði stöðvaður. Ræðu- maóur benti á, að Rikisútvarpinu bæri, eftir þeim reglum, sem gilt hafa, að veita þessum aðilum að- gang að þeim fjölmiðli, eftir lög- gildinguna, með skopstælingu á trúarathöfnum forfeðra okkar. Hann minnti á hlióstæðu þessa safnaðar í Hitlers-Þýzkalandi, sem ekki væri til eftirbreytni. Itrekaði hann tilmæli um að þessi löggilding yrði hið fyrsta endur- skoðuð og afturkölluð. Ellert Schram (S) vísaði til þeirrar þróunar að opna frekar en áður aðgang fyrir fjölmiðla og al- menning að starfsemi og ákvarðantöku stjórnsýslunnar. Þetta væri nauðsynlegt til að veita stjórnvöldum eðliiegt að- hald hverju sinni. Hann fjallaði um umsagnir, sem þingnefnd hefði fengið um málið, þar sem gagnstæð sjónarmið embættis- manna og blaðamanna hefðu komið fram. Hann ræddi og um umboðsmann Alþingis og aðstöðu alþingismanna til að fylgjast með störfum stjórnsýslunnar, sem ekki væri nógu góð, og e.t.v. mætti tengja þessi atriði öll saman í löggjöf um málið. Ólafur Jóhannesson, (F) þakkaði stuðning við megintil- gang frumvarpsins, sem miðaði að bættum samskiptum fjölmiðla og stjórnvalda. Ekki væri eðlilegt, að frumvarpið væri nú flutt í breyttri mynd, þar eð þingnefnd hefði ekki skilað áliti um það. Þess væri hinsvegar að vænta, að nefndin tæki málið til yfirveg- unar, m.a. I ljósi fyrirliggjandi upplýsinga, og kæmi þeim á fram- færi við þingdeildina, ef ástæða þætti til Ráðherrann sagði samband blaðamanna við Landhelgisgæzl- una hafa verið gott og eðlilegt. Landhelgisgæzlan gæti ekki sent út fréttatilkynningu um töku þýzks togara, fyrr en komið væri með hann í höfn, fyrr en um- ræddri aðgerð væri farsallega lokið. Annað gæti stefnt aðgerð- inni sjálfri i hættu. Annað mál væri þó að eigendur togaranna kæmu slíkum fréttum á framfæri. Um slík mál væri ekki hægt að ir hafa einhvern rekstur með höndum. Frumvarp þetta gerir ráð fyrir óbreyttri reglu hvað A- hluta snertir, að fjármálaráðu- neytið taki f.h. ríkissjóðs öll lán vegna stofnana í A-hluta rlkis- reikningsins, en fyrirtækjum í B- hluta sé því aðeins heimilt að taka lán, stofna til skulda eða taka ábyrgð á skuld, að fyrir liggi heimild í sérstökum lögum eða fjárlögum eða fyrir liggi sérstakt samþykki viðkomandi ráðuneytis og fjármálaráðuneytisins, en skort hefur á, að slíkar heimildir hafi verið fyrir hendi, þegar fyrir- tæki í B-hluta hafa tekið lán. Frumvarp þetta er gagngert flutt til þess að koma í veg fyrir, að einstök fyrirtæki ríkisins geti hlaðið upp skuldum, án þess að viðkomandi ráðuneytum sé það ljóst fyrr en i hreint óefni er komið. Veruleg skuldasöfnun fyrirtækja ríkisins án skýrra heimilda getur heldur ekki talist í samræmi við heilbrigða f jármála- stjórn. Jafnframt verður með þessum hætti betur tryggt, að stjórnvöld sinni vandamálum þessara fyrirtækja fyrr en raun hefur á orðið að undanförnu. Ákvæði frumvarpsins ættu því að tryggja, að jafnan liggi fyrir yfirlit um heildarlántökur rikis- ins og fyrirtækja þess, svo og, að Ólafur Jóhannesson, dómsmála- ráðherra. gefa út tilkynningar fyrir fram, enda beinlínis refisvert að lögum að gefa upplýsingar um stöðu og ferðir islenzkra varðskipa. Ráð- herrann deildi allhart á Sighvat Björgvinsson fyrir að gera úlfalda úr mýflugu í þessu efni. Bæði ráðuneyti sitt og landhelgis- gæzlan hefðu jafnan verið fús til samstarfs við fjölmiðla, svo til bæði á nóttu og á degi. Þá vék ráðherrann að ýmsum hættum varðandi starfsemi land- helgisgæzlunar, minnti m.a. á gamalt réttarmál um togaranjósn- ir. Sighvatur Björgvinsson (A) svaraði ráðherra fullum hálsi. Taldi ósæmandi að ræða I öðru oróinu um fréttaflutning fjöl- miðla af togaratökum og hinu um togaranjósnir. Hann sagði fráleitt í máli er v,arðaði hagsmuni og áhuga alls almennings svo mjög, sem landhelgismálið, að erlendar fréttastofur væru á undan inn- lendum aðilum um fréttaflutning. Blaðamenn hefðu fátt að þakka í samskiptum sínum við stjórnvöld um fréttaflutning í þessu efni. Hér þyrfti að verða bragarbót á. Ólafur Jóhannesson (F) mót- mælti þeim skilningi þingmanns- ins, að orð sín um togaranjósnir væri yfirfærð á fréttaflutning fjölmiðla. Hann ítrekaði þá skoð- un sína, að samskipti landhelgis- gæzlu og ráðuneytis við blaða- menn hefðu verið jákvæð. I engu öðru máli hefði verið gengið jafn langt til móts við blaðamenn um fréttaflutning allan. Blaðamenn hefðu og haldið vel á hinum Islenzka málstað i landhelgismál- inu, sem þakka bæri. ekki séu teknar á ríkið skuldbind- ingar, án þess að fjármálayfirvöld hafi um það fjallað. STARFSMANNAHALD RlKISINS Greinargerð ráðherrans með þessu frumvarpi var svohljóð- andi: Með lögum nr. 48/1958 voru lögfest ákvæði varðandi starfs- mannahald ríkisins. Lög þessi segja fyrir um það með hvaða hætti fjallað skuli um ráðningar starfsmanna í þjónustu ríkisins og um húsnæðis- og bifreiða- kostnað ríkisstofnana. Lög þessi hafa verið þannig framkvæmd, að samþ. sérstakra trúnaðarmanna hefur þurft til að fjölga fastráðnum starfsmönnum. Hins vegar voru svokallaðar laus- ráðningar starfsmanna látnar af- skiptalausar af hálfu nefndar- innar. Vegna þessarar framkvæmdar hefur gætt vaxandi tilhneigingar til að lausráða starfsmenn, og má jafnvel segja, að viða hafi verið treyst á slíka starfskrafta, án þess að tilskildar fjárveitingar væru fyrir hendi. Það Iiggur í augum uppi, að við slík vinnubrögð er ekki hægt að una. Ráðningar starfsmanna ríkisins verða að vera í föstum skorðum og fjárveiting að vera fyrir hendi. Megintilgangur þessa frum- varps er að tryggja, að starfs- mannahald ríkisins ráðist hverju sinni af fjárveitingum og þar með, að Alþingi geti fylgst náið með starfsmannafjölda rikisins ogumfangi rikisstofnana. Frumvarpinu er ætlað að koma I stað laganna nr. 48/1958 „um ráðstafanir til aó draga úr kostn- aði við rekstur rikisins“. Þær breytingar, sem gerðar hafa verið á efnislegum atriðum laganna frá 1958, miða fyrst og fremst að því að gera eftirlit með ráðningum starfsmanna virkara, auðveldara og raunhæfara að fenginni reynslu. Þá eru ákvæði um, aö ráðninganefnd, sem er arftaki svokallaðrar -,,bremsunefndar“ skuli jafnan úrskurða erindi innan hálfs mánaðar frá móttöku þess, enda hafi nefndinni borist fullnægjandi gögn og upplýsingar um málefnið. Telji ráðninganefnd eigi aug- Ijóst, að erindi ráðuneytis skuli ná fram að ganga, skal hún jafnan kveója fulltrúa þess ráðuneytis á sinn fund og kynna sér greinar- gerð hans áður en erindið hlýtur afgreiðslu. Þessum ákvæðum er ætlað að tryggja vandaðri og hraðari með- ferð mála en verið hefur. Þá er það nýmæli í frumvarp- inu, að árlega skuli gera skrá yfir starfsmenn rikisins og hún lögð fram með fjárlagafrumvarpi. Má þá sjá með samanburði milli ára, hvaða hreyfingar hafa orðið í starfsmannahaldi ríkisins. 1 3. gr. frumvarpsins er að finna skilgreiningar á föstum starfs- mönnum og lausráðnum starfs- mönnum og ákvæði annarra greina i samræmi vió það, en slik skilgreining er ekki til i lögum. Það er skoðun mín, að slika skilgreiningu beri að hafa í lög- um, hvernig sem hún annars skal hljóða. Um það má hins vegar deila, hvort eðlilegt sé, að þetta ákvæði sé í frumvarpi um eftirlit með ráðningu starfsmanna ríkisins. Lögin um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna eru nú til endurskoðunar og við þá endur- skoðun koma mál þessi sjálfsagt til athugunar. Forystumenn BSRB og BHM hafa í viðræðum við mig látið í ljós gagnrýni á ákvæðum 3. gr. Eg mun beita mér fyrir breytingum á frumvarpinu í þingnefnd, þannig að ekki verði um ágreiningsefni að ræða að þessu leyti við af- greiðslu málsins. Upplýsingaskylda stjórnvalda: Deilt um „fréttaleynd” landhelgisgæzlu Lagafrumvarp um trúfélög

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.