Morgunblaðið - 26.11.1974, Page 17

Morgunblaðið - 26.11.1974, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26, NÖVEMBER 1974 17 Skipstjórinn á Kópi SH viðurkennir brot sitt Mál Kóps og Jökultinds til saksóknara MAL skipsljóranna á togbátunum Jökultindi SU 200 og Kópi SH 132, sem teknir voru fyrir land- helgisbrot f sfðustu viku, hafa nú verið send saksóknara ríkisins til ákvörðunar. Skipstjórinn á Jökul- tindi, sem staðinn var að veiðum útaf Haganesvfk, neitar stöðugt sakargiftum, en skipstjórinn á Kópi, sem staðinn var að veiðum á Breiðafirði hefur viðurkennt brot sitt. Hann þverneitaði f fystu, og laug upp sögu fyrir réttinum, en játaði svo að lokum. Þorkell Gíslason sýsiufulltrúi í Stykkishólmi tjáði Mbl. I gær, að réttarhöldum væri lokið í bili i máli Kóps, og málið farið til sak- sóknara. Við yfirheyrslur neituðu skipverjar í fyrstu að hafa verið á togveiðum i Breiðafirðinum, þeir hefðu aðeins verið á lúðuveiðum. Seinna játuðu skipverjar brotið, en skipstjórinn hált fast við fram- burð sinn, en játaði svo að lokum. Veiðarfærum og afla höfðu skip- verjar hent fyrir borð á leið í land. Elías I Elíasson bæjarfógeti á Siglufirði sagði, að áhöfn land- helgisvélarinnar Sýr, sem stóð Jökultind að veiðum og kærði hann, hefði komið fyrir rétt í gær. Skipverjar á Jökultindi halda fast við framburð sinn. Verður málið nú sent til sáksóknara til frekari afgreiðslu, en sú er venjan í svona tilfellum, að sögn Eliasar. Þing Alþýðubandalagsins: Kastljós liður í átökum MORGUNBLAÐIÐ hefur fregnað, að nokkrar deilur hafi risið meðal aðstandenda Kast- Ijóss s.l. föstudag, en tilefnið var meðferð Þórunnar Klemenz- dóttur á efni því, sem hún fjallaði um i þættinum, þ.e. hugsanlegri mengun frá fyrirhugaðri málm- blendiverksmiðju á Grundar- tanga i Hvalfirði. Deilur þessar munu hafa orðið vegna þess, að umsjónarmenn Kastljóss töldu sig ekki getað unað því, að þátturinn væri mis- notaður til að hafa áhrif á innan- flokksdeilur i Alþýðubandalag- inu. Þættinum var sjónvarpað meðan flokksþing Alþýðubanda- iagsins stóð sem hæst, en eins og fram hefur komið í fréttum, áttu sér þar stað mikil átök milli Magnúsar Kjartanssonar og stuðningsmanna hans annars vegar, og andstæðinga hans i Union Carbide-málinu hins vegar. Deilum þessum lyktaði sem kunn- MBL. hafði i gær samband við gjörgæzludeild Landakots- spítalans til að leita upplýsinga um líðan piltsins frá Akranesi, sem hefur verið meðvitundarlaus síðan hann lenti í átökum við afa sinn í síðustu viku. Fékk blaðið þær upplýsingar, að engin breyt- ing hefði orðið á liðan piltsins, og væri hann enn í lifshættu. ugt er með þvi, að Magnús fékk ekki stuðning til formennsku i Alþýðubandalaginu, og varð að láta af stefnu sinni i Union Carbide-málinu. Á þinginu mun hafa verið efnt til undirskriftasöfnunar meðal stuðningsmanna Magnúsar Kjart- anssonar þar sem skorað var á hann að gefa kost á sér til for- mennskunnar, en meðal þingfull- trúa gekk sú undirskriftasöfnun undir nafninu „karbitið land“. Gullberg við bryggju i Mandal. Fyrsta nótaveiðiskipið skírt í Noregi FYRSTA nótaveiðiskipið af f jórum, sem byggð eru í Noregi fyrir lsiendinga, var skýrt þann 7. nóvember s.l. Skipið hlaut nafnið Guilberg VE 292 og er I eigu Ufsabegs h.f. I Vestmanna- eyjum. Skipinu gaf nafn frú Anna Þorsteinsdóttir, eigin- kona eins eigandans Jóns Guð- leifs Olafssonar. Gullberg er byggt bæði fyrir troll- og netaveiðar. Það er 350 brúttólestir, 43.35 metrar að lengd, 8.20 metrar á breidd. I skipinu eru þrjár lestar og hægt að hafa hitastig þeirra allt að 0°C. I skipinu eru flest full- komnustu fiskileitartæki, sem völ er á, þrjú 16 tonna spil eru í skipinu, Simrad-havsonar fiski- leitartæki og fl. Þá er 1250 hest- afla aðalvél i skipinu, tvær 150 ha. hliðarskrúfur og 2 130 hest- afla hjálparvélar. Ibúðir skip- verja eru 4 eins manns her- bergi og 5 tveggja manna her- bergi. Gullberg verður afhent i Mandal 28. desember n.k., en þá fer skipið til Egersunds og Bodö, þar sem gengið verður frá fiskveiðitækjum. Heim kemur skipið í byrjun næsta árs, tilbúið á loðnuveiðar. Skip- stjóri á Gullbegi verður Guðjón Pálsson, og 1. vélstjóri Ölafur Sigmundsson. Landsfundur Alþýðubandalagsins: Varaforseti ASI féll í miðstjómarkjöri LANDSFUNDI Alþýðubandalags- ins lauk á sunnudagskvöld. A fundinum urðu talsverð átök milli landsbyggðarfulltrúa og Reykvikinga. Nokkrir þekktir forystumenn verkalýðsfélaga I Reykjavík féllu við miðstjórnar- kjör. 1 þeirra hópi var Snorri Jónsson, varaforseti og fram- kvæmdastjóri Alþýðusambands- ins. Þingið átti að halda f heyr- anda hljóði og hafði Morgunblað- ið fengið leyfi til þess að láta blaðamann fylgjast með umræð- um. Þegar til kastanna kom var þingið hins vegar að mestu haldið fyrir luktum dyrum. Blaðamaður fékk að fylgjast með setningarfundinum á fimmtudagskvöld, þar sem leið- togar flokksins fluttu yfirlitsræð- ur um stjórnmálaviðhorfið. A föstudag störfuðu umræóuhópar, sem voru lokaðir. Umræður á Nýr íslenzkur gjald- maelir leigubifreiða Fjöldi fyrirspurna erlendis frá EINS OG Morgunblaðið hefur áður skýrt frá, þá hefur fyrir- tækið Iðntækni unnið um hríð að gerð nýrra rafeindagjald- mæia fyrir leigubifreiðar, og nú hefur það afhent fyrstu mælana. Þessir mælar eru mjög full- komnir og eru algjörlega is- lenzk uppfinning. 1 mælunum er minni (svipað og I nýjustu gerð tölva), sem geymir það gjaldskrárkerfi, sem I notkun er hverju sin-ni. Þegar gjald- skrárbreyting verður er hún fyrst gerð I þar til gerðu tæki, sem kallað er gjaldskrárkenn- ari. Þetta tæki er slðan notað til að skipta um gjaldskrá í öllum mælunum og tekur það aðeins um 30—60 sekúndur að kenna hverjum mæli nýja gjaldskrá. Þróun á þessum gjaldmæli hefur staðið yfir í 18 mánuói. Hann var fyrst settur í bil hjá Iðntækni í desember 1973. Samtimis fór fram prófun á þeim mæli og þróun og undir- búningur á framleiðslu fyrstu mælanna til ísetningar í leigu- bíla. Núna verða settir 20 mælar í leigubíla og verða þeir reyndir í 4—6 mánuði. A þeim tíma verður fylgzt með þeim og breytingar gerðar ef þurfa þykir. Að þessum tíma liðnum getur f jöldaframleiðsla hafizt. Gunnlaugur Jósefsson hjá Iðntækni sagði, er við ræddum vió hann, að fyrirtækið hefði þegar fengið fyrirspurnir frá 300 íslenzkum leigubílstjórum, og reiknar fyrirtækið með að komast inn á íslenzka mark- aðinn fljótlega. Þá hafa borizt margar fyrirspurnir erlendis frá, meðal annars frá fyrir- tækjum á Norðurlöndum, Þýzkalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum, sem öll hafa óskað eftir þvi að taka að sér umboð fyrir þessa mæla. Mælir- inn er algjörlega íslenzk fram- leiðsla, en upphafsmaður hans er Gunnlaugur Jósefsson, síðan tók Finnur Torfi Guðmundsson vió og fleiri og hafa þeir sifellt fullkomnað mælinn. Kassann utan um mælinn, sem er mjög smekklegur, teiknaði Steinn Sigurðsson. Kristján Sveinsson, leigubíl- stjóri hjá B.S.R., er kominn með gjaldmæli frá Iðntækni i bilinn sinn. Sagði hann, að þessi mælir tæki öllum mælum fram, sem hann hefði kynnzt og væri hann að sínu mati hreint frábær. T.d. færi enginn timi né kostnaður í breytingar á gjaldskrá, einnig væri hann þægilegur til aflestrar og ekki væri hægt að nota vitlausan taxta, hvort sem það væri vilj- andi eða óviljandi gert. Til framleiðslu á mælinum og fleiri tækjum hefur Iðntækni keypt 5 samsetningarvélar og hver þeirra hefur afkastagetu á við 18 manns. Einnig hafa verið keypt mjög fullkomin rann- sókna- og gæðaeftirlitstæki svo sem tölvukerfi, er getur prófað allar einingar mælisins sam- tímis og gefið siðan skýrslu um útkomuna. Kæli- og hitapróf- unartæki er einnig notað til að reyna mælinn í vinnslu frá + 70 til + 200°C. Til þróunarinnar hefur verió varið fyrir utan ofangreind tækjakaup 4,3 millj. kr. og notaðar hafa verið um 5000 vinnustundir. Kristján Sveinsson leigubílstjóri Mbl.: Öl.K.M. sýnir nýja gjaldmælinn. Ljósm. laugardag fóru einnig fram fyrir luktum dyrum svo og mið- stjórnarkjör. Á sunnudag fékk blaðamaður að koma inn á fund, en er hann hafði setið þar nokkra hríð var samþykkt að vísa honum á dyr og halda fund fyrir luktum dyrum. Við kjör formanns, varafor- manns og ritara komu aðeins til- lögur um einn mann í hvert emb- ætti. Eigi að síður fór fram skrif- leg kosning. Öll atkvæði, sem féllu á aðra en þá, sem stungið hafði verið upp á, voru hins vegar talin ógild. Samkvæmt því var Ragnar Arnalds endurkjörinn formaður, Adda Bára Sigfúsdóttir endurkjörinn varaformaður og Jón Snorri Þorleifsson endurkjör- inn ritari. Talsvert miklar deilur urðu um afstöðu Alþýðubandalagsins til málmblendiverksmiðjunnar við Grundartanga, sem Magnús Kjartansson átti frumkvæði að, en hefur nú snúist gegn vegna þeirrar andstöðu, sem stefna hans hefur sætt innan Alþýðubanda- lagsins. Tryggvi Sigurbjarnarson og Ingi R. Helgason munu hins vegar hafa talið rétt að fylgja fram fyrri stefnu Magnúsar Kjartanssonar í máli þessu. Mikl- ar breytingar voru gerðar á þeim drögum að hugmyndafræðilegri stefnuskrá, sem lögð var fyrir landsfundinn. 1 miðstjórn Alþýðubandalags- ins voru kjörnir: Álfheiður Inga- dóttir, Benedikt Davíðsson, Bjarnfriður Leósdóttir, Bjarni Þórarinsson, Eðvarð Sigurósson, Erlingur Viggósson, Garðar Sigurðsson, Gils Guðmundsson, Guðrún Hallgrímsdóttir, Guðrún Haraldsdóttir, Haraldur Stein- þórsson, Helgi Guðmundsson, Hjörleifur Guttormsson, Júlíus Halldórsson, Karl Sigurbergsson, Kjartan Ölafsson, Lúðvík Jóseps- son, Magnús Kjartansson, Sigurð- ur Björgvinsson, Sigurður Blöndal, Sigurður Magnússon, Sigurjón Pétursson, Skúli Alexandersson, Soffía Guðmunds- dóttir, Svavar Gestsson, Vilborg Harðardóttir, Þór Vigfússon. Magnús Kjartansson mun hafa fengið flest atkvæði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.