Morgunblaðið - 26.11.1974, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.11.1974, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. NÖVEMBER 1974 21 Stefán Halldórsson SÁ handknattleiksmaður sem einna mesta athygli hefir vakið í vetur, er Stefán Halidórsson I Víkingi. Nú í vetur hefir Stefán verið fast- ur maður í landsliði, hefir þegar sjö leiki að baki. Einnig hefir hann leikið með unglingalandsliði, alls fjóra leiki. Stefán Halldórsson hefir látið til sfn taka í fleiri íþróttagreinum en hand- knattleik. Hann á átta ungl- ingalandsleiki að baki f knattspyrnu, og hefir verið fastur maður f liði Vikings f nokkur ár allt þar til í sumar. Það kom mörgum á óvart að Stefán skyldi aldrei leika með 1. deildar liði Víkings í knattspyrnu í sumar. Ekki sízt þegar athugað er, að árið þar á undan var hann mark- hæstur Vikinganna, og með því átti hann drjúgan þátt í endurkomu þeirra f 1. deild. Aðspurður svaraði Stefán því til, að hann hefði byrjað frekar seint að æfa knatt- spyrnu i vor. Til þess lágu ýmsar ástæður, þó var sú rikust, að hann stóð f hand- boltanum fram eftir vori. „Annað var það, að Sand- ers sagði mér hreinlega, að hann væri ekki hrifinn af mér. Ef til vill hefi ég ekki verið nægjanlega samvinnu- fús. Næsta sumar hefi ég hugsað mér að skipta um félag í knattspyrnunni, og er K.R. efst á blaði hjá mér.“ Stefán sagði okkur að úr því sem komið væri hygðist hann leggja aðaláherzlu á handknattleikinn. Og víst er að þar virðist framtíðin blasa við honum. Það sem ha'st ber í fari Stefáns á handknattleiks- vellinum er hinn mikli hraði sem hann ræður yfir. Einnig hefir kurteisi hans og fþróttamcnnska innan vallar sem utan verið áber- andi. Stefán gekk ungur í Val. Viðkoma hans í Val varð þó ekki löng, þar sem hann flutti inn f Bústaðahverfi ári sfðar, og því lá beint við að skipta yfir f Vfking. I knattspyrnu hefir Stefán leikið með Víkingi sfðan hann var sjö ára gamall, eii eins og fyrr getur hyggst hann hætta því á sumri kom- anda, og verður það skaði fyrir Vfking. Frá tólf ára aldri hefir hann spilað Framhald á bls. 25. Ásgeir Guðmundsson endurkjörinn formaður Fimleikasambandsins Ásgeir Guðmundsson var endurkjörinn formaður Fim leikasambands Islands á þingi sambandsins, sem hald- ið var á Hótel Esju um fyrri helgi. Með Ásgeiri í stjórn eru Snæþór Aðalsteinsson, gjaldkeri, Sigmund- ur Ilannesson, ritari, Ástbjörg Gunnarsdóttir, vara- formaður, og Árni Magnússon, bréfritari. 1 varastjórn sambandsins voru kjörin: Berglind Helgadóttir, Hanne Magnússon og Jörgen Berndsen. Mörg mál voru tekin fyrir á þinginu og nokkrar samþykktir gerðar. Meðal þeirra var áskorun til stjórnar sambandsins að koma dómaramálum sambandsins i við- unandi horf á næsta starfsári, en nokkur skortur hefur verið á lærðum fimleikadómUrum. Því var beint til stjórnarinnar, að hún starfaði að því að nauðsynleg íþróttatæki við þjálfun og keppni í áhaldalcikfimi og nútíma fim- leikum kvenna verði fengin i iþróttasali og sérstök áherzla verði lögð á að fá tæki i þá sali, sem keppt og sýnt er í, þannig að unnt sé að taka á móti fimleika- fólki erlendis frá, og samþykktar voru álytkunartillögur þar sem fagnað var útgáfu á fyrstu sex þrepum fimleikastigans fyrir pilta, grunnskóla ÍSÍ og því sam- starfi, sem UMFl hefur boðið Fimleikasambandinu uppá vegna landsmóts UMFl, er haldið verður á Akranesi næsta sumar. Um 60 fulltrúar og gestir sátu þing FSÍ. Meðal gestanna voru Gisli Halldórsson, formaður ISÍ, Hafsteinn Þorvaldsson, formaður UMFl, og Valdimar Örnólfsson, formaður Iþróttanefndar ríkisins. Einn gestanna Mag.iús Þorgeirs- son, færði sambandinu að gjöf ljósrit af blaðaúrklippum, sem hann safnaði í för fimleikaflokks lR 1927 og er þarna um að ræða hina verðmætustu gjöf, sem hefur auk þess mikið sögulegt gildi. Voru Magnúsi færðar þakkir fyrir gjöfina. I reikningum Fimleikasam- bandsins kemur fram, að rekstrarhalli varð á árinu 1973—1974 að upphæð kr. 414.128,30. Helztu kostnaðarliðir hjá sambandinu var skrifstofu- kostnaður að upphæð 146.332,10 kr., utanfararstyrkir til flokka og fl. kr. 135.311,00 og kostnaður af námskeiðum, sem nam um 170 þús. krónum. Helztu tekjuliðir sambandsins voru útbreiðslu- styrkur ISI að upphæð 177.520,00 kr., vaxtatekjur kr. 76.035,00 og Asgeir Guðmundsson, formaður FSl. sjónvarpstekjur kr. 42.500,00. Hagnaður af fimleikahátíðinni, sem haldin var i Laugardalshöll- inni 1. desember 1973, nam aðeins kr. 11.128,50, þrátt fyrir húsfylli á samkomunni. Seldir voru að- göngumiðar fyrir 344.000,00 kr., en kostnaður við samkomu þessa var gífurlega mikill. Þrátt fyrir svo mikinn halla á rekstri sambandsins á s.l. ári er það þó tiltölulega vel statt fjár- hagslega miðað við önnur sérsam- bönd. Kemur fram á efnahags- reikningi þess, að eignir þess eru kr. 2.386.954,30, í peningum og verðbréfum. Þessi jákvæða staða sambandsins kemur til af því, að góður hagnaður var af norræna fimleikanámskeiðinu og sýn- ingunum, sem haldnar voru sumarið 1972. REKSTRARHAGNAÐUR HJÁ FRÍ Velta sambandsins um 3 millj. króna á starfsárinu 1 fyrsta skipti í mörg ár varð hagnaður á rekstrarreikningi Frjálslþróttasambands tslands, en niðurstöðutölur rekstrar- reiknings sambandsins voru nú hærri en nokkru sinni fyrr, eða röskar 3 milljónir króna. Tekjur af mótum á vegum sambandsins voru aðeins óverulegur hlutur af heildartekjum þess, en reikning- ur sambandsins ber þess vitni, að stjórnarmenn hafa verið mjög ötulir við fjárútvegun og farið þarýmsar leiðir. Reikningar FRI voru lagðir fyrir ársþing sambandsins sem haldið var á Akureyri nú um helg- ina. Niðurstöðutölur á rekstrar- reikningi eru 3.174.741,00, og rekstrarhagnaður nam 79.047,80 kr. Skuldir sambandsins eru hins vegar miklar frá fyrri árum, eða samtals um 2 milljónir króna. Hafa þeir FRl-menn í hug að herða enn fjáröflun á næsta starfstímabili og keppa að því að lækka skuldirnar, án þess þó að það komi niður á starfinu. Stærsti liðurinn i tekjum FRl á árinu 1974 var hlutdeild í hagnaði af Evrópubikarkeppninni 1973, eða 554.052,00 kr. Sá háttur er hafður á við framkvæmd þessarar keppni, að allar tekjur af henni eru lagðar í sameiginlegan sjóð og honum siðan deilt út meðal þátt- tökuþjóðanna. Þá virðist svo sem þeir FRÍ-menn hafi verið mjög duglegir að verða sér úti um margskonar styrki, einkum vegna keppni erlendis, og má nefna að sambandið fékk m.a. styrki frá norska frjálsiþróttasambandinu, sænska frjálsíþróttasambandinu og frá Nordisk Kulturfund. Þá gekkst sambandið fyrir bingó- skemmtunum með góðum árangri, þar sem þær skiluðu 260.415,00 kr. í hagnað. Má geta þess að allir vinningar í bingó- skemmtunum þessum voru gefn- ir. Auglýsingatekjur sambandsins voru einnig verulegar, eða 173.400,00 kr., en mótatekjur voru hins vegar aðeins 254.930,00 kr., — meiri en oftast áður. Megn- ið af þessum tekjum kom inn fyrir landskeppnina við Ira, eða 171.494,00 kr. Langstærsti liðurinn á kostnaðarhlið rekstrarreiknings- ins er þátttaka í erlendum mót- um, eða samtals kr. 1.479.286,00, sem skiptist þannig: Evrópu- meistaramótið í Róm og Gauta- borg kr. 153.821,00, Karlottkeppn- in í Luleá kr. 758.902,00, tug- þrautarlandskeppnin i Paris kr. 203.729,00, Norðurlandamót unglinga í tugþraut kr. 31.695,00, landskeppni kvenna í Oslo kr. 124.779,00 og keppnisferðir til Sviþjóðar, Sovétríkjanna og Pól- lands kr. 206.360,00. Stjórnunarkostnaður sam- bandsins var á starfsárinu 229.287,30 kr. — mest prentun, póstur, sími og húsaleiga. Ut- TORFI B. Tómasson var endurkjör- inn formaður Sundsambands íslands á sundþinginu er haldið var 29. októ- ber s.l. Með Torfa i stjórn sambands- ins eru Stefán Stefánsson varafor- maður, Guðbrandur Guðjónsson Torfi Tómasson breiðslukostnaður nam 71.219,00 og kostnaður við innlend mót nam 940.664,00 kr. Þar af kostaði landskeppnin við Ira 570.623,00 kr. og Reykjavíkurleikirnir 208.369,00 kr. I skýrslu sinni, sem Örn Eiðs- son, formaður FRI, flutti á árs- þinginu á Akureyri, sagði hann m.a. um fjármál sambandsins: Fjármálin eru sá málaflokkur sem er erfiðastur í starfsemi FRl, eins og annarra sérsambanda og raunar félaga og héraðssambanda innan iþróttahreyfingarinnar. Á liðnu starfsári má þó segja að Framhald á bls. 25. ssí gjaldkeri, Irmy Toft ritari og Siggeir Siggeirsson fundarritari. I varastjórn sambandsins voru kjörnir: Guðmundur Gíslason. Pétur Kr. Jónsson og Árni Þ. Kristjánsson. í skýrslu stjórnar, sem flutt var á þinginu, kom fram að mörg verkefni biða hinnar nýju stjórnar og eru fjár- mál sambandsins þar einna stærst. Skuldir sambandsins jukust mikið á siðasta starfsári, mest vegna dýrrar þátttöku i landskeppnum. Þrátt fyrir erfiðleikana ætlar sundfólk ekki að láta deigan siga, heldur þvert á móti sækja á brattann og sjá þvi unga sundfólki sem nú er að koma fram á sjónarsviðið fyrir verkefnum við þess hæfi. Sundsamband Islands stóð fyrir sundkeppni fyrir almenning á s.l. ári, með sama sniði og Norræna sund- keppnin var. Hlaut sund þetta nafnið „íslandssund 1974". Kom fram á þinginu, að þátttaka i sundinu hefði verið minni en vonir stóðu til, en eigi að siður þótti keppni þessi takast með ágætum. Á sundþinginu var ákveðið að koma aftur á keppni milli Reykja- vikur og sundfólks annars staðar að af landinu Verður þetta unglinga- keppni sem haldin verður árlega og mun hefjast strax næsta vor. FJARMÁLIN ERFTÐ HJÁ Johnny Giles LEEDS United á sér marga aðdáendur hérlcndis. Sá leikmaður félagsins, sem einna lengst hefir þjónað því, er Jolinny Giles. Eins og menn muna efa- laust bar Leeds sigur úr být- um í 1. deildinni ensku 1 fyrra. Aftur á móti hefir félaginu ekki gengið eins vel í deildinni það sem af er nú, eins og reiknað var með. Eftirfarandi greinarkorn er eiginlega frekar byggt á hugleiðingum Johnny Giles um Leeds og enska knatt- spyrnu, heldur en um mann- inn sjálfan. Það skal tekið fram, að það sem hér er eftir Johnny Giles haft, sagði hann við upphaf keppnis- timabilsins. Áður en lengra er haldið skulum við í fáum orðum rifja upp feril Giles. Hann er fæddur þann 24. mai 1941 á lrlandi og er því þrjátíu og þriggja ára gamall. Feril sinn sem knattspyrnumaður hóf hann hjá Manchester Utd. og lék alls 98 leiki fyrir það félag, og skoraði 10 mörk. Siðan fluttist hann til Leeds, þar sem hann hefir verið síðan. Fyrir Leeds Utd. hefir hann leikið tæpa 400 leiki og skorað 97 mörk. Johnny Giles hefir eðlilega leikið i landsliði trlands, og reyndar var hann landsliðs- einvaldur sl. leiktfmabil og er enn. Alls hefir hann klæðst irska landsliðsbún- ingnum 42svar, og skorað 22 mörk i þeim leikjum. Þess má geta, að sl. ár völdu blaðamenn í Brasilíu Giles bezta knattspyrnumann Evrópu. Aðaláhugamál hans auk knattspyrnunnar er golf. Þar hefir hann náð mjög góðum árangri, hefur þrjá í forgjöf. Þess má geta til samanhurðar, að aðeins tveir (slenzkar golfarar hafa minna en þrjá í forgjöf. „Það er eiginlega hvort tveggja í senn, sorglegt og gleðilegt,” sagði Giles. „að nú á seinni árum hefir mér farið aftur í knattspyrnunni en fram í golfi. Fyrir því eru ýmsar ástæður. Helzt er sú, að hér á Englandi eru spil- aðir allt of margir leikir. Það er andlega þreytandi og einnig hefir maður aldrei tíma til að jafna sig á þeim meiðslum sem maður kann að hljóta.” Johnny Gilestelur aðýms- ar ásta'ður séu fyrir því að ensk knattspyrna stendur ekki eins traustum fótum gagnvart meginlandsknatt- spyrnunni og áður. Giles segir að Englendingarnir Framhald á bls. 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.