Morgunblaðið - 26.11.1974, Síða 24

Morgunblaðið - 26.11.1974, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1974 Flestir veðja á FH og Val Þjálfararnir gera ráð fyrir tvísýnu Islandsmóti Islandsmótið í hand- knattleik 1974 er þegar hafið. Þegar þetta er ritað, hafa sex leikir farið fram í 1. deild karla. Úrslit þess- ara leikja benda til, að mótið í vetur verði mjög jafnt, og barátta liðanna mikil. í þessum leikjum hefir komið fram að undir- búningur liðanna virðist mismikill. Þó er það mat undirritaðs, að þau lið, sem talin hafa verið í hópi þeirra lakari, séu ívið sterkari heldur en fyrri ár. Einkum vakti sigur Ár- manns yfir ÍR athygli, ekki sízt þegar athugað er, að aðeins nokkrum dögum áður tapaði ÍR naumlega fyrir Islandsmeisturum FII. Þá hefir frammistaða Víkinga vakið athygli; þeir sigruðu Val í fyrsta leikn- um, en töpuðu síðan með einu marki fyrir FH. Það er ýmislegt fleira sem vakió hefir athygli í þessu íslandsmóti. Þannig viröast sumir dómaranna vera lítt eóa ekki undir- búnir, og er þaö mjög mið- ur, vegna þess að í hand- knattleik getur dómgæzla iðulega ráðið úrslitum leiks þar sem mjótt er á mununum. Annars eru margar blik- ur á lofti i handknattleikn- um, og ætíð erfitt að spá fyrir um gengi einstakra liða. Samt sem áður sneri Morgunblaðið sér til þjálf- ara 1. deildar-liðanna, bað þá um stuttar umsagnir um þeirra eigin lið, og einnig að geta til um lokastöðuna í mótinu. Gunnar Kjartansson, þjálfari Gróttu. — Það verður okkar keppikefli i vetur að halda sætinu i deild- inni. Ég sé ekki annað en við adtum að hafa fulla möguleika á þvi. Ymsir hafa rætt um að breiddin i Jiðinu sé ekki nægjan- leg. Það er alrangt. Innan vé- handa Gróttu er mikill efniviður i góða handknattleiksmenn. Hitt er aftur á móti rótt, að leikmennirn- ir hafa alls ekki yfir sömu reynslu að búa og þcir sem eru búnir að spila i deildinni um árabil, og það hefir sitt að segja. Annars er spá min þessi: 1. Valur 2. FH. 3. Víkingur 4. Fram 5. Grótta 6. IR 7. Ármann 8. Haukar Birgir Björnsson, þjálfari FII. — Eðlilega stefnum við að sigri í mótinu, eins og við FH-ingar höfum alltaf gert. Það er þó ekki þar með sagt að sigurinn verði okkar. Hvort tveggja er, að þau lið sem standa í Evrópukeppni eiga oftast fremur erfitt uppdráttar í deildakeppninni heima fyrir. Hitt er það, að ég hygg að Islandsmótið verði með jafnasta móti í ár. Liðið er nokkuð breytt frá í fyrra. Við Auðunn erum ekki lengur með, en í staðinn hefur Geir komið aftur í hópínn, og er það auðvitað mikill styrkur. Ég treysti mér ekki til að kóma með neina spá, en þó sýnist mér að baráttan á toppinum komi til með að standa milli FH. Vals, Fram og Víkíngs. Um hver verður I botnsætinu þori ég ekkert að segja, og vil heldur engum svo illt, að lenda I því. Guðjón Jónsson, þjálfari F'ram. — Þetta verður hörkumót. Ur- slitin í leikjunum sem þegar eru afstaðnir benda að minnsta kosti ótvírætt til þess. Oft hefir mér fundizt, að sum lið hefðu ein- hverskonar tangarhald á öðrum, t.d. hefir Val oftast gengið vel gegn Víkingi, en þetta afsannað- ist rækilega I leik þessara aðila um daginn, Eg held, að lið okkar Framara hafi aldrei verið eins jafnsterkt og nú. Að vísu urðum við fyrir miklum missi þegar Axel fór, en hið fornkveðna mun sannast, að maður kemur I manns stað. Ég spái að úrslitin verði á þessa leið: 1. Fram 2. FH. 3. Víkingur 4. Valur 5. IR. 6. Haukar 7. Ármann 8. Grótta Þórarinn Eyþórsson, þjálfari ÍR. — Ég reikna með, að mótið i vetur verði það jafnasta sem fram hefir farið sl. 4—5 ár. Auðvitað verðum við með í baráttunni um toppsætið, en óneitanlega rýrði það möguleika okkar að tapa fyrir Ármanni. Það var mikið áfall. En vió erum opnir I báða enda, eins og sagt er. Við getum sigrað hvaða lið sem er. Það er alltaf erfitt að spá, en þó gæti ég trúað að loka- staðan yrði eitthvað á þessa leið. 1. Valur 2. FH. 3—4. IR. 3—4. Víkingur 5. Fram 6. Ármann 7. Haukar 8. Grótta Hilmar Björnsson, þjálfari Vals. — Valsliðið hefir verið seinna I gang en oflast áður. Auk þess hafa liðsmenn átt við mikil meiðsl að striða. I eina leiknum sem við höfum leikið til þessa, vantaði t.d. margra leik- menn. Meðal þeirra voru, Ölafur Benediktsson, Gunnsteinn Skúla- son, Gisli Blöndal og Guðjón Magnússon, allt þrautreyndir landsliðsmenn. Ég er sannfærður um, að þegar við náum að stilla upp okkar sterkasta liði, verðum við ekki auðunnir. Annars er það trú min að mótið verði mjög jafnt. Það verður úrslitaleikur á milli Vals og FH og þann leik vinnum við 16—15, sagði Hilmar glottandi að lokum. Spá Hilmars er þessi: 1. Valur 2. FH. 3. Fram 4. Víkingur 5. Ármann 6. IR. 7. Haukar 8. Grótta Pétur Bjarnason, þjálfari Ármanns. — Þetta verður hörkumót. Við Ármenningar höfum mun sterk- ara liði á að skípa en í fyrra. Vörn okkar og markvörður er með því albezta sem gerist i íslenzkum handknattleik, og sóknarleikur- inn, sem hefir verið okkar höfuð- verkur, er I mikilli framför. Það sýnir bezt sigurinn yfir ÍR á dögunum. Það er að mestu sami mannskapurinn sem við höfum og I fyrra. Þó höfum við misst tvo leikmenn, þá Vilberg Sigtryggs- son og Þorstein Ingólfsson, en ungir og efnilegir menn hafa bætzt í hópinn í staðinn. 1. FH. 2. Valur 3. Fram 4. Ármann 5. Víkingur 6. ÍR. 7. Haukar 8. Grótta Viðar Símonarson, þjálfari Hauka. — Undanfarin ár hafa lið FH og Vals verið afgerandi bezt i handknattleiknum. Ég hefi þá trú, að svo verði ekki nú, liðin verði jafnari. Þess vegna treysti ég mér alls ekki til að láta hafa eftir mér neina spá. Hvað Haukaliðinu við kemur, er það að segja, að ég hefi keyrt strákana mjög hart á æfingunum nú í haust. Ef til vill situr einhver þreyta I þeim, en innan skamms er ég sannfærður um að þetta smellur allt saman hjá okkur. Okkur hafa bætzt efnilegir leik- menn, sem ekki voru með í fyrra. 1 markvörzlu Haukanna felst mikill styrkur, og það atriði á eftir að gera út um marga leiki I vetur. Karl Benediktsson, þjálfari Víkings. — Ég reikna með að sömu liðin verði i baráttunni um toppinn og undanfarin ár. Það er að segja, FH, Fram, Valur og Víkingur. Margir hafa verið með hrakspár í garð Gróttu og Ármanns. Ég er ekki einn þeirra. Ég hef trú á, að þessi lið séu ekki öll þar sem þau eru séð. Hvað okkur Víkinga áhrærir, tel ég að liðið sé mun jafnara en undanfarin ár. Einnig er andinn innan liðsins mjög góður, og er það ekki svo veigalítið atriði. Við erum þegar búnir með tvo erfiða leiki. Unnum Val, en töpuðum naumt fyrir FH. 1 þessum leikjum kom berlega fram, að ýmsir þætt- ir leiks okkar þarfnast meiri æfingar. Það er ósköp eðlilegt, enda höfum við misst sex af átta æfingum í Höllinni vegna leikja þar, og hinn æfingastaðurinn okk- ar, íþróttahús Réttarholtsskólans hefir nýlega verið opnað. Við munum verða hverju félagi hættulegur andstæðingur. Ég treysti mér ekki til að spá frekar um lokastöðuna í mótinu, enda slíkt ætið erfitt. Þó er ég viss um, að í þessu móti verða miklar sviptingar. Morgunblaóið þakkar þjálfur- unum viðtölin, og þegar orð þeirra eru saman tekin, virðast þeir allir sammála um, að lslands- mótið I handknattleik 1974 verði mót mikilla átaka og baráttu. Sigb. G. Leik- dagar LEIKIR í 1. deildarkcppn- inni í fyrri umferð verða sem hér segir: 30/11 Haukar — lR 30/11 Grótta — FH 1/12 Ármann — Víkingur 1/12 Fram — Valur 4/12 Valur — Grótta 4/12 Ármann — FH 8/12 Víkingur — Haukar 8/12ÍR — Fram 14/12 FH — Valur 14/12 Grótta Ármann 15/12 Fram — Haukar 15/12 Víkingur — ÍR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.