Morgunblaðið - 26.11.1974, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 26.11.1974, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. NÖVEMBER 1974 27 Holl rolla Halldór Laxness. □ ÞJÓÐ- HÁTlÐARROLLA. □ Helgafell 1974. BOLLALEGGINGAR manna um Islendingasögur og fornöld Is- lendinga yfirleitt verða oftast lítið annað en bollaleggingar. Halldór Laxness sker sig úr í þessu efni eins og svo mörgum öðrum. Hann hefur lengi freistað þess að rýna í Islenskar fornbók- menntir í leit að hnýsilegum stöðum og fundið margt athyglis- vert. Og af því að Halldór Laxness er rithöfundur, sem kann að vekja áhuga fólks á sinum eigin hugðare_fnum með óvenjuleg- um hætti bera skrif hans um forn- öldina af skrifum flestra fræði- manna. Hér er rætt um meðferð efnis, ekki rökfærslu. Hin langa grein, Forneskjutaut, sem birtist fyrst I Skírni á liðnu ári og er nú endurprentuð i Þjóð- hátíðarrollu, er hugleiðing um fornan átrúnað, tekur mið af Eyr- byggju og hefur til hliðsjónar ým- is rit frá síðari árum. Fróðleg er sú einkunn sem Halldór Laxness gefur Eyrbyggjuhöfundi: „Þessi höfundur er fulikomin andstæða við nútimahöfunda að því leyti sem hann segir aldrei frá neinu nema það skifti máli; hvergi klúsað bull einsog hjá okkur sem nú skrifum; þvælir aldrei; kemur aldrei uppum sig“. Þótt Halldór Laxness blandi sér í málið er ljóst að þessi orð er ádrepa á aðra. Halldór heldun. áfram að ræða um Eyrbyggju- höfund: „Yfirleitt ber þessi still vitni um vandaðra uppeldi og meiri andlegan aga en still okkar nú á dögurn". Gaman hefði verið að fá nánari skilgreiningu á þvi, sem skortir hjá nútímahöfundum, helst með dæmum úr verkum þeirra, en því er náttúrlega ekki að heilsa. Aftur á móti get ég ekki látið hjá líða að benda á enn eina umsögn Halldórs um Eyrbyggju i sömu grein: „Texti Eyrbyggju hefur þann eiginleika sumra bestu skáldverka frá þessum tíma, að mörgum frásögnum er raðað uppá hillu einsog krukkum hlið við hlið, stundum án mikils sambands sin i milli, þó rennur alt í fasta heild fyrir sjónum manns þegar skoðað er úr réttum fjarska". Þessi frábæra lýsing á Eyrbyggju, sem getur ekki verið trúverðugri, gæti einmitt gilt um nútimaskáldsögur. Galdurinn við margar nútímaskáldsögur er sá að það þarf að skoða þær „úr réttum fjarska". Eins og að likum lætur setur Halldór Laxness fram ýmsar kenningar í Forneskjutauti og hrekur aðrar. Hann leggur áherslu á að það voru kaþólskir menn, sem sömdu íslenskar forn- bókmenntir, heiðnir menn voru ekki spurðir ráða. Hann rekur undanfara gullaldarbókmennta Islendinga á þrettándu öld, hvernig kraftaverk guðs víkur fyrir manninum í landinu. Hann bendir á að flest stórbrotnustu verkin hafi orðið til á sama tima: Egils saga, Laxdæla, Eyrbyggja og Njála. Þau „eiga saman í formi sem efni, svo þau virðast öll vera partur að einu verki, unnin í félagsvinnu". Þessu fyrirbrigði líkir Halldór eftirminnilega við Rússland nítjándu aldar þegar þeir voru uppi samtimis Gogol, Turgenéf, Tolstoj og Dostoévski; einnig minnir hann á framlag hins þýsk-austurriska menningar- svæðis til tónlistar: Haydn, Mozart, Beethoven, Schubert. I hugleiðingu um Eddukvæði er getum að þvi leitt að kvæðin séu mun yngri en ætlað hafi verið, einkum með tilliti til skopsins í Þrymskviðu og Hymiskviðu; einnig er lítið gert úr þeirri kenningu að þau séu alþýðukveð- skapur. Greinin Hvað var á undan is- lendingasögum? var samin á ensku handa The Scandinavian- American Review, en birtist í Is- lenskri þýðingu í Þjóðhátíðar- rollu. Þetta er hressileg grein, sem hlýtur að rugla útlendinga heldur betur I ríminu, enda greinilega stefnt að því að leið- rétta villur í ritum útlendinga um Island og fá lesendum óvænt um- hugsunarefni. Greinin er holl þjóðhátíðarrola fyrir alla, ekki vegna þess að ástæða sé til að gleypa hana hráa, heldur vegna þess að htín getur orðið aflvaki til að líta á sem sjálfsagðan og óhagganlegan hlut, til dæmis upp- runa íslendinga. Hvað var á undan islendingasögum? er í senn árétting og framhald þeirrar umræðu sem efnt er til í Forneskjutauti. Hitt er svo annað mál, eins og getið var í upphafi þessarar umsagnar, að árangur slíkra þanka um fornöld íslend- inga, er sjaldan mikill. Greinar Halldórs Laxness um fornbókmenntir eru ásamt stutt- um blaðagreinum, afmælisgrein- um, endurminningum, hugleið- ingum um íslenskt mál, friðun mýra og illa meðferð á skepnum, uppistaða Þjóðhátiðarrollu. Auk þessa efnis eru fremst í bókinni Avarp i minníngu bókmenntanna, flutt á þjóðhátið á Þingvöllum, og aftast grein á ensku, Auburn and Pink-Lilac Men, þankar að loknu stríði i Vietnam. I þeirri grein kemur Eyrbyggja aftur við sögu. Allar þessar greinar ættu skilið að um þær væri fjallað itarlega. Ég hef áður lagt út af Ávarpi í minníngu bókmenntanna hér i blaðinu. Það er þörf hugvekja, sem ekki er áhrifaminni í bók. Afmælisgreinar og þó einkum eftirmæli Halldórs Laxness eru með því athyglisverðasta í rit- gerðasöfnum hans. Honum tekst oft að gæða hversdagsleg smáat- vik einkennilegu lífi, sem vaxa í minningunni, verða kannski að áleitnu prósaljóði. I eftirmælum um Kristin E. Andrésson, sem áreiðanlega hefur verið erfitt að setja saman eftir útkomu minningabókar Kristins Enginn er eyland, þar sem vegið er að Halldóri, er frá þvi sagt að þeir félagar hafi haft gaman af að ganga um fjöll og heiðar. Þeim þótti víst ganga seint að bæta heiminn og töluðu líka um hvort ekki mætti bæta sósialismann. Eftirmælunum lýkur á þessum orðum: „Við fórum einusinni uppá Snæfells- jökul, sem er ágætast fjalla, þar hafa ýmsir góðir menn farið onum gíginn, en við komum ofan aftur“. Þótt auðvelt sé að skilja þessi orð eins og þau standa sem sagt að Halldór og Kristinn hafi ekki fet- að i fótspor söguhetja Jules Verne, er hér um likingu að ræða, sem ekki er auðráðin án þess að vita hvað liggur að baki. Halldór lýsir Kristni sem trúarlega grund- völluðum manni, sem timinn stendur kyrr hjá, en um áhuga- mál sin og sjónarmið kemst hann þannig að orði að þau „hafi verið breytingum undirorpin“. Annar Halldór Laxness þeirra hlýtur þess vegna að hafa horfið i jökulinn. Forleggjarafæla, tileinkuð Ragnari Jónssyni á afmælisdegi hans, er heldur dapurleg saga rit- höfundar í litlu landi, en það er bót í máli að hún endar vel. Inn I fæluna detta ýmsir hlutir, sem koma skringilega fyrir sjónir, m.a. að ónormalt sé að búast við þvi á næstu 30 eða 40 árum að við reynumst hlutgengir i bók- menntasamkeppni Norðurlanda- ráðs. Halldór bendir á fámenni þjóðarinnar máli sinu til stuðnings. Ég er viss um að gengisleysi íslenskra rithöfunda í þessari margumræddu sam- keppni er ekki því að kenna að þeir semji verri bækur en skandi- naviskir starfsbræður þeirra, heldur er ástæðan m.a. vondar þýðingar, þau landamæri, sem málið setur útbreiðslu islenskra bókmennta erlendis. Dæmi eru um íslenskar bækur, sem sendar hafa verið i samkeppnina og voru jafnvel að verðlaununum komnar og þær bækur, sem urðu fyrir valinu. Bðkmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Skáld heiðríkiunnar Þorsteinn Erlingsson: □ ÞYRNAR. □ Fjórða prentun auk- in. □ Sigurður Nordal gaf út. □ Helgafell 1943. □ Vikingsprent offsetprentaði 1974. EIÐURINN. □ Kvædaf lokkur eft- ir Þorstein Erlingsson. □ Fimmta útgáfa. □ Teikningar eftir Guð- rúnu Svövu Svavarsdóttur. □ Helgafell 1974. Hér verða ekki höfð mörg orð um offsetprentaða útgáfu Helga- fells á Þyrnum Þorsteins Erlíngs- sonar. Þessi útgáfa bætir engu við þá mynd, sem lesendur hafa gert sér af skáldinu; aðeins kynningar- orð á kápu (merkt K.K.) eru ný. Þvi skal aftur á móti ekki neitað að nauðsynlegt er að Þyrnar séu ávallt tiltækir á bókamarkaði. Itarleg ritgerð Sigurðar Nor- dals um Þorstein Erlíngsson, sem fylgir Þyrnum, er löngu orðin sígild. I henni kemur fram glöggur skilningur á manninum og umhverfi hans og mikil bók- menntaleg innsýn. Það verður áreiðanlega bið á því að ritgerð Sigurðar Nordals verði hallmælt með gildum rökum. Ef til vill má segja að lotning Sigurðar fyrir skáldinu sé hafin yfir hið jarð- neska svið, en þannig skrifaði Sig- urður um öll skáld, sem voru hon- um hjartfólgin. En þegar vel er að gáð má finna í ritgerð Sigurðar vissa gagnrýni, sem birtist m.a. I hugleiðingum um að Þorsteinn hefði getað náð lengra í skáldskap sínum ef aðstæður hefðu verið honum hliðhollari. Eins og mörg önnur skáld gat Þorsteinn Er- língsson ekki helgað sig skáld- skap sínum óskiptur. Lifsbaráttan var þröskuldur á veginum til enn meiri afreka í skáldskap. Sig- urður getur þess að tækifæris- kvæðum Þorsteins hafi fjölgað með árunum og þau hafi breytt heildarsvip Þyrna. „Sum þeirra eru léttvæg“, segir Sigurður. Þvi má halda fram með nokkr- um rétti að Þorsteinn Erlíngsson hafi fjarlægst nútimann og Ijóð hans hafi takmarkað gildi fyrir nýjar kynslóðir Islendinga. Kannski er skýringuna að finna i orðum K.K.: „Þorsteinn varaðist myndir í skáldskap". En eitt er það, sem Þorsteinn Erlíngsson hefur fram yfir flest skáld sam- tíðar sinnar. Það er hið einfalda og eðlilega málfar ásamt skýrri hugsun. Hann vildi „að allt yrði sem allra ljósast og ótviræðast, helzt svo, að greind börn gætu skilið“. Áhrifamáttur ljóða hans og hinar miklu vinsældir þeirra helgast af þessari viðleitni. Ljóð Þorsteins Erlingssonar eru svo tær og kliðmjúk, einkum þegar hann spennir bogann ekki hátt, að þau virðast algjörlega áreynslulaus, mælt af munni fram. Þau minna á endalausa sumarblíðu, vatnsflöt, sem gárast ekki af neinum andblæ. Slík ljóð eru vandort. Það er auðvelt að skilja dálæti Þorsteins á Sigurði Breiðfjörð og Páli Ölafssyni. Þeir voru eins og hann skáld ljóð- rænnar heiðrikju. Sigurður Nordal segir að Þor- steinn hafi lært mikið af Byron. Áhrif frá Byron eru augljós í Jör- undi, Eden og Eiðinum. Einkum virðist Þorsteinn hafa hrifist af Don Juan eftir Byron, sem Sig- urður kallar „einkennilegt sögu- Þorsteinn Erlfngsson. ljóð að þvi leyti, að sagan er þar aukaatriði, en aðalatriðið ýmiss konar innskot og útúrdúrar, þar sem skáldið meðal annars sendir samtíð sinni slipuð og bitur skeyti með storkandi brosi". Landi Byrons, W. H. Auden, hefur líkt og Þorsteinn Erlíngsson tileinkað sér þessa aðferð í ádeiluljóðum sínum. I ljóðum Þorsteins eru ótal dæmi um skeyti til samtíðar- innar. 1 Eden vegur hann til dæmis að landssjóði vegna naumra skáldalauna. Við Jónas Hallgrimsson segir hann: „sex hundruð krónum svo leikandi list / mun landssjóður tæplega neita“, og þjóðina kveður hann reiðubúna til að gráta Sigurð Breiðfjörð i annað sinn, ef hún fellir hann „aftur úr hor“. Varla þarf að minna lesendur, nema þeir séu mjög ungir, á þjóð- félagsádeilu Þorsteins Erlings- sonar, hvatningar hans til dáða i anda mannúðar og bróðurkær- leika, tortryggni hans i garð mátt- arstólpa og klerka. „Ef þér ei ægir allra djöfla / upphlaup að sjá, / og hverri tign að velli velt, / sem veröldin á, / og höggna sund- ur hverja stoð, / sem himnana ber: / þá skal jeg sýngja saunginn minn / og sitja hjá þér“, yrkir Þorsteinn i Skilmálunum. I Brautinni heilsar Þorsteinn „með fögnuði vagninum þeim, / sem eitthvað í áttina liður“. Sá vagn er á leið til framtíðarlands frjálsbor- inna rnanna. Sum hugþekkustu kvæði Þor- steins Erlingssonar gjalda þess að við þau hafa verið gerð ágæt lög og þau eru oft sungin. Þessi Ijóð eru orðin slík þjóðareign, eins og tíðkast um verk þjóðskálda, að okkur sést yfir skáldskapargildi þeirra. Þau eru hluti daglegs lífs. Slíkt er alltaf hættulegt skáld- skap. Það er hægt að kveða svo oft góða visu að hún auðveldi fólki að komast hjá að hugsa. Sá var aldrei tilgangur Þorsteins Erlíngssonar með ljóðum sínum. Þótt beittustu broddarnir færu af skáldskap hans með árunum viidi hann vekja fólk til umhugsunar. Hann er til dæmis eitt þeirra islensku skálda, liklega hið fyrsta, sem ger- ir verndun náttúrunnar að yrkis- efni. Þau ljóð hans eiga sérstakt erindi til nútímans. Jafnframt Þyrnum gefur Helgafell út Eiðinn í nýrri útgáfu. Ástaljóð Þorsteins Erlingssonar eru með bestu ljóðurri hans, þóttu djarfleg á sinum tima, ekki síst hið viðkvæma yrkisefni Eiðsins, ástir Ragnheiðar Brynjólfsdóttur og Daða Halldórssonar. Eiðurinn er söguljóð og sem slikt skemmti- legt og frumlegt, en styrkur kvæð'aflokksins eru hin stuttu ástaljóð. Þau eru sígild i einlægni sinni. Guðrún Svava Svavarsdóttir hefur myndskreytt Eiðinn. Mynd- ir hennar sýna oft óvænta hlið viðfangsefnisins, stundum i skop- legu ljósi. Guðrún Svava hefur áður sannað að henni lætur vel að myndskreyta bækur og hún bregst ekki heldur að þessu sinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.