Morgunblaðið - 26.11.1974, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. NOVEMBER 1974
Möguleiki á Pitmans
prófum hjá Mími
Samstarf um
verndun arna
Hinn 11 nóvember s.l. veitti
Pitman Examinations Institute 1
Englandi Málaskólanum Mími
formlega réttindi tii þess að
halda Pitmans-próf á Islandi. Pit-
mans-próf Mímis gilda þvf hvar-
vetna þar sem Pitmans-prófa er
krafizt.
Pitmans-próf eru einkum
haldin þar sem starfsþjálfunar er
krafizt í skrifstofustörfum. Sú
deild Mímis, sem heldur þessi
próf, nefnist Einkaritarskólinn.
Fullskipað er í Einkaritara-
skólann til fyrsta prófs, sem hald-
ið verður laugardaginn 1. febrúar
Bráðabirgðalög-
unum mótmælt
Samþykkt var á almennum
fundi í Vélstjórafélagi Suður-
nesja, sem haldinn var nýlega, að
mótmæla harðlega þeirri árás á
kjör sjómanna, sem felst í bráða-
birgðalögunum frá 20. sept. s.l.
þar sem kjör sjómanna eru veru-
lega skert. Einnig mótmælir fund-
1975. Nemendur Einkaritar-
skólans eru fjörutíu talsins.
Fyrsta prófið er enskupróf, svo-
nefnt „Intermediate l.“ Annað
próf Einkaritarskólans verður
haldið laugardaginn 5. apríl n.k.
(enska, „Intermediate 2“) og
þriðja prófið verður haldið
laugardaginn 31. maí n.k.
(verzlunarenska). Prófstjóri er
Einar Pálsson B.A. Eftirlitsmenn
eru af hálfu Verzlunarmanna-
félags Reykjavíkur Magnús L.
Sveinsson skrifstofustjóri, og af
hálfu Verzlunarráðs Islands Arni
Árnason rekstrarhagfræðingur.
urinn af fyllsta þunga þeirri
ákvörðun að fiskverð til sjómanna
sé bundið með lögum. Er þessi
ákvörðun á nokkurar tíma-
setningar, sem bendir til þess, að
þarna geti verið um varanlegar
aðgerðir að ræða.
Fundurinn hvetur alla sjómenn
til að standa saman sem einn mað-
ur um þá kröfu, að fallið verði frá
slíkri skattheimtu á stéttina eins
og fólst í aðgerðunum 1968 og
tekið er nú upp að nýju.
Sheila Armstrong
Ashkenazy og
Armstrong á
sinfóníukvöldi
FIMMTU reglulegu tónleikar
Sinfóníuhljómsveitarinnar á
þessum vetri verða n.k. fimmtu-
dag. Stjórnandi að þessu sinni
verður Vladimir Ashkenazy og
einsöngvari verður hin þekkta
enska söngkona Sheila
Armstrong.
Hún mun syngja tvær
konsertaríur eftir Mozart og Bréf-
aríuna úr Eugene Onegin eftir
Tsjækofskí.
Sinfóníuhljómsveitin mun
einnig flytja 2. sinfóníu Mozarts í
G-moll og 4. sinfóníu Sibeliusar.
Plastflöskur
30 lítra og 60 lítra. Hentugar tll
heimabrúks.
FUGLAVERNDUNARFÉLAG Is-
lands, sem beitt hefur sér fyrir
verndun arnarstofnsins í landinu
um alllangt árabil, hefur nýlega
fengið bréf frá Danska fugla-
fræðingafélaginu. Deild úr þvf er
starfandi f Grænlandi. Hið
danska félag er f bréfinu að leita
eftir samstarfi við Fuglavernd-
unarfélagið fyrst og fremst vegna
þess, að á sfðasta ári kom til fram-
kvæmda alfriðun arnarins f
Grænlandi. Þar f landi er nú farið
að óttast alvarlega um að arnar-
stofninum verði hreinlega út-
rýmt.
Fuglaverndunarfélagið vonast
til að samstarf geti tekizt og að
félagið geti miðlað Grænlending-
um einhverju vegna fenginnar
reynslu i verndunarstarfi sínu.
Þess er getið í bréfinu að á siðasta
sumri teljist mönnum svo til i
Grænlandi, að „aðeins" 43 arnar-
ungar hafi komizt upp. Þess má
geta, að hér hjá okkur er einungis
vitað um 5 arnarunga, sem komizt
hafi á legg. Stofninn í Grænlandi
telur á þriðja hundrað fugla en
stofninn hérlendis 70 — 80.
Fuglaverndunarmenn hér hafa
af þvi áhyggjur að nú virðist vera
kominn af stað vaxandi þrýsting-
ur frá æðarfuglsbændum um þaó
á hið opinbera, að leyfi verði gef-
ið til þess að bera út eitur.
Verði það gert, segja -fugla-
verndunarmenn, mun þess
skammt að bíða, að örninn
þurrkist með öllu út og þá þarf
enginn lengur að hafa áhyggjur
af þessum mesta fugli Islands.
Að lokum skal þess getið, að
fuglaverndunarmenn telja til-
veru íslenzka arnarstofnsins vera
háða því fjármagni sem Fugla-
verndunarfélagið hefur yfir að
ráða hverju sinni. Félagið nýtur
nú 40.000 kr. styrks af fjárlögum
á ári.
Þess má geta hér i þessu sam-
bandi, að Danska fuglafræðinga-
félagið nýtur styrks frá Carls-
bergssjóði og frá Alþjóðlega
náttúruverndarsjóðnum til rann-
sóknar og verndunar grænl.
arnarins.
„Þrautgóðir á
raunastund”
Loftur Guðmundsson
skrifar 6. bindið
Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf.
hefir sent frá sér sjötta bindi
björgunar- og sjóslysasögu ls-
lands. Það er Loftur Guðmunds-
son sem ritar þessa bók og er hún
talsvert frábrugðin hinum fyrri
að efni. Hún er helguð þremur
forvfgismönnum á sviði
björgunarmála og slysavarna,
þeim séra Oddi V. Gfslasyni,
Sigurði Sigurðssyni frá Arnar-
holti og Jóni E. Bergsveinssyni,
fyrsta erindreka SVFl.
1 fréttatilkynningu frá útgáf-
unni segir ma.a.:
„Astæðan fyrir því að ekki eru
raktir atburðir f þessari bók sem
hinum fyrri er sú, að útgefendum
þótti atburðir síðustu bókar
komnir það nálægt samtímanum,
að ástæða væri til þess að snúa við
blaðinu og hefja frásögn af at-
burðum fyrir stofnun Slysavarna-
félagsins árið 1928, en fyrsta bók-
in hefst það ár. Verið er að safna
gögnum er varða árin frá alda-
mótum og fram til 1928, en meðan
að sú gagnasöfnun fer fram, þótti
fara vel á því að skrá sögu þeirra
þriggja forvígismanna sem að
framan eru nefndir."
Bókarkápan er mjög sérstæð en
uppistaða hennar eru teikningar
sem birtust á sínum tíma á for-
síðu Sæbjargar, málgagni séra
Odds V. Gfslasonar á öldinni sem
leið. Hilmar Þ. Helgason annaðist
kápugerðina.
MS MS MZ ik
SVV 2IAI SW
MS MY Adalst AUGL V^/TEIKn NDAM ræti 6 simi M2 VSIIMGA- JISTOFA ÓTA 5810
Fiskiskip til sölu
104, 1 1 5, 125,
218, 228, 229,
Stálskip: 29, 75, 76, 103,
146, 188, 193, 197, 207,
230, 233.
Tréskip: 17, 29, 37, 38, 39, 44, 47, 48, 50,
51, 52, 56, 59, 61, 62, 63, 65, 67, 70, 71,
72, 74, 75, 76, 80, 81,82, 85, 89, 92, 101,
103, 104, 144.
Landssamband íslenzkra útvegsmanna.
Laus er til umsóknar
staða aðstoðarborgarlæknis
í Reykjavík
Hér er um að ræða stöðu forstöðumanns fyrir
heilsuverndardeild borgarlæknisembættisins.
Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi reynslu
eða sérmenntun í embættislækningum eða
heilsuverndarstarfi. Umsóknarfrestur er til 15.
desember n.k. Laun samkvæmt kjarasamningi
Læknafélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborg-
ar.
Staðan veitist frá n.k. áramótum eða
eftir samkomulagi.
Reykjavík, 25. nóvember 1974
Borgarlæknir
fc
Árg. Tegund Verð í þús.
74 Bronco V-8 930
74 Bronco V-8 890
71 Bronco V-8 790
66 Bronco 350
74 Mustang 1.060
74 Comet Custom 950
73 Comet Custom 890
74 Peugeot 404 825
74 Citroen Ami 590
74 Vauxhall Viva 590
73 Escort XL 470
74 Lada Station 430
74 Capri 1 600 685
68 Ford 20M 285
68 Ford 1 7M 275
71 Maverick 505
71 Thunderbird 1.100
68 Cortina 1 75
FORD
SVEINN
EGILSSONHF
FORO HUSINU
SKEIFUNN117
SIMI 85100
Pólar h.f.,
Einholti 6.
Hallgrímssöfnuður
KJÖRSKRÁ fyrir prestskosningu, er fram á að
fara í Hallgrímsprestakalli í Reykjavík sunnu-
daginn 1. des. n.k. liggur frammi í HALL-
GRIMSKIRKJU í Reykjavík (skrifstofu Biblíufé-
lagsins, opið kl. 3 — 5 sd ). Kærufrestur rennur
út þriðjudaginn 26. nóv. kl. 24.
Sóknarnefndin.
Til sölu — Stigahlíð
Glæsileg 145 fm jarðhæð í þríbýlishúsi. íbúðin er 3 svefnherb., 35 fm
stofa, húsbóndaherb., eldhús, baðherb., gestasnyrting. Sérþvottahús
og geymsla. Fallegur garður.
Laus 10. janúar.
IBUDA.
SALAN
INGÓLFSSTRÆTI
GEGNT
GAMLA BÍÓl
SÍMI 12180.
Verzlunarstjóri
Stjórnsamur og reglusamum maður óskast til
afgreiðslustarfa og til að v.eita þekktri herrafata-
verzlun forstöðu. Starfsreynsla æskileg. Þarf að
geta hafið starf strax.
Sendið upplýsingar um fyrri störf til Mbl.
merkt. „Fljótt — 7059", fyrir 28. nóv. n.k.
Sinfóníuhljómsveit
Islands
Tónleikar í Háskólabíói fimmtudaginn 28. nóv-
ember kl. 20.30.
Stjórnandi Vladimir Ashkenazy.
Einsöngvari Sheila Armstrong sópran.
Fluttar verða aríur eftir Mozart óg Tsjaikovsky,
Sinfónía í G moll eftir Mozart og sinfónía nr. 4
eftir Sibelius.
Aðgöngumiðar seldir í bókabúð Lárusar Blön-
dal, Skólavörðustíg_2 og í bókaverzlun Sigfúsar
Eymundssonar, Austurstræti 18.