Morgunblaðið - 26.11.1974, Síða 34

Morgunblaðið - 26.11.1974, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. NÖVEMBER 1974 Sigurður Gunnarsson fyrrv. skólastjóri: Skólafólk og skógrækt Ég var í hópi þeirra mörgu ung- menna, sem uxu til manns á 2. og 3. áratug þessarar aldar, og hreifst með þeirri vakningaröldu, sem þá barst um þjóðlífið og gagntók hugi manna. Ýmsir voru þeir afl- vakar, sem þar áttu hlut að máli, en ekki hygg ég að hallað sé á neinn, þótt sagt sé, að þar hafi ungmennafélagshreyfingin verið mesti aflgjafinn. Hún var fjöl- þætt hugsjónastefna, sem hingað barst frá Noregi, festi rætur í flestum eða öllum byggðum landsins og bar þroskaða ávexti á mörgum sviðum, sem höfðu bless- unarrík áhrif í þjóðlífinu. Tugþúsundir karla og kvenna um land allt lögðu fram feiki- mikla vinnu árum saman undir merkjum hreyfingarinnar, enda var kjörorð félagsskaparins: Is- landi allt. Hreyfingin fór um landið eins og hlýr vorþeyr, sem vakti blundandi krafta, er höfðu heillavænlegri áhrif í þjóðlífinu en margir munu enn gera sér fulla grein fyrir. Þótt lægð yrði um árabíl í störf- um þessa ágæta félagsskapar, eins og gengur, er rétt og skylt að’ geta hér í þessu sambandi, að á seinni árum hefur hann aukið þrótt sinn á ný með því að beita sér að nýjum viðfangsefnum, sem eru aðkallandi og krefjast úr- lausnar. Hann er því enn, á 8. áratug aldarinnar, að vinna mikil- væg þjóðnytjastörf. Eitt af því, sem ég minnist glöggt, að við ungmennafélagar heima ræddum oft um, var þegn- skylduhugmynd Hermanns Jónas- sonar, skólastjóra og alþm. frá Þingeyrum. Hún átti sterkan hljómgrunn í hugum okkar, enda féll hún svo vel að hugsjóna- kjarna ungmennafélagshreyfing- arinnar. En reyndin varð sú, svo sem kunnugt er, að þegnskyldufrum- varp H.J. náói ekki fram að ganga, er hann flutti það á Al- þingi, og hlaut aldrei fylgi ráða- manna þjóðarinnar á löngu tíma- bili. Sumir sögðu, — ég held bæði í gamni og alvöru, — að ein lítil staka, sem allir eldri menn kunna, eftir Pál J. Ardal, hefði kveðið málið niður. Nokkur breyting hefur þó orðið á viðhorfum manna í þessu efni á síðustu missirum og þá einnig RÍKISVALDIO, gerðir þess og athafnir, er ávallt vinsælt umtals- efni, enda umræðugrundvöllur hinn ágætasti. Menn skiptast á skoð- unum, ýmist I ræðu eða riti, og sitt sýnist hverjum einsog vera ber. Nú er svo málum komið, að ég fæ eigi dulið óánægju mlna gagnvart hinu opinbera öllu lengur, og hefi þvi i hyggju að tjá mig opinberlega og gera grein fyrir mínum málum. i apríl s.l. var gerður kjara- samningur milli fjármálaráðherra og Landssambands framhaldsskóla- kennara. í kjarasamningi þessum fengu kennarar nokkrar kjarabætur, sem að sjálfsögðu ber að fagna. en hitt er svo öllu verra, að valdhafarnir hafa ekki staðið við sinn hluta samningsins. Samkvæmt gerðum samningi ber rikisvaldinu að greiða undirrituðum nokkuð á annað hundrað þúsund krónur, sem i sjálfu sér er ekki í frásögur færandi, en hitt er svo annað mál, að liðlega hálft ár er siðan laun þessi áttu að koma til útborgunar. Bæði undirritaður og viðkomandi ymissa forráðamanna okkar, og verður vikið að þvi síðar. Eitt af mörgum húgsjóna- málum ungmennafélaganna var skógrækt, og störf þeirra margra á því sviði varð mikill hvati þess, er síðar gerðist. Hið eldheita og fagra hvatningarkvæði Guðmund- ar skólaskálds, „Vormenn Is- lands,“ var oft sungið og hljómaði sífellt í hugum okkar, ekki síst þessar ljóðlínur: „Vormenn Islands, yðar bíða eyðiflákar heiðalönd. Komið grænum skógi að skrýða skriður berar, sendna strönd.“ Það var því að sjálfsögðu ekkert eðlilegra en að gamall ungmenna- félagi, sem gerst hafði kennari og síðar skólastjóri um áratugaskeið, tæki því fagnandi, þegar stofnað var til skipulegra landssamtaka um skógrækt, er Skógræktarfélag Islands var stofnað á Þingvöllum árið 1930, og síðar skógræktar- félög i öllum sýslum landsins. Börn og unglingar unnu oft að skógræktarstörfum með eldri ætt- mennum, sem voru ungmenna- félagar óg þóttu vel liðtæk. Vakn- aði þá fljótt sú hugmynd, bæði hjá mér og ýmsum fleiri ung- mennafélögum, að tilvalið væri að nota krafta ungmenna til þessara starf a a.m.k. 1— 2 dagparta á vori hverju. Það væri skemmtileg til- breyting fyrir unga fólkið, og störf þess mundu hafa varanlegt gildi. Og þegar ég var orðinn skóla- stjóri árið 1940, og skógræktar- málin komin meira á dagskrá en nokkru sinni fyrr, skrifaði ég greinar um þessi mál, þar sem grunntónn sumra var sá, að við ættum hiklaust að gera skógrækt að skyldunámi í barna- og ungl- ingaskólum landsins. Jafnframt höfðum við, starfsmenn barna- skóla Húsavíkur, fastan skóg- ræktardag á vori hverju um ára- bil með elstu nemendum okkar, enda hafði þá skógræktarfélagið á staðnum komið upp myndarlegri skógræktargirðingu. Nokkrir kennarar og skólastjór- ar tóku i þennan sama streng um likt leyti og féllu skoðanir nær allra í einn og sama farveg. Var Skúli heitinn Þorsteinsson, þá skólastjóri á Eskifirði, í fremstu röð skólamanna á þessu sviði, aðilar í LSFK hafa gert itrekaðar tilraunir t.þ.a. fá fram leiðréttingu i þessu réttlætismáli, en það gerir hvorki að ganga né reka. í þessu sambandi vekur það furðu mina hve sum aðiidarfélög innan BSRB eru vanmáttug gegnvart hinu opinbera, og er i því sambandi skemmst að minnast þess þegar kennarar i Hafnárfirði urðu sjálfir að taka af skarið og hóta aðgerðum i þeim tilgangi að ná fram rétti sínum. Það vekur ekki síður undrun mína, að á meðan i útvarpi dynja í síbyiju tilkynningar um að almenningur skuli standa skil á greiðslum til hinna ýmsu ríkisstofnana, þá eru aðrar, sem ekki standa i skilum gagnvart launþegum sínum. Nú er það hverjum manni Ijóst, að greiða verður rikinu dráttarvexti á gjald- fallnar skuldir. Skyldi ríkið gera slikt hið sama, þegar dregizt hefur úr hömlu að inna af hendi launa- greiðslur? Satt að segja kæmi mér það mjög á óvart ef svo væri. Hvers konar réttlæti er i þvi að eiga tugþúsundir inni hjá ríkinu og í beinu framhaldi af þvi að þurfa að skrifaði um málið og sýndi hug sinn í verki með nemendum sín- um. Þegar ég fékk það ánægjulega tækifæri vorið 1949 að vera þátt- takandi í fyrstu skógræktarför Is- lendinga til Noregs, ákvað ég að sjálfsögðu að kynna mér m.a. þátt norskrar skólaæsku í skógræktar- störfum þjóðarinnar. Þessi för varð einstaklega ánægjuleg fyrir okkur öll, sem tókum þátt í henni, og áhugavekjandi á ýmsum sviðum. Það var sannarlega undursamlegt og ævintýri líkast að kynnast norsku skógunum og þvi mikla og markvissa starfi, sem norskir skógræktarmenn vinna. Og þá var það ekki siður undr- unar- og gleðiefni að fá að kynnast því og sjá með eigin aug- um, hve stóran og merkan þátt skólaæska Noregs á í því þjóð- nytjastarfi og hefur átt lengi. Um þessa reynslu, og þá alveg sérstaklega skógræktarstörf skólaæskunnar norsku skrifaði ég siðan allítarlega grein, sem birtist í blöðum og síðar í ársriti Skóg- ræktarfélags tslands árið 1965. Hér er ekki ætlunin að endur- taka efni þeirrar greinar, það verður e.t.v. gert síðar. En kjarni hennar var tvíþættur: 1. Fjöldi skólahverfa í Noregi hefur lengi haft skógrækt sem fastan skyldulíð i starfi sinu á hverju vori. Verkið stendur yfir í tvo daga og er að sjálfsögðu unnið undir eftirliti kennara eða annarra, sem þar kunna til verka. 2. Full vissa er fyrir því, að með góðri leiðsögn og eftirliti er vinna barna og unglinga við plöntun ekkert síður af hendi leyst en þeirra, sem eldri eru. Þetta vil ég að komi hér ákveðið fram, þar sem sumir hér heima hafa dregið mjög í efa, að ungmenni gætu leyst þetta verk af hendi á fuil- nægjandi hátt. Eitt atriði í viðbót, sem ég kynnti mér i þessari ferð, vakti mikla umhugsun mína og grípur á vissan hátt inn i efni þessarar greinar, það er þegnskylda norskra ungmenna, — herskyld- an. Ég vissi að sjálfsögðu um þessa ömurlegu kvöð grannþjóða okkar áður en ég fór, hafði lesið um hana, en lítið hugsað. En nú kynntist ég piltum, sem höfðu Pétur Emil Als Emilsson borga dráttarvexti vegna ógoldinna skatta? Hvert er svo gildi gerðra samninga þegar þannig er á málum haldið? Hvers er að vænta þegar sjálf fyrirmyndin bregzt? Bfðum nú við. Á þessu hálfs árs tfmabili hefur kaupmáttur launa verulega minnkað i kjölfar ýmissa aðgerða af hálfu hins opinbera. Sé ég ekki betur en að þær þúsundir. sem um er að ræða, verði orðnar að nokkrum krónum áður en yfir lýkur. Ekki er það ætlun mfn með þessum skrifum að þýfga eða yppa kffi við einn eða neinn, en ég ber f brjósti réttláta reiði, og ég vil fá að sjá hve mikils einstaklingurinn má sfn i þessu svonefnda réttlætisþjóð- félagi, þegará reynir. Að lokum vil ég geta þess, að þótt hér sé um persónulegt baráttumál að ræða, þá eru fleiri kennarar úti á landi, sem eiga við líkt vandamál að etja, enda ekki nýtt af nálinni að fólki úti á landsbyggðinni sé ýtt til hliðar. Höfn í Hornafirði, 12. nóv Pétur Emil Als Emilsson. Sigurður Gunnarsson leyst þessa kvöð af hendi í 2 löng ár, og fræddu mig itarlega um máli4.... Þá gerðist það, að gamli þegnskaparáhuginn frá ungmennafélagsárunum blossaði upp á ný og ég skrifaói allheita og langa hvatningargrein sem ég nefndi Þegnskaparskóla og birtist I ársriti ungmennafélaganna, SKINNFAXA, og tveimur dag- blöóum, Morgunblaðinu og Tímanum. Rauði þráður greinarinnar var sá, að við ættum hiklaust að taka upp þegnskylduhugmynd Her- manns heitins á Þingeyrum og skylda öll heilbrigð ungmenni til að vinna a.m.k. nokkur dagsverk á ári, í 2—3 ár, við landgræðslu, skðgrækt eða önnur skyld störf til uppbyggingar (þjóðfélaginu. Og þetta var m.a. rökstutt með því, að fyrst jafnaldrarnir á Norð- urlöndum þyrftu að leysa af hendi langa þegnskyldu (her- skyldu) í neikvæðum tilgangi, ætti þaó að verða islenskri æsku mikið gleðiefni að fá að vinna tiltekinn tíma þegnskaparstörf í jákvæðum tilgangi, — til upp- byggingar og hagsbóta fyrir land sitt og þjóð. Hún mætti líka líta svo á, að hún gerði þetta í þakkar- ^skyni fyrir þá miklu hjálp, sem þjóðfélagið veitir henni á ýmsum sviðum, og fyrir þau forréttindi að fá að búa I landi, þar sem enginn þarf að gegna herskyldu. Skorað var að lokum á Alþing að taka þetta mál til meðferðar á ný hið fyrsta, — en án árangurs eins og kunnugt er. Mörg ár eru nú liðin, síðan þessi fyrsta skógræktarför tslendinga var farin til Noregs, og mikið vatn hefur til sjávar runnið. Margar breytingar hafa orðið i þjóðlífi okkar á þessum árum og ýmsar áreiðanlega til mikilla bóta. Öðru hefur hins vegar þokað hægt fram eins og gengur. Góðu heilli hafa skógræktar- ferðir íslenskra áhugamanna til Noregs aldrei fallið niður siðan, á þeim tíma, sem þeim hefur verið markaður. Og vonandi helst sú ágæta venja lengi enn, þátttak- endum til ánægju og uppbygg- ingar og skógræktarmáium okkar til framdráttar. Þá er það mikið gleðiefni öllum áhugamönnum um skógrækt, að þeim málum hefur mjög þokað áleiðis á þessum árum, enda hafa margir ágætir menn unnið að þeim undir forystu okkar farsæla og áhugasama skógræktarstjóra. Einn allra mesti sigurinn er þó sá, að nú hefur reynslan sýnt á ótvíræðan hátt, að það er hægt að rækta víðlenda skóga á Islandi, bæði til beinna og óbeinna nytja og vantrú manna í þeim efnum að fullu brotin á bak aftur. Ef til vill má segja, að það sé mikilvægast af öllu að hafa getað sannfært þjóðina um, að þetta er hægt, því að þá er lokið andstöð- unni, sem lengi hefur verið mikil, og ætíð heftir allar eðlilegar framfarir. Á síðustu missirum hefur líka margt gerst, sem hefur þokað skógræktarmálunum betur áleið- is en nokkru sinni fyrr, og sýnir einmitt glöggt aukinn skilning al- mennings og ráðamanna þjóðar- innar. Mætti rita um það langt mál, þótt eigi verði gert hér að sinni. En hæst gnæfir þar tví- mælalaust samþykkt Alþingis á Þingvallafundinum 1 sumar að veita 170 milljónir króna á þessu og næstu 5 árum til skógræktar, skógverndar og skóggræðslukönn- unar. Er það giæsileg viðurkenn- ing löggjafans á hinu mikla þjóð- nytjastarfi skógræktarinnar og allra skógræktarmanna hvar sem eru á landinu. Að sjálfsögðu er þó enn margt, sem er óunnið og óskipulagt, enda gæti tæpast annað verið, þegar um svo stórt og margþætt mál er að ræða. Eitt af hinum óunnu verkum er einmitt að skipuleggja og hrinda í framkvæmd þætti skólaæskunnar að skógræktarstörfum. Því máli hefur enn ekki verið sinnt sem skyldi, raunar harla lítið eða ekkert, mér vitanlega, síðan nokkrir áhugamenn i hópi kennara og skólastjóra létu til sín heyra um málið fyrir mörgum árum, vitnuðu til reynslu Norð- manna, hvöttu til framkvæmda, reyndu um árabil að sýna trú sína í verki. Raunar var þessum áhuga- mönnum alltaf ljóst, að þarna þurftu að koma til sérstök ákvæði af hálfu löggjafans, ákvæði sem heimiluðu þessa framkvæmd, eða gerðu hana að beinni skyldu. Annars mundi allur fjöldinn, ekkert sinna slíku aukastarfi, sem örfáir áhugamenn væru að glamra um, enda varð vissulega sú raunin á. En einn af þeim merku og ágætu atburðum, sem gerst hafa á þessu afmælisári þjóðarinnar og sýnir glöggt hin breyttu viðhorf ráðamanna, sem ég vék að fyrr, snertir einmitt beinlínis þetta mál, ■ þessa framkvæmd. Og greinarkorn þetta er ekki síst skráð í þeim tilgangi að benda á þann merka atburð, hvetja alla til að gefa þessari heimild gaum og vinna sem fyrst að framgangi málsins. Á ég þar við lögin sem samþykkt voru á Alþingi 8. maí I vor um landgræðslustörf skóla- fólks. Fyrstu tvær greinar laganna hljóða þannig: 1. grein: Heimilt er að kveðja til starfa við landgræðslu a.m.k. tvo daga á hverju skólaári hvern þann nemanda, sem orðinn er 12 ára að aldri og stundar nám i skóla, sem kostaður er af rikinu að einhverju eða öllu leyti, enda sé nemandinn hraustur og ófatl- aður. 2. grein: Landgræðslustörf sam- kvæmt lögum þessum eru græðsla lands og hvers konar vinna vegna gróðurverndar, gróðursetning trjáplantna, grisjun skóga og fegrun skóglendis, gróðursetning skrúðjurta og endurbætur skrúð- garða, lagfæring og fegrun um- hverfis skóla, gistihúsa, sjúkra- húsa eða annarra opinberra menningar- og líknarstofnana. Lög þessi taka hvorki til tún- ræktar né annarra sérstakra framkvæmda á lögbýlum. Sem gamall skógræktarmaður og einlægur talsmaður þess um áratugi, að æska íslands vinni ákveðin þegnskaparstörf við skóg- rækt eða landgræðslu ákveðinn, tiltekinn tíma á vori hverju fagna ég þessari lagaheimild af heilum huga. Eg fuliyrði, að það muni einnig flestir uppalendur gera, þegar þeir brjóta málið til mergj- ar. Holl líkamleg vinna við þjóð- nytjastörf, í góðu veðri, hluta úr degi, er skemmtileg og æskileg tilbreyting frá bóknámi. Um ungmennin efast ég ekki. Ég veit með vissu, að þau taka þessari nýbreytni fagnandi. Um það hef ég persónulega reynslu, bæði frá mínu eigin skólastarfi og frá Noregi. Næsta skrefið I framhaldi af þessari þörfu og ágætu samþykkt Alþingis er að skipuleggja fram- kvæmd verksins. Samkvæmt lög- unum hefur menntamálaráðu- neytið yfirumsjón með fram- kvæmdinni, en Skógrækt rfkisins — að fengnum tillögum Skóg- ræktarfélags tslands — velur verkefni og skipuleggur fram- kvæmdir, þar sem unnið er á skóglendi. Að sjálfsögðu þarf þessi fram- kvæmd töluverðan undirbúning, einkum þar, sem friðuð svæði eru ekki fyrir hendi. Hins vegar er kunnugt, að þau eru víða til í grennd við skóla, og þar sýnist mér að hefja mætti framkvæmd strax í vor. Eitt er víst, að aðilar þeir, sem sjá eiga um þessa skipu- lagningu munu ekki láta standa á Framhald á bls. 43 DAVIÐ OG , GOLIAT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.