Morgunblaðið - 26.11.1974, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. NÖVEMBER 1974
35
íslenzk fyrirtæki
’74-’75 komin út
NVLEGA kom út hjá Frjálsu
framtaki h.f. handbókin lslenzk
fyrirtæki ’74—’75. Er þetta
fimmta árið í röð, sem bókin kem-
ur út og hafa verið gerðar veru-
legar breytingar á henni.
I formála bókarinnar segir
m.a.:
„Að þessu sinni eru mun fleiri
um við forstöðumenn þeirra fyrir-
tækja og félagssamtaka sem í bók-
inni eru.“
1 bókinni er lögð áherzla á að
hafa sem viðtækastar upplýsingar
sem ekki eru fáanlegar annars
staðar, meðal annars um stjórn-
endur, starfsmenn og starfssvið.
Snjólaug Bragadóttir.
„Allir eru ógiftir í verinu”
Ný skáldsaga eftir Snjólaugu Bragadóttur
fyrirtæki og félagssamtök í bók-
inni en áður. Þessi viðbót gerir
hana enn ítarlegri og gagnlegri en
fyrr.
I þessari fimmtu útgáfu bókar-
innar eru birtar nauðsynlegustu
upplýsingar um fyrirtæki og fé-
lagasamtök, svo sem nafn, heimil-
isfang, síma, pósthólf og telex-
númer. Ennfremur er sagt frá
nafnnúmeri og söluskattsnúmeri.
Greint er frá stofnári fyrirtækis-
ins, stjórnendum og helztu starfs-
mönnum. Gerð er grein fyrir teg-
und reksturs, umboðum og þjón-
ustu fyrirtækjanna, svo og um-
boðsmönnum ásamt öðrum til-
heyrandi upplýsingum.
Þá er í bókinni umboðaskrá.
Allar upplýsingar í bókinni eru
byggðar á persónulegum samtöl-
KOMIN er út þriðja skáldsaga
Snjólaugar Bragadóttur, og nefn-
ist hún „Allir eru ógiftir í ver-
inu“. t fréttatilkynningu frá út-
gáfunni segir, að fyrri bækur höf-
undar, „Næturstaður" og „Ráðs-
kona óskast í sveit“ hafi strax
vakið mikla athygli og án efa
muni hin nýja bók halda athygli
manna óskiptri.
Um efni sögunnar segir svo á
kápusíðu:
„Hvað liggur beinast við fyrir
24 ára, ólifsreynda, aðlaðandi
stúlku, sem stendur skyndilega
ein uppi með milljónir króna til
umráða. Njóta lifsins.
Já, Jóhanna gerir það en skyn-
semin segir henni, að með sama
áframhaldi liggi leiðin beint i
hundana. Af tilviljun hittir hún
mann, sem beinir huga hennar á
aðrar brautir og hún er minnt á,
að hún átti einhvers staðar föður.
Leiðin liggur á vertið vestur á
firði, sumpart til að kynnast ann-
arri hlið á lífinu, sumpart til að
leita einhverrar vitneskju um föð-
urinn.
I fyrstihúsinu kynnist hún dag-
legu striti og misjöfnu fólki og á
Lágeyri finnur hún líka hamingj-
una, en gengur hálf illa að höndla
hana. Vonsvikin fer hún burt,
en...“
Bókin er 144 bls. að stærð. Ut-
gefandi er Bókaútgáfan Orn og
örlygur.
gnp
MIMKair I C IIMMM
Engin naglaför
ÞILJUGRIP er vatnshelt lím, sérstaklega gert til að
líma viðarþiljur, spónaplötur, krossvið, gipsonit, plast-
húðaðar þiljur o. fl. á veggi úr tré, steini, áli eða jámi.
Einnig má líma trélista, leirflisar, hljóðeinangrunar-
plötur og ýmsar tegundir af parket með ÞILJUGRIPI.
ÞILJUGRIP auðveldar uppsetningu og sparar
kostnað. Hægt er að líma beint á pússaða veggi.
Engin grind, engar skrúfur, engir naglar.
Greinargóður leiðarvisir er á hverri túbu.
ÞILJUGRIP
límir allar veggþiljur
uná/ningh
Mótmæla samning-
um við V-Þjóðverja
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
samþykkt Sjómannasambands Is-
lands, sem gerð var á fundi stjórn-
ar hinn 15. þ.m. og fer hún hér á
eftir:
Stjórn Sjómannasambands Is-
lands mótmælir þvi eindregið að
samningar verði gerðir við Vest-
ur-Þjóðverja og þá alveg sérstak-
lega á grundvelli þeirra samn-
ingsdraga er fyrir liggja eftir þær
samningsviðræður er fram hafa
farið í Bonn að undanförnu.
Stjórn sambandsins telur, að
engin nauðsyn sé að samningar
verði gerðir við Vestur-Þjóðverja
eða aðrar þjóðir, þar sem þróun
mála virðist sú, að ekki sé langt i
það, að 200 mílna auðlindalögsaga
verði að raunveruleika.
Fari hinsvegar svo, að gerðir
verði samningar, telur stjórnin
útilokað með öllu, að gengið verði
inn á það, að svokölluðum frysti-
togurum verði heimilað að veiða
innan 50 mílna markanna.
Neðri deild:
Málum vísað
til þingnefnda
Frumvörp um ráðstafanir í
sjávarútvegi, Framkvæmdastofn-
un rikisins, söluskatt, stofnlána-
deild landbúnaðar og norðurveg
urðu öll útrædd í neðri deild Al-
þingis sl. fimmtudag (þ.e. við 1.
umr.) og var vísað til viðkomandi
nefnda.
Þingsíðan hefur áður gert grein
fyrir efni þessara frumvarpa, sem
og umræðum um þau.
Hraðfrystihús
Til sölu er hraðfrystihús í fullum rekstri á
Suðurnesjum. í húsinu, sem er steinsteypt um
1300 fm. að stærð, er frystiklefi, sem rúmar
um 250 tonn og kæligeymsla fyrir 200—300
tonn af stöðnum saltfiski. 6500 fm lóð fylgir.
Byggingar nýlegar.
Guðjón Steingrímsson hrl.,
Linnetsstíg 3, Hafnarfirði. Sími 53033.
Sölumaður Ólafur Jóhannesson. Heimasími
50229.
ESPIGERÐI
Fjölbýlishúsið við Espigerði 2
arkitektar: ORMAR ÞÓR og ÖRNÓLFUR HALL
lágmynd á forhlið: Sigurjón Ólafsson.
Lausleg lýsing:
A. ÍBÚÐIR
Efri hæð: barnaherbergi, sjónvarps- og leikher-
bergi, þvottahús, bað, svefnherbergi, svalir.
Neðri hæð: stofa, borðstofa, eldhús, búr W.C.
og svalir. (og f. stærri íbúðir húsbóndaher-
bergi).
Eftirtalið fylgir: raflögn fullgerð, léttir veggir,
hitalögn fullgerð með Danfoss lokum, 21/2
plasteinangrun á útveggjum, sandsparsl, og
múrhúðun, svalarhurðir úr harðvið, hurð fyrir
íbúð, stigi fullgerður.
Eftirtalið vantar: skápar, hreinlætistæki, inni-
hurðir, málningu og gólfefni.
B. SAMEIGN:
Sameign er fullfrágengin.
Sigar og gangar: Teppalagðir.
Ytri forstofa og tröppur: Lagðar graníti.
Loft i göngum: Hljóðeinangrunarplötur.
Þvottahús: 2 stk. þvottavélar, þeytivinda,
þurrkari og strauvél.
Leikherbergi barna fullgert en án tækja.
Fundarherbergi, húsvarðaríbúð og sólsvalir.
Lóð fullgerð m. grasi og malbikuðum akbraut-
um og bílastæðum.
C. BILAGEYMSLUHÚS:
Verður fullgert næsta sumar, forkaupsréttur
fyrir stærri íbúðum.
SKIPA & FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
fldalstræti 9 Midbæjarmarkadinum
simi 17215 heimasimi 82457