Morgunblaðið - 26.11.1974, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 26.11.1974, Qupperneq 44
ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1974 fttorgwnlþMiib nucLvsmcnR ^^22480 \/insælasta ameriska sælgætid Aðeins 5 mínútur milli stöðvunar og handtöku Spjallað við skipherra og 1. stýrimann á Ægi og skipstjóra Arcturus VESTMANNAEYJUM, 25. nóvember — frá Árna Johnsen — VIÐ hittum Guðmund Kjærne- sted skipherra um borð í Ægi f Vestmannaeyjahöfn síðdegis í dag. Hann var þá að ljúka við skýrslugerð um töku þýzka togar- ans. Skipverjum á Ægi bárust f gær fjölmörg heillaskeyti, sem héngu á töflu í skipinu. Þar á meðal var heillaskeyti frá Ölafi Jóhannessyni dómsmáiaráðherra. Guðmundur sagði, að aðdragandi málsins væri sá, að aðfararnótt sunnudagsins um klukkan 01.40 hefði togarinn Hvalbakur kallað f varðskipið og tilkynnt að Þjóð- verjar væru að veiðum á suð- vesturhorni Stokksnesgrunns. Tæplega 40 minútum síðar kom Ægir að þýzka togaranum Arctur- Guðmundur Kjærnested kannar skipsskjöl þýzka togarans Arctur- us. us N BX 739, þar sem hann var nýbúinn að hífa og komlnn á fulla ferð vestur með landi. Kvaðst Guðmundur þá hafa fylgt honum um 30 mílur vestur á Öræfagrunn, en snúið þá aftur við til að leita að öðrum þýzkum togurum. Ægir kom síðan aftur að Arcturus um hádegisbil á sunnu- dag, en þá var hann á Öræfa- grunni, hífði þegar upp og hélt aftur í vestur. Um klukkan 15.15 tilkynnti SVR okkur, sagði Guð- mundur, að þeir væru yfir Arctur- us, vestarlega á Öræfagrunni, þar sem hann væri farinn að toga aftur á sömu slóðum og einnig voru þar skipin Gullver og Hólma- tindur. Við héldum því að togaranum í þriðja sinn á þessum sólarhring og komum að honum klukkan 16.28. Var þá búið að ákveða að taka skipið. — Við kölluðum til skipsins, en það svaraði ekki, en þá var skotið fjórum púðurskotum af 50 metra færi og klukkan 16.34 einu kúlu- skoti. Klukkan 16.39 stöðvaðist ' togarinn á leið sinni vestur, en Ægir var þá á 18 milna ferð á eftir skipinu. Liðu aðeins 5 mín- útur, þar til togarinn var stöðvað- ur og varðskipsmenn voru komnir um borð. Fóru þá 6 menn um borð í togarann undir forystu Þorvalds Axelssonar fyrsta stýrimanns. Tóku þeir skipið og tilkynntu skipstjóranum, að farið yrði með það til hafnar. Sennilega hafa togaramenn látið eftirlitsskipið Minden vita, að verið var að taka þá. Var síðan haldið til Eyja. Guð- mundur kvaðst þó hafa komið við á strandstað Andvara skammt frá Ingólfshöfða um klukkan 20 um kvöldið. Ljósin slokknuðu um borð i Andvara, þegar við vorum þarna fyrir utan, en allir skip- verjar voru þá nýbúnir að yfir- gefa bátinn. — Ég hafði lagt skip- inu þarna hálfa mílu frá Andvara og við vorum búnir að gera dráttartrossu klára. Gúmmíbátur frá okkur komst í 100 metra fjar- iægð frá Andvara, en ekki var hægt að skjóta línu, vegna þess að mennirnir voru farnir frá borði. Ef menn hefðu verið um borð, hefðum við getað náð skipinu út. Landhelgisgæzluflugvélin fylgd- ist með okkur fram eftir nóttu, en komið var til Eyja klukkan 06 á mánudagsmorgun. Aðspurður sagði Guðmundur, að svolitil spenna virtist hafa verið um borð i þýzka togaranum, þegar varðskipsmenn hefðu verið búnir að taka hann, en skipstjór- inn lokaði sig inni í íbúð sinni og horfði á kappaksturskvikmynd. 0 6 varðskipsmenn — 25 togarakarlar. Þorvaldur Axelsson, fyrsti stýrimaður, er þaulreyndur varð- skipsmaður og hefur farið í fjöl- marga togara við töku þeirra. Hann sagði, að urgur hefði verið í skipstjóranum fyrst eftir að hann hefði tilkynnt honutn, að skipið væri tekið fast, vegna þess að hann hafi gerzt brotlegur við ís- lenzk lög, sem skipstjórinn mót- mælti. Skipstjórinn vildi þá fá að vita til hvaða hafnar yrði siglt, en Þorvaldur sagði honum, að hann fengi nógu fljótt að vita það og stefna skipsins væri honum óvið- komandi á meðan varðskipsmenn væru um borð. Vélstjórar togar- ans höfðu orð á því, að þeir myndu ekki keyra vélar skipsins, en féllu frá þeim hótunum. Hins vegar var vélstjóri i hópi varð- skipsmanna, ef til hefði þurft að taka. Varðskipsmenn lögðu undir sig brúna og stjórnuðu skipinu þaðan. Framhald á bls. 43 Skipverjarnir á Ægi, sem fóru yfir í Arcturus. Frá vinstri: Halldór Gunnlaugsson, 2. stýrimaður, Óskar Indriðason, 2. vélstjóri, Þorvaldur Axelsson, 1. stýrimaður, Óiafur Ragnarsson, bátsmaður, Elfas Sveinbjörnsson, háseti, og Sigurjón Bergmann, háseti. Stjórnendur léttabátsins, sem flutti þá félaga yfir f togarann, voru Hörður Brandsson, 4. véistjóri, og Guðjón Karlsson, háseti. — Ljósm.: Sigurgeir. Fyrsti togarinn tekinn innan 50 mílnanna VARÐSKIPIÐ Ægir tók á sunnudag þýzka skuttogar- ann Arcturus BX 739 að meintum ólöglegum veið- um um 15 sjómílur fyrir innan fiskveiðitakmörkin á Mýragrunni. Varðskipið fór með togarann til Vest- mannaeyja, þar sem réttar- höld munu hef jast í dag. Er Arcturus fyrsti erlendi tog- arinn, sem tekinn er frá þvi er landhelgin var færð út í september 1972. Sendiherra Sambandslýð- veldisins Þýzkalands Rai- mund Hergt, gekk í gær á fund forsætisráðherra, Geirs Hallgrímssonar, og flutti honum harðorð mót- mæli ríkisstjórnar sinnar vegna töku togarans, en ráðherrann áréttaði sjónarmið íslendinga og kvað málið nú í höndum dómstóla. Geir Hallgrímsson, for- sætisráðherra sagði í gær V.S.ÆGIR tekur B.V. ARCTURUS BX.739 að með töku togarans væri um löggæzlu að ræða, en síðan væri það íslenzkra dómstóla að kveða upp úr um meint brot. Um áfram- haldandi samningaviðræð- ur við Vestur-Þjóðverja meó tilliti til atburðanna sagði ráðherrann: ,,Á þessu stigi málsins er ekki hægt að kveða upp úr um það. Við munum hér eftir sem hingað til kanna hvort skilyrði eru fyrir samning- um, sem fullnægja hags- munum okkar lslendinga“. Morgunblaðið ræddi i gær við Ölaf Jóhannesson, dómsmálaráð- herra, en ha.nn hafði í viðtali við blaðið lýst því fyrir skömmu, að aðgerðir landhelgisgæzlunnar yrðu hertar gagnvart Þjóðverjun- um. Ölafur endurtók ummæli sín og sagði, að aðgerðir yrðu hertar gegn þeim, eftir því sem geta leyfði, vegna síendurtekinna lög- brota þeirra. Ólafur sagði, að i sjálfu sér hefði togarataka ekki verið beint takmark, heldur það að koma i veg fyrir veiðar togar- anna innan 50 mílna markanna. „Ég er og hefi verið þeirrar skoð- unar,“ sagði ráðherrann, „að æskilegast væri fyrir báða aðila að leysa þetta með bráðabirgða- samkomulagi án þess að verk- smiðju- og frystitogurum yrði veitt undanþága. Sú afstaða mín er óbreytt, en ég skal ekki segja um, hver áhrif þetta hefur á Þjóð- verja. Þó gæti verið, að þeim skyldist hver alvara væri á ferð- um og kannski vekur þetta at- hygli stjórnmálamannanna þar í landi á þessu vandamáli, sem þeir ef til vill ekki af eðlilegum ástæð- um hafa beint augum sínum svo mjög að.“ Varðskipsmenn höfðu tekið tog- arann í fyrrakvöld um klukkan 17, en ekkert fréttist af atburðum frá Landhelgisgæzlunni fyrr en í gærmorgun og þá höfðu þegar löngu áður borizt fréttir hingað til lands frá Þýzkalandi af atburðum og í þýzkum fjölmiðlum höfðu sjónarmið útgerðar togarans ver- ið tíunduð. Ölafur Jóhannesson var spurður að því, hvort hann teldi ekki, að íslendingar hefðu átt að gefa út fréttir af atburðum mun fyrr, til þess að sjónarmið Islendinga hefðu getað fylgt þess- um fréttum. Hann svaraði: „Þetta byggist á því, að ég tel ekki hægt að gefa upplýsingar um handtöku fyrirfram eða meðan á henni stendur og því veldur löggæzlu- sjónarmið en ekki nein löngum til að sniðganga fréttamenn. Hins vegar var ekki hægt að koma í veg fyrir, að togaramennirnir sendu út fréttir sínar um talstöð áður en henni var lokað. Einhverjir hafa náð í þær sendingar." Hins vegar sagði Olafur, að það hefði verið matsatriði, hvort ekki hefði átt að gefa fréttatilkynningu út fyrr eða um klukkan 06 í gærmorgun, er togarinn var kominn í Vest- Framhald á bls. 43

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.