Morgunblaðið - 01.12.1974, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1974
Hópurinn finni
lausnina
„Vandamál þessara unglinga
kunna að koma fram á mjög mis-
munandi hátt,“ segir Steinunn
þegar Slagsíðan spurði um eðli
vandans og hvernig hún fyrir sitt
leyti brygðist við honum. „Þau
kunna að virðast jafn ólík og
einstaklingarnir eru ólíkir. En í
upprunalega eðli sínu eru þau
ekki eins ólik og þau virðast í
fljótu bragði."
„Þegar ég fæ mál af þessu tagi,
t.d. varðandi afbrot, ósamlyndi á
heimili eða annars staðar, eða
hegðunarvandamál einhvers kon-
ar,“ hélt Steinunn áfram „þá
reyni ég fyrst og fremst að kom-
ast inn í umhverfi unglingsins,
ræða við foreldra, — einkum ef
unglingurinn dvelst hjá þeim —,
og kanna hver getur verið orsök-
in. Eg legg mikla áherzlu á að
fólkinu í umhverfi unglingsins
taksit sjálfu að sjá þá orsök sem
þar kann að liggja fyrir vanda-
málinu. Ég reyni auðvitað lika að
tala við unglinginn sjálfan og
gera honum Ijóst hvernig
það umhverfi sem hann lifir i er,
og hvernig hann geti bezt lifað í
því. Það er nauðsynlegt að bæði
foreldrar eða aðstandendur og
unglingurinn sjálfur skilji eðli
vandans, þannig að allur hópur-
inn geti unnið saman að lausn-
inni.“
„En þelta tekst að sjálfsögðu
mjög misjafnlega, því að hegðun
fólks og allt atferli er orðið svo
rótgróið að nauðsynlegtgetur ver-
ið að unglingurinn komist í annað
umhverfi, þ.e.a.s. ef fyrrnefnda
áræðið bregzt."
Borgin og sveitin
Um hvers konar „annað um-
hverfi" er helzt að ræða? „Þar eru
möguleikarnir því miður ekki
mjög miklii. i fyrsta lagi er það
upptökuheimilið í Kópavogi. Þeir
sem þurfa að komast að heiman
fara yfirleitt fyrst þangað. Þar
hafa þeir tækifæri til að njóta
hjálpar, en þeir og aðstandendur
þeirra þurfa að vilja það sjálfir.
Að vísu eru unglingarnir ekki
þarna nema um skamman tíma,
eða nokkra mánuði. Sfðan er helzt
um það að ræða að aðstoða ungl-
ingana við að komast á heimavist-
arskóla eða á góð sveitaheimili,
sem geta tekið að sér þetta verk-
efni, og er I sumum tilfellum
auðvitað ínjög vandasamt verk-
efni. Sveitaheimilin hafa oft
reynzt vel, þvl að þar er einmitt
það sem unglingana hefur alltaf
vantað í sitt umhverfi. Vandamál
þeirra eru að verulegu leytidæmi
gerð borgarvandamál. I borg, eins
og Reykjavík virðist fólk verða
svo lokað og einangrað. 1 sveitum
og minni stöðum virðist hins veg-
ar vera mun meira um eðlilegri
og opnari samskipti.“
„En ég vinn sem sagt mest með
einstaklinginn í sínu uppruna-
lega umhverfi,“ sagði Steinunn.
„Ég reyni t.d. f því sambandi að
finna þar einhvern einn, sem
virðist skilja vandamálið og vinn
svo með honum eða henni. Ég
legg mesta áherzlu á það, að um-
hverfið leysi vandamálið sjálft,
og ég sé aðeins ráðgefandi
hjálparaðili. Og sfðan aðstoða ég
unglinginn við að komast að
heiman ef þörf krefur."
Kemst ekki yfir
öll málin.
Það er sama sagan hjá Félags-
málastofnuninni og rannsóknar-
lögreglunni, — einn maður á að
sjá um stóran málaflokk og
unglingamál eru f 100.000 manna
borg. Slagsíðan spurði Steinunni
hvort unnt væri að nefna nokkra
tölu um fjölda þeirra mála sem
hún fær til meðferðar á ákveðnu
tímabili. „Um það er mjög erfitt
að segja," svaraði Steinunn, „ekki
sfzt vegna þess hve ég hef verið
stuttan tíma í starfinu. En fjöldi
málanna er mjög mikill. Ég gizka
á að ég fái 1 nýtt mál daglega,
sem þó eru mjög misjafnlega
erfið".
Er ekki erfitt að komast yfir
þetta allt? „Jú þetta er mjög
mikið verk, — svo mikið raunar
að ég kæmist aldrei yfir það ein
að vinna öll málin til hlítar. En ég
reyni að vinna þau mái til hlítar
þar sem samstarfið við ungling-
inn og aðstandendur er það gott,
að ég get haft góða von um árang-
ur. Sum mál eru svo aftur þannig,
að árangurinn getur komið sfðar.
Þótt árangur verði ekki eins og
skot, þá held ég að fólk hafi gagn
af því að rætt sé við það.“
Steinunn vildi gera lítið úr
skorti á starfskrafti í þessum
málum. Hún kvaðst vinna sitt
starf í náinni samvinnu við annað
starfsfólk f jölskyldudeildar, á
Féiagsmálastofnuninni, t.d. fé-
lagsráðgjafa og sálfræðing, sem
hafa annað verksvið, en þekkja
unglingamálin frá öðrum hliðum.
,4ú, auðvitað þarf stórlega að
fjölga þeim sem fást við þessi
mál,“ viðurkenndi hún þó að lok-
um. „En ég reyni að nota dóm-
greind mfna og þekkingu til að
gera það fyrir fólkið sem máli
skiptir, reyni að lifa mínu lffi og
haga mínu starfi þannig að ég
unnið það. Hitt er svo annað mál,
að það þyrfti að nýta alla þá góðu
starfskrafta sem eru fyrir hendi,
— fólk sem hefur bæði hæfileika
og menntun til að vinna þessi
0 Á SLAGSÍÐUNNI á sunnudaginn hófst greinaflokk-
urinn um ,,unglingavandamál“ með viðtali við Helga
Daníelsson, rannsóknarlögreglumann. í dag ræðir Slag-
síðan hins vegar við Steinunni Ólafsdóttur uppeldisfræð-
ing sem er fulltrúi með unglingamál hjá Félagsmála-
stofnun Reykjavíkurborgar. Þvi starfi hefur hún þó
aðeins gegnt frá 1. september í haust, en vann áður hjá
Sálfræðideild skóla. Til hennar kasta koma almenn fé-
lagsleg vandamál unglinga á aldrinum 13—17 ára, þ. á m.
mál sem ekki verða endilega að sakamálum. Slagsíðan
innti Steinunni m.a. eftir eðli starfsins, stöðu þessara
vandamála í dag, hugsanlegum úrbótum o.fl. Fyrst var
hún spurð um verksvið sitt.
0 „Mitt verksvið er vandamál unglinga og afbrota-
barna, og koma þá þessi mál til mín bæði frá rannsóknar-
lögreglunni, skólum og beint frá foreldrum eða öðrum
aðstandendum. Og stundum koma unglingarnir sjálfir.
En þeir sem ég hef fengið á þann hátt hafa yfirleitt
komið hér áður til fyrirrennara minna í starfi, — upphaf-
lega fyrir tilstilli lögreglu eða foreldra. Þeir vita að hér
er hægt að fá stuóning og hingað er hægt að leita þegar
þeir komast í vanda. Það eru fleiri sem koma á þennan
hátt en ég hafði búizt við. En þeir hafa margir hverjir
ekki neitt annað að fara, eru komnir úr tengslum við
heimili sitt og f jölskyldu, og koma hér í von um að ég geti
greitt götu þeirra varðandi þann vanda sem að þeim
steðjar. Það er raunar það stutt síðan ég tók við þessu
starfi, að ég hef mest verið með eldri mál frá fyrirrenn-
ara mínum, þó einnig hafi nokkur ný bætzt við. Samt er
þetta mest fólk sem kemur aftur og aftur.“
Slagsíðan
ræðir við
, Steinunni
Olafsdóttnr,
félagsmálafnlltrna
★ „Sveitaheimilin reynast oft ★ „Stúlkur byrja svo snemma * „A efnameiri heimilum
vel...“ að lifa lífinu... “ koma aðrir möguleikar til
hjálpar ... “
„Meirihlntinn kemnr
frá heimilnm, þar
sem folk er illa
fariö félagslega,
fjárhagslega
og andlega”
Myndirnar af unglingunum hér
á opnunni eru teknar af ljós-
myndurum Morgunblaðsins við
ýmis tækifæri, og ber að lfta á
þær sem aðeins óbeint tengdar
umræðuefni greinarinnar.