Morgunblaðið - 01.12.1974, Síða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUÐAGUR 1. DESEMBER 1974
Brjóstsykursnáman
eftir ALLAN
PREVER
Lalli: Ég er ekki feigur. Ég vil allt á mig leggja til
að komast sem fyrst heim og borða saltkjöt og
baunir. Nú fer ég í kaf. Ef ég kemst í gegnum opið,
hjálpa ég ykkur upp úr gryfjunni þegar dimmt er
orðið og þorpararnir eru sofnaðir.
María: Og þarna hvarf hann.
Emil: Sjáið þið hann?
Rikki: Já, ég sé dökkan skugga undir vatninu.
Hann syndir að opinu.
Jói: Nú er hann kominn í opið... nú er allt dimmt....
María: Lýsir ekkert aftur?
Rikki: Skyldi hann vera fastur?
Jói (áhyggjufullur): Það er enn dimmt.
Emil: Hann er fastur. Hvað eigum við þá að gera?
Jói: Nei, nei, nú sé ég aftur ljós.... hann er kominn
í gegn....
Rikki: Nú verðum við bara að vona, að straumhörð
á renni ekki þarna fyrir framan.
Jói (reynir að vera hughraustur): Hvaða vit-
leysa... það er bara lítill lækur.
Emil: Hvað eigum við nú að gera.?
Rikki: Við getum ekkert gert.... enginn okkar er
svo lítill aö hann geti farið sömu leið og Lalli.... Við
verðum bara að bíða.
Jói: Lalli finnur einhver ráð. Það er ég viss um.
Bráðum komumst við upp úr gryf junni.... vona ég....
□
María: Mikið er hann lengi.
Emil: Já, nú hljóta að vera liðnir margir klukku-
tímar síðan hann fór. Það er komið kolsvart myrkur.
Rikki: Verið þið róleg.... Borri og Amal Gam eru ef
til vill ekki enn farnir að sofa.
Emil: Nei, ef til vill ekki....
Jói: Þorparar sofa aldrei á næturnar, eins og þið
vitið. Þeir fara ekki að sofa eins og venjulegt fólk.
Þeir vaka við að telja stolna peninga og þess
háttar....
Maria: Ég er svo áhyggjufull.... ef þeir hafa nú séð
Lalla og tekið hann til fanga....
Jói: Ég hef engar áhyggjur af bróður mínum... ég
þekki hann....
Emil(geispar): Ég er orðinn syfjaður....
Efni:
Teiknipappír
Litir
Skæri
Garn
Leggið myndina af
fuglinum ofan á
teiknipappír og hafið
kalkipappír á milli.
Farið fast ofan í allar
línur. Litið síðan fugl-
inn og klippið hann út.
Síðan skuluð þið fara
með oddinum á skær-
unum ofan í allar
punktalínurnar. Brjót-
ið síðan fuglinn eins
og sýnt er á minni
myndinni. Gerið síðan
lítil göt, þar sem merk-
in eru, til þess að hægt
sé að þræða spotta í,
þannig að fuglinn
geti hangið eins og
sýnt er á myndinni.
Endarnir eru tveir og
þið bindið þá saman.
Hægt er að hengja
fuglinn upp í loft sem
skraut. Ef hann
hangir yfir ofni þá get-
ur hann snúist.
ffl«&Thorgunlfaffinu
Ég hef sofið yfir mig —
afsakaðu.
Þú getur tekió hattinn
ofan núna.
Ég kemst ekki til fundar-
ins — krakkarnir eru
með bílinn og konan tók
skóna mína með sér á
jólabasarinn.
Þetta er ekki herrameg-
in, heldur dömumegin.