Morgunblaðið - 01.12.1974, Síða 45

Morgunblaðið - 01.12.1974, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1974 45 J \ Evelyn Anthony: LAUNMORÐINGINN Jöhanna Kristjónsdöttir þýddi 63 — Ég fer heim og set niður i töskurnar, sagði Elizabeth. — Og við hittumst klukkan ellefu i fyrramálið. Og þú manst hvar. Keller lokaði á eftir henni og gekk aftur upp stigann. Teikning- in af dómkirkjunni lá á borðinu og brá upp eldspýtu og von bráðar var uppdrátturinn öskuhrúga I lófa hans. Hann hafði skoðað sig um í kirkjunni og verið þar I fyrsta skipti við guðsþjónustu, siðan hann var á munaðarleys- ingjaheimilinu. Hann vissi upp á hár, hvert hann ætlaði að fara morguninn eftir. í ibúð sinni á Park Avenue hafði Eddi King verið I óða önn að undirbúa brottför sina. Hann hafði sett niður I töskurnar sínar og komið skjölum sinum snyrti- lega fyrir í skjalamöppu, en skol- að öðrum niður um salernið. Hann horfði i kringum sig í ibúðinni með nokkurri angur- værð. Hann hafði búið hér i nær þvi sjö ár. Á einum veggnum hékk dýrindis málverk frá 17. öld og hann hafði hér um bil fallið fyrir þeirri freistingu að skera myndina úr rammanum og taka hana með sér. En hann komst að þeirri niðurstöðu að það væri heimskulegt. Ef töskurnar hans yrðu opnaðar — og eins liklegt að það yrði að minnsta kosti gert I Argentinu, yrði málverkið aðeins til að vekja á honum athygli og það vildi hann sizt. Hann yrði að skilja málverkið eftir ásamt ýmsum öðrum eigum, sem honum voru mjög kærar. Hann þóttist vita að ekki liði á löngu unz verðir réttvisinnar myndu vaða hér um hibýli hans og mynda allt i bak og fyrir. Klukkan var fimm. Eftir tvær stundir legði vélin upp til Buenos Aires, sem hann hafði pantað far með. Honum fannst tilhugsunin undarleg að vera nú loksins á leiðinni heim til Sovétrikjanna eftir öll þessi ár. Endurminningar hans voru sveipaðar móðu timans. Hann hafði farið frá ættlandi sinu I strlðslok, þegar Stalin var alls- ráðandi. Nú hafði honum löngu verið opinberlega afneitað og hann lýstur hinn versti glæpa- maður. Hann gerði sér grein fyrir að ýmsar breytingar væru á orðn- ar. Og sjálfsagt voru margir vinir og kunningjar horfnir. Kannski var það gott að sumu leyti. Timinn hafði liðið og lánið hafði lengst af verið með honum. Nú var allt að verða um seinan, ef hann kæmist ekki heill á húfi á brott. Drápið á Elizabethu Camer- on hafði verið brottfararmerkið. Þegar maður i hans stöðu varð að gripa til slikra meðala þá var kominn tími til að stefna heim á leið. Hann fann að taugarnar voru ekki sem styrkastar eftir atburði morgunsins. Hann hafði ekki orðið þess var fyrr en hann fór frá Freemont og uppgötvaði allt í einu að hendurnar sem righéldu um stýrið voru kaldar og blautar af svita. Hann hafði aldrei beitt ofbeldi síðan hann var við þjálfunina i gamla daga. Hann iðraðist þess ekki sem hann hafði gert, i sjálfu sér. Það sem honum fannst ugg- vænlegast var að kannski færi nú allt i vaskinn. Hann óttaðist að einhver hefði séð þegar hann gekk frá lauginni eftir að hafa drekkt Elizabethu Cameron. Hann var ekki eins ungur og taugasterkur og áður, hugsaði hann ögn kaldhæðinn, hann varð að horfast I augu við það. Hann taldi sig verðskulda sín laun og enda þótt launin yrðu ekki stórkostleg á bandarískan mælikvarða, þá myndi hann njóta makindalegs lifs í góðu áliti og hafa virðingu margra. Hann fengi þægilega íbúð til umráða og kannski sveitahús fyrir utan borgina og honum hafði verið heitið starfi í innanrikisráðu- neytinu. Hann hellti víni I glas og setti Ismola út i áður en hann dreypti á. Hann myndi að visu fara á mis við að fylgjast með hinum miklu atburðum, sem voru i vændum morguninn eftir. Hann færi á mis við að sjá dýrling þjóðarinnar, kardinála kaþólsku kirkjunnar I landinu skotinn eins og hund og siðan myndi morðingjanum sjálf- um kálað innan fárra minútna. Aðstoðarmaður hans hafði sagt honum frá ferð Kellers til dóm- kirkjunnar. Hann átti að sjá um að skjóta hann um leið og hann reyndi að komast undan. Og þegar farið yrði að rannsaka málið kæmist lögreglan óhjá- kvæmilega fljótt á slóð Huntleys Cameron og þar með væru vonir frambjóðanda demókrata um bú- setu i Hvita húsinu að engu orðn- ar. King myndi fylgjast með þró- un mála frá Moskvu og sjá þegar landið trylltist og allt logaði og von bráðar væru aðeins eftir leifar af einhverju sem kallað hefði verið bandariskt menn- ingarþjóðfélag. Þetta skeið myndi renna upp á morgun með dauða Regazzi kardinála. Hann leit á úrið sitt, en var of snemmt að aka af stað til flugvallarins. Hann kveikti á sjónvarpinu og settist niður með glasið sér við hlið til að fylgjast i siðasta sinn með frétta- sendingum á bandariskan máta. Fréttir voru að hefjast. Hann horfði með áhuga á þegar skýrt var frá hátiðahöldunum sem skipulögð höfðu verið daginn eftir. Hann horfði á Regazzi kardi- nála koma á skerminn og hann teygði höndina eftir flöskunni og ætlaði að hella aftur I glasið. Þá komu fréttirnar um dauða unn- ustu Huntley Camerons . . . Hann missti ekki flöskuna á gólfið, hann hélt henni á lofti eins og stirðnaður og svitinn spratt út á likama hans. Hún hafði fengið hjartaslag á sundi I lauginni I Fremont. King hallaði sér fram og horfði eins og dáleiddur á skerm- inn og það var engu likara en heili hans neitaði að trúa þvi sem þarna var sagt. Dallas. Dallas Jay var dáin. Það var ekki Elizabeth sem hann hafði drepið, heldur Dallas. Hann hafði drepið allt aðra manneskju en hann hafði ætlað sér. Og hin — hin sem hafði farið til frænda síns 'S Velvakandi svarar í síma 1 0-1 00 kl. 1 0.30 — 11 30, frá mánudegi til föstudags k_____________________________________y % í Bakkafirði og Grindavík Ein gömul skrifar: „Þegar sjónvarpsþátturinn frá Bakkafirði eystra var fluttur, þá datt manni ósjálfrátt í hug annar þáttur, sem nýlega var sýndur úr stærra sjávarplássi, og var sá sam- anburður fróðlegur. Mér finnst þætti meðreiðar- sveins kvikmyndatökumannsins i Grindavíkurmyndinni ekki hafa verið gerð nógu góð skil. Þegar henn kemur í sýningarsalinn þá þarf hann endilega að káfa á höggmynd, s'em þar stendur. Ég hefði nú haldið að maður virti fyrir sér listaverk, en snerti þau ekki. Síðan fer sami maður blá- ókunnugur á ball, þar sem hann dansar þrælstifan vangadans. Mikið þakkaði maður fyrir það I gamla daga að hafa langan háls. Nú snýr maðurinn sér að at- vinnulífinu. Hann virðist ekki gera sér grein fyrir þvi, að allir, sem þarma voru í vinnu, voru með höfuðföt. Þarna fer fram matvælavinnsla og húsmæðurnar heimta, að þær þurfi ekki að byrja að tina hár úr fiskflökunum jafnvel þótt hárin gerilsneyðist við suðu eða steikingu. Pilturinn fer hins vegar i fiskvinnslu með hárið flaksandi niður á herðar. Ég hef alltaf hrokkið við í hvert sinn, sem ég sé myndir teknar af matvælavinnslu, þvi að kvik- myndamennirniar virðast alltaf þurfa að taka mynd af stúlku, sem hefur ekki sett á sig löglegan höf- uðbúnað, jafnvel þótt tuttugu stúlkur með skýlur séu á staðn- um. Þetta er forkastanlegur áróð- ur og þjóðhættulegur, vegna sam- keppninnar á heimsmarkaðnum. Ef ég væri fjármálaráðherra þá heimtaði ég af menntamálaráð- herra, að hann sæi til þess að svona sæist aldrei í sjónvarpinu. Þetta er mun furðulegra, vegna þess að ég held að margir kvik- myndatökumenn séu lærðir i Járntjaldslöndunum, og þar hafa þeir lært að taka glansmynd af þjóðlífinu. Ég veit fyrir vist að t.d. Austur-Þjóðverjarnir senda ekki út margar myndir til að sýna vörð við Berlínarmúrinn, þar sem hann horfir sigurglaður á flótta- mann sem liggur þar i blóð sinu af því hann var skotinn í bakið. Þetta er þó fjölmenn stétt i ríkj- unum sem kalla sig Alþýðulýð- veldi. Við sáum t.d. í sjónvarpinu þjóðlífsmynd í Moskvu, og þar var sýnd ný íbúðarblokk og ung hjón alsæl að flytja i þetta finerí, en það hrökk upp úr konu vesalingn- um að þetta væri i fyrsta sinn í hennar búskap, sem hún hafði útaf fyrir sig eldavél og eigið bað- herbergi. Slikt þykir vist óhóf þar í sveit. Ein gömul, sem aldrei sá fólk í sinu ungdæmi berhöfðað i fisk- vinnslu." % Kardemommu- bærinn í Þjóðleikhúsinu Ilalldór Ormsson skrifar: „1 Velvakanda í dag er minnzt á aöferðir til að ná í miða að Kardemommubæ i Þjðleikhúsinu. Reynt hefur verið að hafa sem lýðræðislegast form á þessu; þeg- ar sala hefst hafa borgarbúar tækifæri í biðröð, en Ibúar lands- byggðarinnar geta haft forgang gegnum landssimann. Ef aðsókn er meiri en svo, að þetta dugi til, hefur leikhúsið aðeins eitt ráð tiltækt, nefnilega að fjölga sýn- ingum. Og til þessa ráðs hefur orðið að grípa núna, þannig verða t.d. tvær sýningar á Kardemommubænum næstu tvo sunnudaga. Halldór Ormsson, miðasölustjóri.“ Lovisa Jónsdóttir i Vestmanna- eyjum hringdi vegna miðasölunn- ar í Þjóðleikhúsinu. Sagðist hún einmitt hafa reynt að hringja í miðasölu Þjóðleikhússins i lands- simann, — ekki sjálfvirka símann — vegna þess að sér hefði verið tjáð að það væri helzt að ná þann- ig sambandi. Það hefði þó farið I aðra leið en til var ætlast, — ómögulegt hefði verið að ná sam- bandi. Þegar hún náði svo sambandi seint og um síðir voru miðarnir uppseldir, og var henni þá bent á að reyna að hringja næsta dag, en ekki var hægt að taka niður miða- pöntun fyrir næstu sýningu. Lovisa bað Velvakanda um að koma þessu á framfæri til að fólk héldi ekki að vandamálið væri leyst með því að hringja í lands- simann. % Má ekki einfalda málið? Auðvitað er góðra gjalda vert að Þjóðleikhúsið skuli bregðast við vandanum með þvi að fjölga sýningum, en ætli gangi mikið betur að ná i miða fyrir það? Við skiljum ekki enn hvers vegna ekki er hægt að selja miða að fleiri en einni sýningu i einu. Sú tilhögun hlyti þó að verða til mikilla bóta, — bæði fyrir Ieik- húsgesti nær og fjær og Þjóðleik- húsið sjálft. 0 Forsíðufrétt Ölafía S. Helgadóttir, Eyja- bakka 8, skrifar: „Það hvarf 10 ára telpa og hennar var leitað heila nótt af fjölda manns. Svo kemur upp úr kafinu, að vinkona hennar, lika 10 ára, hjálpaði henni til að fela sig þessa nótt, og sagði engum frá. (10 ára barn hefur þó vit?) Svo er slegið upp forsiðufrétt í einu dagblaðanna með mynd af þeirri, sem leyndi telpunni, og ekki eitt orð um hve illa hún hefði farið að ráði sinu. Hvernig eiga svo börnin að vita hvað er rétt og hvað er rangt? Þær hefðu átt að fá ærlega hirt- ingii, það hefði verið þeim sjálf- um fyrir beztu. Ólafia S. Helgadóttir." SIGGA V/öGA £ 'í/LVEkAN VIOMTOO ó£VA VÍ£K S\\6V£L\W VlV, si6úa,evsvó^6Wx wr\r vmmYíR ms)im kavwski m smióva VÍK/A LÍKAÍPVAV VÆR/ £N6\V Bækur til jólagjafa Nýjarbækur á hóflegu verði Úrval eldri bóka áláguverði (Geymið bókalistann) ,Þjó8hátí8arrolla" nýtt snilldarverk eftir Halldór | Laxness. ,Þyrnar" og „EiSurinn" | eftir Þorstein Erlingsson, ný myndskreytt útgáfa. ,Nýtt Kjarvalskver" I Ný samtöl við meistara Kjar- val, hin síðustu er hann átti við Matthías. Fjöldi nýrra mynda frá vinnustofu lista- | mannsins, flestar í litum. Ný skáldsaga, „Móðir sjöstjarna" leftir færeyinginn Heinesen: | Hans bezta saga. ,Paradisarvíti" I ný spennandi skáldsaga eftir I Þráinn Bertelsson. Ævisaga listmálarans Gunn- laugs Scheving, ein forvitni- | legasta bók ársins. .Þjóðsagnakver Helgafells" sjötta hefti, myndskreyttar þjóðsögur eftir Harald Guð- bergsson. Fyrri fimm hefti, | einnig Dimmalimm, enn til hjá forlaginu. I „Möttull konungur" spennandi ný skáldsaga eftir ] Þorstein frá Hamri. „Óður til íslands" eftir snill- linginn Hannes Pétursson. Hörður Ágústsson hefur annast útgáfuna, gert allar teikningar og hannað band bókarinnar. Mjög falleg bók. | Allar -skáldsögur Halldórs Laxness til í fallegum útgáf- um. Verk eftir Davíð Stefáns- I son frá Fagraskógi, Þórberg Þórðarson, Tómas Guð- mundsson, Jónas Hallgríms- son, Hannes Hafstein, Jón frá Kaldaðarnesi, Steingrím I Thorsteinsson, Stefán frá Hvítadal, Stein Steinarr, Ævi- | saga Eldprestsins, Jóns Steingrímssonar og margt jfleira. Helgafell, Unuhúsi. Einnig hjá öllum bóksölum | landsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.