Morgunblaðið - 05.12.1974, Page 2

Morgunblaðið - 05.12.1974, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1974 Svart og hvftt — mynd frá æfingu. (Ljósm. Mbl. Friðþjófur). r Sýningar Islenzka dansflokksins: Æfingar hafnar á Coppelínu ANNAÐ kvöld og á sunnudags- kvöldið verða sýningar ís- lenzka dansflokksins i Þjóð- leikhúsinu. Undanfarið eitt og hálft ár hefur flokkurinn æft undir stjórn Alan Carters, en fram til þessa hefur þetta verið nokkurs konar tilraunastarf, þar sem fastur dansflokkur hefur ekki verið starfræktur til þessa. Þjóðleikhússtjóri hélt fund með fréttamönnum nú i vik- unni. Hann sagði, að nú þegar væri ljóst, að grundvöllur væri fyrir slíkum dansflokki hér á landi. Dansflokkurinn hefur komið fram á sviði Þjóðleik- hússins og eins hefur hann far- ið í sýningarferðir út á land. Sveinn Einarsson þjóðleikhús- stjóri sagði, að aðsókn að sýn- ingunum úti á landi hefði verið mismunandi, en þó allgóð þegar á heildina væri litið. Að þessu sinni sýnir dans- flokkurinn þrjá balletta, alla eftir Alan Carter. Tveir þeirra voru sýndir hér á Listahátíð í vor. — Höfuðskepnurnar, við tónlist Askels Mássonar, og Til- brigði við tónlist eftir Brahms. Þriðji ballettinn er alveg nýr og hefur ekki sézt áóur. Hann nefnist Svart og hvítt, og hefur Askell Másson samið tónlistina. Síðast nefndi ballettinn er að nokkru leyti byggður á negra- sálmum, og þannig er nafnið Svart og hvítt tilkomið. Alan Carter sagðist á stríðsár- unum hafa dvalizt á Bahama- eyjum um tveggja ára skeið, og þá hefði hann haft gott tæki- færi til að kynna sér dansa blökkumanna þar, og þessa þekkingu hefði hann notfært sér við samningu ballettsins. I íslenzka dansflokknum eru átta dansarar, en einnig taka Framhald á bls. 22 Einn elzti borgari Reykjavíkur látinn LATINN ER hér í Reykjavík í þakklætis- og virðingarskyni. — einn af eldri borgurum höfuð- borgarinnar, Stefán Guðnason fyrrum verkstjóri, Bergstaða- stræti 17. Stefán var 92 ára er hann lézt, en hann var fæddur Reykvíkingur, fæddur á Lauga- vegi 32 f októbermánuði 1882. Stefán lærði skósmíði á yngri árum og stundaði þá iðn unz hann gerðist verkstjóri hjá Reykjavik- urborg — eða í bæjarvinnunni eins og það hét i gamla daga. Var Stefán verkstjóri um áratuga skeið og hætti ekki fyrr en aldrað- ur orðinn. Stefán stofnaði í gamla daga hljómsveitina Hörpu, sem síðar varð Lúðrasveit Reykja- víkur, en með henni starfaði hann um langt árabil og var heiðurs- félagi hennar. Hann kom einnig við sögu við stofnun Sinfóníu- hljómsveitarinnar og einnig þar var hann gerður að heiðursfélaga Loks var Stefán heiðursfélagi Reykvíkingafélagsins. Tómas er einn eftir hjá Framkvæmdastofnuninni TVEIR af þremur fram- kvæmdastjórum Fram- kvæmdastofnunar ríkisins hafa nú látið af störfum við Um 300 milljónir greiddar 1 almannabætur fyrir jól JESCHUA leik- ur í 4 kirkjum UM ÞESSAR mundir er stödd hér á landi kristilega popphljómsveit- in JESCHUA. Hljómsveitin, sem flytur kristilegan boðskap með popphljómlist, hefur náð miklum vinsældum í heimalandi sínu meðal ungs fólks. Hér á landi hefur flutningur af þessu tagi vakið mikla athygli, og er skemmst að minnast tónleika landa þeirra, Choralerna, í Há- skólabíói fyrir fullu húsi, nú um daginn. Æskulýðsstarf Þjóðkirkj- unnar og Félag guðfræðinema við Háskóla íslands ákváðu því, er fréttist um komu Jeschua, að taka höndum saman um fjórar sam- komur, þar sem hljómsveitin kæmi fram. Fyrsta samkoman var í Neskirkju á miðvikudagskvöld. Aðrir tónlekar eru síðan áform- aðir kl. 20.30, á fimmtudag í Sel- fosskirkju, í Bústaóakirkju á föstudagskvöld, en lokahljóm- leikarnir verða i Háteigskirkju á laugardagskvöld. Guðfræðinemar munu tala á öllum samkomunum, sem eru öllum heimilar og er að- gangur ókeypis. GREIÐSLA almannabóta í Reykjavík hefst I næstu viku. A mánudag og þriðjudag 9. og 10. desember hefst útborgun ellilíf- eyrisbóta, hinn 11. hefst svo út- borgun allra annarra bóta en fjöl- skyldubóta. Hins vegar verður svo byrjað að borga fjölskyldubætur með þremur börnum og fleiri hinn 16. desember, en hinn 18. með einu og tveimur börnum. Opið er hjá gjaldkerum Tryggingastofnunarinnar alla virka daga frá kl. 9.30 til 3 og á mánudaginn til kl. 4, en 16.—18. desember er opið lengur eða til kl. 5. Siðasti útborgunardagur er aðfangadagur en þá er opið til kl. Dræm innheimta Morgunblaðið spurðist um það hjá gjaldheimtunni í Reykjavík i gær hvernig gengi að innheimta opinber gjöld í höfuðborginni það sem af væri þessu ári. Að sögn Guðmundar Vignis gjaldheimtu- stjóra liggur ekki fyrir nákvæmt yfirlit um innheimtuna fram að síðasta mánuði ársins en hins vegar upplýsti hann að inn- heimtugjöldin í nóvembermánuði sl. hefðu numið 538 milljónum króna, en voru á sama tíma í fyrra 588 millj. kr. Innheimtan er þannig minni í peningum nú þrátt fyrir hærri álagningu. 12, en hins vegar veröur ekkert borgað út milli jóla og nýárs og byrjar ekki aftur fyrr en á venju- legum útborgunartíma í janúar. Nákvæm áætlun um upphæð al- mannabóta sem nú koma til út- borgunar liggur ekki fyrir, en til. samanburðar má geta þess að 1972 komu til greiðslu samtals 195 milljónir kr. í fyrra um 250’ milljónir svo að gizka má á að til greiðslu nú komi nálægt 300 milljónir króna. stofnunina, þeir Guðmund- ur Vigfússon og Bergur Sigurbjörnsson. Tómas Árnason situr einn eftir og gegnir starfi þar til annað verður ákveðið, en um þessar mundir er verið að endurskoða lög Fram- kvæmdastofnunar, eins og kveðið er á um í stjórnar- sáttmálanum. Guðmundur Vigfússon mun nú hafa tekið upp fyrri störf hjá Húsnæðismálastjórn og Bergur Sigurbjörnsson mun einnig hafa hug á að taka upp fyrri störf hjá Fjórðungssambandi Aust- urlands. (Talið frá vinstri). Guðlaug Runólfsdóttir, starfsmaður Mæðrastyrks- nefndar, Jónína Guðmundsdóttir formaður nefndarinnar og Stefanía Guðmundsdóttir, sem er í stjórn Mæðrastyrksnefndar. Jólasöfnun Mæðra- styrksnefndar hafin Jólafundur Hvat- ar verður 1 kvöld Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt efnir að venju til jólafundar í desembermánuði, þar sem fólk hittist og á saman kvöldstund til að koma sér í jólaskap. Hafa þess- ir fundir ávallt verið mjög vin- sælir og vel sóttir, og þótt ómiss- andi í félagsstarfinu. Jólafundur Hvatar er i kvöld í Atthagasal Hótel Sögu og hefst kl. 8.30. Sr. Óskar J. Þorláksson mun flytja hugvekju. Þá syngur Magnús Jónsson, óperusöngvari. Fundargestir leggja svo sitt til með því að taka lagið og opna jólapakka, sem verða að venju I jólahappdrætti. Er búið að safna miklu af pökkum og pakka í jóla- umbúðir og búa til skreytingar með kertaljósum. Mæðrastyrksnefndin í Reykja- vfk hefur nú hafið jólasöfnun sfna, og hafa samskotalistar þegar verið sendir út til fyrirtækja. Þótt almenningur hafi rúm peningaráð, er þó ávallt hópur samborgara okkar, sem þar verður útundan, gamlar konur, einstæðar mæður og heimili, sem veikindi eða önnur ógæfa steðjar að. Mæðrastyrksnefnd væntir þess, að Reykvíkingar muni nú, eins og um fjöldamörg undanfarin ár, minnast þessa hóps með framlög- um í jólasöfnunina, og þakkar Framhald á bls. 22 37 hross og 7 hundar 9 með Iscargo til Hollands ENGIR fiskflutningar hafa farið fram á vegum Iscargó til Belgfu undanfarið. Hefur verið talið ráð- legt að bíða Htið eitt átekta þar til markaðsaðstæður batna og taka upp þráðinn að nýju eftir ára- mótin. Hins vegar hafa verið næg verk- efni í loftflutningum, að sögn Is- cargómanna. Þannig fór i gær flugvél utan með 37 hross frá Sambandinu og það sem meiri tiðindum sætir — 7 hunda, þar af tvo hreinræktaða af íslenzku hundakyni. Áfangastaður vélar- innar var Holland, þar sem kaup- Framhald á bls. 22 Geir til Stokkhólms Morgunblaðinu barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá forsætisráðuneytinu: Geir Hallgrímsson forsætisráð- herra fór til Stokkhólms f morg- un. Ráðherrann mun þar stjórna fundi samstarfsráðherra um Norðurlandamálefni. A dagskrá fundarins verður m.a. undir- búningur Norðurlandaráðsfund- ar f Reykjavík f febrúar n.k. For- sætisráðherra kemur aftur frá Stokkhólmi um næstu helgi. Neitar að svara... MORGUNBLAÐIÐ hafði samband við Njörð P. Njarðvík, for- mann útvarpsráðs, og innti hann eftir forsendum ákvörðunar útvarpsráðs um að hafna beiðni kirkjuráðs um helgistundir f útvarpinu. Njörður sagði að ekki þýddi að spyrja sig, hann svaraði ekki vegna þess að hann treysti ekki Morgunblaðinu. „Það þýðir ekki að svívirða mann annan daginn og óska samvinnu hinn daginn," sagði hann. Blaðamaðurinn bauð honum að það væri sjálfsagt að lesa fyrir hann það, sem hann vildi segja þannig að ekkert færi á milli mála, en formaður útvarpsráðs vildi engar upplýsingar gefa um þessa ákvörðun hins opinbera ráðs sfns.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.