Morgunblaðið - 05.12.1974, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1974
Varnarmálaumræður á Alþingi:
„Þjóðarsamstaða
i utanríkis- og
öryggismálum
nauðsynleg’ ’
MORGUNBLAÐIÐ skýrdi I gær
frá varnarmálaumræðuni í sam-
einuðu þingi, sl. þriðjudag. Hér
verður lauslega rakinn efnisþráð-
ur í málflutningi ræðumanna, er
kvöddu sér hljóðs, eftir framsögu
utanrikisráðherra.
Gils Guðmundsson (K) þakkaði
utanríkisráðherra það að gefa Al-
þingi kost á að sjá og ræða samn-
inginn um framkvæmd varnar-
samstarfsins. Það væri, þvi miður,
það eina, sem hægt væri að þakka
ráðherranum á þessum vettvangi.
Ræðumaður gat þess, að afstaða
Sjálfstæðisflokksins í þessu máli
hefði legið ljós fyrir, bæði fyrir og
eftir siðustu Alþingiskosningar.
Hann hefði staðið í þeirrí mein-
ingu, að stefna og markmið Fram-
sóknarflokksins væru heldur eng-
um vafa undirorpin. Nú væri
hinsvegar á daginn komið, að
Framsóknarfl. hefði í raun ekki
einungis fallizt á stefnu Sjálf-
stæðisflokksins, heldur beinlínis
tekið að sér að framkvæmda’
hana.
Ræðumaður rakti siðan í ítar-
legu máli þróun varnarsamstarfs-
ins frá öndverðu, þ.á m. sam-
þvkktir flokksþinga Framsóknar-
flokksins, ákvæði í stjórnarsátt-
mála vinsti stjórnarinnarog með-
ferð utanríkisráóherra, þáverandi
og núverandi ríkisstjórnar, á
þeim sáttmála og þeirri stefnu-
mörkun. Taldi hann Alþýðu-
bandalagið hafa fallizt á áfanga-
fækkun varnarliðsins til sam-
komulags við Framsóknarflokk-
inn, og treyst því, að samstarfs-
flokkurinn væri heill og trúr sin-
um eigin, yfirlýstu markmiðum.
Staðreyndin hefði önnur orðið.
Hægri öfl i Framsóknarflokkn-
um, sem hefðu hliðstæð sjónar-
mið og Sjálfstæðisflokkurinn í
þessum efnum, hefðu ráðið ferð-
inni, brigðum á heitum vinstri
stjórnar og síðan nýju stjórnar-
samstarfi.
Gils fjallaði um samskiptí og
sambúð sveitarfélaga á Reykja-
nesi við vararliðið. Taldi hann, að
þau hefðu sýnt meiri styrk, menn-
ingarlega og atvinnulega, í þeirri
sambúð og samkeppni, en flestir
rerðu sér rrcin fvrir.
Hann ræddi þjóðernisleg,
menningarleg og atvinnuleg
vandamál, sem sambúðin skapaði,
siðferðilega hnignum og þá hættu
á annarlegum áhrifum á þjóðlífið,
sem langverandi „herseta" hefði í
för mr með sér. Hann sagðist ótt-
ast, að samkomulag það, sem hér
lægi fyrir til umræðu byggi í hag-
inn fyrir frambúðardvöl banda-
riska herliðsins i landinu.
Benedikt Gröndal (A) sagði Al-
þýðuflokkinn fylgjandi aðild Is-
lands að Atlantshafsbandalaginu.
Flokkurinn hefði stutt komu
varnarliðsins til íslands á sínum
tima. 1 grundvallaratriðum fylgdi
flokkurinn óbreyttri afstöðu enn.
Ekki væri tímabært, að varnarlið-
ið hyrfi nú allt úr landi. Hinsveg-
ar þyrfti að endurmeta aðstæður
allar í ljósi nýrra viðhorfa. Eðli-
legt væri að fækka í varnarliðinu,
eins og nú væri stefnt að, og að
Islendingar tækju að hluta við
eftirlitsstörfum á þessum vett-
vangi. Benedikt rakti úrslit síð-
ustu kosninga, þar sem m.a. hefði
verið kosið um varnarmál. Urslit-
in hefðu verið þau, að ekki hefði
verið þingfylgi til að framfylgja
fyrri ákvörðun um brottför hers-
ins, né algjörlega gagnstæðum
sjónarmiðum. Hér væri farin eðli-
leg millijeið. Og væri Alþýðu-
flokkurinn sammála samnings-
uppkastinu, svo langt sem það
næði. Hins vegar hefðu sum efnis-
atriði þess mátt vera skýrar orð-
uð.
Magnús Torfi Olafsson (SFV)
minnti á ákvæði varnarsamnings
frá 1951, um skýlausan ákvörð-
unarrétt Islendinga, og að erlend-
ur her skyldi ekki dvelja hér á
frióartímum. Engu að siður hefði
herinn setið samfellt yfir 20 ár frá
þessari samningsgerð. Stjórnar-
sáttmálinn frá 1971 hefði stefnt
að því að gera að veruleika fyrir-
heitin um herlaust land á friðar-
tímum. Hinsvegar hefði þessum
ákvæðum stjórnarsáttmálans
aldrei verið hrundið í fram-
kvæmd. Eftir síðustu Alþingis-
kosningar hefðu styrkleikahlut-
föll á þingi breytzt, þó myndun
nýrrar vinstri stjórnarhefði raun
ar ekki verið fullreynd. Sam-
komulag það, sem hér lægi fyrir,
miðaði máske eilítið, eins og
hænufet, í rétt átt. Hinsvegar
væru í því viðsjárverð atriði, m.a.
fjárhagslegs eðlis. Og orðalag loð-
ið og fyrirvarar margir. Þá gerði
MTÓ grein fyrir samþykktum og
afstöðu landsfundar SFV til þessa
máls.
Kjartan Olafsson (K) þræddi i
máli sínu troðna slóð Gils
Guðmundssonar. Hann minnti á,
að Alþýðuflokkurinn (þingflokk-
urinn) hefði lýst fullum stuðningi
við Varið land.
Kjartan gat þess, að íbúðar-
byggingar, sem fyrirhugaðar
væru á vellinum, samsvöruðu nýj-
um 2000 íbúa kaupstað. Kostnað-
ur við nýja flugstöð næmi um
5000 m. kr. og fjárfestingarkostn-
aður nýrra íiamkvæmda alls
naumast undir 7000 m. kr.
Það væri 16 sinnum hærri fjár-
hæð en aukning á fjárráðum
Byggðasjóðs
Þá ræddi K. 0. um sjónvarps-
málið (Keflavikursjónvarpið),
sambúð risavcldanna, valdajafn-
vægi, umræður í öldungadeild
Bandarikjaþings um fækkun her-
liðs utan landamæra Bandaríkj-
anna o.fl. Kjartan lauk máli sinu
með því að fullyrða, að Fram-
sóknarfl. hefði ekki umboð kjós-
enda sinna til að ganga erinda
Sjálfstæðisflokksins í þessu efni.
Geir Hallgrimsson (S) sagði
umræður þessar hafa fremur snú-
izt um uppgjör samstarfsflokka í
fyrri ríkisstjórn en um efnisatriði
samkomulagsins, er á dagskrá
væri. Hann vék fyrst að ábend-
ingum um, að orðalag samkomu-
lagsins væri óljóst. Þetta sam-
komulag væri um framkvæmd
samnings, sem væri mjög skýrt og
ótvírætt orðaður. Réttur íslend-
inga til einhliða ákvörðunar í
þessu efni, hvers eðlis sem væri,
væri hafinn yfir allan vafa.
Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar-
innar, sem og samkomulag þetta,
væri í þágu öryggishagsmuna Is-
lands, og í samræmi við þann
þjóðarmeirihluta, sem í ljós hefði
komið í síðustu Alþingiskosn-
ingum. Eðlilegt væri að Alþingi
nú hefði hliðstæða afstöðu til
málsins, þar eð þingið væri á
hverjum tima spegilmynd af
þjóðarviljanum, eins og vera bæri
i lýðfrjálsu landi.
Meginatriðin i breyttri fram-
kvæmd varnarsamningsins, sem
gilti áfram óbreyttur, enda horfið
frá endurskoðun hans, væru þrjú:
Aðskilnaður farþegaflugs á Kefla-
víkurflugvelli frá varnarstarf-
seminni sjálfri, aukinn þátttaka
Islandinga sjálfra í eftirlits-
störfunum og búsetuskilyrði um
dvöl varnarliðsmanna innan
vallarsvæðisins. Stjórnar-
flokkarnir eru sammála um, aó
þessar breytingar horfi til bóta
um framkvæmd varnarsamnings-
ins. Forsætisráðherra lagði
áherzlu á, að þær framkvæmdir,
sem breyttri framkvæmd samn-
ingsins fylgdu, yrðu með þeim
hætti, að sem minnst áhrif hefðu
á efnahagslíf þjóðarinnar og
vinnuaflsþörf atvinnuvega okkar.
Framkvæmdirnar og aukin aðild
Islendingá í gæzlustarfinu yrðu
að vera með þeim hætti, að ekki
kæmi i bág við þarfir atvinnu-
greina sjávarútvegsins í næsta ná-
grenni, þ.e. á Reykjanesi.
Þá sagði forsætisráðherra:
1 stefnuyfirlýsingu ríkisstj.
kemur fram það markmið, að
Keflavikurstöðin geti gegnt hlut-
verki sínu í samræmi við öryggis-
hagsmuni tslands á hverjum
tíma. I kosningastefnuskrá sjálf-
stæðismanna í utanríkis- og
varnarmálum var það tekið fram,
að eitt af meginhlutverkum ríkis-
stj. væri að gera þjóðinni á
hverjum tíma rækilega grein
fyrir þvi, hvaða ytri atvik ráði
mestu um öryggishagsmuni
hennar. Ég tel, að með samkomu-
lagi þvi, sem nú er gert við Banda-
ríkjastjórn, hafi skapazt grund-
völlur fyrir þvi, að stöðug athug-
un á varnar- og öryggishags-
munum landsins geti farið fram
innan ramma varnarsamningsins,
og þannig sé unnt að breyta fyrir-
komulagi varna á hverjum tíma,
eins og bezt samrýmist hags-
munum Islendinga. En auk þess
er það skylda stjórnvalda og ég tel
það skyldu núverandi ríkisstj. að
fylgjast svo með atburðarás og
viðhorfum á alþjóðavettvangi, að
unnt sé að hafa þessi mál öll i
stöðugri endurskoðun og breyta
um ýmislegt i framkvæmd
varnarsamningsins, þegar ástæða
þykir til. Ef við leiðum hugann að
því, hvað það er, sem við Islend-
ingar þurfum að kanna í þessu
sambandi sérstaklega, þá hygg ég,
að það fari ekki á milli mála, að
það sé fyrst og fremst, að við
verðum að fylgjast með umferð
umhverfis landið. Við verðum að
vita um það, hverjir fara um
okkar næsta nágrenni. 1 þessu
sambandi er ómetanlegt það starf,
sem rekið er frá Keflavíkurflug-
velli af Atlantshafsbandalaginu.
Við getum ekki gert okkur grein
fyrir þvi, Islendingar, hvaða hætt-
ur steðja að öryggi okkar, ef við
höfum ekki fullkomnar upplýs-
ingar og yfirlit yfir þá og þau
tæki, sem eru á ferð og á sveimi
umhverfis okkar land.
Þá hlýtur það og að vera skylda
okkar að fylgjast svo með alþjóða-
stjórnmálum, að við gerum okkur
grein fyrir því, hvort á hverjum
tíma sé um hættuástar.d að ræða
eða ekki.
Ráðherrann endaði ræðu sína á
þessum orðum:
Ég vil svo að lokum, herra for-
seti, leggja áherzlu á það, sem hér
hefur verið á minnzt, að það er
Geir Hallgrfmsson, forsætisráð-
herra,
Gils Guðmundsson, alþingis-
maður, helzti andmælandi sam-
komulagsins f varnarmálum.
Einar Agústsson utanrfkisráð-
herra.
AIÞinCI
nauðsyn að Islendingar reyni
eftir fremsta megni að ná sem
mestri samstöðu í meðferð utan-
ríkismála sinna. Það á ekki að
nota utanrikismálin sem tæki eða
vopn i baráttu flokkanna innan-
lands. Vió eigum að hefja okkur
upp yfir það að gera utanríkis-
málin á ábyrgðarlausan hátt að
bitbeini i innanríkismálabaráttu
okkar. Þegar við leitum sem við-
tækastrar samstöðu meðal þjóðar-
innar þá held ég, að það fari ekkí
að milli mála, að takmarkið hljóti
að vera að vernda sjálfstæði og
öryggi landsins. Hér á Alþingi eru
fulltrúar 5 stjórnmálaflokka. Ég
hygg, að það sé hægt að segja, að
þrír þeirra hafi skýra og ákveðna
afstöðu til þess að þátttaka í
varnarbandalagi Atlantshafsríkj-
anna sé Islendingum nauðsynleg.
Og jafnvel mun hluti fjórða
stjórnmálaflokksins vera sömu
skoðunar, það er aðeins einn
stjórnmálaflokkur hér á Alþingi
Islendinga, sem telur það ekki
þjóna sjálfstæðishagsmunum Is-
lendinga. I þessum efnum er því
mjög víðtæk samstaða meðal Is-
lendinga, hvað snertir þátttökuna
í Atiantshafsbandalaginu. Og ég
hygg, að varðandi spurninguna
um dvöl varnarliðs á Islandi, þá
sé einnig töluverð samstaða
meðal þessara flokka. Við teljum
eðlilegt og sjálfsagt, að hér séu
varnir í landinu fyrst um sinn, en
leiður munu að einhverju leyti
skilja, þegar meta á viðhorfin i
alþjóðastjórnmálum að þessu
leyti, hve miklar varnirnar skulu
vera, hve víðtæk varnar- og eftir-
litsstöð skuli vera, sem héðan er
rekin og hvernig vörnunum skuli
háttað. Vió skulum fremur leita
samstöðu að þessu leyti, þessir 3
stjórnmálaflokkar og jafnvel 4
stjórnmálaflokkar,. sem hér eiga
fulltrúa á Alþingi, heldur en gera
mikið úr því, sem kann að skilja á
milli okkar i einstaka túlkunar-
atriðum eða matsatriðum á þessu
sviði. Á þessum grundvelli hygg
ég, að unnt sé að ná víðtækri
þjóðarsamstöðu í varnar- og
öryggismálum, sem er skilyrði
fyrir því, að við getum tryggt
sjálfstæði okkar í framtíðinni.
Steingrimur Hermannsson (F)
ítrekaði að stefna Framsóknar-
flokksins í þessum efnum væri
óbreytt. Framsóknarflokkurinn
vildi vinsamleg samskipti við
allar þjóir, ekki sízt hinar vest-
rænu, sem við ættum nánust
menningar- og viðskiptatengsl
við. Afstaða Framsóknarflokksins
til NATO væri og skýr og ljós.
Starfsemi þess hefði færzt út á
fleiri svið en varnarmálanna
einna, sem okkur væri hagkvæmt
að eiga aðild að. Hinsvegar vildi
flokkurinn ekki hafa hér her á
friðartimum. Erfitt væri að vísu
að skilgreina, hvað væru friðar-
tímar, en að sínu mati væru þó
aðstæður slíkar nú, að friðartímar
teldust.
Hann fór nokkrum orðum um
„kafbátaeftirlit" héðan, sem virt-
ist vestrænum þjóðum mjög þýð-
ingarmikið og gerði „Keflavíkur-
stöðina ef til vill — ég veit það
ekki gjörla — nær ómissandi
fyrir vestrænt varnarsamstarf".
Steingrímur taldi samninginn
áfanga að settu marki um brott
för hersins, sem hér ætti ekki að
vera á skýlausum friðartimum.
Einar Ágústsson, utanrikisráð-
herra, talaði siðastur í um-
ræðunni. Hann sagði Fram-
sóknarflokkinn einhuga um aðild
að NATO. Hinsvegar vildi
flokkurinn ekki hafa hér her á
friðartímum. Þessi stefna væri
óbreytt og þetta samkomulag spor
í þá átt. Ráðherrann gerði grein
fyrir stefnuyfirlýsingu núverandi
stjórnar í þessu efni „öryggi
landsins skyldi tryggt með aðild
að Atlantshafsbandalaginu og
haft yrði sérstakt samstarf við
Bandaríkin meðan hér væri starf-
rækt varnar- og eftirlitsstöð á
vegum bandalagsins." Síðan
ræddi ráðherrann um efnisatriði
samkomulagsins nú og breytta
skipan á framkvæmd varnar-
samningsins frá 1951, sem ekki
hefði verió sagt upp né breytt á
nokkurn hátt.
Hann las upp bréfaskriftir milli
sín og Bandarikjamanna hér að
lútandi, þar sem m.a. segir:
„Ríkisstjórnir okkar eru sám-
mála um að núverandi ástand
heimsmála svo og öryggismála Is-
lands og þeirra ríkja, sem aðíld
eiga að Atlantshafsbandalaginu,
sé þannig háttað, að enn sé þörf
fyrir aðstöðu, sem varnarliðið á
Islandi hefur notið samkvæmt
ákvæðum samningsins, á þann
hátt, sem báóir aðilar geta sætt
sig við.“
Þá ræddi ráðherrann um, að
samkomulag um breytta fram-
kvæmd varnarsamningsins fæli
ekki i sér neinar breytingar á
samningnum sjálfum, og því
hefði ekki verið þörf á að leggja
málið sérstaklega fyrir Alþingi.
Hann ræddi og um ákvæði bókun-
ar um samstarf, sem nauðsynlegt
væri, vegna aðskilnaðar flugs og
varnarstarfa á vellinum, þátttöku
íslendinga í eftirlitsstörfum og
annarra breytinga á framkvæmd
samningsins.
I lok máls síns sagði ráðherr-
ann, að hér væri um frestun en
ekki fráhvarf á markaðri stefnu
flokks sins um brottför varnar-
liðsins.