Morgunblaðið - 05.12.1974, Síða 22

Morgunblaðið - 05.12.1974, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1974 Lars Huldén í Norræna húsinu Á siðari bókmenntakynningu Norræna hússins laugardaginn 7. desember kl. 16:00 kynna sænski og finnski sendikennarinn nýjar athyglisveróar bækur á bóka- markaði sinna heimalanda. Rit- höfundurinn prófessor Lars Huldén, formaður finnsk-sænska rithöfundasambandsins, verður gestur á þessari kynningu. Lars Huldén er prófessor við norrændudeild Helsingforshá- skóla. Hann hefur samið átta ljóðabækur, og sú nýjasta, Lásning för vandrarer, er einmitt að koma út þessa dagana, og enn- freihur hefur hann skrifað leik- rit, nánast í kabarettstíl. Auk þess hefur hann birt margt visindalegs eðlis, s.s. doktorsritgerð um sagn- beyginguna f Österbottensænsku, greinar um örnefni og staðarnöfn, og hann er mikill Bellmans- fræðingur. Prófessor Huldén er staddur hér á vegum Norræna hússins og Háskóla íslands þar sem hann flytur einmitt fyrirlest- London, 4. des. Reuter. HÁVÆRAR deilur hófust í dag um þær fyrirætlanir brezku stjórnarinnar aö ieggja niöur aö mestu leyti þaö sem eftir er af alþjóö- legu varnakerfi Breta. Bú- izt er við að þessar deilur aukist stig af stigi þangað til endanlegt frumvarp um sparnaöaráætlanirnar verða lagðar fyrir þingiö eftir áramótin. Jafnframt býr stjórnin sig undir að skýra bandalagsríkjum Breta í Evrópu, við Miðjarðarhaf og í Asíu frá þessum samdrætti í vörnum Breta og hernaðarskuld- bindingum þeirra. Endanleg ákvörðun um sparnaðaráætlan- irnar verður ekki tekin fyrr en að loknum þessum viðræðum. Þær verða heldur ekki samþykktar ef einhver hópur þingmanna Verka- mannaf lokksins leggst gegn þeim. Sparnaðaráætlanirnar miða að því að rétta við greiðsluhalla Breta og þær eru í samræmi við þá stefnu stjórnarinnar að kalla heim allt brezkt herlið austan Súez-skurðar svo að Bretar geti betur einbeitt sér að sameigin- legum vörnum NATO í Evrópu. Gert er ráð fyrir að herútgjöld verði lækkuð um 4.700 milljón pund á tíu árum samkvæmt áformunum, þar af um 300 milljónir 1975—76, um 500 milljónir á ári 1978—9 og um 750 milljónir á ári 1983—84. Fækkað verður um 35.000 menn Pílagrímar í flugslysi Colombo4. des. — Reuter. SEINT I kvöld hrapaði hollenzk leiguflugvél til jarðar I Sri Lanka og braust út eldur í vél- inni. Innanborðs voru 182 píla- grímar á leið til Mecca. Ekki var vitað hvort einhver hefði komizt Iffs af. Valur og FH sigruðu Tveir leikir fóru fram í Islands- mótinu í, handknattleik í gær- kvöldi. Valur sigraði Gróttu með 17—15 (7—8) og FH sigraði Ar- mannmeð20—15 (8—10). ur um Bellman, fimmtudaginn 5. desember kl. 17:00. Á bókmenntakynningunni á laugardag mun Lars Huldén ræða þær finnsk-sænsku bókmenntir, sem eru efst á baugi nú, einkum kvæði, og ásamt finnska sendi- kennaranum mun hann einnig ræða nokkuð um þær tvær bækur, sem tilnefndar hafa verið til bók- menntaverðlauna Norðurlanda- ráðs. Auk þessa gefur finnski sendikennarinn nokkurt yfirlit yfir þann finnska bókakost, sem til er i Bókasafni Norræna húss- ins. Ingrid Westin, sænski sendi- kennarinn, kynnir ýmsar at- hyglisverðar, nýjar sænskar bækur, og fjallar ennfremur nokkuð um höfunda þeirra sænsku bók, sem til greina koma við úthlutun bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs, Sven Del- blanc og Göran Palm. Þessi bókmenntakynning er öllum opin. í 370.000 manna herafla Breta og um 30.000 óbreyttum borgurum sagt upp. Lítillega verður fækkað í setuliðinu í Hong Kong, en her- stöðvum Breta á Gan og Mauritius verður lokað og flestir hermenn Breta i Singapore verða kvaddir heim. — Miki Framhald af bls. 1 áttu þeirra um stöðu flokksfor- seta. Miki hefur setið á þingi siðan 1937. Hann var þá þrítugur og yngsti þingmaðurinn sem þá hafði verið kjörinn I Japan. Hann hefur lýst þvi yfir að hann hyggist breyta verulega tilhögun- inni á kosningu forseta flokksins. Um það var deilt þegar Tanaka sagði af sér hvernig kjósa ætti forseta flokksins. Jafnframt hyggst Miki endur- skoða kosningakerfið í Japan, kosningasjóði og samskot í þá og notkun pólitiskra sjóða. — Ródesía Framhald af bls. 1 Þjóðernissinnaforingjarnir tveir, Joshua Nkomo og séra Nda- baningi Sithole fengu i fyrra mánuði að fara til sams konar fundar í Lusaka. Orðrómur var á kreiki í Lusaka í kvöld að emb- ættismenn Ródesíustjórnar tækju einnig þátt í fundinum til að finna lausn á stjórnarskrárlegum deilum Ródesíu við Bretland og baráttunni milli hvita minni- hlutans og svarta meirihlutans í landinu. Þetta fékkst þó ekki staðfest. — Hartling Framhald af bls. 1 í síðustu kosningum), Jafnaðar- menn 26,9% (25,7%), Framfara- flokkurinn 12,9% (15,9%), Rót- tæki vinstri flokkurinn 11,1% (11,2%), Sósfalfski þjóðarflokk- urinn 8,5% (6,o%), Ihaldssami þjóðarflokkurinn 7,3% (9,2%), Kommúnistar 4,3% (3,6%), Kristilegi þjóðarflokkurinn 4,2% (4,0%), Miðdemókratar 3,0% (7,8%) og Réttarsambandið 2,7% (2,9%). Stjórnmálaflokkarnir vinstra megin við ríkisstjórnina sögðu að heiidarlausnin færi í sér óviður- kvæmilega íhlutun í frjálsan samningsrétt verkalýðsfélaganna, en hægri flokkarnir voru ekki á einu máli. Þeir kváðust þó álíta það óaðgengilegt að rikisstjórnin fyrirskipi launastöðvun án þess að aðilar vinnumarkaðarins hafi fengið að reyna samningaleiðina. Formaður danska Kommúnista- flokksins, Knud Jespersen, kvað heildarlausnina vera „stríðsyfir- lýsingu á hendur launþegum", og svipað sagði Gert Petersen, tals- maður Sósíalíska þjóðarflokksins. Anker Jörgensen, leiðtogi jafn- aðarmanna, sagði að stjórnin ætti enga möguleika á að koma áætlun sinni í gegnum þingið, og váeri aðeins að notfæra sér alvarlegt efnahagsástand Danmerkur til eigin hagsbóta. Jens Möller, úr Kristilega þjóðarflokknum, var sá eini sem studdi heildarlausnina. Formaður Framfaraflokksins, Mogens Glistrup, sagðist geta samþykkt ákveðin atriði hennar, en ekki önnur. Talsmenn Ihaldsflokksins og Réttarsambandsins sögðu báðir, að heildarlausnin væri greinileg kosningaögrun. Dönsku dagblöðin telja að kosn- ingarnar verði í janúar, og er helzt talað um 14. eða 21. janúar. — Jólasöfnun Framhald af bls. 2 þeim jafnframt stuðning á undan- förnum árum. Nefndin mun ekki efna til söfn- unar á fatnaði fyrir jólin að þessu sinni. Veldur því meðal annars skortur á hentugu húsnæði. Þá vill nefndin beina því til fólks, að umsóknir um jólaglaðn- ing berist henni sem allra fyrst, og að það þarf að endurnýja um- sóknir fyrir þá, sem áður kunna að hafa notið úthlutunar. Skrifstofa Mæðrastyrksnefndar er að Njálsgötu 3. Þar er tekið á móti umsóknum og framlögum. Skrifstofan er opin kl. 10—6 dag- lega, sími 14349. (Fréttatilkynning frá Mæðra- styrksnefnd). — 37 hross Framhald af bls. 2 endur eru að hestunum og nokkrir þeirra vilja fá hunda að auki, hestunum til félagsskapar. Þá hafa einnig verið töluverðir flutningar á lopa héðan með flug- vélum Iscargo, bæði til Norður- landa og Hollands. Heim hafa flugvélarnar oft og tíðum flutt húsgögn og ýmis heimilistæki. Telja forráðamenn Iscargo að flutningar með vélum félagsins hafi meira en tvöfaldast í ár frá því sem var í fyrra. — Uppivöðslu- samir Framhald af bls. 40 þykir þeim matur í því, þegar konur sitja einar undir stýri í bilunum. Þá gera þeir sér leik að því að halda bílunum kyrrum eða hindra þá í að komast leiðar sinnar. Lögreglan segir, að jafn- vel hafi legið við slysum af þess- um sökum, þar eð ekki hafi allir bilstjórar sömu biðlund gagnvart ærslum unglinganna. Lögreglan í Árbæ hafði einnig orð á þessan uppöðslusemi unglinganna, kvað mikið kvartað undan því að hangið væri aftan i bílum, en minna um það að foreldrar sæju til þess að unglingarnir héldu sig heima eftir að kvölda tæki. — Coppelína Framhald af bls. 2 nemendur úr Ballettskóla Þjóð- leikhússins þátt í sýningunum. 1 öllum ballettunum eru mörg eindansarahlutverk, og því reynir mjög mikið á hvern ein- stakling í flokknum. Á fundinum kom fram, að nú væru hafnar æfingar á Coppeliu, og er ætlunin að frumsýning á ballettinum fari fram i febrúarlok. Ætlunin er að fá dansara til liðs við Is- lenzka dansflokkinn erlendis frá, og mun ákveðið að Þórar- inn Baldvinsson komi heim frá Englandi, þar sem hann hefur starf að að undanförnu. Þjóðleikhússtjóri sagði, að ör- lög íslenzka dansflokksins yrðu ráðin á næstunni, en starfsemi hans hefur byggst á sérstakri fjárveitingu, án þess að gert hafi verið ráð fyrir því í f járlög- um. Fjárveitingin nam sex milljónum króna á síðasta ári, en nú hefur verið sótt um níu milljón króna framlag til þess- arar starfsemi fyrir næsta ár. — IRA Framhald af bls.7 að þeir séu hræddir við að opna munninn og tala með írskum hreim og sumir hafa ekki mætt til vinnu undanfar- ið. Þessi viðbrögð — að maður snúist gegn manni — eru IRA kær. Ef nýju lögin reynast áhrifalítil, má búast við því að ríkisstjórnin grípi næst til þess ráðs að innleiða nokkurs konar vegabréfaskyldu, svip- að og var í síðari heims- styrjöldinni. Þá sér þjððin loks að hún á í stríði. — Háspenna Framhald af bls. 18 verið sjónarmið Norðlendinga, að fyrsta skryfið hefði átt að vera að nýta einhverja þá mörgu virkjunar- möguleika, sem fyrir væru f fjórð- ungnum, áður en byggðalfnan væri byggð. svo hægt væri að flytja eftir henni rafmagn milli landshlutanna beggja vegna frá. Ákvörðun um hálendislfnu sem siðar var breytt f byggðalfnu, hefði verið tekin af ráð- herranum án samráðs við sveitar- félög á Norðurlandi og í andstöðu við flesta forvigismenn þeirra. Þá ræddi Lárus um Laxárvirkjun, Kröfluvirkjun og orkumál Norðlendinga í heild. sem skilist væri við ! hinum mesta vanda, sem sizt væri til að státa af. Magnús Kjartansson teldi að fram- kvæmdir við byggðallnu hefði getað hafist seinni hluta september- mánaðar sl. Nú væri nýbyrjaður desembermánuður. Það væru furðu- legt að útskýra orkuvanda Norðlend- inga nú, og um mörg undanfarin ár, með nokkurra vikna seinkun á þess- ari umdeildu Ifnu, sem að auki tæki a.m.k. tvö ár að byggja. þegar fjár- magn til hennar væri tryggt, sem ekki væri. Þar að auki hefði Magnús vanrækt að ákveða einhvern framkvæmda- aðila til að sjá um framkvæmd linu- lagnarinnar. Það hefði verið nú- verandi orkuráðherra, sem falið hefði RARIK framkvæmd verksins. Jafnvel byggðalfnan og hvern veg væri að henni staðið. væri tvíbent hrósefni fráfarandi orkuráðherra. Magnús Kjartansson og Matthias Mathisen tóku enn til máls. Þá hafði Lúðvfk Jósepsson rétt gengið í ræðustól þegar forseti deildarinnar (MagnúsTorfi Ólafsson) frestaði um- ræðu. — Skákþáttur Framhald af bls. 12 (Berlínarvörnin er eitt elzta og traustasta afbrigðið i spönskum leik). 4. 0-0 — Rxe4, 5. d4 — Rd6, (Annar möguleiki er hér 5. — Be7). 6. Bxc6 (Aðrir leikir valda svörtum litl- um erfiðleikum, t.d. 6. dxe5 — Rxb5, 7. a4 — d6! og svartur þarf ekkert að óttast). 6. — dxc6, 7. dxe5 — Rf5, 8. Dxd8+ (Ekki 8. De2(?) — Rd4!, 9. Rxd4 — Dxd4, 10. Hdl — Bg4 og svartur stendur betur). 8. — Kxd8, 9. b3 — h6, 10. Bb2 — Be6, 11. Rbd2 — a5, (Svartur hyggst skipta upp á peðum á drottningarvæng og nýta þannig peðameirihluta sinn þar. Til greina kom einnig 11. — Ke8 ásamt Hd8). 12. c4 — a4,13. h3 — c5, 14. Re4 — b6, 15. g4 — Re7, 16. Kg2 — g5, 17. Kg3 — Rg6, 18. h4 — Rf4? (Þessi leikur leiðir til peðtaps; betra var 18. — Rxh4). 19. Hfdl+ — Ke7, 20. Hd2 — axb3 21. axb3 — Hxal, 22. Bxal — Rg6, (Svartur átti ekki annarra kosta völ). 23. hxg5 — hxg5, 24. Hdl! (Peðið hleypur ekki og svarti hrókurinn má ekki komast til hl). 24. — Bg7, 25. Rexg5 — Bc8, (Betra var 25. — Ha8). 26. Re4 — Bb7, 27. Rd6! (Skemmtilegur leikur, sem ger- ir út um skákina). 27. — cxd6, 28. exd6+ — Kd7, (Ekki 28. — Kf8 vegna 29. d7 og vinnur). 29. Bxg7 — Bxf3, 30. Kxf3 — Hh3+, 31. Ke4 — Hxb3, 32. f4! — Hb4, 33. f5 — Rh4, 34. Hcl — Hb3, (Auðvitað ekki 34. — Kxd6 vegna 35. Bf6 og riddarinn fellur) 35. Be5 — Rg2, 36. Hc3 — Hbl, 37. Bg3 (Nú er svarti riddarinn dauð- ans matur). 37. — Hdl, 38. Kf3 — Hd2, 39. Ha3 og svartur gafst upp. r — Agæt frammistaða Framhald af bls. 39 að síðustu skiptingu i hlaupinu hafi Durham-skólinn verið í öðru sæti, um 50 metrum á eftir Birmingham. Var gífurlega mikil barátta á lokasprettinum, en þá kom fram á sjónarsviðið sterkur hlaupari frá háskólanum í Sheffield og blandaði sér í barátt- una. Lyktaði þessu 30 kílómetra hlaupi með því, að Birmingham- skólinn sigraði á 86:14 mín., Sheffield-skólinn varð annar á 86:16 mín. og Durham-skólinn þriðji á 86:17 min. Munaði því aðeins 3 sek. á fyrstu og þriðju sveit. Tími Sigfúsar í hlaupinu var 14,12 mín., en ágúst átti þriðja beztan tima Durhammanna 14,20 min. — Hefðum við haft okkar bezta mann, Phil Dum, þykjumst við vissir um að hafa unnið yfir- burðasigur, sagði Ágúst, — en hann meiddist á æfingu nokkru fyrir hlaupið. — Frammistaða okkar í hlaupinu var hins vegar mikilsverð, þar sem vió höfum nú skapað okkur háan sess í víða- vangshlaupum brezkra háskóla. Eftir þessa frammistöðu i Leeds sjáum við möguleika á góðri frammistöðu í Hyde Park Relay, sem fram fer i London i febrúar. Ágúst sagði, að hann og Sigfús æfðu nú mjög vel. — Ég tel að við séum i góðu formi núna, sagði Ágúst, og bætti því við, að hann væri nú alveg laus viðmeiðsli.sem drógu úr honum við æfingar sl. vetur. Næsta mót, sem þeir Sigfús og Ágúst keppa í, verður innan- hússmót, sem haldið verður 3. og 4. janúar n.k. — Ný þingmál Framhald af bls. 18 Nesstofa. Olafur G. Einarsson (S) beinir fyrirspurn til menntamálaráð- herra, þess efnis, hvort ríkis- stjórnin hafi ákveðið að nota heimild í fjárlögum til að festa kaup á Nesstofu. Rannsókn á kostnaði við fiskveiðar. Jón Á. Héðinsson (A) flytur þingsályktunartillögu, svohljóð- andi: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að fela Þjóðhags- stofnun sérstaka rannsókn á kostnaði á veitt kíló af bolfiski hjá ýmsum flokkum fiskiskipa-i flotans. Einkum skal lögð áherzla á athugun á eftirtöldum kostnaóarliðum, pr. veitt kíló: stofnkostnaði, oliu, veiðarfærum, tryggingum, viðhaldi og launa- greiðslum. Athugunin nái yfir ár- in 1971 — 1974.“ Innflutningur og eldi sauðnauta. Landbúnaðarnefnd neðri deiid ar endurflytur frumvarp til laga um innflutning og eldi sauðnauta. Frumvarpið gerir ráð fyrir heimild til handa Búnaðarfélagi Islands í þessu skyni. Markmið: að fá úr því skorið, hvort hérlend náttúruskilyrði henta þessari dýrategund, að kanna hvort rækt- un sauðnauta geti orðið arðvæn- leg búgrein hér á landi. Bretar fara heim frá Asíu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.