Morgunblaðið - 05.12.1974, Síða 36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1974
36
Brjóstsykursnáman
eftir ALLAN
PREVER
Emil: Þetta hefur gengið eins og í sögu ....
María: Þetta eru mestu fyrirmyndar bangsar.
Rikki: En nú verðum við að flýta okkur. Lalli,
sæktu reipið og svo ráðumst við til inngöngu í tjaldið
og bindum óþokkana....
Lalli: Skal gert....
Amal Gam (vesældarlega innan úr tjaldinu): Ekki
binda fast....
Borri (illur); Haltu þér saman. Ég skal svei mér
jafna um þessa krakkaorm.... (ógnandi bjarnar-
urr) Nei, annars, það verður víst að bíða seinni tíma.
Lalli: Hérna er reipið.
Rikki: Ágætt. Komið þið og hjálpið mér... flyttu
þig svolítið, bangsi minn,... svona já, þakka þér
fyrir....
Jói: Ja, hér er nóg af brjóstsykrinum... fullar
kistur....
Emil: Og þetta höfum við allt brotið úr námunni
fyrir þá ....
Amal Gam: Æ, nú bindurðu allt of fast.
Borri: Þegiðu, vesalingur.
Rikki (yfirmáta kurteis): Og þá er röðin komin að
yður, herra Borri. Mætti ég biðja yður að setja
hendur fyrir aftan bak ... þakka yður fyrir. Þú skalt
binda saman á honum fæturna, Jói.
Sögumaður: Ja, þannig getur farið fyrir þeim, sem
halda sig ekki réttum megin við lögin. Og þegar
börnin voru búin að binda báða bófana, settu þau þá
upp í þeirra eigin hestvagn til að flytja þá til
bæjarins og þaðan í fangelsi. Það Var farið að birta af
degi, þegar þau lögðu loks af stað ....
□
Emil: Já, já, Rosa mín, ég veit, að þetta er snemma
dags en nú höldum við heimleiðis. Þú færð að sofa á
stallinum þegar heim kemur.
Rikki: Ég skal aka hinum vagninum. Er nokkur
mótfallinn því?
Jói: En Rikki, við gleymum öllum brjóstsykrinum.
Hvað eigum við að gera við hann... hér eru átta
fullar kistur....
Rikki: Við fleygjum kistunum aftur ofan í
gryfjuna... ég vil ekki sjá brjóstsykur framar....
Hankinn verður sterkari ef þið
hafið hann tvöfaldan. (Límið
saman tvo eins hanka). Litið
hankann og festið hann á jóla-
pokann með pappírsnöglum,
eins og sýnt er á mynd nr. 5.
Nú getið þið búið til lauf til
þess að skreyta pokann með
(mynd 6). Það er hægt að nota
teiknipappír i laufin og einnig
getur verið fallegt að nota mis-
litan pappír í þau. Limið laufin
á t.d. tvö, og þá er jólapokinn
tilbúinn.
Þið getið gert marga slíka
poka og haft þá mismunandi.
Síðan er hægt að hengja þá á
jólatréð og setja í þá smákökur
eða sælgæti.
Efni:
Teiknipappír
Litir
Skæri
(Glanspappír, skrautpappir)
Pappírsnaglar
Takið fyrst teiknipappírsörk
og leggið kalkipappír ofan á.
Munið að glanshlið kalki-
pappírsins á að snúa upp og
blekhliðin niður. Leggið síðan
mynd nr. 3 þar ofan á. Þegar
þið hafið dregið myndina upp
skuluð þið klippa hana út og
merkja, eins og sýnt er á mynd
1. Síðan skuluð þið merkja
punktalínurnar inn á jólapok-
ann og fara siðan með oddinum
á skærunum ofan i þær, þannig
að auðvelt verði að brjóta pok-
ann saman. Litið síðan pokann
og límið hann saman eins og
sýnt er á mynd nr. 4. Búið til
hanka úr teiknipappír, um 20
sm langan og 1 sm breiðan.
|4
ffl 1
Tte&Ímorguftkaffif)u
Það eru takmörk fyrir
því hvernig menn geta
farið með tengdamæður
sínar.
Þeir tala um spriklandi
nýjan fisk á borðið.
Þaö var hrapallegt þegar
slökkviliðsbíllinn fór
yfir brunaslönguna.
Hefur einhver tapað
lyklaveskinu sinu?
Náðu í hasshundana.
Barnió er sagt vera líkt
mér, hvernig sem nú
annars á því stendur.