Morgunblaðið - 05.12.1974, Page 37

Morgunblaðið - 05.12.1974, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1974 Evelyn Anthony: LAUNMORÐINGINN Jöhanna Kristjönsdöttir þýddi 66 vöfflum. Nóttina áður hafði henni naumast komið blundur á brá, hún hafði verið óróleg og kvíðin yfir því sem hafði gerzt. En síðar hafði ástin breytt öllu í lífi henn- ar. Aður en sú tilfinning var vak- in hjá henni hafði Keller kysst hana. Ekki vegna þess að hann vildi sýna henni blíðu, heldur til að refsa henni fyrir hroka og til að jafna aðstöðu þeirra. Hann hafði sýnt henni svart á hvítu hvaða afleiðingar það gæti haft að koma ekki fram.við hann eins og jafningja.Og svo hafði hún farið að elska hann smám saman. Kannski hafði hún elskað hann allan tímann. Kannski frá þvf þau sátu hlið við hlið í flugvélinni á leiðinni frá Beirut. Þau höfðu komið saman yfir hálfan heiminn til Bandarikjanna og á morgun ætluðu þau að fara burt saman. Vonandi fyrir fullt og allt. Hún gat ekki gert sér í hugarlund, hvernig líf þeirra tveggja myndi verða. Hún ,gat aðeins dregið ákveðnar ályktanir af þeim samverustundum, sem þau höfðu átt. Þau höfðu notið hvort annars og þeim hafði liðið svo undur vel í návist hvors ann- ars. Hann hafði losað um allar hömlur hjá henni. Hún hafði loks- ins þorað að elska og gefast hon- um á vald án nokkurrar hlé- drægni eða blygðunar. Sá hugur sem hún bar til hans sannfærði hana um tilverurétt sinn og gaf lífi hennar það gildi, sem hún hafði ekki þekkt áður. Þær til- finningar réðu því að hún var reiðubúin að yfirgefa allt og fylgja honum hvert á land sem væri. Hún hafði beðið hann i örvænt- ingu sinni fyrr um daginn að hætta við áform sitt. Vegna þess að hún hafði verið hrædd um að | missa hann. En að öðru leyti skipti hana ekki máli hvað hann var eða hvað hann hafði gert. Ef hann héldi sínu striki og tæki í gikkinn á morgun og tækist samt að komast til hennar á flug- völlinn myndi hún fara með hon- um. Svona var ástin einföld. Frum- stæð og gjöful eins og ást milli karls og konu hafði verið frá örófi alda. Dómkirkjudyrunum var lokað klukkan tiu á kvöldin. Þá lágu alltaf nokkrir á bæn. Þegar vörð- urinn tók að deyfa ljósin reis fólk- ið treglega á fætur, signdi sig og gekk hægt og hljóðlega út úr kirkjunni. Jameson hafði verið á fótum síðan klukkan sex um morguninn og hann hafði ekki getað fengið sér blund um miðjan daginn eins og honum fannst sár þörf á fyrir mann á hans aldri. Hann hafði verið með kardinálanum mest all- an daginn að hjálpa honum að undirbúa hátiðarguðsþjónustuna daginn eftir. Jameson varð hugs- að til þess, að hann vissi ekki, hversu oft kardinálinn hafði skrifað ræðuna upp. En við hverja nýja hreinritun varð hún afdráttarlausri og harðskeytt- ari. Jameson hafði gefist upp við að skipta sér af efninu, hann hafði fórnað höndum til himins og sagt blátt áfram: — Ja, nú veitir ekki af því að biðja guð að vera með okkur, yðar heilagleiki. En ég skal sjá um að vélrita þetta í kvöld. Þetta var einhver opinskáasta pólitíska árás, sem Jameson hafði nokkru sinni heyrt. Hann var gæt- inn maður og hugsaði sjálfur ekki mikið um stjórnmál. En meðan hann var að vélrita ræðuna um kvöldið gat hann ekki varizt því að dá hugrekki kardinálans vegna þess sem hann var staðráðinn í að segja, enda þótt hann væri ekki sammála honum í að gera þessa atlögu. Hann vissi að sjálfsagt öðl- aðist hann aldrei skilning á Re- gazzi kardinála. En ástandið var þó betra nú en áður: þá hafði hann alltaf misskilið hann. Kannski, hugsaði Jameson, voru allir dýrlingar eins erfiðir og kardinálinn, kannski þeir sem elskuðu guð og mannúðina væru eins fjarlægir og einir og kardin- álinn hans. Með allar þær byrðar sem Regazzi taldi sig þurfa að bera var kannski ekki að undra þótt hann gleymdi stundum að hugsa fyrir velferð þeirra og liðan, sem með honum unnu. En þó hafði það komið fyrir upp á síðkastið að hann sagði Jameson stundum að fara að hátta. Það kom Jameson alltaf á óvart. En það gerðist ekki oft, hann viðurkenndi það. Kardi- nálinn bar nokkurn ótta í brjósti vegna guðsþjónustunnar daginn eftir, en engu að síður vissi Jame- son að hann hafði tekið ákvörðun um ræðu sina að svo yfirveguðu máli, að hann myndi aldrei iðrast eftir að hafa samið hana á þann hátt sem hann gerði. Jameson var af fátæku fólki eins og Regazzi. En foreldrar hans sem voru af írskum ættum höfðu unnið hörðum höndum og tekizt að rifa sig upp úr sárustu eymd- inni og fátæktinni. Þau trúðu því að Bandaríkin væri fyrirheitna landið. Hvort sem nú hafði svo verið eða ekki voru þau staðráðin í að gera það að þvi alndi sem þau töldu það vera. Jameson lauk við að vélrita og gekk síðan til varðanna við dyrn- ar. — Allt í góðu gengi hjáykkur? — Harry hefur skoðað hliðar- ölturun og ég rannsakaði skrifta- stólana fyrir klukkustund, sagði FBI maðurinn. — Ég sé ekki að neitt sé athugavert og ekkert hef; ur verió falið neins staðar. Ég vona þér séuð ánægður. — Auðvitað! Þó maður finni nú ekki sprengju i prédikunarstóln- um! Hann reyndi að slá á létta strengi, en hvorugum manninum stökk bros. Maðurinn hélt áfram. — Við Harry verðum hér þang- að til klukkan sex i fyrramálið. Þá munum við skipta með okkur verkum og fleiri bætast við. — Min skoðun er nú sú, sagði Jameson, — að þetta sé allt heila- spuni og vitleysa. Engum dettur í hug að gera neitt af sér hér i dómkirkjunni. Ég veit ekki, hvers vegna við getum ekki fengió að vera í friði. — Þess er krafist að við gætum vel að öllu, sagði maðurinn. — Fólk í áhrifastöðum krefst vernd- ar. I siðasta skiptið sem ég kom hingað var ég við útför Roberts Kennedys. Jameson gekk frá þeim aftur, hann var dauðþreyttur, en hann varð að koma ræðuhandritinu til kardináians. Martino Regazzi var i vinnuher- bergi sínu að lesa leynilögreglu- sögu. I fyrsta skipti sem ritari hans hafði komið að honum við slika lesningu hafði kardinálinn rekið bókakápuna upp að nefinu á honum og sagt að þetta væri ekki nógu krassandi morðsaga. Þetta var eina afþreying kardinál- ans. Og þessa nótt voru taugar hans þandar til hins ítrasta og honum um megn að slaka á. Hann lagði bókina frá sér, þeg- ar Jameson barði að dyrum og kom inn. Kannski tók hann ekki eftir þreytunni á andliti ritara sins, en Jameson sagði: — Yðar heilagleiki, ef þér farið ekki og hvílist i nótt getið þér ekki flutt ræðuna á morgun. Ég vil helzt ekki láta yður fá ræðuna fyrr en i fyrramálið. — Hættu þessu nöldri, Patrick, sagði Regazzi. Ég er i miðri morð- sögu, svona líka spennandi. Sjáðu hún heitir „Leyndardómurinn f Boston“„ Ég skal lána þér hana á morgun. — Ég les ekki svona bækur, sagði Jamesson og lagði handritið á skrifborð kardinálans. Ég get hvorki lesið leynilögreglusögur né Heilaga ritningu nú orðið. Það er helzt ég lesi blöðin. En hérna er ræðan. Ég tók hana i þríriti. — Gott. Regazzi tók við handrit- inu og hvarflaði augum yfir fyrstu blaðsiðuna. — Sáuð þér kynninguna fyrir daginn á morgun i sjónvarpinu sagði kardinálinn. — Skelfing- ar væmni var það. Og einhver hafði komist að þvi að John Jack- son átti írska langalangömmu. Svo að auðvitað birtu þeir mynd- ir af honum. Alls staðar koma þeir að áróórinum. Og svo er guði fyrir að þakka að eftir morgun- daginn veit kirkjan hvar hún Hefurðu ekki 50 kall, sem þú þarft ekki að nota en mig vantar fyrir sopanum. VELVAKAIMDI ----------------------------->, Velvakandi svarar í síma 10-100 kl 10 30— 1 1.30, frá mánudegi til föstudags k____________________________y 0 FrábærDixí- landhljómsveit Svo nefnir Þórður, sem er mikill dixíland-aðdáandi, eftirfar- andi pistil: „Tvö undanfarin fimmtudags- kvöld hefur dixílandhljómsveit Arna tsleifs leikið á Hótel Borg við mikla hrifningu dansgesta. Óhætt er að fullyrða að uppkoma þessarar hljómsveitar sé einhver ánægjulegasta tilbreyting í skemmtanalffi Reykjavíkur í mörg ár. Þessi ágæta höfuðborg okkar hefur aldrei eignast djass- klúbb, visnakrá eða sjálfstæðan skemmtistað sem býður upp á eitthvað óvenjulegt. Ég vil því þakka þeim félögum í dixiland- hljómsveit Arna tsleifs fyrir hug- rekkið að leggja út á þessa nýju braut. Ég hlustaði á þá spila á Borginni á fimmtudaginn og varð yfir mig hrifinn. Hljómsveitin er vel samvirk, fjörug og spilar bráð- skemmtileg lög. Astæða þessa greinarkorns var þó ekki aðeins að hæla dixiland- bandinu, heldur sú, að nú hafa lögregluyfirvöld bannað dans- leikjahald eftir kl. 11.30 i miðri viku, vegna misnotkunar á veítt- um undanþágum. Hefur þetta bann verið látið ganga jafnt yfir alla. Eflaust var full ástæða til að stemma stigu við misnotkun á leyfum til dansleikjahalds i miðri viku, en þetta má samt ekki verða til að drepa jafn ánægjulega og menningarlega nýhreytni og dixi- bandið. Ég vil skora á lögregluyfirvöld að veita undanþágu fyrir dixí- landhljómsveitina og stuðla þannig að menningarlegu skemmtanalífi. Það ætti einnig að vera hagur borgaryfirvalda að hér þróist litríkt og menningar- legt tónlistarlíf, en allt fari ekki í sama farið. Megi dixiband Arna ísleifs verða sem flestum til ánægju og upplyftingar. Þ6rður.“ 0 Jesú-börn Hér fer á eftir bréf frá Arna Þór Hilmarssyni um Jesú- börnin svokölluðu: „Þegar ég las siðasta tölublað af Kristilegu skólablaði, rakst ég þar á grein, sem tekin hafði verið saman úr ýmsum áttum. Var greinin um hin svokölluðu Jesú- börn. Er ég las greinina, komst ég að raun um, að hún var skrifuð með það fyrir augum að deila á fyrr- nefndan hóp. Sagt er með beinum orðum, að Jesú-börnin saman- standi aðallega af fólki, sem skjóti sér þannig undan skyldum við þjóðfélagið. Alls konar kjafta- sögur eru settar fram sem eiga að sýna fram á að þetta séu hálfgerð glæpasamtök og leiðtogi þeirra siðspilltur drykkjumaður. Þar sem ég tilheyri svoköll- uðum sértrúarhópi sjálfur, veit ég, að oft er erfiðara að vera kristinn i samfélagi okkar en að standa undir þeim „byrðurn", sem samfélagið leggur á okkur, og varðandi drykkjuskap Móses Davíðs, þá leyfi ég mér að efast um að hann drekki nokkuð meira en sumir af lærifeðrum hinnar islenzku þjóðkirkju. 0 Ekki samkeppni um sálir Nú mætti halda af þessari grein í Kristilegu skólablaði, að Jesú-börnin stæðu i harðri sam- keppni um sálir, en því er öðru nær. Ég held að tala meðlima sé um sex og þar af tveir tslend- ingar. Maður líttu þér nær. Ég vil hvetja aðstandendur um- ræddrar greinar að einbeita sér heldur að því að bæta svo um heima fyrir að þessir tveir með- limir Jesu-barna-hópsins finni þar frið og kærleika. Eftir þvi sem ég les út úr greininni ætti ekki að vera svo mikill vandi að „kristna" þessa tvo villuráfandi sauði. Auk þess vil ég minna að- standendur blaðsins á orð Krists: „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum." Arni Þór Hilmarsson." 0 Happdrætti Rauða krossins Sigurv. Guðmundsdóttir, Borgargerði, Stöðvarfirði, skrifar Velvakanda bréf og biður hann um að birta vinningsnúmerið i Happdrætti Rauða krossins. Það er nú ekki venja Velvakanda að birta vinningsnúmer i happ- drættum, en hér verður gerð undantekning, þar sem tilkynn- ingin um vinningsnúmerið virðist hafa farið framhjá fleiri en bréf- ritara. Dregið var í happdrættinu 12. okt., en samkvæmt upplýs- ingum skrífstofú Rauða krossins, hafði vinningsins ekki enn verið vitjað s.l. þriðjudag, þegar þetta er skrifað. — NtTmerið er 38978. 37 Bækur til jólagjafa Nýjarbækur á hóflegu verði Úrval eldri bóka á lágu verði (Geymið bókalistann) „ Þ jóðhátíSarrolla " nýtt snilldarverk eftir Halldór Laxness. Kanske metsölubókin. „Þyrnar" og „Eiðurinn" eftir Þorstein Erlingsson, ný myndskreytt útgáfa. „Nýtt Kjarvalskver" Ný samtöl við meistara Kjar- val, hin síðustu er hann átti við Matthías. Fjöldi nýrra mynda frá vinnustofu lista- mannsins, flestar í litum. Ný skáldsaga, „Móðir sjöstjarna" eftir færeyinginn Heinesen: Hans bezta saga. Uppseld hjá forlaginu. „Paradísarvíti" ný spennandi skáldsaga eftir Þráinn Bertelsson. Ævisaga listmálarans Gunn- laugs Scheving, ein forvitni- legasta bók ársins. „Þjóðsagnakver Helgafells" sjötta hefti, myndskreyttar þjóðsögur eftir Harald Guð- bergsson. Fyrri fimm hefti, einnig Dimmalimm, enn til hjá forlaginu. „Möttull konungur" spennandi ný skáldsaga eftir Þorstein frá Hamri. „Óðurtil íslands" eftir snill- inginn Hannes Pétursson. Hörður Ágústsson hefur annast útgáfuna, gert allar teikningar og hannað band bókarinnar. Mjög falleg bók. Þjóðhátíðarútgafa í sáralitlu upplagi. Allar skáldsögur Halldórs Laxness til í fallegum útgáf- um. Verk eftir Davfð Stefáns- son frá Fagraskógi, Þórberg Þórðarson, Tómas Guð- mundsson, Jónas Hallgríms- son, Hannes Hafstein, Jón frá Kaldaðarnesi, Steingrím Thorsteinsson, Stefán frá Hvítadal, Stein Steinarr, Ævi- saga Eldprestsins, Jóns Steingrímssonar og margt fleira. Helgafell, Unuhúsi. Einnig hjá öllum bóksölum landsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.