Morgunblaðið - 05.12.1974, Page 40
Konson
^öffí seíS
vermir
RONSON
FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1974
Geirfinnsmálið:
Hinir eftirlýstu
gáfu sig ekki fram
HVORUGUR mannanna, sem
auglýst var eftir f gær f sambandi
við Geirfinnsmálið, hafði gefið
sig fram þegar Mbl. hafði sam-
band við Hauk Guðmundsson,
rannsðknarlögreglumann f Kefla-
vfk, í gærkvöldi. Verður nú farið
að grennslast eftir þeim, m.a.
verður reynt að hafa upp á Fiat-
bflnum með G-númeri, sem annar
mannanna var á þegar hann kom
á smurstöð á Akureyri í fyrri
viku. Stöðugt er unnið að könnun
á háttum þeirra manna, sem fólk
hefur bent á f sambandi við sfm-
hringinguna úr Hafnarbúð
kvöldið sem Geirfinnur hvarf.
Hefur Keflavfkurlögreglan
fengið sérstaka aðstöðu f
lögreglustöðinni f Reykjavík, og
þar unnu fjórir menn að rann-
sókn málsins f gær, þrfr úr Kefla-
vfk og einn úr Reykjavík. Jafn-
framt hefur rannsóknarlögreglan
í Reykjavfk haldið áfram rann-
sókn.
Þá hefur Skarphéðinn Njáls-
son, lögreglumaður úr Keflavík,
unnið að rannsókn málsins uppi
við Sigöldu. Hefur hann yfirheyrt
mjög marga aðila og margt fróð-
legt komið fram í þvi, sem kannað
verður nánar. Hann hefur m.a.
sent til Reykjavíkur myndir af
nokkrum mönnum sem ástæða
þykir til að kanna nánar. Var von
á Skarphéðni frá Sigöldu í gær-
kvöldi. Haukur Guðmundsson bað
Mbl. að ítreka, að menn þeir, sem
auglýst var eftir í gær vegna Geir-
finnsmálsins, þ.e. sá sem Geir-
finnur ræddi við í veitingahúsinu
Klúbbnum sunnudagskvöldið
áður en hann hvarf, og sá sem
kom á smurstöðina á Akureyri,
gefi sig tafarlaust fram.
Eins og gjarnan vill verða í sam-
bandi við svona mál, hafa margs
konar kjaftasögur komizt á kreik.
Venjulega hafa slikar sögur
reynzt uppspuni einn, og svo mun
vera í þessu tilfelli. Lögreglan vill
sérstaklega vara fólk við að leggja
trúnað á allan söguburð í sam-
bandi við þetta mál.
V-Þjóðverjar
valdir að veið-
arfæratjóni
ÞRÍR bátar urðu fyrir tölu-
verðu veiðarfæratjóni af
völdum v-þýzkra togara út af
Suðvesturlandi í vikunni.
Bátarnir höfðu lagt net sín og
fóru aðfaranótt þriðjudagsins
að vitja um þau. Kom þá í ljós
að töluvert var búið að um-
turna þeim og þegar betur var
að gætt kom í ljós að vb. Gríms-
eyingur frá Grindavík hafði
misst tvær trossur, Hagbarður
frá Keflavík eina og Ljósfari
hálfa trossu. Að sögn forráða-
manns Grímseyings voru tross-
urnar kyrfilega merktar, t.d.
með ljósum. Um fimm v-þýzkir
togarar voru þarna í nágrenn-
inu, og þarf ekki að vera nema
einn togarinn hafi togað í
gegnum trossurnar til að valda
þeim spjöllum sem urðu.
Uppvöðslusam-
ir unglingar
LÖGREGLUNNI hafa sfðustu
daga borizt margar kvartanir
vegna uppvöðslusemi unglinga á
götum. Mikið er um að
unglingarnir hangi aftan í bílum
eftir að snjórinn kom og jafnvel
svo margir í einu að bllarnir
komast ekkert áfram I hálkunni.
Að sögn lögreglunnar í Kópa-
vogi hefur hún þurft að hafa sér-
stakan lögreglubíl i því að hafa
eftirlit með unglingum á götum í
kringum Þinghólsskóla, sérstak-
lega þó á Kópavogsbrautinni. Þar
sitja þeir um bílana og einkum
Framhald á bls. 22
Brutu flöskur á
höfði húsráðenda
MAÐUR nokkur, sem var á leið
heim til sfn s.l. mánudagskvöld,
nokkuð við skál, bauð inn til sín
tveimur mönnum sem hann hitti
á ferð sinni. Þágu þeir heimboðið
í kjallaraíbúð mannsins, sem er í
vesturborginni. Menn þessir voru
líka eitthvað við skál. Seinna um
kvöldið slettist eitthvað upp á vin-
skapinn, og varð endirínn sá, að
gestirnir brutu tvær stórar rauð-
vínsflöskur á höfði húsráðanda og
skildu hann þannig eftir vankað-
an eftir höggin og auk þess
blóðugan og skorinn á höfði eftir
glerbrotin. Hafði hann samband
við rannsóknarlögregluna, sem
fljótlega hafði upp á mönnunum.
Viðurkenndu þeir brot sitt. Engu
munu þeir hafa stolið úr íbúð
mannsins.
Loksins er snjórinn kotninn fyrir alvöru, og þá eru krakkarnir ekki lengi að fara á
kreik. Von bráðar höfðu þeir fylkt sér á Arnarhólinn og brunuðu á snjóþotum
sínum niður hallann. (Ljósm. Mbl. Emilía)
Stj órnarfrumvarp
um nýtt útvarpsráð
LAGT hefur verið fram á
Alþingi frumvarp til laga
um breytingu á útvarpslög-
um (nr. 19/4.971). Megin-
efni frumvarpsins er að út-
varpsráð skuli skipað 7
mönnum koshum hlutfalls-
kosningum á Alþingi eftir
hverjar alþingiskosningar.
Menntamálaráðherra skal
skipa formann og varafor-
mann úr hópi kjörinna út-
varpsráðsmanna. Útvarps-
stjóri skal eiga sæti á fund-
um ráðsins með málfrelsi
og tillögurétti.
1 gildandi útvarpslögum
frá árinu 1971 er mælt
fyrir um, að útvarpsráð
skuli kosið á fjögurra ára
fresti. Þar áður voru laga-
ákvæði á þá lund, sem nú
er lagt til að verði. Með því
er tryggt að skipan út-
varpsráðs, sem ber að gæta
fyllstu óhlutdrægni, verði
jafnan í samræmi við skip-
an Alþingis.
Sótt um heimild til smíði
4ra skuttogara í Póllandi
RlKISSTJÓRNIN hefur
fengið umsókn frá fimm
útgerðarfyrirtækjum um
heimild til að láta smíða
fjóra skuttogara í Póllandi.
Þessir togarar verða minni
en þeir sem hingað til hafa
verið smíðaðir fyrir ís-
Fjárhagsáætlun fyrir Reykjavík-
urborg árið 1975 hækkar um 52%
FRUMVARP að fjárhagsáætlun
Reykjavíkurborgar fyrir árið
1975 verður tekið til fyrstu um-
ræðu á fundi borgarstjórnar í
dag. Niðurstöðutölur frumvarps-
ins eru 5,9 milljarðar króna, en
niðurstöðutölur f járhagsáætlunar
fyrir árið 1974 voru 3,8 milljarðar
króna. Rekstrargjöld eru áætluð
samkvæmt frumvarpinu 3,9
milljarðar króna, en voru 2,7
milljarðar á fjárhagsáætlun
þessa árs. Framlög til verklegra
framkvæmda eru áætluð 1,9
milljarðar króna, en voru hins
vegar á fjárhagsáætlun þessa árs
1,1 milljarður króna.
Útsvarstekjur Reykjavfkur-
borgar eru áætlaðar 3.199 millj.
kr. á næsta ári en voru 1.906 millj.
kr. i fjárhagsáætlun þessa árs.
Reiknað er með 10% aukaálagi á
útsvör þannig að útsvarsálagið
verði 11% i stað 10%. Tekjur af
fasteignagjöldum eru áæltaðar
770 millj. kr. Gert er ráð fyrir að
aðstöðugjaldið gefi 802 millj. kr.
og tekjur úr Jöfnunarsjóði sveit-
arfélaga nemi 591 millj. kr.
Stærsti hluti rekstrafgjalda fer
til gatnagerðar eða 1.172 millj.
króna. Næst stærsti gjaldaliður-
inn eru félagsmálin, en til þeirra
er ráðgert að verja 894 millj. kr.
Til fræðslumála er ráðgert aó
verja 690 millj. kr. og til heil-
brigðis- og hreinlætismála 401
millj. kr. Til listastarfsemi,
iþrótta og útivistarmálefna er ráð-
gert að verja 350 millj. kr. Stjórn
borgarinnar mun samkvæmt áætl-
uninni kosta 185 millj. kr.
Niðurstöðutölur frumvarpsins
hækka um rúmlega 50% frá fjár-
hagsáætlun þessa árs. Samkvæmt
áætluninni munu útsvör hækka
um 67%, fasteignagjöld um 28%
og aðstöðugjöld um rúm 50%. Af
gjaldaliðum hækka fræðslumál
um tæplega 50%, félagsmál um
tæp 45%, gatnagerð um 35% og
stjórn borgarinnar um 27 %.
lenzka aöila í Póllandi eða
um 450 brúttótonn að
stærð.
Matthías Bjarnason sjávarút-
vegsráóherra staðfesti þetta í
samtali við Morgunblaðið í gær og
kvað hann fyrirtækin fimm —
Krossvik á Akranesi, Hraðfrysti-
hús Stokkseyrar, Barða hf. í
Kópavogi og Miðnes hf. í Sand-
gerði og Keflavik hf., sem ætla að
láta smíða einn togarann i sam-
einingu — nýlega hafa gert samn-
ingsdrög við Pólverja um smíði
þessara fjögurra togara og sent
þau ríkisstjórninni til athugunar.
Liggur málið nú hjá lánsfjárstofn-
unum til frekari umsagnar.
Morgunblaðið hafði tal af ein-
um forráðamanna ofangreindra
útgerðarfyrirtækja til að spyrjast
fyrir um kostnað við smíði tog-
aranna en hann kvaðst ekki geta
skýrt frá honum á þessu stigi, en
fullyrti þó að verðið væri mun
lægra en ef þeir hefðu verið smið-
aðir hjá innlendum skipasmíða-
stöðvum.