Morgunblaðið - 07.01.1975, Síða 5

Morgunblaðið - 07.01.1975, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANUAR 1975 Friðrik Olafsson með á Skákþingi Reykjavíkur Fyrsta kvennaskákmótið hefst í vikunni A SUNNUDAGINN var tefld 1. umferð i Skákþingi Reykjavikur og urðu úrslit sem hér segir i A riðli meistaraflokks: Friðrik Olafsson vann Braga Kristjáns- son, Jóhann Örn Sigurjónson vann Harald Haraldsson, Jón Kristinsson vann Ómar Jónsson. Skákum Björns Þorsteinssonar og Gylfa Magnússonar og Björns Jóhannessonar og Leifs Jósteins- sonar lauk með jafntefli. Skák Jóns Þorsteinssonar og Margeirs Péturssonar var frestað sökum þess, að sá siðarnefndi er enn ekki kominn af alþjóða- unglingamóti sem fer fram í Halisberg í Svíþjóð, en er væntan- legur bráðlega. I B riðli meistara- flokks urðu úrslit þessi. Asgeir Ásbjörnsson vann Jónas P. Erlingsson, Torfi Stefánsson vann Magnús Ölafsson, Jón Þor- valdsson og Eyjólfur Bergþórsson gerðu jafntefli. Aðrar skákir í riðlinum fóru i bið. Stjórn Taflfélags Reykjavíkur hefur ákveðið að halda fyrsta op- inbera skákmótið fyrir kvenfólk í tilefni af alþjóðaári kvenna 1975. Mun þetta vera fyrsta kvenna- skákmót sem haldið hefur verið á tslandi. Mótið hefst fimmtudag- inn 9. janúar og skulu þátttökutil- kynningar berast til félagsheimil- is T.R. að Grensásvegi 44 eða í sima 83540. Það er orðið nokkuð langt siðan Friðrik Ólafsson hefur verið með á skákmóti hér innanlands. Hér teflir hann við Braga Kristjáns- son. Ljósm. EB. Spinola lætur aft- ur í sér heyra Lissabon 4. janúar — Reuter ANTONIO de Spinola, fyrrum forseti Portúgals, hefur nú aftur látið frá sér heyra um portúgölsk stjórnmál. I viðtali, sem birtist í vikuritinu Expresso, hvetur de Spinola til lýðræðis- legs, sósíalísks þjóðskipulags i Portúgal, frjálsrar samkeppni milli stjórnmálaflokka og meiri þátttöku alþýðunnar i stjórn landsins. Þá lýsir de Spinola enn ótta sínum um að landið kunni að lenda í greipum vinstra einræðis. Eru uppi vangaveltur um það í Lissabon, að þetta viðtal kunni að boða það, að de Spinola gefi kost á sér í forsetakosningunum, sem gert er ráð fyrir að verði í haust. Hótuðu Rússar samningsrofum? Washington 4. janúar — Reuter SOVÉTSTJORNIN hefur tilkynnt Bandaríkjastjórn, að hún muni ógilda viðskiptasamning ríkjanna tveggja frá árinu 1972 ef Banda- ríkjamenn reyna að þvinga fram ákvæðið um ferðafrelsi sovézkra borgara í nýja viðskipta- samningnum frá árinu 1974, að því er blaðið Washington Post segir i dag. Segir blaðið, að orð- sending þessa efnis hafi verið af- hent i síðasta mánuði. Washing- ton Post segir opinberan emb- ættismann i Washington hafa neitað, að orðsendingin hafi verið svona harðorð, og aðeins hafi ver- ið rætt um endurskoðun nokkurra atriða samkomulagsins frá 1972. Jflorjyimlilafcift MARGFALDAR H ■ X? Prir eins Happdrœtti SÍBS Auknir möguleikar allra Aukavinningurinn í ár er að venju sérstakur, Jsrír Citroen Ami bílar allir eins, þeir verða dregntr út í júní. En það er ekki aðeins aukavinningurinn sem vekur athygli, öll vinningaskrá okkar er gjörbreytt. Fjöldi yeglegra vinninga hefur margfaldast og möguleik- inn á að hreppa vinning sem munar um hefur aldrei verið meiri. Teningunum er kastatV Nú er aú vera með. Viö drögum 10. janúar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.