Morgunblaðið - 07.01.1975, Page 15

Morgunblaðið - 07.01.1975, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 1975 15 Ung svissnesk stúlka sigraði LISE-MARIE Morerod frá Sviss bar sigur úr býtum í svig- keppni sem fram fór i Garmisch-Partenkirchen í Þýzkalandi á laugardaginn. Keppni þessi var liður i heims- bikarkeppninni i Alpagreinum, og færði sigurinn Morerod upp í tíunda sæti I stigakeppninni. Þetta er fyrsti stórsigurinn sem þessi 18 ára skólastúlka frá Sviss vinnur og jafnframt fyrsti sigurinn sem Svissnesk stúlka vinnur í svigkeppni heimsbik- arkeppninnar frá árinu 1968. Brautin í Garmisch Parten- kirchen reyndist flestum kepp- endunum mjög erfið, og luku aðeins 17 af 80 keppendum keppni. I fyrri ferðinni var fall- hæðin 180 metrar og hlið 54, en í seinni ferðinni var fallhæðin enn meiri og hlið 55. Tími Morerod í keppninni var 97,32 sek. önnur varð Christa Zechmeister frá V- Þýzkalandi á 98,26 sek. og þriðja varð hin 16 ára norska stúlka Toril Fjeldstad. Anne Marie Pröll Moser, nú- verandi heimsbikarhafi kvenna, var meðal keppenda i sviginu, en í fyrri ferðinni sleppti hún hliði og var dæmd úr leik. Staðan í heimsbikarkeppni kvenna eftir þessa keppni er sú, að Anne Marie Pröll Moser hefur forystu með 69 stig, Cindy Nelsson frá Bandaríkj- unum er í öðru sæti með 56 stig. Jafnar í þriðja sæti eru Rosi Mittermaier og Christa Zech- meister frá V-Þýzkalandi með 46 stig, í fimmta sæti er Wiltrud Drexel frá Austurríki með 42 stig, sjötta er Fabienne Serrat frá Frakklandi með 38 stig, sjöunda er Monika Kas- erer frá Austurríki með 32 stig, áttunda Danielle Debernard frá Frakklandi með 29 stig, ní- unda er Marie-Therese Nadig frá Sviss með 28 stig og í tiunda sæti er svo komin Lise-Marie Norerod frá Sviss með 27 stig. Töpuðu fyrir Dönum en unnu samt körfuknattleikskeppnina Frá Gylfa Kristjánssyni, fréttamanni Mbl. með íslenzka körfu- knattleikslandsliðinu: ISLENDINGAR fengu skell I sfðasta leik sínum f kröfuknatt- leiksmótinu á Danmörku, en þá mættu þeir gestgjöfunum: Dön- um. (Jrslit leiksins urðu 97:62 fyr- ir Dani. Þrátt fyrir þetta tap sigr- aði Island i mótinu, hiaut 4 stig. Vestur-Þjóðverjar hlutu einnig 4 stig, Danir hlutu 2 og Luxem- burgarar 2. Þar sem Island og V-Þýzkaland urðu jöfn að stigum gilda úrslit f innbyrðis leik þeirra, en þann leik unnu tslend- ingar með 13 stiga mun, eins og áður hefur verið frá sagt. Mót þetta hefur engan veginn gengið hávaðalaust fyrir sig, og fengu Islendingar á sig kæru eftir leikinn við Luxemburg. Fram- kvæmdanefnd mótsins dæmdi þann leik tapaðan fyrir Island, en Islendingar neituðu að taka þá niðurstöðu til greina. Málsatvik voru þau, að Islend- ingar komu til móts þessa með 12 leikmenn. Hafði Dönum verið til- Koibeinn Pálsson átti góða leiki i vörn fslenzka liðsins. kynnt það með löngum fyrirvara, og þeir þá ekki gert neina athuga- semd. Samkvæmt reglum FIBA — Alþjóðasambands körfuknatt- leiksmanna, má aðeins nota 10 leikmenn í mótum sem fram fara á vegum sambandsins, en þetta mót var á engan hátt tengt því, og hefur það verið venja að á mótum sem þessu hafa ekki verið neinar reglur um leikmannafjölda. Enginn gerði athugasemd við það að Islendingar voru með 12 leikmenn, fyrr en eftir sigurinn yfir Vestur-Þjóðverjum, en þá fóru Danir af stað, og höfðu í frammi hótanir. Vitnuðu Islend- ingarnir tii þess sem áður hefði fram farið, og notuðu tvo leik- menn í leiknum við Luxemburg, sem ekki höfðu verið með í fyrsta leiknum. Eftir að Islendingar höfðu svo einnig unnið Luxem- burgara umhverfðust Danir og tókst að fá Luxemburgara í lið með sér. Varð að ráði að nota i leikinn gegn Dönum einungis þá leikmenn sem verið höfðu með í leiknum gegn Vestur- Þjóðverjum. I þeim leik hafði Þórir Magnússon setið hjá, vegna agabrots og við þetta bættist svo að Jón Sigurðsson varð að fara fyrirvaralaust heim á sunnudags- morguninn. Höfðu Islendingar því aðeins 9 leikmenn í siðasta leiknum, og gengu þeir til hans með hangandi hendi og úr jafn- vægi, eftir allar þær skammir sem yfir þá hafði dunið í dönsRu blöð- unum, þar sem þeir voru m.a. kallaðir fákunnandi bjálfar. En víkjum þá að leikjunum tveimur gegn Luxemburg og Dan- mörku. Naumur sigur yfir Luxemburg Til að byrja með var leikur þessi mjög jafn. Þannig var stað- an snemma i leiknum 8:8, en eftir 9 mínútna leik hafða Luxemburg náð forystunni 17:10, og á 12. minútu var staðan 24:17. Hafði Luxemburg 5:8 stiga forystu i hálfleiknum, og var staðan að honum loknum 37:31, þeim í vil. Hittni Islendinganna í þessum hálfleik var algjörlega í lágmarki, en vörnin hins vegar nokkuð góð, þó ekki eins og í leiknum gegn Þjóðverjum á föstudagskvöldið. I seinni hálfleiknum lék islenzka liðið mun betur. Þeir Þórir Magnússon og Agnar Friðriksson komust vel i gang, og var þá ekki að sökum að spyrja. Langskot þeirra höfnuðu í körfu Þórir Magnússon — skoraði 18 stig gegn Luxemburgurum. Luxemburgaranna, eitt af öðru. Eftir fimm mínútur var munur- inn aðeins eitt stig: 39:38 og eftir 9 mínútur hafði Island náð forystu 50:46. Það sem eftir lifði hálfleiksins var svo um hnifjafna baráttu að ræða. Skömmu fyrir leikslok var staðan 67:64 fyrir Is- land, en þá skoruðu þeir tvær körfur í röð og breyttu stöðunni i 68:67, sér i vil. Þegar aðeins 5 sekúndur voru til leiksloka tókst Jóni Sigurðssyni að jafna úr víta- kasti 68:68. Þurfti þvi framleng- ingu og leit um tíma ekki gæfu- lega út fyrir islenzka liðinu. Luxemburgararnir skoruðu 6 stig I röð og komust yfir í 75:70, þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Jón Sigurðsson skoraði þá tvíveg- is körfu og Kristinn bætti um betur, þannig að aftur var um íslenzka forystu að ræða 76:75. En Adam var ekki lengi í Paradís. Luxemburgararnir skoruðu þegar 15 sekúndur voru eftir 77:78 og gerðu síðan örvæntingarfullar til- raunir til þess að verjast. En Þór- ir Magnússon sýndi þá hvers hann er megnungur. Þegar tim- inn var að renna út, tókst honum að skora sigurkörfuna i leiknum, og héngu þrír menn á honum meðan hann var að skjóta. Fyrir Island skoruðu í þessum leik: Agnar Friðriksson 19, Þórir Magnússon 18, Jón Sigurðsson 15, Þorsteinn Hallgrimsson 8, Torfi Magnússon 8, Kolbeinn Pálsson, 4, Kristinn Jörundsson 4 og Birgir Guðbjörnsson 2. Beztir Islendinganna i leiknum voru þeir Kolbeinn, Agnar, Jón og Þórir. Sérstaklega þeir Agnar og Þórir sem stöðu sig mjög vel i seinni hálfleiknum og hittu þá vel. Strax að loknum leik Islands og Luxemburgar fór fram leikur miili V-Þjóðverja og Dana og unnu Þjóðverjarnir þar yfir- burðasigur 85:68. Slakur leikur Um leik Islands og Danmerkur er bezt að hafa sem fæst orð. Hann var mjög illa leikinn af hálfu Islendinga, og sigur Dan- anna var fyiliiega sanngjarn ef horft er til gangs leiksins. Það var aðeins til að byrja með sem örlitill baráttukraftur var i islenzka lið- inu og var staðan t.d. 15:13 fyrir Dani um miðjan fyrri hálfleikinn. Þegar svo halla tók undan fæti virtist áhugaleysið magnast og þvi fylgdu kæruleysisleg skot, sem Agnar Friðriksson átti góða ieiki í mótinu I Danmörku og skoraði mikið með fallegum langskotum. auðvitað mistókust. Eftir 15 minútna leik var staðan orðin 34:16 fyrir Dani, og úrslit leiksins raunverulega ráðin. I hálfleik munaði 24 stigum: 50:26 og mun- urinn var síðan 30 stig, er staðan var 70:40. Var alls ekki hægt að tala um að það væri sama lið sem lék þennan leik fyrir Isiand og það sem vann Þjóðverjana á föstudaginn, þótt það væri skipað sömu mönnunum. Vörnin var sein i hreyfingum og skotanýting með afbrigðum slæm, t.d. aðeins um 25% í fyrri hálfleiknum. Unnu Danir þarna einn stærsta sigur sem þeir hafa unnið yfir Isiend- ingum í körfuknattleikslandsleik 97:62. Stig Islands í þessum leik skor- uðu: Agnar Friðriksson 22 stig, Þorsteinn Hallgrímsson 10 stig, Kristinn Jörundsson 9 stig, Kol- beinn Pálsson 9 stig, Birgir Guð- björnsson 6 stig og Torfi Magnús- son 4 stig. Varla er ástæða til þess að hrósa neinum fyrir frammistöðu sína í leiknum. Helzt var það Agnar sem stóð upp úr, — hann var raunar eini maðurinn sem hitti sæmilega úr skotum sinum. Þjóðverjar sigruðu Vestur-Þjóðverjar sigruðu Svía f iandsleik f handknattleik sem fram fór f Minden f V- Þýzkalandi á laugardaginn með fimmtán mörkum gegn tólf. Staðan f hálfleik var tfu mörk gegn átta, Vestur-Þjóðverjum í vil. Islenzku piltarnir áttu síðasta orðið ISLENZKA unglingalandsiiðið f körfuknattleik tók þátt f Norður- landameistaramótinu, sem fram fór í Svíþjóð um sfðustu helgi. Er orðið langt sfðan að fslenzkt ungl- ingalið hefur leikið landsleiki í körfuknattleik, og piltarnir því allir nýliðar á þessum vettvangi. Reynsluleysi háði þeim þvf mjög f keppninni og fyrirfram var ekki búizt við þvf að þeir veittu and- stæðingum sfnum mikla keppni. En raunin varð hins vegar önnur. Þeir töpuðu reyndar fyrir Norð- mönnum, Finnum og Svfum með töluverðum mun, en sýndu mjög góðan leik á móti Dönum og sigr- uðu 96:83. Má þvf segja að pilt- arnir hafi hefnt fyrir tap fslenzka karlalandsliðsins f leiknum við Dani á sunnudaginn. Fyrsti leikur piltanna var við Norðmenn, en helzt var áiitið að þeir gætu staðið í þeim. En Is- lendingarnir náðu aldrei að sýna sitt bezta í þessum leik. Báru of mikla virðingu fyrir andstæðing- um sínum og voru of ragir. Lauk leiknum með sigri Norðmanna 93:67. Stighæsti islenzki pilturinn i þessum leik var Armenningur- inn Símon Ölafsson sem skoraði 17 stig. Næst var svo leikið við Svia og var þar um að ræða leik kattarins að músinni. Sænsku piltarnir eru mjög hávaxnir og vel samæfðir, og þurfti engan að undra þótt meira en helmingsmunur væri á skoruðum stigum liðanna í leikn- um: 128: 59. Stighæstur í íslenzka liðinu i leik þessum var Sigur- bergur Bjarnason sem skoraði 20 stig. Hið sama má segja um leikinn við Finna og leikinn við Svía. Finnarnir voru mörgum gæða- flokkum fyrir ofan Islendingana og sigruðu 110:68. I þessum leik var það Símon sem skoraði flest stig íslenzku piltanna 23 talsins. En Islendingarnir áttu svo eftir að segja sitt siðasta orð í mótinu. Þeir voru til muna betri aðilinn i leiknum við Dani og sigurinn var aldrei i hættu. Urslitin urðu 96:83. Simon Ölafsson skoraði flest stig í þessum leik, 20, en Þeir Árngrimur Thorlacius og Pétur Guðmundsson skoruðu 17 stig

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.