Morgunblaðið - 07.01.1975, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 07.01.1975, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANUAR 1975 Draumar og spádómar 118 Kaflar úr Laxdælu um. Það þótti mér líkara harmi en skaða, er ég þóttist þá bera eftir. Kom mér þá í hug, að brestur hafði verió í hringnum, og þá er ég hugði að brotun- um eftir, þá þóttist ég sjá fleiri brestina á, og þótti mér þó sem heill mundi, ef ég hefði betur til gætt, og var ekki þessi draumur lengri.“ Gestur svarar: „Ekki fara í þurð draumarnir." Og enn mælti Guðrún: „Sá var hinn fjórði draumur minn, að ég þóttist hafa hjálm á höfði af gulli og var settum mjög gimsteinum. Ég þóttist eiga þá gersemi, en það þótti mér helst að, að hann var nokkurs til of þungur; því að ég fékk varla valdið honum, og bar ég halt höfuðið og gaf ég þó hjálminum enga sök á því. Ég ætlaði ekki að lóga honum, en þó steyptist hann af höfði mér og út á Hvammsfjörð, og eftir það vaknaði ég. Eru þér nú sagðir draumarnir allir.“ Gestur svarar: „Glögt fæ ég séð, hvað draumar þessir eru, en mjög mun þér samstaft (líkt) þykja, því að ég mun næsta einn veg alla ráða: Bændur muntu eiga fjóra, og væntir mig þá, er þú ert hinum fyrsta gift, að það sé þér ekki girndarráð. Þar er þú þóttist hafa mikinn fald á höfði og þótti þér illa sama, þar muntu lítið unna honum, og þar er þú tókst af höfði þér faldinn og kastaðir á vatnið, þar muntu ganga frá honum. Því kalla menn á sæ kastað, er maður lætur eign sína og tekur ekkert í móti.“ Og enn mælti Gestur: „Sá var draumur þinn annar, að þú þóttist hafa silfur- hring á hendi. Þar muntu vera gift öðrum manni ágætum. Þeim muntu unna mikið og njóta skamma stund. Kemur mér ekki það að óvörum, þótt þú missir hann með druknun, og eigi geri ég þann draum lengri. Sá var hinn þriðji draumur þinn, að þú þóttist hafa gullhring á hendi. Þar muntu eiga hinn þriðja bónda. Ekki mun sá því meira verður, sem þér þótti sá málmurinn torgætari og dýrri, en nærri er það mínu hugboði, að í þann mund muni orðið siðaskifti, og mun sá þinn bóndi hafa tekið við þeim sið, er vér hyggjum að miklu sé háleitari. En þar er þér þótti hringurinn í sundur stökkva, nokkuð af þinni vangeymslu, og sást blóð koma úr hlutunum, þá mun sá þinn bóndi verða veginn. Muntu þá þykjast glögt sjá þá þverbresti, er á þeim ráðahag hafa verið.“ Og enn mælti Gestur: „Sá er hinn fjórði draumur þinn, að þú þóttist hafa hjálm á höfði af gulli og settan gimsteinum, og varð þér þungbær. Þar munt þú eiga hinn fjórða bónda. Sá mun vera mestur höfðingi og mun bera heldur ægishjálm yfir þér. Og þar er þér þótti hann steypast út í Hvamms- f jörð, þá mun hann þann hinn sama f jörð fyrir hitta á hinum efsta degi síns lífs. Geri ég nú þennan draum ekki lengri.“ Guðrúnu setti dreyrrauða, með- an draumarnir voru ráðnir; en engin hafði hún orð Sagan um manninn uppi á stóra, stóra fjallinu EINU sinni var maður, sem átti heima uppi á stóru, stóru fjalli. Eitt sinn sagði hann við sjálfan sig: „Oh mér leiðist að vera alltaf svona einn, mig langar að hafa einbvern hjá mér annan en pottinn og pönnuna og könnuna, borðið, stólinn, blómin og húsið. Á morgun ætla ég að fara niður allt stóra, stóra fjallið og finna einhvern, sem vill vera hjá mér.“ Og morguninn eftir lagði hann af stað. Þegar hann var búinn að ganga lengi lengi þá hitti hann hund. Hann spurði hundinn, hvort hann vissi um einhvern, sem mundi vilja vera hjá honum uppi á stóra, stóra fjallinu. Þá sagði hundurinn: „Má ég ekki bara vera hjá þér uppi á stóra, stóra fjallinu?" „Jú, jú,“ sagði maðurinn, og þeir fóru báðir upp á stóra, stóra fjallið. Svo þegar hundurinn var búinn að vera lengi, lengi, sagði maóurinn aftur við sjálfan sig: „Ég er orðinn leióur á að vera bara einn hjá pottinum, pönnunni og könnunni, borðinu, stólnum og blómun- um og húsinu og hundinum. Ég ætla að fara nióur allt stóra, stóra fjallið og gá hvort einhver vill vera hjá mér.“ Svo um morguninn lagði hann af stað. Og þegar hann var búinn að ganga lengi, lengi, hitti hann kú. Maðurinn spurði hana hvort hún vissi um einhvern, sem mundi vilja vera hjá honum. Þá spurði kýrin hvort hún mætti ekki vera hjá honum uppi á stóra, stóra fjallinu. „Jú, jú,“ sagði maðurinn og þau fóru bæði upp á stóra, stóra fjallið. Svo þegar kýrin var búin að vera lengi, lengi, sagði maðurinn enn einu sinni við sjálfan sig: „Ég er orðinn leiður á að vera alltaf svona einn. Ég ætla að fara niður allt stóra, stóra fjallið og gá hvort ég finn einhvern, sem vill vera hjá mér.“ Svo morguninn eftir lagði hann af stað. Þegar hann var búinn að ganga lengi, lengi hitti hann konu. Hann spurði hana hvort hún vissi um ein- hvern, sem mundi vilja vera hjá sér uppi á stóra, stóra fjallinu. Þá spurði hún hvort hún mætti ekki vera hjá honum uppi á stóra, stóra fjallinu. „Jú, jú, ég held nú það,“ sagði hann og fóru bæði glöð og ánægð upp á stóra, stóra fjallið en honum leiddist aldrei framar. Þórunn Brynja Júlfusdóttir, 10 ára FEROIIMAIMO m«6tnof9unK<kfíinu Lyftu hattinum aðeins þegar við mætum þess- ari konu og hvæstu: Góð- an daginn. Ég verð að rjúka — það eru bollur í ofninum ' '/ 1 Svo er nú dýrtíðinni okk- ar fyrir að þakka Rúna mín, að við höfum hærri laun en hann nokkru sinni komst uppí.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.