Morgunblaðið - 07.01.1975, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.01.1975, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 1975 33 Jöhanna fí™ Morö ö kvenréttindarööstefnu Kristjönsdötfir Lang: þýddi — Verðbólga Framhald af bls. 4. fallanna. Þau hafa þvl frestað meiriháttar fjárfestingum og hafa i bigerð mikil sparnaSarðform. Japan 9 tekur eftir því, þær horfa á andlit hennar — stórt arnarnefið og gáfuleg og skýr augun. Hún lítur hugsandi á Evu Gun gegnum þykk gleraugun. Andlit Evu Gun er náfölt. Henni er mjög brugðið og hún getur ekki varizt því að leiða hug- ann að því, hvað henni hafi mis- tekizt, fyrst Ruth Zettergren í eig- in persónu ætlar að ráðast gegn henni. Ruth sem fram að þessu hefur alltaf neitað að taka sæti í neinum félögum eða samtökum. Ruth sem hafði gengið ásamt henni fram fyrir skjöldu, þegar kvenréttindahreyfingin hafði þörf fyrir krafta hennar. Ruth sem að síðustu hafði lofað að styðja litla félagið hennar og sem hafði verið henni ómetanleg stoð fyrstu þrjú árin. Og nú snýst hún gegn henni... Katarina segir: — Ruth Zettergren hefur orð- ið. — Já. Ég býst við því. I rödd hennar vottar fyrir dapurleika. — Ég veit ekki hvort ég þori að vona... að nokkur skilji það sem ég VERÐ að segja. Eva Gun hefur að minnsta kosti ekki viljað skilja það, þegar ég ræddi um það við hana og þvf verð ég að koma mál- inu á framfæri hér og nú. Orðið VERÐUR fær alveg sér- staka áherzlu, þegar Ruth tekur sér það í munn. Það er ekki bara venjuleg sögn, sem oft er rang- lega notuð — orðið túlkar innri nauðsyn í munni Ruthar Zetter- gren. Þegar hún heldur áfram er dauðahljóð í salnum. — Afstaða min er mjög auðskil- in, en hún er ekki vinsæl og hefur aldrei verið það. Ég er þeirrar skoðunar, að hugmyndir skuli meira metnar en þær persónur sem bera þær fram... Það er að segja... á meðan manneskjan get- ur hjálpað hugmyndinni er ég fús að leggja viðkomandi lið, en þeg- ar manneskjan fer að verða sjálfri hugmyndinni til tjóns er ég þeirrar skoðunar að viðkomandi eigi að draga sig í hlé. Há og skerandi rödd grípur fram í fyrir Ruth Zettergren og flestum hnykkir við, þegar Betti Borg, sem er enn I þröngu svörtu síðbuxunum sínum, og stendur og hallar sér upp að dyrastaf rétt fyrir aftan Camillu segir f senn forvitin og illgirnisleg: — Þetta var svei mér stórbrot- in afhjúpun! Hvað hefur okkar heittelskaða Eva Gun gert okkur til skaða? Hvað hefur hún gert af sér? — Enginn má segja neitt nema hafa beðið um orðið. Orð Katarinu koma eins og rétt- mæt áminning. — Haltu áfram Ruth. — Hvað hefur hún gert? Hún hefur stjórnað klúbbnum með prýði í þrjú ár — eða tæp þrjú ár, — því að upp á sfðkastið hefur hún orðið svo eirðarlaus og aug- lýsingasjúk að hún hefur vanrækt allar sínar skyldur. Ruth heldur áfram og er mildari í röddinni: — Og við höfum kannski ekki heimild til að spyrja af hverju þessi breyting sé vakin... En við höfum leyfi til að álykta sem svo að hún hefur ekki aðeins komið þessum klúbbi á laggirnar — hún hefur stjórnað honum — og væg- ast sagt verið mjög einráð. Á áætl- un okkar var að við skyldum berj- ast fyrir þvf að kynna ný viðhorf um stöðu konunnar, en við höfum í reynd ekki verið annað en fimmtíu kvenna hópur sem hefur stutt Evu Gun og HENNAR sjónarmið varðandi stöðu kon- unnar. — En við fylgjum hennar skoð- un, segir ljósmóðirin frá Jokk- mokk hressilega. — Það er ekki kjarni málsins. I brúnum augum prófessorsins gætir óþolinmæði. — Það sem skiptir máli er að Eva Gun í krafti valds síns sem einvaldur þessa félags hindrar ykkur, hindrar okkur I þróun klúbbsins, svo að við getum ekki fengið að móta OKKAR SJALFSTÆÐU SKOÐ- UN á stöðu konunnar. Við höfum ekki fengið að vera annað en halelujakór hennar einkaskoðana og fáum naumast að ræða málin, nema út frá þvf sem hún ætlar okkur að gera. Ég óttast þá foringjadýrkun, sem mér sýnist að hér sé orðin allsráðandi. Sú ægilega gagnrýni sem liggur í orðum hennar er öllum Ijós. Þögnin ríkir ein... Afleiðingar Nú þér báðuð um hárþvott meS eggsjampói — ekki rétt? VELVAKANDI Velvakandi svarar í slma 10-100 kl. 1 0.30 — 1 1.30, frá mánudegi til föstudags 0 Víxillinn afsagður Kona, sem segist vera „stór kúnni“ hjá bönkum og lánastofn- unum, sagðist hafa komið inn i bankaútibú eitt hér f borg mánu- daginn milli jóla og nýjárs. Þá hefði klukkan verið um fimm og kona nokkur hefði verið þar til að greiða víxil. En þá var henni tjáð, að víxillinn hefði verið afsagður. ,,Já — en,“ sagði konan og sýndi afgreiðslumanninum tilkynningu þar sem stóð, að víxillinn yrði afsagður þennan sama dag „og dagurinn er bara alls ekki liðinn," sagði konan í öngum sinum. Afgreiðslumaðurinn sagði henni þá, að allir víxlar væru afsagðir um hálf fimm, þannig að hún væri of seint á ferð, og þar að auki hefði aðalbankinn með málið að gera, þannig að þeir i útibúinu gætu ekkert greitt fyrir henni. Við svo búið fór konan. Viðmælandi okkar sagðist ekki skilja hvers konar málsmeðferð þetta væri, sérstaklega þar sem dagana á undan hefði verið opið aðeins einn dag f heila viku, og síðan hefði átt að vera lokað í tvo daga. Hins vegar sagðist hún ekki hafa verið mjög hnuggin fyrir hönd konunnar, sem stóð í þessu stappi, því að eflaust hefði málið bjargazt með aðstoð almennilegra og greiðvikinna bankastarfs- manna eftir nýjárið. 0 Smáfuglarnir Nú er hart á dalnum hjá smá- fuglunum og vonandi verða marg- ir til að taka þá undir sinn verndarvæng og ala þá á korni og öðru góðgæti. Undanfarin ár hef- ur verið hægt að kaupa sérstakt fuglakorn í verzlunum, en einnig má auðvitað kasta út brauð- mylsnu og öðrum úrgangi, sem ætla má að falli smáfuglunum í geð. En smáfuglunum er ýmis önnur hætta búin, eins og eftirfarandi saga sannar. £ Átti að hengja köttinn Elsa Guðsteinsdóttir, sem á heima í Silfurtúninu i Garða- hreppi, kom fyrir helgi hingað á ritstjórnina. Hún sagðist eiga kött, og um daginn hefði sér borizt skrifleg hótun um að kött- urinn yrði hengdur. Elsa hafði meðferðis tilskrifið og þar var reyndar nákvæm vinnuteikning af gálga, sem böðlarnir tilvonandi ætluðu að smiða og fylgdi önnur teikning þar sem kötturinn dinglaði í gálganum. Tilefnið var það, að kötturinn hafði drepið snjótittling, og nú átti að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hans af þvi tagi. Elsa sagði, að auðvitað væri fugladráp katta hvimleitt, en erfitt gæti verið að hafa hemil á þessu eðli kisu. Hitt sagði hún, að sér þætti enn verra, þegar börn sýndu slíka grimmd, sem hér væri um að ræða. Hún sagði að hér væri um að ræða krakka undir fermingu, en tilgangurinn með þvi að koma þessu á framfæri hér, væri sá, að foreldrarnir töluðu um fyrir þeim. 0 Á sléttum dekkjum í ófærðinni Jón Magnússon skrifar: „Kæri Velvakandi. Eins og allir vita hefur færð verið þung á götum Reykjavíkur undanfarna daga. Hálka og skafl- ar hafa tafið ferðir manna um göturnar og þá ekki sizt öku- manna. Það, sem mig langar hins vegar til að gera að umræðuefni, er það, að margir ökumenn virðast ekk- ert hugsa áður en þeir fara af stað með farartæki sin í þessari færð. Það er eins og ekki hvarfli að þessu fólki, að illa kunni að fara þegar bílarnir eru ekki á keðjum og sumir jafnvel alls ekki á snjó- dekkjum, en nokkur dæmi um það hef ég séð undanfarna daga. En mín vegna mega þessir öku- menn hjakka i sama farinu allan daginn, spólandi og stynjandi. Hins vegar er óþolandi þegar þeir tefja fyrir þeim, sem hafa haft vaðið fyrir neðan sig og eru með viðeigandi útbúnað. Mér finnst reyndar, að setja ætti reglur um útbúnað i svona færð, þannig að þeir, sem ekki eru útbúnir til aksturs í snjó og hálku, yrðu hreinlega kyrrsettir. Það er nógu ergilegt og erfitt að þurfa að vera á ferðinni i þessari af gagnrýni hennar er einnig ljós- ar. — Ef viðleitni Evu Gun er því ekki stjórnað af persónulegum metnaði, heldur er hugsjónalegs eðlis, þá á hún að segja af sér og láta annan taka við formennsku. Ég sting upp á Ase Steinius. Einhver grípur andann á lofti og svo fara konurnar að hvislast á, þegar Ruth Zettergren hefur lokið máli sinu. Allar gjóta augun- um, hálf skelfdar til Evu Gun, en hún situr álút og gefur ekki dygg- um aðdáendum sinum til kynna, hvað þeir eigi að leggja til mál- anna, og þvi veit enginn hvað hann á af sér að gera. Meira að segja Katarina virðist ekki átta sig lengur á þvi, til hvaða bragðs skuli gripið. — Við... ég... ef ég hef skilið það rétt eru komnar fram tvær tillögur um formannsefnið. Hvað? Nú, Louise Fagerman hef- ur orðið. Louise er eldrauð i framan og miður sin af taugaóstyrk og feimni. Hún getur ekki talað skipulega, enda hefur hana áreið- anlega aldrei dreymt um að hún hefði hugrekki til að mótmæla orðum Zettergren gömlu, og hún hefur sjálfsagt ekki heldur skilið hvað í orðum prófessorsins fólst. En hún hefur skilið að árás er gerð á hjáguð hennar og að eng- inn ris upp henni til varnar. — Ég... ég ætla bara að segja að ég held ekki með Ruth. Alls ekki. Ég dáist að Evu Gun. Hún... er bezta og indælasta manneskja sem ég þekki — já, sko að Róbert einum undanteknum. Ef hún verður ékki formaður, þá vil ég heldur ekki vera í félaginu. — Góða bezta Louise — hættu! Eva Gun hefur rokið upp úr stólnum og hefur snúið sér að þátttakendum. Hún dregur djúpt andann eins og til að röddin verði styrkari og segir siðan mjög blátt áfram og stillilega: — Þetta var fallegt af þér Louise, en mér hefur skilist að eins og venjulega er það Ruth sem sér skýrast. Ég óska því að það sé bókað að ég biðst undan endurkjöri. Henni tekst að neyða bros fram á varirnar sem meira að segja srðustu 22 ár hefur veriS stanz- laus aukning I bifreiðaframleiðslu Japana og stðan 1966 hefur aukningin aðeins tvisvar verið minni en 500.000 bllar á ári. Það er þvi ekki sársaukalaust fyrir þá. að horfa fram á 10% minnkun á framleiSstumagni slnu, sem er 19% af heildarframleiðslu I heim- inum. Minnkunin stafar aðallega af hruni á heimamarkaði, sem varð mest I mai sl., þegar sala á nýjum bllum var 59,1% minni en árið áður. Eitthvað rættist þó úr þegar á sumarið leið, samfara þvl að iaunþegar fengu miklar kjarabæt- ur, þannig að I haust var salan aðeins 20% undir þvf sem var árið áður. Hvað sem þvl llður þá hafa starfsmenn bifreiðaverksmiðja orðið fyrir þeirri nýju reynslu að fá ekki að vinna nema 4 til 5 daga vikunnar eða vera sendir skyndi- lega I orlof. Nissan, sem smlðar Datsun, hefur innleitt fimm daga vinnuviku og Toyota hefur fjölgað orlofsdögum og stöðvað eftir- vinnu, sem áður var tveir tlmar á hverjum degi. Bifreiðaframleiðendur I Japan telja orsökina fyrir þessu ekki vera hækkun oliuverðs, þó að Japanir þurfi að flytja inn alla slna olíu og þurfa þvl að taka á sig allar hækkanir Araba. Lfklegri skýringu álita þeir vera hina miklu verð- bólgu heimafyrir, sem leitt hefur til 18% hækkunar á japönskum bllum og stöðugt eyðileggur allar kostnaðaréæltanir. Framleiðendur I Japan hafa reynt að mæta vandanum með þvf að auka útflutning og náð nokkr- um árangri. Nissan og Toyota hafa venjulega flutt út um 30% af framleiðslu sinni (miðað við Volks- wagen 70% og Renault 63%) en nú nálgast útflutningurinn 50%. Nissan hefur aukið sinn útflutning um 16%, en mest hefur aukningin verið hjá Toyo Kogyo, sem smlðar Mazda, 25%. Toyo Kogyo er jafn- framt það fyrirtæki, sem á I mest- um erfiðleikum, og hefur mikill fjöldi óseldra blla safnast fyrir I geymslum þess. Hefur fyrirtækið þurft að sætta sig við ftök lána- stofnana I stjórn sinni, vegna mikilla lána, sem það hefur neyðst til að taka. færð þótt hugsunarleysi eða bjart- sýni svona ökumanna bæti ekki á þá erfiðleika. Jón Magnússon." % Reykingar barna Ása Bjarnadóttir hafði sam- band við okkur. Hún hafði komið inn i sjoppu þar sem mikil þröng var á þingi. Hún sagði að krakkar innan við fermingu hefðu verið þar í miklum meirihluta og ekki hefði hún komið auga á einn ein- asta, sem ekki var reykjandi. Þarna hafði hún m.a. séð tvær litlar telpur, sem hún vissi deili á og vissi, að önnur var 10 ára en hin 11. Báðar hefðu þær staðið þarna svælandi sígarettur og þambandi kók. Nú sagðist Ásta vita mætavel að erfitt gæti verið fyrir foreldra að fylgjast með hverju fótmáli barna sinna, auk þess sem margir foreldrar væru afleitir uppalend- ur og kærðu sig litt um börn sin Hins vegar þætti sér undarlegt að sjoppueigendur létu óátalið að smákrakkar himdu í húsakynnum þeirra heilu og hálfu kvöldin við þessa „iðju“. Kannski græddu þeir nokkrar krónur á að selja þeim gos og gotterí, en þeir ættu kannski að taka tillit til þess, að þeir gætu misst af öðrum við- skiptum vegna þess að stundum væri illt að komast að fyrir krakkaþvöngunni. Ása sagði að lokum, að áreiðan lega væri timabært að taka upp fræðslu um skaðsemi tóbaksreyk- inga i barnaskólunum. VANDERVELL Vé/alegur BENSÍNVÉLAR Austin Bedford Vauxhall Volvo Voiga Moskvitch Ford Cortina Ford Zephyr Ford Transit Ford Taunus 12M, 17M, 20M Renault, flestar gerðir. Rover Singer Hilman Simca Skoda, flestar gerðir. Willys Dodge Chevrolet DIESELVÉLAR Austin Gipsy Bedford 4—6 cyl. Leyland 400, 500, 680. Land Rover Volvo Perkins 3, 4, 6 cyl. Trader4, 6 cyl. Ford D, 800 K. 300 Benz, flestar gerðir Scania Vabis Þ. Jónsson & Co Skeifan 1 7. Simi 84515 — 16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.