Morgunblaðið - 07.01.1975, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANUAR 1975
Zulfikar Ali Bhutto forsætisráðherra Pakistans ræðir við siasað fólk eftir
jarðskjálftann í síðustu viku.
Hluti brezka herliðsins
á N-írlandi kallaður heim?
Jarðskjálftarnir 1 Pakistan:
Nýir skjálftar
skelfa flóttamenn
London 6. jan. REUTER
HAFT ER eftir áreiðanlegum
heimildum i London í dag, að
brezka stjórnin kunni að kaila
heim frá Norður-Irlandi einhvern
hluta brezka herliðsins, sem þar
er, til þess að koma til móts við
óskir írska lýðveldishersins, ef
það mætti verða til að framlengja
vopnahlé það, sem hann lýsti yfir
fyrir jólin.
Styrkleiki brezka herliðsins
hefur jafnan farið eftir ofbeldis-
ástandinu á Norður-lrlandi og frá
22. des. sl. hefur írski lýðveldis-
herinn ekki hleypt þar af skoti né
sprengt eina einustu sprengju,
hvorki á N-írlandi né í Bretlandi.
Talsmaður varnarmálaráðu-
neytisins segir að vísu, ekki
standi til að fækka frekar í herlið-
inu, en aðrar trúverðugar heim-
ildir herma, að ákvörðun þar að
Saigon 6. janúar,
REUTER—NTB.
N-VIETNAMAR og skæruliðar
Viet Cong héidu uppi látlausum
stórskotaliðs- og skriðdrekaárás-
um á vfgi stjórnarhersins í mið-
biki héraðshöfuðborgarinnar
Phuoc Binh um helgina, en tókst
ekki að rjúfa virkið og ná þar með
borginni endanlega á sitt vald.
Hins vegar segja fréttastofu-
fregnir að það sé aðeins spurning
um tíma hvenær borgin falli.
Segja heimildirnar, að aðeins
séu um 100 stjórnarhermenn eftir
i virkinu af 3000 manna herliði,
sem þar var og að hermennirnir
og allir 46000 ibúar borgarinnar
séu annaðhvort fallnir eða flúnir.
Skæruliðasveitirnar og hermenn
N-Vietnam hafa nú nær alla borg-
ina á sinu valdi að víginu undan-
skildu og næsta nágrenni. N-
Vietnamar óku um 40 sovézkum
skriðdrekum og brynvörðum
vögnum í allt að 50 metra fjar-
lægð frá virkisveggjunum og
skutu um 1000 fallbyssuskotum
að virkinu, en það gaf sig ekki.
Heiftarlegir bardagar hafa átt
sér stað um borgina, sem er um
120 km fyrir sunnan Saigon, frá
því að kommúnistar náðu annarri
héraðsborg, Tanh Slanh, á sitt
vald á jóladag. Það var 9. borgin,
sem kommúnistar náðu á sitt vald
frá því að voðnahléssamningur-
inn var undirritaður í París fyrir.
tveimur árum.
lútandi verði tekin áður en vopna-
hlé IRA er á enda.
Merlyn Rees, ráðherra brezku
stjórnarinnar, sem fjallar um
málefni N-Irlands, lét nýlega á
sér skiljast, að fækkað kynni að
verða í herliðinu stig af stigi, ef
endi yrði bundinn á ofbeldisverk
IRA. Eftir að vopnahléð gekk í
gildi hafði herliðið sig lítt í
frammi og er talið, að það hafi
verið að skipan Rees. Búizt er nú
við, að hann tilkynni fljótlegaþau
skilyrði, sem brezka stjórnin
setur fyrir fækkun í herliðinu og
því að draga úr fangelsunum án
dóms og laga. Þó er tæplega búizt
við að hún verði við því megin-
skilyrði IRA fyrir friði, að lýsa
því yfir, að hún ætli að kalla allt
herlið á brott.
Vitað er á hinn bóginn að Sinn
Fein, hin pólitísku samtök, sem
Þá bárust um helgina fregnir
frá hörðum bardögum i
Kambódíu, i námunda við höfuð-
borgina Phnom Penh og áttu
stjórnarhersveitir í bardögum við
skæruliðasveitir i aðeins 11 km
fjarlægð frá höfuðborginni.
standa að baki IRA, hafa farið
þess á leit við brezku stjórnina að
Framhald á bls. 35
Rawalpindi, 6. jan. REUTER
STERKUR jarðskjálfti fór um
Karakoram-f jöll I Norður-
Pakistan f dögun f morgun og olli
þó nokkrum skriðuföllum. Ekki
er vitað til þess, að hann hafi
valdið manntjóni eða skemmd-
um, en sem kunnugt er fórust að
talið er hátt í 6 þúsundir manna f
jarðskjálftum á þessum slóðum
28. desember sl.
Síðan hafa mælzt um 1200
kippir á jarðskjálftamælum og
nokkrir þeirra, einkum síðustu
tvo dagana, verið svo harðir, að
skriðuföllum hefur valdið. Hefur
það enn aukið á skelfingu og
hörmungar þeirra tugþúsunda
manna, sem misstu heimili sin
fyrir áramótin, en talið er, að um
70.000 manns séu nú heimilislaus-
ir á þessum slóðum. Þeir, sem
hafa hafzt við i hálfhrundum hús-
um, hverfa nú sem óðast frá þeim
og eftirspurn eftir tjöldum er
miklu meiri en til þessa hefur
verið unnt að anna. I dag slógust
flóttamenn í Patan um þau tjöld,
sem til voru, en opinberir starfs-
menn reyndu að sannfæra þá um,
að fleiri tjöld væru á leiðinni.
Kalt er á þessum slóóum og rign-
ingarúði. Björgunarstarfi er
haldið áfram af fullum krafti
eftir að lægði, en hvassviðri haml-
aði þyrluflugi til einangraðra
þorpa í marga daga i síðustu viku.
1 viðlagasjóðinn, sem stofnaður
var eftir jarðskjálftana, hafa nú
borizt um 20 milljónir dollara;
stærstu gefendur eru Saudi-
Arabia, sem lagði fram 10 milljón-
ir dala og Sameinuðu arabísku
furstadæmin, sem í dag gáfu i
hann 8 milljónir dollara.
Kissinger
gagnrýndur
Teheran, Bonn,
Washingtoi], 6. jan.
REUTER — AP.
„ENGINN segir okkur fyrir
verkum.... né sýnir okkur hnef-
ann.“ Þessi orð eru höfð eftir
Iranskeisara, og sagt, að þau séu
viðbrögð hans við ummælum
Henrys Kissingers, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, í viðtali
þvf, sem tímaritið Business Week
birti við hann f sfðustu viku og
hefur valdið talsverðum úlfaþyt.
Siðdegisblað i íran segir eftir
keisaranum, að ekki sé ástæða til
að taka viðvaranir Kissingers
hátíðlega, þvi að valdbeiting af
hálfu eins stórveldis muni óhjá-
kvæmilega leiða til valdbeitingar
annars og „Afleiðingarnar af því
verða ekki annað en hörmungar
fyrir mannkynið allt“, eins og
blaðið hefur eftir keisaranum.
Ummæli Kissingers voru á þá
leið, aó hann gæti ekki útilokað
þann möguleika, að þær kring-
umstæður gætu komið upp að
Bandaríkin íhuguðu valdbeitingu
vegna olíukreppunnar, — en það
yrði einungis gert ef til algers
neyðarástands kæmi þannig að
reynt yrði að taka iðnaðarríkin
alvarlegu kverkataki. Sjálfur
sagði hann i viðtali við blaðamenn
fyrir helgina, að hann teldi þetta
ástand alls ekki fyrir hendi nú, og
áréttaði, að hann hefði einungis
verið að ræða „hugsanlega mögu-
leika“.
Engu að síður hafa þessi
ummæli mætt nokkurri gagnrýni
bæði heima fyrir og erlendis.
Tveir þingmenn demókrata gagn-
rýndi hann fyrir ummælin í gær,
sögðu þau óviturleg og óábyrg —
og í Vestur-Þýzkalandi hafa hátt-
settir embættismenn látið þau orð
falla að fjarri V-Þjóðverjum sé að
lenda í átökum við olíufram-
leiðsluríkin, þvert á móti óski
þeir sem beztrar samvinnu við
þau.
Einn V-Þjóðverjanna talaði um
hernaðaríhlutun eins og þá er
Kissinger hefði látið liggja að,
sem úrelta fallbyssupólitik 19.
aldarinnar.“
Filippseyingar bjóða
5 milljónir dollara
1 skákverðlaunasjóð
ASSOCIATED Press frétta-
stofan skýrir svo frá, að
Filippseyingar hafi boðizt til að
greiða fimm milljónir doll-
ara f verðlaunasjóð fyrir
heimsmeistarakeppnina I skák
milli Bobby Fischers og
Anatolys Karpovs, verði hún
haldin á Filippseyjum. Hefur
alþjóðaskáksambandið skýrt
frá þessu svo og öðrum
verðlaunatilboðum en frestur
til að bjóða I keppnina rann út
sl. þriðjudag. Auk
Filippseyinga hafa ltalir og
Mexikanar áhuga á að halda
keppnina, Italir bjóða 400.000
dala verðlaunasjóð, ef keppnin
verði haldin í Mflanó og
Mexikanar 440.000 dali, fái þeir
að hafa hana í Mixico City.
Innifalið í tUboði Filippsey-
inga er 150.000 dollara framlag
til Alþjóðaskáksambandsins
sjálfs og er ætlazt til að þeim
peningum verði varið til að
stuðla að útbreiðslu skákíþrótt-
arinnar í vanþróuðum löndun-
um.
Florencio Campomanes,
varaforseti FIDE og forseti
skáksambands Filippseyinga
hefur upplýst, að Ferdinand
Marcos, forseti þeirra tryggi
ofangreint tilboð.
Það er undir þeim Fischer,
Karpov og skáksamböndum
landa þeirra komið hvaða
tilboði veróur tekió en þeir
hafa frest til 1. apríl til að
svara.
Burtséð frá þessu er svo
óvissa um hvort nokkuð verður
af heimsmeistarakeppni milli
þeirra tveggja, því að enn ríkir
ágreiningur milli Fischers og
FIDE um reglur keppninnar.
Qttazt að 20 hafi farizt 1 brúarslysinu í Tasmaniu:
„Brúin er horfin ”, hrópaði konan
og hálf bifreiðin hékk fram af
Hobart, 6. jan. REUTER
ÓTTAZT er, að allt að því tutt-
ugu manns hafi farizt f gær-
kveldi þegar hluti Tasman-
brúarinnar mikiu yfir Derwent
fljót f Tasmaniu hrundi eftir að
7.200 lesta flutningaskip hafði
rekizt á hana. Fimm Ifk hafa
þegar fundizt og voru þau af
skipverjum af skipinu, sem bar
nafnið Lake Illawarra. Vitað
er, að tveir skipverjar til við-
bótar stungust f fljótið eftir
áreksturinn og sömuleiðis fjór-
ar bifreiðar, sem voru að fara
yfir brúna, þegar árcksturinn
varð. Ekki er vitað hversu
margir voru í bifreiðunum en f
dag hefur verið unnið að þvf að
slæða fljótið. Sveit kafara úr
ástralska flotanum kom til
Hobart frá Sydney til að að-
stoða lögregluna. Fallið af
brúnni ofan í fljótið er um 40
metrar, en brúin sjálf, sem
voru fjórar akreinar, er rúm-
lega hálfur annar kflómetri að
lengd.
Skipið var að flytja zinkefni,
farmurinn talinn um 10.000
lestir, er það sigldi á fullri ferð
á einn af brúarstöplunum með
ofangreindum afleiðingum.
Hluti brúarinnar féll ofan á
skipið og sökk það þvi sem næst
samstundis.
Á skipinu var 42ja manna
áhöfn og er enn saknað tveggja
manna. Þrír eru á sjúkrahúsi,
þar af einn lífshættulega slas-
aður.
Björgunaraðgerðir hófust
þegar i gærkveldi og var þá
unnið við flóðljós að því að leita
að bifreiðunum fjórum, sem
stungust í fljótið. 1 dögun komu
kafararnir til aðstoðar en áttu i
mestu erfiðleikum vegna þess
hve straumþungt fljótið er.
Hafði ekki tekizt að finna bíl-
ana, þegar siðast fréttist.
Ekki munaði nema hárs-
breidd að fjölskylda Franks
nokkurs Manleys færist í þessu
slysi og segist honum svo frá:
„Ég var að aka eftir brúnni,
þegar Ijósin slökknuðu skyndi-
lega, ég hélt að rafmagnið hefði
bara farið og hélt áfram. Þegar
við vorum komin yfir bogann sá
ég bifreið framundan og sýnd-
ist hún hafabilaðeða eitthvað
þess háttg'r svo að ég hægði á
feróinni. Skyndilega æpti kon-
an mín: /,Brúin er horfin,“ og
ósjálfrátt steig ég á bremsurn-
ar, en heldur of seint framhluti
bifreiðarinnar fór fram af, en
hún stöðvaðist og það var okkur
til lífs, við héngum þarna í
lausu lofti.“ Konu Manleys,
Silviu, og dóttur þeirra 16 ára,
Sharon að nafni, tókst fljótlega
að klifra út úr bifreiðinni en
Manley var lengur að mjaka sér
út, því að dyrnar að
bilstjórasætinu opnuðust yfir
hengifluginu.
Urslitaorrustan
um Phuoc Binh?