Morgunblaðið - 07.01.1975, Síða 36

Morgunblaðið - 07.01.1975, Síða 36
3H®r0nim!iJaí>ií> nucivsmcnR ^v-^22480 3W«rgun!»Iat>il> nUGIVSinGHR íg.^22480 ÞRIÐJUDAGUR 7. JANUAR 1975 Björn Jónsson, forseti ASÍ Samningarnir vafalaust erfiðir Frá miðstjórnarfundi Alþýðusambands lslands f gær, þar sem samningahorfur voru ræddar. Smáslattar af loðnumjöli seljast nú á 4,50 dollara Perúmenn munu hafa selt tölu- I dollara proteineininguna. Að I um það hver þróun fiskimjöls- vert magn til A-Þýzkalands á 4,60 | sögn kunnugra er enn allt á huldu | verðsins á heimsmarkaði verður. 950 þúsund krónur svikn- ar út úr Pósti og síma MIÐSTJÓRN Alþýðusambands tslands hélt í gær fund, þar sem samningamálin voru rædd og gerð var á fundinum grein fyrir hvað liði umboði félaganna til samninganefndarinnar f sam- ræmi við ályktun sambands- stjórnar ASÍ. Á fundinum kom fram, að sögn Björns Jónssonar, forseta ASÍ, að 100 verkalýðsfé- lög með 25 þúsund félagsmönn- um hefðu þegar gefið aðalsamn- Ýsuflök lækka 1 Bandaríkjunum UM MIÐJAN desember lækkuðu ýsuflök á Bandaríkjamarkaði um 10 cent hvert pund og er það prósentulækkun um 10,3%. Er verðið á ýsuflökunum nú hið sama og á þorskflökunum eða c.i.f. 87 cent fyrir hvert pund. Ysublokk hefur - undanfarnr mánuði verið á sama verði og þorskblokk á Bandaríkjamarkaði eða í 58 centum hvert pund. Þessi lækkun á verði ýsuflaka samsvarar því að hvert kg af ýsu- flökum hafi á Bandarikjamarkaði lækkað um 26,23 krónur. Friðsæll þrettándi ÞRETTÁNDINN fór friðsamlega fram allstaðar þar sem Morgun- blaðið hafði fréttir af í gærkvöldi. I Hafnarfirði og Garðahreppi, þar sem löngum hefur verið óspekta- samt á þrettándakvöldi, var fátt um skemmtanir en þar fór allt friðsamiega fram svo að kvöldið var að engu leyti frábrugðið venjuiegu mánudagskvöldi. 1 Keflavík sóttu milli 3 og 4 þúsund manns álfagleði, og var öll framkoma þátttaka til fyrir- myndar að sögn lögreglunnar. Geysilegt fjölmenni sótti einnig áifabrennu á Akranesi og þar var sömu söguna að segja. I Vest- mannaeyjum stóð álfagleðin sem hæst, þegar Morgunblaðið hafði samband við lögregluna þar, og var mikið fjölmenni við hana en allt fór fram með miklum ágæt- um. inganefndinni umboð. 1 samband- inu eru rösklega 40 þúsund manns. Björn Jónsson sagði að umboð hefðu verið að berast alveg fram á daginn í dag og enn eru umboð ókomin. Miðstjórnarmenn ASI töldu, að umboð frá félögunum væri orðið það afgerandi, og því væri ekki rétt að draga öllu leng- ur að óska eftir viðræðum við vinnuveitendur. Samninganefnd ASÍ mun svo árdegis í dag koma saman til fundar og ákveða nánar um það atriði. Björn sagði aðspurður að samn- ingagerð nú yrði vafalaust erfið, en að öðru leyti vildi hann engu spá um samningagerðina og þá einkum þegar ekki hefur verið haldinn samningafundur. MJÖG lítil hreyfing hefur verið á fiskmjöli á heimsmarkaði og engar meiriháttar sölur hafa farið fram, enda þessi árstfmi jafnan I daufara lagi í þeim efn- um. Þó hafa fáeinir seljendur hér- 'lendis verið að selja smáslatta nú undanfarið. Þannig veit Morgun- blaðið til þess, að dálítið magn af þorskmjöli var selt á 2 dollara pr. proteineining og smáslatti af loðnumjöli var seldur á 4,50 doll ara, og á að koma til afskipunar í júní—júlí í sumar. Þessi verð- skráning á loðnumjöli er þó eng- an veginn einhlít um markaðs- aðstæður um þessar mundir, þar eð Danir hafa t.d. selt mjöl í sama flokki á lægra verði til Þýzka- lands eða í kringum 4,40 dollara. Mikið er til af mjöli í heiminum um þessar mundir, og engar sölur fara fram. Perúmenn eru hættir ansjósuveiðum sem stendur en þeir eiga allmiklar birgðir eins og flest önnur framleiðslulönd. RANNSÓKNARLÖGREGLAN f Reykjavfk vinnur nú að rannsókn mikils svikamáls, sem upp komst seinni hluta árs 1974. Hafa ein- hverjir bfræfnir þrjótar svikið samtals 950 þúsund krónur út úr Pósti og sfma með þvf að notfæra sér veilur f þvf kerfi, sem stofn- unin notar við að sfmsenda pen- inga. Tókst þrjótunum að hafa tvfvegis peninga út úr stofn- uninni, 475 þúsund krónur í hvort skipti. Svikin uppgötvuðust ekki fyrr en löngu seinna þegar bók- hald kom til endurskoðunar. Málið er óupplýst. I fyrra skiptið var hringt á sím- stöðina í Reykjavík um mánaða- mótin ágúst — sept. s.l. sumar, og sagt, að hringt væri frá símstöð- inni f Grindavík. Var stöðin I Reykjavík beðin að taka við 5 símsendum ávísunum frá fyrir- tæki í Grindavík, og voru þær stílaðar á unga stúlku á Sel- tjarnarnesi. Fjórar ávísananna voru að upphæð 100 þúsund krónur og ein að upphæð 75 þús- und krónur, og var þess óskað, að þær yrðu greiddar út í pósthúsinu við Langholtsveg. Var það gert, og á réttum tíma voru peningarnir sóttir í pósthúsið og þeir greiddir f einni ávísun, að upphæð 475 þúsund krónur og ávísunin leyst út í banka fljótlega. Þessi svik uppgötvuðust ekki fyrr en bók- haldið kom til endurskoðunar í október, og var málið þá þegar kært til rannsóknarlögreglunnar. Seinni hluta október eru enn sviknir peningar út úr Pósti og sfma og bendir flest til þess, að þar hafi sömu aðilar verið á ferð. Var farið eins að, hringt til sím- stöðvarinnar í Reykjavík og sagt að hringt væri frá símstöðinni I Grindavík. Eins og í fyrra skiptið var beðið um að teknir væru 5 símaávísanir, samtals að upphæð 475 þúsund krónur, f jórar að upp- hæð 100 þúsund og ein að upphæð 75 þúsund krónur. Var þess óskað, að þær yrðu greiddar út í pósthúsinu í Umferðarmiðstöð- inni. Notuð voru önnur nöfn en í Framhald á bls. 35 Guðmundur naði jotnu gegn Úlfi GUÐMUNDUR Sigurjónsson og sænski stórmeistarinn Ulf Andersson sömdu jafntefli f biðskák sinni úr 8. umferö er þeir héldu áfram taflinu f Hastings f gær. 1 skeyti frá AP fréttastofunni segir, að góð taflmennska Guðmundar hafi komið í veg fyrir, að Andersson hafi getað notfært sér betri stöðu, en hann hafði þrjú peð á móti riddara Guðmundar. Sömdu þeir Framhald á bls. 35 1000 Sjáandinn Croiset í samtali við MbL: „Geirfinn er að finna 1800 metra f jarlægð frá heimili hans” Þegar byrjað að kanna svæðið MORGUNBLAÐIÐ átti í gær símtal við hinn heimsþekkta hollenzka sjáanda, Gerard Croiset, á heimili hans f Utrecht, en eins og fram hefur komið í fréttum, sneri lögreglan í Keflavík sér til Croiset í von um, að hann gæti upplýst hvarf Geirfinns Einarssonar. Astæðan fyrir þvf, að Mbl. hafði samband við Croiset og birtir ummæli hans í þessu viðkvæma máli er sú, að lögreglan hefur opinberlega skýrt frá því að hún hafi leitað aðstoðar hans, og þótti því Mbl. eðlilegt að hafa samband við hinn hollenzka sjáanda. Það kom fram f samtalinu við Croiset, að hann telur að Geirfinnur sé ekki lengur í tölu lifenda. Taldi Croiset, að lík hans lægi í sjó eða vatni f 800—1000 metra fjarlægð frá heimili hans í Kcflavík, og alls ekki lengra. Lægi það í einhverju „tréverki", sem væri hálft í kafi og hálft upp úr vatninu. Væri um að ræða hús eða skipsflak, en til greina kæmi bryggja. Þegar Croiset var spurður um aðdragandann að hvarfi Geirfinns vildi hann ekkert tjá sig um það, en sagðist myndu á næstu dögum gefa lögreglunni upplýsingar um það mál. I LJÓSI fyrrgreindra upplýs- inga Croiset hafði Mbl. sam- band við Hauk Guðmundsson rannsóknarlögreglumann f Keflavík f gærkvöldi. Hann kvaðst myndu þegar gera ráð- Framhaid á bls. 35 Gerard Croiset

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.