Morgunblaðið - 09.01.1975, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANUAR 1975
15
kaupfélaginu. Slík valdboðin at-
vinnuskipting fær ekki samrýmzt
því þjóðskipulagi, sem við búum
við og viljum búa við.
Einokunin úrelt
byggðastefna
Því miður hefur ekki enn verið
mótuð nein heildarstefna i
íslenzkum byggðamálum Ef slík
stefna væri fyrir hendi, hefði
sjálfsagt engum dottið í hug að
grípa til svo handahófskenndra
ráðstafana eins og einokunartil-
burðanna við Húnaflóa. Ein-
okunarstefnan gekk sér til húðar
fyrir mörgum öidum sem íslenzk
byggðastefna. Menn skyldu ekki
gleyma, að það var ekki illvilji
danskra stjórnvalda eða hags-
munir einokunarkaupmanna, sem
réðu þvi, að verzlunareinokunin
var innleidd hér á landi. Henni
var komið á til þess að tryggja
aðdrætti á nauðsynjavörum til
landsins, m.a. til þess að Islend-
ingar flosnuðu ekki upp eða liðu
hungursneyð, eða það vakti a.m.k.
fyrir stjórnendunum. Hinir er-
lendu kaupmenn töldu sig ekki
geta lifað af íslandsverzluninni
nema því aðeins, að þeir fengju
einkaleyfi til viðskipta við lands-
menn í tilteknum umdæmum.
Auðvitað vildu stjórnendur lands-
ins þá tryggja afkomuöryggi þjóð-
arinnar og búsetu I landinu, en
sáu ekki aðra leið færa til þess en
þetta einokunarskipulag. Ein-
okunin var því byggðastefna þess
tíma, reist á skipulagshyggju. Hér
er óþarft að útlista nánar afleið-
ingar einokunarinnar, þær eru al-
kunnar, og nú Ijúka víst allir upp
einum munni um það, að hér varð
læknisráðið verra en sjúkdómur-
inn, sem lækna átti eins og oftast
verður, þegar læknisráð í þjóð-
félagsmálum er I þvf fólgið að
hefta eðlilegt athafnafrelsi borg-
aranna I atvinnumálefnum.
Það er trú mln, að rækjuein-
okunin mundi ekki verða þeim
byggðalögum til neinna heilla,
sem hún er nú sögð eiga að
bjarga, frekar en verzlunarein-
okunin reyndist íslenzku þjóðinni
nokkurt bjargráð á sinum tima.
Það er óheppilegt fyrir hvaða
byggðalag sem er að verða um of
háð einni atvinnugrein. Þó að
rækjuveiði I Húnaflóa hafi gengið
vel að undanförnu, getur hún
brugðizt og gerir það trúlega öðru
hvoru eins og annar sjávarafli,
stundum vegna aflatregðu, stund-
um vegna gæftaleysis. Tregt er
alltaf öðru hvoru um sölu afurða
á erlendum mörkuðum, og verð-
lag sveiflast upp og niður, eins og
á öðrum afurðum okkar. Þess
vegna fer áreiðanlega bezt á þvi,
þegar til lengdar lætur, að áhætt-
unni af rækjuútgerð og rækju-
vinnslu sé dreift með eðlilegum
hætti, og þá jafnframt, að ágóð-
inn dreifist, þegar vel 'arar og vel
tekst til að öðru leyti.
Fjölbreytni
í stað forréttinda
Þeir, sem nú vilja taka upp
einokunarfyrirkomulag á rækju-
veiðum og rækjuvinnslu á Húna-
flóasvæðinu og annars staðar á
landinu, vilja e.t.v. vel, en hafa
ekki hugsað málið til enda. Til
frambúðar mun það reynast bet-
ur, að komið verði upp fjölþætt-
ara atvinkulífi á Hólmavík,
Drangsnesi, Hvammstanga og
Skagaströnd, heldur en að fá
þessum byggðarlögum nú forrétt-
indi til einnar tegundar atvinnu-
starfsemi. Slík ráðstöfun væri til
þess fallin að slæva skilning
íbúanna þar og ráðamanna þjóð-
arinnar á þörfinni fyrir fjöl-
breyttari afkomumöguleika. I
öðrum löndum, þar sem byggða-
stefna í atvinnumálum hefur
verið mótuð af einhverju viti, er
lögð á það áherzla að laða arðbær
atvinnufyrirtæki til staða, þar
sem skynsamlegt þykir að efla
byggð og atvinnulíf. Þar hrópa
ekki fyrirsvarsmenn byggðalag-
anna hver í kapp við annan, að
gróðasjónarmið og peningasjónar-
mið megi hvergi komast að.
Byggðastefna í atvinnumálum
verður einmitt að byggjast á því,
að atvinnufyrirtækin beri sig.
Annars er byggðastefnan róman-
tík. Atvinnufyrirtæki verður því
ísjaki frá Borgarnesi til
| i I Seltjarnarnesi. Báðar seinni
Wa I f 1 Q T»TT Q T*TT PCC sýningarnar hefjast kl. 21.00
W I Cl/A lldl eins og hin fyrsta. Leikrit
** þetta hefur aðeins einu sinni
að sjálfsögðu að byggja upp með
það I huga fyrst og fremst, að þau
skili hagnaði Þá fylgir með at-
vinna, atvinnuöryggi, góð laun
starfsmanna og velmegun.
FarsæUi
byggðastefna
Svo að aftur sé stuttlega vikið
að byggðamálunum við Húnaflóa
sérstaklega vil ég benda á, að það
væri farsælli þáttur í byggða-
stefnu á þessu svæði af hálfu
ríkisvaldsins, að leggja ríkari
áherzlu en gert hefur verið á
rannsókn annarra rækjumiða úti
fyrir Norðurlandi, þ. á m. úti fyrir
Húnaflóa, svo að allar verk-
smiðjurnar, og jafnvel enn fleiri
verksmiðjur, geti fengið rækju-
afla til vinnslu lengri tíma úr
árinu en nú er. Og vist væri það
mennilegra af öllum þeim, sem
hér eiga hagsmuna að gæta, bæði
eigendum rækjuvinnslustöðva,
útgerðaraðilum og sjómönnum,
að taka höndum saman til leitar
að nýjum rækjumiðum á nálæg-
um slóðum við Húnaflóasvæðið
heldur en að standa í innbyrðis
striði og beina kröftum sinum að
þvi einu að troða skóinn af
náunganum.
Reykjavík, 6. janúar 1975.
Hörður Einarsson
Ungmennafélagið Skalla-
grímur í Borgarnesi heldur í
leikferð um næstu helgi með
leikritið „ísjakann" eftir Felix
Lutzkendorf. Leikstjóri er
Magnús Axelsson. Leikritið
var frumsýnt á Borgarnesi 6.
desember s.l. og hefur síðan
verið sýnt þar 7 sinnum við
afbragðs undirtektir áhorf-
enda. Leikritið er létt ádeila á
stríð og kvenréttindabaráttu
og ætti því að falla í góðan
jarðvegi á þessu nýbyrjaða
kvennaári. Leikendur eru
átta. Lagt verður af stað n.k.
föstudag (10.1.75) og sýnt
þá um kvöldið í Bíóhöllinni á
Akranesi og hefst sýningin
Myndin sýnir nokkra leik-
endur í hlutverkum sinum.
kl. 21.00. A laugardags-
kvöld verður svo sýnt í Dala-
búð i Búðardal og á sunnu-
dagskvöld í félagsheimilinu á
áður verið fært upp hér á
landi, en það var í Mennta-
skólanum v/Hamrahlíð á
síðastliðnum vetri.
Möeuleikar
® f F •
þmir
Nú fjölgar vinningum og heildarverömæti þeirra
hækkar um rúmlega 55.5 milljónir króna, og til
þess að gefa hugmynd um þá stórfelldu breytingu
sem á sér stað, skal bent á að fjöldi 10 þúsund
króna vinninga fjórfaldast, fjöldi 100 þúsund króna
Ítrefaldast og fjöídi 200 þúsund króna vinninga tvö-
aldast, og nú eru tveir milljón króna vinningar í
stað eins áður.
Teningunum er kastað.
Nú er að vera með. Möguleikarnir
eru miklir og miðinn kostar aðeins
300 krónur.
Við drögum 10. janúar.
Happdrœtti SÍBS
Auknir möguleikar allra