Morgunblaðið - 09.01.1975, Side 19

Morgunblaðið - 09.01.1975, Side 19
MORG UNBLAÐIÐ, FIMMTUDAG UR 9. JANUAR 1975 19 Snjóflóðin í vetur hafa enn minnt á að hefja verður skipulegar snjóflóðarannsóknir á íslandi. Á það hefur oft verið bent i riti, m.a. i stórmerkum greinum Ólafs Jóns- sonar og Sigurjóns Rist i Jökli 1971. Þessari stuttu grein er ætl- að að kynna frekar eðli snjóflóða og rannsóknirá þeim erlendis. Eðli snjóflóða. Til þess að ám okkur á nokkrum meginatriðum um eðli snjóflóða skulum við hugsa okkur snjóþekju, sem hvilir i brekku. Þáttur þyngdarkraftsins samsiða brekkunni togar i þekj- una. í fyrstu nær hann ekki að hreyfa hana, en við aukna snjó- komu vex átakið á botnflötinn, og að þvi kemur, að snjókornin við botn þola ekki skerkrafta af völd- um þyngdarinnar og láta undan. Þegar þetta ástand nálgast, gætu eftirtalin atvik spyrnt þekjunni af stað: fall snjóhengju, linnulaus úr- koma, högg eða sveifla við jarð- skjálfta, þrumuveður, flugvéla- gnýr, byssuskot eða ferð skiða- manns. Einnig gæti skrið hafizt við lækkun mótstöðu við botn þekjunnar vegna snöggrar djúp- tækrar breytingar á snjónum, t.d. við sólbráð og regn. Þegar snjóþekjan fer af stað, lækkar mótstaðan við botn. Minni kraft þarf til þess að halda við hreyfingu en hefja hana. Þyngdar- krafturinn hefur nú yfirunnið mót- stöðuna og staðarorka leysist úr læðíngi sem hreyfiorka. Hreyfiork- an vinnur síðan að þvi að tæta snóinn sundur, rjúfa samloðun i snjónum og koma nálægum snjó á hreyfingu. Stöðugt stærra svæði byltist um og snjóflóðið magnast stig af stigi, er neðar dregur í hlíðina. Ekkert fær nú stöðvað snjóflóðið. Við fræðilega könnun á eðli snjóflóða er gagnlegt að greina milli fjögurra flokka. Flest snjóflóð eru hins vegar blönduð að gerð. Lausasnjóflóð fara hraðast allra snjóflóða, (sjá 1. mynd). Lausi snjórinn þyrlast upp í kóf sem feykist niður hliðina, ofan á snjó- breiðunni. Aðeins loft veitir þvi framrás kófsins mótstöðu. Framan við æðandi flóðið þrýstist loft saman, og þvi fylgir þrumuhávaði og oft höggbylgjur og hvirfilvind- ar. Kófhlaupin verða oft kröm, þegar neðar dregur vegna varma af völdum hinnar miklu núnings- mótstöðu i snjókófinu. Einnig er snjór oft rakur lágt i hliðum. Lausasnjóflóð. Efsta lag hinnar þurru snjóþekju þyrlast upp í kóf, sem æðir niður hlíðar með allt að 150 m/s hraða (rúmlega 500 km/klst.) Framan við flóðið þrýstist loft saman og fylgir þrumuhávaði, höggbylgjur og hvirfilvindar. Lausasnjóflóðin verða oft kröm, er neðar dregur í hlíðar, sjá Varnir gegn snjóflóðum Snjórinn stírðnar þá og steypist saman jafnskjótt og hlaupið stöðv- ast. Mannskæðustu snjóflóð hér- lendis fara af stað sem kófhlaup. í hinum krömu snjóflóðum, (sjá 2. mynd), nær votur snjórinn ekki að þyrlast upp, heldur veltist og hnoðast saman i bolta, og samloð- un i snjónum veldur þvi, að hlaup- in skafa niður á jörð og róta upp jarðvegi. Eftir stendur gjá með gljáskorna veggi. Þau móta því nokkuð lag fjalla og skilja eftir sig Orsakir, eðli og rannsóknir gróðurlitla slakka. Frambrún hlaupsins heggur ekki mót lofti eins og kófhlaupin, heldur mót kyrrstæðri snjóþekjunni. Kröm flóð eru kraftmest allra snjóflóða. þótt þau fari um helmingi hægar en lausasnjóflóðin. Flekahlaup verða, er yfirborðs- lag rennur á skaralagi, (sjá 3. mynd). Þau hafa verið mannskæð á íslandi og hleypa oft af stað öðrum gerðum flóða. Krapahlaup verða i asahlákum og eru algeng i Mýrdalnum. Við jöklamenn mætum þeim oft mein- lausum á ferðum okkar upp jökul- sporða á vorin. Þau fara hægast snjóflóða. Rannsóknir. Ein merkasta rann- sóknarstöð um snjóflóð er í Davos i Sviss (Eidgenössisches Institut fur Schnee- und Lawinenforsch- ung). Ég mun gera stutta grein fyrir starfi þar. Markmið stofnunarinnar er að vinna að vörnum gegn snjóflóðum við byggð, vegi, iþróttasvæði, sima- og raflinur og nytjaskóga. Safnað er gögnum um snjóflóð, leitað orsakanna og reynt að hindra, að flóð verði aftur á sama stað. Þar sem ekkert fær stöðvað snjóflóð á ferð, er reynt að hindra að snjóþekjan komist á skrið. Reistar eru grindur og garðar efst i hliðar til þess að auka mótstöðu gegn skriði, (sjá 4. mynd). Sums staðar tekst einnig að hafa áhrif á snjósöfnun, t.d. bægja henni frá hömrum með skjólbeltum. Einnig má nefna varnargarða, einkum stefnubreyta, mikil mannvirki. Vegir i fjallshliðum eru sprengdir i göng eða steypt yfir þá. Veitt eru ráð um staðarval við mannvirkja- gerð. Oft er flóðum hleypt af stað áður en þau verða stórhættuleg. Þá er unnið að snjóflóðaspám. Fylgzt er með ástandi snjóþekju á hinum ýmsu flóðasvæðum (fargi, núningsmótstöðu við botn, lag- skiptingu, gerð snjókorna o.fl ). Reynsla heimamanna, sem vel þekkja staðhætti, er mikilvæg við allar spár. Aðvaranir eru ferns konar. Fyrst eru ferðamenn aðvaraðir, síðan lýst hætta á veg- um, þá hús talin i hættu og loks svæðum lokað og fólk flutt þaðan; flóðum jafnvel hleypt niður. Hópur starfsmanna vinnur að björgun úr snóflóðum m.a. með hjálp hunda. Vert er að nefna, að gerðar hafa verið athyglisverðar tilraunir til þess að nota ýmis raf- bylgjutæki við leit að mönnum og dýrum. Loks má nefna fræðslu- starf með fyririestrum og útgáfu- starfi. íslendingar geta lært margt um snóflóðarannsóknir af öðrum þjóð- um, en efla þarf innlendar rann- sóknir á snjóflóðum, eins og annarri náttúru þessa lands. svo að okkur lærist að lifa á íslandi. ^ Snjór Kröm snjóflóð. Vegna samloðunnar í votum snjónum hnoðast hann í bolta, öll snjóþekjan byltist um, skefur niður að jörð og rótar upp jarðvegi. Hraðinn er allt að 80 m/s, (nær 300 km/klst) og þrýstingur nokkur tonn á fermetra. Garðar og grindur, sem reist eru efst í fjallshlíðum, til þess að hindra að snjóþekja komist á skrið. > / brot Söi' f/íU' i 3. myn Flekahlaup Eftir Helga Björnsson, jöklafrœðing

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.