Morgunblaðið - 09.01.1975, Side 23

Morgunblaðið - 09.01.1975, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1975 23 — Opið bréf Framhald af hls. 21 skrárinnar skuli hljóöa svo sem hér segir: „Forseti lýðveldisins getur látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra sam- þykkta. Nú hefur einn af hundraði kjós- enda undirritað yfirlýsingu, þar sem þess er óskað, að tiltekið mál verði lagt undir dóm þjóðarinnar með þjóðaratkvæðagreiðslu. Er þá forseta lýðveldisins skylt að láta fara fram þjóðaratkvæða- greiðslu um málið á næsta al- mennum kjördegi. Ef óskað er auka-kosninga um málið, þ.e. kosninga, sem fram færu á öðrum degi en almennum kjördegi, þarf undirskrift 10 kjósenda af hundr- aði, til þess að skylt sé að taka málið fyrir. Kjósendum skal leyft að velja, hvort þeir vilji heldur að efnt veri til aukakosn- inga um málið eða greitt verði atkvæði um það á næsta almenn- um kjördegi. Úrslit skulu vera bindandi ef sextíu af hundraði kjósenda eru málinu fylgjandi, en ráðgefandi, ef fjörutiu af hundr- aði kjósenda eru því hlynntir. Ut- anríkismál skulu undanskilin þessari löggjöf. Alþingi skal hafa lögsögu yfir utanríkismálum, en ráðgefandi skoðanakannanir mega þó vera notaðar í sambandi við utanríkismál. Til þess að löggilda málefni sem hefur fengið yfir sextíu af hundr- aði fylgi kjósenda, með þjóðarat- kvæðagreiðslu, þarf eigi að rjúfa Alþingi, nema ef ríkisstjórn og forseti lýðveldisins hafa neitað samþykkt. Ákvæi þetta útrýmir öllum mót- sögnum þessu að lútandi. 2. gr. Lög þessi ölast þegar gildi. Greinargerð. Frumvarp þetta er flutt að beiðni félagsskaparins Valfrelsi. I mörg herrans ár hefur þjdð vorri verið sagt með nefndarsamþykkt um, umræðum og tilkynningum, að verið væri að undirbúa lög- gjöf um almenna þjóðaratkvæða- greiðslu innan stjórnkerfis lands vors. Meirihluti Valfrelsis álítur, að nógu mikið hafi þegar verið rætt og ritað um þetta mál og tími til kominn að fá úr því skorið hvort þjóðin vilji löggjöf setta um almenna þjóðaratkvæðagreiðslu eða ekki. — Þeim var ekki. . . . Framhald af bls. 25 málvenjur enskrar tungu. Með samanburði við frumritið, eftir því, sem ég hefi aðstæður til, fæ ég eigi betur séð, en að honum hafi tekizt þýðingin prýðisvel. Stuðlasetningu og öðru málskrúði hefir hann einnig haldið, þar sem honum fannst það við eiga. Tor- skildum málsgreinum hefir hann löngum leitazt við að snúa á sem skiljanlegastan hátt, en þó stund- um valið þá leið að láta lesandann glima við túlkun þeirra. Þýðingin er bæði vönduð og snyrtileg að ytri búningi, en hún er, eins og flest fyrri rit dr. Schachs um íslenzk efni, gefin út af University of Nebraska Press, Lincoln, Nebraska, en við þann merka rikisháskóla er dr. Schach og hefir lengi verið prófessor I germönskum tungumálum. Umrædd þýðing er fimmta meiri háttar verk, sem hann hefir snúið úr íslenzku á enska tungu, að meðtalinni Eyrbyggja sögu, er hann þýddi I samvinnu við prófessor Lee M. Hollander. Hin- ar þýðingar hans taldi ég upp I grein minni um þýðingu hans af Á Njálsbúð, sem kom hér i blað- inu 18. des. 1973, og sé þvi ekki ástæðu til þess að endurtaka þá upptalningu. Fleira athyglisvert hefir hann einnig þýtt úr íslenzku á ensku og ritað fjölda ritdóma um íslenzk efni. Af framantöldu er það auðsætt, að vér tslendingar eigum hauk I horni þar sem prófessor Paul Schach er, og honum að sama skapi ómælda þakkarskuld að gjalda. Hann ber hátt I hópi hinna afhafnasömustu unnenda fræða vorra vestan hafs. Þú færð meira fyrir krónuna 1 Kaupgarði, því við bjóðum: Dilkakjöt — saltkjöt — unnar kjötvörur — niðursoðna ávexti —niðursoðið grænmeti — mjólkurvörur — brauðvörur — hreinlætisvörur— og pappírsvörur. Allar vörur á lægsta mögulega Engin sparikort- engin afsláttarkort. Opið: í dag 9 —12 &13—18. Föstudag 9—12 &13—22. Laugardag 9—12. Suðurnesjamenn Árshátíð sjálfstæðisfélaganna á Suðurnesjum verður' haldin i Festi í Grindavík laugardaginn 1 1. janúar n.k. kl. 21.00. Hljómsveit Gizurar Geirssonar leikur fyrir dansi. Halli og Laddi og Karl Einarsson skemmta. MatthíasÁ. Mathiesen flyturávarp. Kórsöngur. Miðapantanir eru hjá formönnum félaganna að viðkomandi stöðum. Sjálfstæðisfélögih á Suðurnesjum. Málfundafélagið Óðinn heldur félagsfund fimmtudaginn 9. janúar kl. 20.30 i Miðbæ, Háaleitisbraut 50—60. Fundarefni: 1. Rætt um borgarmálefni. Framsögumenn: Birgir Isl. Gunnarsson, borgarstjóri og Sveinn B|örnsson, verkfræðingur, stjórnarformaður S.V.R. 2. Önnur mál. Stjórnin. Ólafsvík Aðalfundur sjálfstæðisfélags Ólafsvikur og nágrennis sem fresta varð vegna veikinda, verður haldinn í kaffistofu Hólavalla sunnudaginn 12. janúar kl. 16. 'Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Rætt um hreppsmálin. Félagar fjölmennið. Stjórnin. Verkalýðsmálaráðstefna Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins og Málfundafélagið Óðinn, halda Verkalýðsmálaráðstefnu, sunnudaginn 12. janúar að Hótel Loftleiðum, Kristalssal og hefst kl. 10 f.h. Dagskrá: Kl. 10:00 Ráðstenan sett: Gunnar Helgason, formaður Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins. kl. 10:15 —12 Efnahagsmál: Árni Vilhjálmsson, prófessor og G uðmundur Magnússon, prófessor. Fundarstjóri: Pétur Hannesson, form. Óðins. Kl. 1 3:30—1 5:00 Verkalýðs- kjara- og atvinnumál: Ágúst Geirsson, form. Félags isl. simam., Guðmundur H. Garðarsson, form. Verzlunarm.fél. Reykjavíkur, Pétur Sigurðsson, ritari Sjómanna- fél. Reykjavikur. Fundarstjóri: Hilmar Guðlaugsson, form. Múrarasambands ísl. Kaffiveitingar. Ávarp: Geir Hallgrimsson, formaður Sjálfstæðisflokksms. Kl. 16:00—18:00 Staða atvinnuveganna: Ágúst Einarsson, viðskiptafr. frá L.Í.Ú., Davið Sch. Thorsteinsson, form. Félags isl. iðnrekenda. Gunnar Bjórnsson, form. Meistarasamb. byggingarm., Þorvarður Eliasson, framkvæmdastjóri Verzlunarráðs ísl. Fundarstjóri: Runólfur Pétursson, form. Iðju. Allt Sjálfstæðisfólk velkomið á meðan húsrúm leyfir. Áramótaspilakvöld Áramótaspilakvöld Sjálfstæðisfélaganna i Reykjavík fimmtudaginn 9. jénúar kl. 20.30 að Hótel Sögu Súlnasal. Félagsvist: 7 glæsileg spilaverðlaun. Formaður Sjálfstæðisflokksins, Geir Hallgrims- son forsætisráðherra, flytur ávarp. Happdrætti: Vinningur utanlandsferð til Mallorca með Ferðaskrifstofunni Úrval. Nemendur úr dansskóla Hermanns Ragnars sýna suður-ameríska dansa. Karl Einarsson skemmtir með eftirhermum o.fl. Dansað til kl. 1 e.m. 'HusiO opnað kl. 20.00 Miðar afhentir á skrifstofu Landsmálafélagsins Varðar að Galtafelli Laufásveg 46, simi 15411. Tryggið ykkur miða i tima. Skemmtinefndin. UPP SKAL ÞAÐ Sjálfboðaliðc vantar til ýmissa starfa, laugardag kl. 1 3.00. Betur má ef duga skal

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.