Morgunblaðið - 09.01.1975, Side 27

Morgunblaðið - 09.01.1975, Side 27
MORG UNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1975 27 hún mátti ekkert aumt sjá án þess að leitast við að bæta úr og verða að liði þeim, sem á einhvern hátt áttu um sárt að binda. Skipti þá ekki máli hvort um var að ræða fjölskylduna eða vandalausa; öll- um var gert jafnt undir höfði. Þó vil ég sérstaklega geta þess hversu mjög hinn fjölmenni hóp- ur unga fólksins í fjölskyldunni dáði hana og elskaði. Síðast en ekki sizt ber að minnast fórnfýsi hennar og liðsinnis gagnvart háaldraðri tengdamóður, raunar bæði fyrr og siðar. Kristur segir, að í slíkum athöfnum sé hin eina, sanna lífshamingja fólgin og e.t.v. hefur þessi þáttur skapgerðar Maríu hjálpað henni yfir margan erfiðan hjalla, en oft var hún sjálf þjáðari en sá eða sú, sem hún taldi hjálpar þurfi. Ef það er rétt, sem sumir telja, að framliðnir taki á móti þeim, sem hverfa yfir móðuna miklu og leiðbeina þeim í huliðsheimi, þá vænti ég þess, að María verði þar framarlega í flokki. Hún verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju í dag fimmtu- dag. Orð mega sin einkis þegar mað- urinn með ljáinn kveður dyra. Því læt ég staðar numið, en leyfi mér að hafa yfir hið fagra lokastef Sólarljóða: „Drottinn minn, gef þú dánum ró, en hinum líkn, er lifa.“ Kjartan Ragnars Hvað boðar nýárs blessuð sól? Hún boðaði Maríu Ragnars för i fegra heim, sem hún var fullviss að biði, þegar þessu lffi lyki. Sátt mun hún einnig hafa verið i hjarta sínu við að stundin mundi senn upp renna. Maria fæddist í Reykjavík, dótt- ir hjónanna Ellen Matthiasdóttur Johannessen og Matthiasar Einarssonar, hins landskunna og dáða læknis. Þau merkishjón áttu 3 börn, Matthías (d. 1969) og Louísu, auk Maríu, sem var i mið- ið, fædd 1911. Svo gleðilega vill til, að Maria hafði nýlega rifjað upp með hógværum og hugljúfum hætti á prenti, í bókinni „Faðir minn — læknirinn", sem út kom fyrir jólin, ýmsar endurminn- ingar frá bernskudögunum i gömlu Reykjavík; nægir því að visa til þeirra hér. En þeim bæ var hún tengd órjúfandi böndum, þótt siðar — eftir kvennaskóla- nám og fleira — ætti fyrir henni að liggja að fara yfir fjöllin blá, eins og prinsessa í ævintýri, og setja svip á höfuðstað Norður- lands. Að afloknu brúðkaupi vorið 1932 stofnaði hún þar heim- ili með eftirlifandi manni sínum Sverri Ragnars, kaupmanni og síðar konsúl Norðmanna pg Frakka og sparisjóðsstjóra,-syni Guðrúnar Jónsdóttur (sýslu- manns á Eskifirði Johnsens, syst- ursonar Gríms Thomsen) og Ragnars Ölafssonar, eins mesta athafna- og framfaramanns í sögu þessa merka byggðarlags. Heimili Marlu og Sverrir átti eftir að standa I meira en fjóra áratugi. Eðliskostir þeirra hjóna, sem urðu er fram í sótti víðförulir og fjölfróðir heimsborgarar, gerðu heimilið að menningarheimili eins og þau best verða. Höfðings- skapur og hlýja húsráðenda veld- ur þvi, að margir munu nú minnast þaðan glaðra og góðra stunda. María var gáfuð kona og smekk- vis, en það sem mest einkenndi hana var hressleiki og glaðværð. Það var skemmtilegt I návist — Minning Brynjúlfur Framhald af bls. 24 hann þessa fræðigrein sina alla tíð mikils og kunnátta hans og löng reynsla á því sviði varð hon- um og samstarfsmönnum hans að miklu gagni við úrlausnir dag- legra verkefna i ráðuneytinu. Hann var samvizkusamur starfs- maður, skoðanafastur og maður sem mat orðheldni og áreiðanleik flestum fremur. Brynjúlfur var tvíkvæntur. Fyrri konu sína, Guðrúnu Jónatansdóttur, missti hann eftir hennar. Hún gat svipt burt I einni andrá hverskyns deyfð og drunga. Hnyttni hennar og leiftrandi til- svör gátu verið slik, að sá er þetta ritar hefur ekki haft kynni af öðrum jafnokum hennar í þeirri list en Ölafi Thors og Joseph Luns. Hún bar því í tali siður en svo merki þess bernskuóhapps, þegar hún skall af hjóli og hafði næstum bitið af sér tunguna. En þar hafði líka Matthías læknir komið til skjalanna og séð um að greri. Og svo tannhvöss, sem hún i það sinn reyndist, þá var hún það ekki sem tengdamöðir — I neinni merkingu. Listhneigð Mariu kom m.a. fram í þvi, að hún var hannyrða- kona með ágætum og liggur þar margt eftir hana. T.d. kunni hún, sem fáir kunna nú til dags, að knipla. Hún prófaði reyndar fleira, s.s. málaði á leir og postu- lin, en sjálfsgagnrýni greip í taumana. Tónlist var henni hug- stæð og sjálf lék hún á píanó. Ljóðum unni hún, kunni ógrynni og var viðlesin. Þar við bættist einnig sá margháttaði fróðleikur og reynsla, sem hún ávann sér á ferðalögum allt frá unglingsár- um, þ. á m. hnattferð fyrir all- mörgum árum. Fátt þótti henni skemmtilegra en að ferðast, enda gerði málakunnátta og opinn hug- ur jafnt fyrir nýjungum sem gamalgrónu henni fært að njóta þess sem fyrir bar út í æsar. Hugur Maríu var næmur og gætti þess meðal annars í um- hyggjusemi hennar. Hún lét sér annt um þá, sem hjálpar voru þurfi. Framkoma hennar var ætíð alúðleg og fáguð; hún kunni sig jafnt hversdagslega sem í kóngs- veislum. Eki er hægt að skrifa svo eftir Maríu, að ekki sé getið um frá- bæran kjark hennar og þraut- seigju í sjúkdómserfiðleikum, er hún átti við að stríða í nær 40 ár með vaxandi þunga. Hún kunni á aðdáunarverðan hátt að leyna þvi að hún gekk ekki heil til skógar. En þar kom einnig til dyggur stuðningur Sverris, sem aldrei brást. Má það nú vera honum hug- svölun sem og hitt að hafa getað skapað henni tækifæri til að kynnast og njóta svo margs af því sem veitti henni mestan unað. Stund umskiptanna verður ætið saknaðarstund, en miklu skiptir að María hafði valið góða hlutann og hann varð ekki frá henni tek- inn. Hún vissi og var sátt. — Guð blessi Mariu Matthíasdóttur Ragnars og minninguna um hana. Ólafur Egilsson. Sýn mér, sólar faðir, sjónir hærri en þessar, málið mitt er sfðast miklar þig og blessar. Sýn mér sætt í anda sæla vini mína, blessun minna barna burtför mfna krýna. M. Joch. Ur skammdegismyrkri jarðlífs- ins — siðla á fyrsta degi þessa nýbyrjaða árs — hvarf okkur sjónum María Ragnars — hvarf inn i heim birtu og fegurðar — þann heim sem hún þráði svo mjög að þekkja, þvi hún var trúuð og leitandi sál. Hver er viðbúinn að taka á móti sláttumanninum slynga? Kemur hann ekki öllum að óvörum? Maja hafði barist við erfiðan sjúkdóm frá ungum aldri, barist sem hetja. Oftlega virtist hún vera á landamærum lífs og dauða. Þó brá ástvinum hennar mjög, við sorgarfréttina. Hún var svo óvenjulega lifandi — meðal lif- enda. aðeins sex ára sambúð árið 1937. Árið 1948 gekk Brynjúlfur að eiga eftirlifandi konu sina, Guð- mundu Ingunni Einarsdóttur og eignuðust þau einn son, Árna Hauk, sem nú er uppkominn. Ingunn stundaði mann sinn af sérstakri alúð og ástúð í hinum erfiðu veikindum hans. Við sem vorum samstarfsfólk Brynjúlfs i félagsmálaráðuneytinu geymum minningu um góðan dreng og félaga. Ingunni, Árna Hauk og öðrum vandamönnum Brynjúlfs vottum við okkar dýpstu samúð og biðj- um þeim allrar blessunar. Hallgrimur Dalberg. Skörp var hún, kunni kynstrin öll af ljóðum og sögum, innlend- um sem erlendum og brá þvi skemmtilega fyrir sig í viðtali. Skopskyn hennar var sérstætt, hún var glettin og glöð — miklir persónutöfrar yfir öllu hennar fasi. Henni Iét einkar vel að fela sig í fagurri skel. Undir niðri sló viðkvæmt hjarta sem þoldi illa hrjúfan, kaldan heim. Hún mátti ekkert aumt sjá — ekkert aumt heyra. Margar ljúfar minningar átti hún um föður sinn, Matthías Einarsson lækni. Það ljómaði sælubros á andliti hennar er hún minntist sunnudagsmorgna i barnæsku — þegar faðir hennar gekk stofugang á Landakots- spitala — og leiddi hana sér við hönd, litinn glókoll — sem varð augnayndi hinna sjúku. Og þá — á þeim stundum vaknaði i brjósti hennar hin djúpstæða þrá — að feta I fótspor föður sins — í fórn og drenglyndi — iina þjáningar annarra, þó ekki yrði það hennar hlutskipti í lífinu að verða læknir. Þrátt fyrir það, að óskir hennar rættust ekki allar, taldi hún sig sólarmegin í lífinu — og hygg ég það rétt vera, þegar á allt er litið. Hún átti unaðsríka daga á æsku- heimili sínu hjá góðum for- eldrum, með góðum systkinum. Strangt var uppeldið, á nútima mælikvarða, er gaf henni það veganesti er entist henni sem ljós- geisli alla ævi — og ljós af því ljósi tendraði hún á vegum dætra sinna. Hún eignaðist elskulegan eiginmann, Sverri Ragnars, sem bar hana á höndum sér með stakri nærgætni og umhyggju fram á siðasta dag, tvær yndislegar dæt- ur, Ellen og Rögnu, góða tengda- syni og góð barnabörn. Hún var umvafin ástúð ættmenna Sverris — og æskuvinahópurinn dáði hana og elskaði. Ég og við systurnar, kynntumst Maju mjög náið seinustu tólf árin I lífi hennar. Hún hafði það oft á orði — og einnig í bréfum sem okkur fóru á milli — að sér fynd- ist hún vera ein af okkur — og var það gagnkvæmt. Oftast þegar við áttum stundir saman — ræddum við um jarðlif- ið og eilífðarmálin, svonefndu, en þau voru manni sérlega hugstæð. Henni þótti sem auðæfum og gæð- um lífs, væri æði misskipt manna á milli — undraðist það óréttlæti sem einn og annar væri þar beittur — t.d. þeir sem ekki gætu sökum fátæktar komist til náms og þroska. Hvernig gat góður guð ráðið slíku? Þessu gat ég vitan- lega ekki svarað, fremur en aðrir, en lét henni þó í té árangur per- sónulegra heilabrota minna um þetta. Viðhorf okkar fóru stund- um á mis hvort við annað — en áttu það til að ná saman að lokum, eftir ótal krókaleiðum. Ég leyfði mér að halda þvi fram, svo varfærnislega sem mér var unnt, því prédikanir og full- yrðingar voru okkur báðum and- vígar, að rík værum við öll frá hendi guðs — auður okkar væri allur jafn mikill — jafn stór — þ.e. aleigan væri andrá eilifðar — augnablikið litla, stóra, sem við notum að eigin vilja sem frjáls- bornir menn, ef ekki i farvegi drauma og óska, þá ávallt sam- kvæmt eigin sálrænni afstöðu. Með fortið gengna — á þröskuldi framtlðar — eigum við andrána eina til ráðstöfunar — og er það ekkert smáræðis rikidæmi, sagði ég Maju — og benti henni jafn- framt á þá einföldu staðreynd sem allir þekkja, að engin jarð- nesk auðæfi flytjum við með okk- ur yfir á strönd eilífðarinnar. Þá brosti Maja svo augun ljóm- uðu og sagði: Hvað ég hlakka til að deyja. Þessi setning lýsir vel viðhorf- um hennar til þessara mála, sem svo oftlega röskuðu sálarró hennar, þvi hún óskaði og vildi að öllum liði vel, vissi þó innst inni, að í lokaferðinni miklu ná heims- gæðin skammt. Og nú er sú för farin úr skamm- degismyrkri. Við sem eftir erum göngum mót nýju ári — nýjum bjartari dög- um. Föður sólarinnar fel ég Maju — og okkur öll sem henni unnum og hennar söknum. Steingcrður Guðmundsdóttir. Frú Maria ólst upp í hjarta Reykjavíkur við Austurvöll. For- eldrar hennar voru frú Ellen og Matthías Einarsson, yfirlæknir, sem um langt.áraskeið var þekkt- asti og vinsælasti læknir á ís- landi, enda visindamaður og brautryðjandi á sínu sviði. Ung að aldri giftist hún Sverri Ragnars, kaupmanni, og fluttist þá til Akureyrar og átti sitt heim- ili þar eftir það. Heimili það, sem hún bjó þeim hjónum, var óvenju- lega fallegt og hlýlegt og gestrísni og rausnarskapur með eindæm- um. Þau hjón eignuðust tvær dætur, sem báðar voru sérlega vel gerðar og eru nú giftar í Reykja- vik. Frá tvitugsaldri átti María við erfiðan sjúkdóm að stríða, en með þekkingu, dugnaði og reglusemi tókst henni að halda þessum sjúk- dómi i skefjum, umfram allar vonir. Maria var óvenjulega heilsteypt kona og mikill vinur vina sinna. Margrét Sigriður Björnsdóttir andaðist 8. september 1971. Hún var fædd 10/9—1874 i Hjalta- staðahvammi í Skagafirði. For- eldrar hennar voru: Guðbjörg Sigurðardóttir ljósmóðir, ættuð úr Þingeyjarsýslu, og Björn Tómasson bóndi að Hjaltastaða- hvammi. Guðbjörg var síðari kona hans. Önnur dóttir þeirra var Kristín, kona Björns Símonar- sonar gullsmiðs i Reykjavík. Margrét var meðal hinna kyrr- látu í landinu. Hún var hlédræg, þó var hún miklum hæfileikum búin, enda bar hvert það verk, sem hún tók sér fyrir hendur, vitni um fegurðarsmekk og sam- viskusemi. Dagfar Margrétar var fyrirmynd. Aldrei heyrðist ljótt orð af vörum hennar í garð nokkurs manns. Hún var hin góða eiginkona og móðir, sem vakti yf- ir heill heimilisins. Það var gott að koma á heimili hennar alla tið, friður og kyrrð ríkti þar. Margrét var sem sigræn eik, sem gott var að hvílast undir á þreytandi göngu lifsins og finna skjólið, sem er fólgið i kærleiksriku hugarfari til allra manna. Margrét giftist 2. október 1896 Hallgrími Þorsteinssyni söng- kennara. Hallgrimur var fæddur i Götu I Hrunamannahreppi 10/4 — 1864. Foreldrar: Þorsteinn Jónsson bóndi, fæddur 18/7 — 1811 I Gröf í Hrunamannahreppi, dáinn 30/1 — 1886, og kona hans Guðrún Jónsdóttir frá Galtarfelli, fædd 17/9 — 1824 dáin 9/5 — 1897. Hallgriur ólst upp hjá séra Jó- hanni Briem prófasti í Hruna og hlaut hið besta uppeldi. Hann mun ungur hafa hneigst til tón- listar. Um fermingu spilaði hann i sóknarkirkjum séra Jóhanns. Til mennta komst Hallgrímur i tón- list I Reykjavík og tók próf. Eftir það kenndi hann söng og orgelspil árin 1887 — 93. Þá flutti hann til Sauðárkróks og fékk þar fast starf við kirkjuna, sem var ný- byggð, og var hann organisti við kirkjuna meðan hann var á Sauð- árkróki. Auk þess hélt hann uppi fjörugu sönglifi árin 1895 til 1906 að hann fluttist til Reykjavíkur. Eftir að Hallgrímur var búsettur i Reykjavik gaf hann sig mikið að söngkennslu, en stundaði önnur störf, meðal annars hjá Davíð Öslund. Hallgrímur spilaði i Fri- kirkjunni, kenndi í skólum, stofn- aði söngfélag, karla- og kvenna- kóra, stofnaði lúðrasveitir i Reykjavik og úti á landi. Hann var önnum kafinn. Svo hafði hann orgelkennslu á heimili sínu, sem var þá á Spítalastíg 4. Þar ómuðu orgelæfingar og fjörugar prelúdiur, og alls konar falleg lög glöddu eyrað allan daginn. Hallgrímur veitti mörgum fátækum nemanda þá uppfyll- ingu óska sinna að læra að spila á orgel. En Hallgrímur auðgaðist Hún var hjartahlý, eins og hún átti ætt til. María var greind kona, hún var meðal annars mjög vel að sér í mörgum tungumálum. Hún var mjög viðförui, og meðal annars fór hún ásamt manni sín- um I kringum hnöttinn. Eftir okkar fyrstu kynni, fyrir 30 árum, urðum við strax góðar vinkonur, og sú vinátta hélst ætið síðan. Við áttum saman ýmis áhuga- mál, ekki sist sem félagar í Sálar- rannsóknarfélagi Akureyrar og sóttum við oft saman fundi þangað. María átti því láni að fagna að vera gift nærgætnum eiginmanni, sem skildi hennar vanheilsu og var hennar stoð og stytta. Ég og maður minn vottum hon- um og öllum hennar ástvinum innilegrar samúðar. Ég hefi aldrei séð meira eftir horfinni vinkonu. ekki fjárhagslega á þeirri kennslu, því hann mun ekki hafa innkallað kennslugjöld, ef hann vissi, að nemandinn var fátækur. Gleði hans var að hjálpa þeim umkomulitlu til meiri þroska. Hann minntist æsku sinnar, hversu hann þráði að mega njóta menntunar á sviði tónlistarinnar, en hann var fátækur fóstursonur, sem varð að vinna sig upp á eigin spýtur, og varð honum mikið ágengt á þeirri menntabraut. Hallgrimur var góður maður, sem öllum vildi gott gjöra. Hann var aldrei rikur að veraldarauði, hann lifði fyrir það viðfangsefni, sem honum var hugljúfast, að glæða sönggáfuna og veita öðrum gleði með fórnfýsi sinni. Mér er ljúft að minnast þessara góðu hjóna og heimilis þeirra. Hallgrimur kenndi mér á orgel, þegar ég var 16 ára, og systur minni ári síðar. Vinátta var alla tíð milli fjölskyldu minnar og þeirra hjóna meðan lifðu. Árið 1913 fluttist Hallgrimur með fjölskyldu í Menntaskólann og gerðist umsjónarmaður. Um- sjónarstarfið var erilsamt, og varð Hallgrimur þá að hætta mikið söngkennslu, nema æfingum lúðrasveita, sem hann hafði stofn- að, eins og fyrr segir. Geir Zoéga var þá rektor Menntaskólans. Þau hjónin Margrét og Hallgrimur Framhald á bls. 20 Hittumst hinumegin. Valgerður Björnsdóttir. Hjónaminning: Margrét Björnsdóttir og Hallgrímur Þor- steinsson söngkennari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.