Morgunblaðið - 09.01.1975, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1975
Draumar og spádómar
Kaflar úr
Laxdaelu
þeir koma upp og leggjast til lands. Þá mælti bæjar-
maðurinn: „Hver er þessi maður?“ Kjartan sagði
nafn sitt. Bæjarmaður mælti: „Þú ert sundfær vel,
eða ertu að öðrum íþróttum jafvel búinn sem að
þessari?" Kjartan segir og heldur seint: „Það var orð
á, þá er ég var í íslandi, að þar færu aðrar eftir; en
nú er lítils um þessa vert.“ Bæjarmaður mælti: „Það
skiptir nokkru, við hvern þú hefur átt; eða hví spyr
þú mig einskis?" Kjartan mælti „Ekki hirði ég um
nafn þitt.“ Bæjarmaður mælti: „Bæði er, að þú ert
gervilegur maður, enda lætur þú allstórlega. En eigi
að síður skaltu vita nafn mitt eða við hvern þú hefur
sundið þreytt. Hér er Ólafur konungur Tryggva-
son.“ Kjartan svarar engu og snýr þegar i brott
skikkjulaus. Hann var í skarlatskyrtli rauðum. Kon-
ungur var þá mjög klæddur; hann kallar á Kjartan
og bað hann eigi svo skjótt fara. Kjartan víkur aftur
og heldur seint. Þá tekur konungur af herðum sér
skikkju góða og gaf Kjartani; kvað hann eigi
skikkjulausan skyldi ganga til sinna manna. Kjartan
þakkar konungi gjöfina og gengur til sinna manna.
(Laxdæla, kap. 40).
Heimför
Um sumarið eftir sendi konungur þá Gissur hvíta
og Hjalta Skeggjason til Islands að boða trú enn af
nýju, en hann tók fjóra m.enn að gislum eftir, og var
einn þeirra Kjartan Ólafsson. Bolli ræðst til farar
með þeim Gissuri og Hjalta. Síðan gengur hann að
hitta Kjartan frænda sinn og mælti: „Nú er ég búinn
til farar, og mundi ég bíða þín enn næsta vetur, ef að
sumri væri lauslegra um þína ferð en nú. En ég
þykist hitt skilja, að konungur vill fyrir engan mun
þig lausan láta. Enn hef ég það fyrir satt, að þú
munir fátt það, er á íslandi er til skemmtunar, þá er
þú situr á tali við Ingibjörgu konungssystur.“ Hún
var þá með hirð Ólafs konungs og þeirra kvenna
fríðust, er þá voru í landi. Kjartan svarar: „Haf ekki
slíkt við, en bera skaltu frændum vorum kveðju
mina og svo vinum.“ Eftir það skiljast þeir Kjartan
og Bolli.
Gissur og Hjalti sigla af Noregi og verða vel
reiðfara. Fara þeir til alþingis og töldu trú fyrir
mönnum, og tóku þá allir menn trú á íslandi. Bolli
reið í Hjarðarholt af þingi með Ólafi frænda sínum;
tók hann við honum með mikilli blíðu. Bolli reið til
Lauga að skemmta sér, þá er hann hafði litla hríð
verið heima; var honum þar vel fagnað. Guðrún
spurði vandlega um ferðir hans, en því næst að
Kjartani. Bollileysti úr því öllu, er Guðrún spurði;
kvað allt tíðindalaust um ferðir sínar — „en það er
kemur til Kjartans, þá er það með miklum ágætum
að segja satt frá hans kosti, því að hann er í hirð
Ólafs konungs og metinn þar umfram hvern mann.
En ekki kemur mér að óvörum, þó að hans hafi hér í
landi litlar nytjar hina næstu vetur.“ Guðrún spurði
þá, hvort nokkuð héldi til þess annað en vinátta
Sagan af Trygg
Einu sinni átti ég hund. Hann var bæði gáfaður og
fallegur, hann var svartur að lit. Þegar þessi hundur
var á unga aldri, dó móðir hans svo að ég varð að
gæta hans, og hændist hann þá mjög að mér. Ég
skírði hann Trygg. Þá vissi ég ekki að hann átti eftir
að bjarga mörgum mannslífum.
Eitt sinn, er ég og Tryggur vorum uppi á f jöllum,
ég var á skíðum, var veður vont, mikil hríð var og
snjókoma. Sá þessi hundur hvar mikil snjóskriða
féll, en ég sá það ekki af því að ég datt um staur, er lá
í snjónum. Tryggur tók að gelta og hljóp aftur og
fram og elti ég hann uns hann tók að grafa i
snjónum. Sá ég hvar maður lá þar í snjónum og
rankaði hann fljótt við sér og sagði að þeir hefðu
verið þrír saman, og fundum við hina tvo. Þeir voru
heilir á húfi og var það Trygg að þakka.
Steinunn Guðbjartsdóttir, 10 ára.
DRATTHAGI BLYANTURINN
feroiimaimd
oítjunkQffinu
Áramót-
unum
seinkaði
I erlendum blöðum má
lesa að áramótunum hafi
seinkað um eina sek-
úndu, og því er bætt við
að þar af leiðandi hafi
verið skálað fyrir nýju
ári of fljótt. — Það sem
veldur þessu er að
snúningshraði jarðar-
nnar hafði ekki ver-
ið eins mikill og ella. Um
allan heim höfðu tækni-
menn sem stjórna gangi
hinna ráðandi úrverka
nóg að starfa um áramót-
in til þess að mæta þess-
ari seinkun og stilla úrin
rétt.
. , »r>
Aðra eins umferð hef
ég ekki séó. Alla leiðina
voru stuðarar bílanna
hver á öðrum.
Ég var sendur af
starfsfólkinu til þess að
óska forstjóranum góðs
bata, en það samþykkti
þetta með 7 atkvæðum
gegn 5.
Nú í lok fréttatímans
má geta þess að frá því
fréttatíminn hófst hefur
dýrtíðin í landinu vaxið
um 15 prósent.