Morgunblaðið - 09.01.1975, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.01.1975, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANUAR 1975 33 Maria Lang: Morö •m ■ ii« | » x i r Jöhonno a kven retti n d a ra östef n u Knstjönsdóttir þýddi 11 á hönd hennar og gleymir á svip- stundu tóbaksreyknum. — Nei — hvað þá! Hringurinn er horfinn! Hvað hefurðu gert af honum? Hún drauðsér eftir orðum sín- um, þegar hún sér að Katarina hrekkur í kút og starir á fing- urna á sér eins og hún trúi ekki sínum eigin augum —já, hringur- inn er horfinn! — Ég... tók hann af þegar ég var að þvo mér um hendurnar fyrir matinn. Hann er uppi á bað- herberginu. Það er bezt ég hlaupi upp og nái í hann. Þegar hún kemur loksins aftur er hún mjög niðurbeygð. — Ég finn hann hvergi nokkurs staðar. Hvorki inni á baðherberg- inu né í herberginu mínu. En það er auðvitað fáránlegt að hlaupa út um allar trissur að leita að hon- um, þvi að ég lagði hann á hilluna í baðherberginu fyrir hálfri ann- arri klukkustund. Það er óvenjulegt að sjá hversu mjög Katarinu er brugðið sem jafnan heldur stillingu sinni og hefur sýnzt vera í algeru andlegu jafnvægi. Allar konurnar við borðið skynja þetta og blær ömur- leika breiðist yfir þær. Þær spyrja hver í kapp við aðra, hún svarar skorinort, en hrukkar enn- ið allan tímann, eins og það valdi henni undrun og kvíða. — Jú steinninn er mjög sjald- gæfur... nei, þetta er ekki erfiða- gripur,. .. ég keypti hann sjálf... Ég veit ekki hvað hann er mikils virði. . . mér finnst hann vera óbætanlegur, því að hann er forn- gripur, frá sextándu öld að því er talið er og algerlega einstakur i sinni röð, vegna stærðar sjeins- sins og lögunar. Ég kaupi og sel fornmuni og ég keypti hann með góðum kjörum fyrir nokkrum árum. Ég hef notað hann dag hvern allar götur síðan og nú. .. nú finnst mér ég vera nakin þegar ég hef hann ekki á fingrinum. — En hann getur ekki verið horfinn! Við verðum að lýsa eftir honum. Ia slær í glas sitt og stekkur upp og hrópar kröftngri röddu yfir samkunduna: — Hver hefur séð hringinn hennar Katarinu? Hún hefur týnt stórum hring með rauðbrúnum steini... og hún saknar hans mjög. Hefur nokkur rekizt á hann? Að málsverði loknum kemur enn upp eitt mál, sem gerir andrúmsloftið ekki þægilegra. Louise Fagerman er enn óstyrk- ari eftir það sem nú hefur gerzt og staðhæfir að engir aðrir en fulltrúar úr Stokkhólmsdeildinni hafi stigið fæti upp á þriðju hæð. Hinir fulltrúarnir búa í gestaálm- unni og hafa ekki einu sinni hug- mynd um að gestabaðherbergi sé uppi. Lymskuglampi kemur í græn- gul augu Bettis. — Ein okkar er sem sagt þjóf- ur... ertu að gefa það í skyn? En hver okkar heldurðu sé nú likleg- ust? Það er úr ansi mörgum girni- legum að velja? Prófessor, blaða- maður, óperusöngkona, fátækur leirkerasmiður og læknir. Og að ógleymdri okkar heittelskuðu Evu Gun. En hún kemur auðvitað ekki til greina, ha? Þessa ádrepu þolir Louise að sjálfsögðu alls ekki og brestur í sáran grát. Katarina tautar þreytulega: — Æ, góða bezta Betti mín... En Ase Stenius tekur til sinna ráða. — Ef Katarina hefur leitað al- mennilega og ég býst við hún hafi gert það, verðum við að kyngja þeim möguleika að einhver okkar hafi komið auga á hringinn og hrifist svo mjög af honum — hann er þannig að ég gæti vel skilið að sú löngun gripi mann eitt andartak. En þó verð ég að segja að mér finnst fullt eins mikil sanngirni í þvi að leita að þjófnum meðal þjónustustúlkna Louise og hjá okkur, fullorðnum og tiltölulega vel stæðum konum. Hættu nú þessum skælum, Louise! Láttu mig um að tala við stúlkurnar, sem taka til í gesta- herbergjunum og ég skal athuga, hvort við getum ekki á þann hátt komizt til botns í þessu máli. En þetta verður engu að síður Áse Stenius um megn. Tvær ljóm- andi laglegar þjónustustúlkur í bláum einkennisbúningi, lýsa því ákveðið yfir að þær hafi ekki komið upp síðustu klukkutimana og ekki rekið augun i neinn hring. Svo að nú spyrst ekkert til hrings- ins. Hann er horfinn eins og jörð- in hafi gleypt hann. En það er þó betra en ekki að máiið er rann- sakað og þjónustustúlkurnar eru Gott kvöld — hvernig gengur reksturinn hjá ykkur núna? hvorki sárar né gramar þótt þær séu spurðar spjörunum úr. Svo hættir Louise smám saman að skæla og Katarina kveðst sætta sig við orðinn hlut og hugsar með sér að þetta tjón verði henni ekki bætt. Og það er hún sem segir að lokum rólega en ivið illgirnislega: — Ja, það var heppni, að ég skyldi verða fyrir þessu og ekki einhver sem hefði orðið meira um það — vegna takmarkaðra efna. Og við skulum ekki láta þetta spilla fyrir fundinum okkar. Nú skulum við steinhætta að hugsa um þetta og búa okkur undir um- ræðurnar. Þær hefjast eftir fimmtán minútur. — Ég hata umræður! segir Betti skýrt og skorinort og Camilla veltir fyrir sér, hvort hún eigi að spyrja hana, hvers vegna í ósköpunum hún hafi þá verið að sitja þessa ráðstefnu, eða hvort hún eigi að viðurkenna að sem stendur hefur hún meiri áhuga á persónulegum viðbrögðum klúbb- félaga sinna og innbyrðis átökum — meira og minna duldum — heldur en á viðfangsefni fundar- ins „staða konunnar í nútimaþjóð- félagi — kröfur hennar og skyldur.“ Enda þótt hún fylgist með hinum upp I salina er hún heldur betur utan við sig framan af. Hún brýtur ákaft heilann og það er margt annað sem hún leitar eftir svari við: Hvernig stendur á því að Ia sló Betti í lestinni? Hið dularfulla samtal úti í garð- inum. Hringránið... endalaust tára- flóð Louise... tviskinningsleg framkoma Evu Gun. .. gagnrýn- in... þessi magnaða spenna sem ríkir á milli ýmissa kvennanna á ráðstefnunni. Henni er orðið ljóst að fjandskapurinn er landfræði- lega ákvarðaður. . . en hún getur ekki gert sér að fullu grein fyrir því að hverju hann er sprottinn. Þó finnur hún að aðalpersónan — eða ein af aðalpersónunum í þess- um leik er tvímælalaust Eva Gun. Og enda þótt hún leggi aðeins við hlustirnar með öðru eyranu til að byrja með skynjar hún að tónn- inn i umræðunum er orðinn hvassyrtari og nú linnir ekki gagnrýninni á Evu Gun. En hún virðist vera I essinu sínu þessa J — Nokkur orð Framhald af bls. 11 ■ um. Hvað sem þvi líður, er ljóst, • að fullnægjandi, alþjóðlegt olíu- | lánakerfi er forsenda þess, að j komið verði i veg fyrir alvarlega . hjöðnun hagvaxtar eða beinan samdrátt heimsframleiðslu og lifskjara á næstu árum. Lokaorð Alþjóðleg samvinna í efnahags- málum hefur eflzt mjög á síðustu árum. Hún er vafalaust ein meginstoð frjálsra og vaxandi við- skipta í heiminum. Mikilvægi al- þjóðlegra peningastofnana eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans er ekki eingöngu fólgið I þeirri fjárhagslegu aðstoð, sem þær láta þátttökuríkjum sinum í té, þegar á þarf að halda, heldur ekki siður i því, að koma á og viðhalda gagnkvæmu trausti og skilningi á sviði alþjóðafjár- mála og tryggja samvinnu þjóða, þegar á móti blæs. Framundan er mikil prófraun fyrir raunverulegt gildi alþjóðasamvinnu. Er eitthvað að marka öll fögru orðin? íslendingar hafa rika ástæðu til að fylgjast náið með því, sem gerist á þessum vettvangi. Við höfum á undanförnum árum notið góðs af alþjóðlegri efna- hagssamvinnu með margvislegum hætti, beint og óbeint, ekki sízt með aðgangi að fjármagni Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins og Al- þjóðabankans, einkum á árunum eftir 1959. Þótt þetta hafi reynzt okkur mjög gagnlegt, eigum við þó enn meira undir því, að efna- hagur umheimsins dafni og þróist með eðlilegum hætti. Eitt helzta markmið flestra ríkisstjórna heims um þessar mundir er að tryggja fulla at- vinnu. Aðsteðjandi vandi gerir miklar kröfur til alþjóðlegs sam- ráðs og samvinnu á sviði efna- hagsmála. Munurinn á ástandinu nú og fyrir fjörutiu árum — en til þess tíma vill hugurinn hvarfia — er kannski ekki sizt i þessu fólg- inn: Að atvinnustigið er viður- kennt markmið, og að ríkisstjórn- ir flestra landa gera sér skýra grein fyrir sameiginlegum og gagnkvæmum viðskiptahags- munum i félagi þjóðanna. 1 þessu ætti einmitt að felast von til þess, að fram úr hinum alþjóðlega efnahagsvanda verði skynsam- lega ráðið á næstu mánuðum og misserum. Vonandi sannast, „að vatnaskilin, veðramótin veita dýpra skyn og þekking'*. Reykjavík, i desember 1974. VELVAKAIMDI Velvakandi svarar í sima 10-100 kl. 1 0.30 — 11 30, frá mánudegi til föstudags. • Ferðasaga Jóhannes F. Halldórsson, Grundarfirði, skrifar: „Að loknu jólaleyfi var ferðinni heitið frá Grundarfirði til Reykja- vikur. Aætlunarferð var sunnu- daginn 5. janúar og hafði ég hugs- að mér að taka hana. En svo fyrir hreina tilviljun heyri ég um miðj- an daginn áður i óljósri frétt í útvarpi, að billinn ætlaði að fara þá um kvöldið. Til að fá nánari upplýsingar hringdi ég til brott- fararstaðar og fékk þær upplýs- ingar, að billinn færi frá Grundar- firði kl. 21.30. Bílstjórarnir höfðu lofað að láta vita til Grundarfjarð- ar frá Ólafsvík, ef þetta breyttist, sem vel gat verið, vegna ófærðar, — sem það og gerði. Hins vegar láðist þeim að láta vita, en far- þegar máttu bíða í óvissu til kl. 23.30. Loks þegar billinn kom tií Grundarfjarðar reyndist hann þéttsetinn, og neyddust þannig 15 manns til að standa. Því var lofað, að einn bíll eða jafnvel tveir væru i Stykkishólmi, og myndu þeir þá takavið þvifólki, sem ofaukið var. Þegar til kom var alls ekki farið niður i Stykkishólm, og þegar spurt var hverju þetta sætti, kom i ljós, að þessir tveir áætlunarbil- ar, sem áttu að verða í Stykkis- hólmi, voru enn sunnan heiðar. Um leið var þeirri spurningu varpað fram, hvernig á þessari skyndilegu breytingu á áætlun stæði, og fengust þá þær upplýs- ingar, að von væri á ófærð. Var þá skotið inn þeirri athugasemd, að veðurspá væri slik, að ekki þyrfti að búast við versnandi færð fram að áætlunartímanum. Svarið var, að þeir treystu ekki á veðurspár. Hvenær á að treysta veðurspám ef ekki í tilfelli sem þessu? Það kom líka i Ijós, að veðrið varð samkvæmt spánni. 0 Sæti, stæöi og afsláttur Það næsta, sem gerðist var, að leysa átti stæðisvandamálið. Það var gert á þann frábæra hátt, að bíll, sem hafði tekið fólk í Staðar- sveit og viðar sunnan fjalls var snúið yfir Heydal. Var bíllinn kominn langleiðina yfir þegar við mættum honum. Voru þá tvær klukkustundir liðnar frá því að vió lögðum af stað frá Grundar- firði. Er þetta þeim rnun undar- legra þar sem rétt á eftir okkur var áætlunarbfll frá Hellissandi með fáa farþega, en á þessu hlýt- ur að vera einhver eðlileg skýr- ing. Ekkert var gert til að draga úr þeim óþægindum, sem farþeg- um stafaði af þrengslum, enda ekki hægt um vik, þar sem engar sessur til aó setja á rnilli sæta voru tiltækar. Málsbót væri, ef afsökun I einhverri mynd hefði verið fram borin, og finnst mér reyndar, að allir farþegar hefðu átt að fá afslátt af fargjaldi. Grundfirðingarnir vegna þess að þeir fengu engin sæti, og Stað- sveitingarnir og annað sunnan- fjallsfólk út á, að því er virðist óþarfa krók og timaeyðslu, og síðast en ekki sizt Ólsararnir út á þá aðstöóu, sem þeir lentu i eins og reyndar allir aðrir, sem sé þá, að komast ekki á snyrtingu fyrr en i Borgarnesi. í Stykkishólmi er engin snyrti- aðstaða fyrir farþega, en þar er alltaf komið vió á vesturleið. Yfir þessu hefur verið kvartað fyrir nokkru, en engin breyting hefur orðið á. Þó svo að þessi afsláttur hefði verið samþykktur er þó ekki víst nerna að þá hefði fargjaldið orðið það eina rétta, þar sem fargjaldið frá Grundarfirði til Reykjavikur hækkaði úr 1.080,- í 1.180.- um miðjan desember, en á þessum tima hefur engin fargjaldahækk- un verið leyfð. í fullri vinsemd i von um bætt ástand, JóhannesG. Halldórsson, Grundarfirði. # Ljósaskreytingar íbúi við Fellsmúla skrifar: „Velvakandi. I þáttum þinum sl. sunnudag skrifar ibúi við Háaleitisbraut og er þar mjög móðgaður við sambýl- isfólk sitt í íbúðarblokkinni, sem hann býr i, vegna þess að gengið var eftir því við hann, að hann skærist ekki úr leik i sambandi við ljósaskreytingu. íbúðareig- I I --------------------------------- | andinn lætur svo i það skína og ! miklar sig heldur af, að hann hafi • ekki látið sambýlisfólk sitt segja | sér fyrir verkum. Ég bý sjálfur i sama hverfi, og * er ánægður nokkuð með hve vel I hefur tekizt til með jólalýsingu á | húsum í hverfinu, en sjálfur hef J ég einnig kynnzt svona útúrboru- I fólki, sem ekki hefur tilfinningu | eða smekk fyrir slíku, eins og i þessi íbúi við Háaleitisbraut. Þetta fólk gerir sér ekki ljóst, I að það særir oft börn sin með því | að skerast svona úr leik. Ég veit . dæmi til þess, að börn taka sér • það nærri ef heimili þeirra, t.d. i | stórri blokk, skerast úr leik. Einn- • ig er svona útúrboruháttur mjög • hvimleiður og særir það fólk í I sambýli, sem er að prýða og lýsa | upp umhverfi sitt. Ibúi við Fellsnnila." • I Skoðanir á þessu ntáli virðast I skiptast nokkuð i tvo horn, og | væri ekki úr vegi að fleiri tjáðu ■ sig um það. Það er bara eitt, seni • við eigum dálítið erfitt með að | skilja, sem sé það, af hverju fjöl- I skylda ætti ekki að geta haft J óblandna ánægju af seríunni I sinni, enda þótt ekki séu eins | ljósaskreytingar á öllum svölum ■ blokkarinnar. En sumir eru auð- • vitað svo reglusamir, að þeir | mega hvergi ósamræmi sjá, — þá i liður þeim beinlinis illa. Aðrir flokka þetta undir múgmennsku I hópsálarinnar og segja: Lifi til- | breytingin! t NILFISK þegar um gæðitt er að tefla.... TiM FÖNIX % ^lauflavegu._ HÁTÚNI 6A.SÍMI P4420

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.