Morgunblaðið - 11.01.1975, Qupperneq 1
32 SIÐUR
8. tbl. 62. árg.
LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1975
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Evensen gegn
„þorskastríði”
Ösló, 10. jan. NTB.
JENS Evensen Iandhelgisráð-
herra sagði, að norska stjórnin
ætlaði ekki að koma af stað
„þorskastríði", þegar efri deild
norska þingsins samþykkti f dag
frumvarp stjórnarinnar um tog-
veiðibann á svæðum utan land-
helginnar með aðeins einu mótat-
kvæði.
Hann varaði eindregið við þvf
að landhelgin yrði færð út ein-
hliða og kallaði það „ævintýra-
pólitfk“, sem engin ábyrg ríkis-
stjórn gæti fylgt, allra sfzt á
Barentshafi.
Jafnframt sagði Evensen f lok
umræðnanna um frumvarpið, að
hin almenna samstaða um það
hefði mikla þýðingu fyrir rfkis-
stjórnina í þeim viðræðum sem
fara fram á næstunni um tog-
veiðibannið og einnig f fyrirhug-
uðum viðræðum um útfærslu
landhelginnar.
Evensen og Evind Bolle sjávar-
útvegsráðherra tóku fram að þeg-
ar togveiðibanninu hefði verið
komið á yrði næsta skrefið við-
ræður um 50 milna landhelgi og
jafnframt yrði stefnt að þvf að
afla viðurkenningar á 200 mílna
efnahagslögsögu og koma þvf til
leiðar að þeirri reglu yrði fram-
fylgt.
Bolle lagði áherzlu á mikilvægi
þess að dregið yrði úr miklum
ágangi togara á Barentshafi með
togveiðibanni. Samkvæmt lögun-
um sem hafa verið samþykkt
verða togveiðar bannaðar á fjór-
um svæðum undan Vesterálen,
Senja og strönd Finnmerkur í
Norður-Noregi.
Aðalmálgagn Miðflokksins,
Nationen, segir i leiðara f dag að
Norðmenn hafi flækzt inn í alltof
r
Iran kaupir
Concorde
London, 10. janúar. AP.
IRAN ætlar að kaupa fjórar hljóð-
fráar Concorde-þotur af Bretum
og Frökkum og leigja þær banda-
rfska flugfélaginu Pan American
að því er BBC skýrði frá f kvöld.
Kaupverðið er um 100 milljón
pund.
alvarlegar viðræður þar sem að-
eins hafi verið ætlunin að skýra
frá fyrirætlunum um togveiði-
bannið.
Blaðið segir að Bretar hafi haft '
í hótunum í þessu sambandi og
telur að þeim verði að mótmæla
kröftuglega og taka fram að ekk-
ert mark verði tekið á þeim. Norð-
menn séu í fullum rétti og hafi
staðið við alþjóðlegar skuldbind-
ingar með því að skýra hlutaðeig-
andi ríkjum frá fyrirætlunum sín-
um og hlýða á sjónarmið þeirra.
Þá hvetur málgagn Verka-
mannaflokksins í Tromsö,
Nordlys, til þess I leiðara í dag að
stjórnin láti útfærslu landhelg-
innar ganga fyrir togveiðibann-
ínu þar sem viðræður um þær
hafi siglt í strand.
Sigurvegari dönsku kosninganna, Poul Hartling forsætisráðherra, fyrir framan
Amalienborgarhöll í gær er hann hafði skýrt Margréti drottningu frá úrslitunum.
OVISSAN ENGU MINNI
EFTIR KOSNINGARNAR
Hartling í erfiðri aðstöðu
Kaupmannahöfn, 10. janúar.
Frá fréttaritara Mbl.
Jörgen Harboe.
og fréttaritara NTB,
Hávard Narum.
POUL Hartling forsætisráðherra
og þrfr nánustu samstarfsmenn
hans úr Vinstri flokknum hófu
viðræður f dag við fulltrúa ann-
arra þingflokka um myndun nýrr-
ar stjórnar eftir kosningarnar
sem virðast jafnvel hafa aukið
ringulreiðina f danska þinginu og
óvissuna f dönskum stjórnmálum,
en Hartling virðíst staðráðinn f að
sitja áfram.
Flestir stjórnmálasérfræðingar
benda á að nú geti verið að Hartl-
ing neyðist til að velja á milli
sósfaldemókrata og Framfara-
flokks Mogens Glistrups sem sam-
starfsaðila ef stjórnin eigi að geta
setið að völdum þegar þing kem-
ur saman 23. janúar, en hann
leggur áherzlu á að tryggja stuðn-
ing sósfaldemókrata.
Anker Jörgensen, foringi
sósfaldemókrata, og leiðtogar
hinna sósfalistfsku flokkanna
skoruðu á Hartling að segja af sér
f viðræðunum f dag svo að kanna
mætti möguleika á myndun
meirihlutastjórnar undir forystu
sósfaldemókrata.
Hartling vfsaði þessari áskorun
á bug en kvaðst mundu fhuga
hana f samræmi við ráðleggingar
sem hann fengi frá öðrum flokk-
um, Borgaraflokkarnir haf a beðið
stjórn Hartlings að sitja áfram.
Sjálfur hefur Hartling bent á
þann mikla sigur Vinstri flokks-
ins að bæta við sig 20 þingsætum.
„Þegar flokkur vinnur svona mik-
ÞINGAÐ UM OLIU
Washington,
10. janúar. Reuter.
SÉRFRÆÐINGAR helztu iðnað-
arrfkja heims komu saman ti)
fundar f Washington f dag um
leiðir til að leysa erfiðleikana af
völdum fimmfaldrar hækkunar
verðs á olíu.
Enginn fulltrúi mætti frá Vest-
ur-Þýzkalandi og þvf mun dragast
að rætt verði um ágreining Efna-
hagsbandalagslandanna og
Bandarfkjanna um flutning olfu-
tekna frá olfurfkjunum til olfu-
neyzlulandanna.
Þó er talið að fulltrúar vestur-
þýzka seðlabankans og fjármála-
ráðuneytisins i Bonn mæti til
fundarins á sunnudag og daginn
eftir hefjast viðræður sérfræð-
inga 10 helztu iðnaðarrikjanna
fyrir alvöru. Á þriðjudaginn
þinga fjármálaráðherrar land-
anna.
Vestur-Þjóðerjar hafa tekið
dræmt í þá hugmynd Bandaríkja-
manna að 23 aðildarríki OECD
myndi sameiginlegan sjóð sem
ríki er eiga I efnahagserfiðleikum
geti fengið lánað úr.
inn sigur væri það Iftilsvirðing
við kjósendur að hún segði af
sér,“ sagði hann þegar úrslitin
lágu fyrir.
Því er spáð að viðræður flokk-
anna muni standa i 10 daga og
takist ekki að ná samkomulagi er
tryggi stjórninni vínnufrið með
stuðning meirihluta þingsins að
baki fyrir þingsetninguna 23.
janúar bendir margt til þess að
lögð verði fram tillaga um að
stjórnin segi af sér, og Róttæki
flokkurinn hótaði í dag að beita
sér fyrir slikri vantrauststillögu.
Nú má heita að það sé orðin
hefð i dönskum stjórnmálum
þegar ríkisstjórn hefur ekki
öruggan þingmeirihluta að haga
þannig seglum eftir vindi að hún
fái aldrei meirihlutann á móti
Framhald á bls. 18
Hvar er Brezhnev?
Moskvu, 10. jan. AP.
VESTRÆNIR diplómatar sögðu
dag að þeir hefðu engar sannan
fyrir því að Leonid Brezhnev væ
alvarlega veikur og að völd hai
væru í hættu.
Síðan Brezhnev aflýsti fei
sinni til Sýrlands og Egyptalam
hafa verið fréttir um að han
þjáist af hjartasjúkdómi eða hvi
blæði og’ bollaleggingar eru haf
ar um eftirmann hans. Hann sá
síðast opinberlega á aðfangadag.
10 PÓLSKIR SJÓ-
MENN FÓRUST
Kaupmannahöfn 10. jan.
NTB.
10 PÓLSKIR sjómenn fórust f
höfninni f Hanstholm f Dan-
mörku f gær, er skip þeirra,
togarinn Brbra, kastaðist f fár-
viðri upp að steinsteyptum
brimgörðum og hvolfdi sfðan.
Þyrlur björguðu 17 manns af
áhöfninni, sem var 27 manns.
Togarinn, sem var 650 lestir að
stærð, hafði orðið fyrir stýris-
bilun og var dráttarbátur með
hann f togi á leið inn f höfnina,
er slysið varð. Höfnin I Hanst-
holm var byggð á algerri hafn-
leysu; á sendinni strönd Jót-
lands við Norðursjó. A mynd-
inni sést flak togarans.