Morgunblaðið - 11.01.1975, Síða 4

Morgunblaðið - 11.01.1975, Síða 4
4 n i ® 22-0-22* RAUOARÁRSTÍG 31 ________________/ LOFTLEIÐIR BfLALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 LOFTLEIÐIR MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1975 STAKSTEINAR Tvenn ósannindi Mætur maður hafði það að gamanmáli, að Þjóðviijinn segði aldrei satt, utan stöku sinnum óviljandi. Þetta eru að vfsu ýkjur, en öllu gamni fylgir nokkur alvara. 1 föstudagsbiaði Þjóðviljans er birt þingræða Kjartans Ölafssonar, ritstjóra biaðsins, um breytta skipan á kjörtfma útvarpsráðs. Þar tekst ritstjóranum fimlega að koma fyrir tvenns konar ósannindum f örstuttu máii. Hann segir orð- rétt: „Svo er talað um að minni- hlutahópar drottni f útvarpinu. Og þá er vitnað til dagskrá stúdenta 1. desember. Hver er sannleikurinn um það? Við skulum hugsa okkur þann minnihlutahóp sem var ánægð- ur með þá dagskrá. Hann er sjálfsagt til en ég hygg hann lftinn, ekki var ég ánægður. En á að reka útvarpsráð fyrir að banna ekki útvarp frá fundi stúdenta 1. desember? Morgun- blaðið krefst þess, og það gerði hróp að útvarpsráði fyrir að ritskoða ekki.“ Hér er þvf haldið fram: 1. Að Morgunblaðið hafi krafist þess, að ekki yrði útvarpað frá 1. desember samkomu vinstri stúdenta. 2. Þegar það fékkst ekki fram, þá hafði blaðið krafist þess, að útvarpsráð yrði rekið. Hvorttveggja er rangt, enda reynir þingmaðurinn ekki að finna orðum sfnum stað með tilvitnun f blaðið. Hvað sagði Morgunblaðið? Morgunblaðið fjallaði um þessi mál f leiðara, 4. desember sl. Þar segir orðrétt: „Rfkisútvarpið útvarpaði frá samkomunni og þar með frá- sagnarfölsunum svonefndra hernámsandstæðinga, sem svið- settu Iftilfjörlegan sjónleik á Keflavfkurflugvelli f þvf skyni að krydda samkomuna og út- varpsdagskrána. f annan tfma hefur rfkisútvarpið ekki jafn rækilega afhjúpað þann hóp manna, sem að þessum trúar- söfnuði stendur. 1 raun réttri væri mjög æskilegt að útvarpið endurflytti þessa dagskrá svo að ekki fari fram hjá neinum, hvaða augum vinstri stúdentar f Háskóla Islands Ifta fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar." Hér kveður við annan tón en Þjóðviljaritstjórinn vill vera láta. En það er f sjálfu sér táknrænt og dulftið skemmti- legt, að undanfari þessara tvö- földu ósanninda Þjóðviljarit- stjórans, þegar hann setur sam- an ósannindavaðalinn, skuli vera svohljóðandi setning: „Hver er sannleikurinn um það?“ Viðbrögð almennings Hitt er svo annað mál, að viðbrögð almennings við þess- um fádæma samsetningi vinstri stúdenta á fullveldis- daginn voru á ýmsa lund og komu fram f fjölda lesenda- bréfa f flestum dagblöðum okkar. Og ekki ber á öðru en jafnvel Þjóðviljaritstjórinn taki undir með þeirri gagnrýni. Hann segir: „við skulum hugsa okkur þann minnihlutahóp, sem var ánægður með þá dag- skrá. Hann er sjálfsagt til en ég hygg hann lftinn. Ekki var ég ánægður.“ Bragð er að þá barn- ið finnur. Og rétt er að vinstri stúdentar við Háskóla Islands taki þessa ádrepu lærimeistara sfns til yfirvegunar. <g BÍLALEIGAN 51EYSIR CAR RENTAL i» 24460 28810 piOMŒEn Útvarp og stereo, kasettutaeki HVAÐ GAMALL TEMUR UNGUR ! SAMVINNUBANKINN ISI FERÐABILAR h.f. Bilaleiga, sími 81260. Fólksbilar — stationbilar — sendibilar — hópferðabílar. Lausn skipstjórans Hentugasti dýplarmaelirinn fyrir 10—40 tonna báta, 8 skalar niður á 720 m dýpi, skiptanleg botnlína, er greinir fisk frá botni. Dýpislina og venjuleg botnlina, kasetta með 6" þurrpappir, sem má tvínota. SIMRAD Braeðraborgarstig 1, s. 14135 — 14340. I IHorgtmblaíití) margíaidar murksð gðor FráBridgefélagi Hagnarfjarðar Lokið er árlegri sveitakeppni félagsins og varð röð sveitanna þessi: Sveit: Sævars Magnússonar 142 Kristjáns Andréssonar 136 Óla Kr. Björnssonar 133 Ö1 afs G ísl ason ar 98 Jóns Gislasonar 90 Sigurðar Lárussonar 86 Sverris Jónssonar 79 Gunnlaugs Sveinssonar 70 Einars Sigurðssonar 51 Sigurðar Sigurðssonar 13 1 sveit Sævars eru ásamt hon- um Arna Þorvaldsson, Hörður Þórarinsson, Halldór Bjarna- son, Þorsteinn Þorsteinsson og Einar Árnason. Næstu verkefni félagsins eru kynningarkvöld, sem haldið verður f Skiphóli mánudaginn 13. janúar og hefst kl. 20. Verður íþróttin kynnt þar ræki- lega og eru allir áhugamenn hvattir tii aö mæta. Félagar í B.H. munu þá spila við hvern þann sem þess æskir — en einnig verður eitthvað til skemmtunar. Mánudaginn 20. janúar hefst svo tvfmenningskeppni með Barometerfyrirkomulagi. öllum er heimil þátttaka. Allar nánari upplýsingar gefur Jón Gíslason í síma 51048. XXX Frá Bridgefélagi Siglufjarðar Þann 16. des. sl. lauk 4ra kvölda hraðsveitakeppni um Samvinnubikarinn og sigraði sveit Boga Sigurbjörnssonar með nokkrum yfirburðum og hlaut 1.637 stig. 1 sveit Boga eru auk hans þeir Anton og Jón Sigurbjörnssynir og Hreinn Steinsson. Röð sveitanna varð þessi: Sveit: stig 1. Boga Sigurbjörnssonar 1.637 2. Steingr. Magnúss. 1.518 3. Hinriks Aðalsteinssonarl.480 4. Sigurðar Hafliðasonar 1.380 5. Páis Pálssonar 1.359 6. Jóhannesar Hjálmarss. 1.251 Sunnudaginn 29. des. fór fram hin árlega bæjarkeppni milli norður- og suðurbæjar. Suðui bæingar komu sigurvissir til leiks að vanda, enda bikar- hafar a.m.k. sl. 10 ár. Ekki vildi þó betur til en svo að jafntefli varð. Var þá ákveðið að endur- taka keppnina sunnudaginn 5. jan. ’75, Er ekki að orðlengja það, að suðurbæingar fengu þá herfilegustu útreið sem um getur í þessari keppni og töp- uðu með 60 stiga mun, eða 79 stigum gegn 19. Varð fyrirliða suðurbæjar Valtý Jónassyni svo mikið um þetta, að hann lýsti þvf yfir, um leið og hann afhenti bikarinn, að nú yrði hann ekki lengur fyrirliði. Mánudaginn 13. jan. n.k. hefst hin árlega fyrirtækja- keppni félagsins. A.G.R. Athugasemd- ir póstmanna EFTIRFARANDI hefur Mbl. bor- izt frá stjórn Póstmannafélags Is- lands: „Stjórn PFl óskar þess, að dag- blað yðar birti eftirfarandi at- hugasemdir vegna fréttatilkynn- inga samgönguráðuneytisins frá 3. og 7. þ.m. og vegna frétta i fjölmiðlum af fundi, sem stjórn PFÍ hélt meö fréttamönnum vegna setningar reglugerðar um stjórn og skipulag póst- og síma- mála. 1. Vegna fréttatilkynningar frá samgönguráðuneytinu þann 7. þ.m. óskar stjórn PFl að taka fram, að samgönguráðherra hefur ekki boðað stjórn félagsins á sinn fund vegna nýtilkominnar reglu- gerðar um stjórn og skipulag póst- og símamála, heldur fékk stjórn- in, eftir ítrekaðar tilraunir, fund með ráðherra þrem dögum eftir gildistöku umræddrar reglugerð- ar. 2. 1 fréttatilkynningu frá sam- gönguráðuneytinu þann 3. þ.m. er sagt frá nefnd, sem þáv. sam- gönguráðherra skipaði hinn 19. mars 1973 til þess m.a. að gera tillögur um breytingar á skipulagi póst- og sfmamála. I erindisbréfi til nefndarmanna segir m.a.: „I störfum sínum skal nefndin aðstoðar þeirra st"-'- '7*. H „.cirsmannapósts °5 *.uia, sem hlut eiga að máli, og annarra sérfróðra aðila, eftir því sem hún telur ástæðu til.“ Hafa nefndarmenn virt framangreind fyrirmæli ráðherra að vettugi, þar eð ekkert samráð var haft við starfsmenn þá, er hlut áttu að máli. 4. Þá vill stjórn PFl taka fram að gefnu tilefni, að auk þeirra vinnubragða, sem hafa verið við- höfð við undirbúning og setningu reglugerðar um stjórn og skin- lag póst- og sfmamá'" ’ , ósátt ví^ -■ —“a’ er ^un . .v, ymis efnisatriði í nefndri reglugerð. Reykjavfk, 8. janúar 1975. Stjórn PFI. Símamenn ekki mót maftltir sflmnÍM ívn mnxig Ulll MBL. hefur borizt eítirfarandi fréttatilkynning frá Félagi ís- lenzkra sfmamanna: Vegna þeirra umræðna, sem fram hafa farið um nýja reglu- gerö UITl stjórn og skipulag póst- og simamáia þykir Síjéfn Félags íslenzkra sfmamanna rétt að eftir- farandi komi fram. Stjórn F.I.S. hefur rætt hina nýju reglugerð og samS"1-1-' . ekkí ' - ----að ... oc astæða til að mótmæla henni, en að félagið leggi höfuð- áherzlu á, að það verði haft með í ráðum um þær skipulagsþreyting- ar í stofnunínni, sem af setningu reglugerðarinnar leiða. Stjórnin lítur svo á, að reglugerðin sé aðeins rammi um þær þreytingar, sem eigi að gera og að það skipti starfsfólkið mestu, hvernig fram- kvæmdin verði í einstökum atrið- um. Málið hefur verið tekið fyrir í Starfsmannaráði landssimans, þar sem eiga sæti fulltrúar félags- ins og forstöðumenn stofnunar- innar. Kefur ráðið ákveðið, með samþykkt ~~ Slmamála. stjóra, að fjalla um væntanlegar skipulagsbreytingar. Stjórn F.I.S. væntir þess að samstaða náist um þær breyt- ingar, sem þegar er hafinn undir- búningur að, bæði innan st£*“_ unarinnar og m"* samgönguráð- herra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.