Morgunblaðið - 11.01.1975, Page 5

Morgunblaðið - 11.01.1975, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JANUAR 1975 5 Dauðadans Eftir August Strindberg Þýðandi: Helgi Hálfdanar- son Q Leikstjórn: Helgi Skúlason □ Leikmynd: Steinþór Sigurðsson □ Lýsing: Magnús Axelsson □ Búningar: Steinþór Sigurðsson og Björg Isaks- dóttir I bók sem Arthur Adamov, einn af upphafsmönnum absúrdism- ans, hefur skrifað um Strindberg segir hann einhvers staðar eitthvað á þá leið að það sem mestu máli skipti fyrir rithöfund sé að nýta eigin taugaveiklun, vinna úr eigin nevrósum. Og ekki verður annað sagt en Strindberg hafi tekist það flestum betur; enginn norrænn höfundur 19. aldar stendur okkur nútímamönn- um nær en hann. Leikfélag Reykjavíkur hefur í ár valið sem jólaleikrit eitt af frægustu verkum Strindbergs, Dauðadans. Þó að það sé samið árið 1900, — þ.e.a.s. eftir Infernó- kreppuna þegar Strindberg er tekinn að sökkva sér niður í kenn- ingar Swedenborgs, búddhisma og einhvers konar frumstæðan kristindóm, — sver það sig um margt í ætt við hin svokölluðu natúralísku verk hans frá ár- unum 1877—88 eins og Föðurinn og einkum þó Kröfuhafa, en þau leikrit fjalla um fjölskylduhatur og hjónabandsuppgjör líkt og Dauðadans. Ýmislegt og ekki allt merkilegt hefur verið ritað um „geðveiki" Strindbergs, hjóna- bönd hans og áhrif þeirra á leik- ritun hans. Sjálfur var hann óspar á að útlista fyrir okkur ævi- feril sinn: æsku, úppvexti og þró- unarferli lýsir hann i Tjánste- kvinnans son (1886—7, 1909), hjónaböndunum þremur og þeim sálarkreppum sem skilnaðinum fylgdu (og ollu?) í Le plaidoyer d’un fou (Málsvörn vitfirrings, frumsamin á frönsku 1887), Inferno (1897, einnig frumsamið á frönsku) og loks Ensam (1903) þar sem skáldið finnur nokkurn frið. En hér sem endranær mun varhugavert að treysta um of sjálfsævisögum eða gera of mikið úr notkun æviatriða í listaverk- um, og gallharðir bókmennta- fræðingar telja að ýmislegt óvænt kunni að koma I ljós þegar bréf Strindbergs hafa verið grann- skoðuð og öll kurl komin til grafar. I Dauðadansi birtast öll helstu einkenni og áráttur Strindbergs. Byggingin er einföld og klassísk eins og í þeim verkum hans sem eru sömu ættar og þetta. Leikur- Myndllst eftir EMIL H. EYJÓLFSSON inn fer fram á eyju í „sívölum kastalaturni úr grásteini". Um- hverfi allt er hér í senn óraun- verulegra og meira þrúgandi en t.d. i Kröfuhöfum, þrátt fyrir natúralíska leikmynd. Höfuðper- sónur leiksins eru þrjár: Eðgar, höfuðsmaður i stórskotaliði; Alísa, kona hans, fyrrum leik- kona; Kúrt, frændi hennar, sótt- varnarstjóri, sem þjónar sem eins konar hvati í samskiptum þeirra hjóna; er þraukað hafa saman í tuttugu og fimm ár þegar léikur- inn hefst. Ut í hött væri að rekja efni verksins, en í skemmstu máli sagt hefur sambúð þeirra öll verið eitt víti. Gaman væri að bera saman Dauðadans Strindbergs og Lokaðar dyr eftir Sartre sem tví- mælalaust hefur þegið margt frá eldri skáldbróður sínum. En hel- víti Sartres er afstrakt, handan lífsins og óendanlegt; helvíti Strindbergs (og Swedenborgs) hefst þegar í lifanda lífi. Hér getur Strindberg gefið ástríðum sínum lausan tauminn, kvenhatur hans kemur greinilega fram (Strindberg var ekki heimspeki- legur eða intellektúel kvenhatari heldur kvenhatari af guðs náð, ef svo mætti segja), sömuleiðis þetta undarlega sambland af lotningu og andúð á herforingjum og öllum sem einhvern valdatitil báru. Þeir eru ótaldir liðsforingjarnir í verk- um Strindbergs. Um þetta hafa sálfræðingar haft margt að segja; sjálfur var hann feiminn og væskilslegur og stóð á því fastara en fótunum að konur drægjust ómötstæðilega að karlmönnum í einkennisbúningum. Þegar tjaldið er dregið frá virðast þau hjón orðin hálfþreytt en halda samt áfram að jagast af gömlum vana. I tuttugu og fimm ár hafa þau kvalið hvort annað, klögu- málin hafa gengið á vixl — hann ásakar hana fyrir að hafa komið í veg fyrir frama sinn f hernum, hún kennir honum um að hún skuli ekki hafa orðið fræg leik- kona, — i tuttugu og fimm ár hafa þau framið „sálrænt morð“ hvort á öðru svo notuð séu orð Strind- bergs sjálfs, ástundað þá dialektík ástar og haturs sem öll hjónabönd eru. En svo kemur gestur í heimsókn. Dauðadansinn getur hafist. . . Eindrægni ríkir milli Sadats og íranskeisara Sýningin i Iðnó er svo heil- steypt að helst vildi ég ljúka greininni hér og nefna engin nöfn. Sviðsetning Helga Skúla- sonar er svo áreynslulaus og eðli- leg að maður verður hennar ekki var, eins og vera ber í svona verki. Lýsingar eru sérdeilis vel notaðar. Helga Bachmann leikur Alísu með miklum ágætum. Hún er tiguleg og köld og lýsir vel langþróuðu hatri til eiginmanns- ins en tekst. þó um leið að túlka afbrýðisemi og „gamlar taugar” sem hún ber enn til hans. Helga er tvímælalaust tragisk leikkona. Eðgar höfuðsmaður er leikinn af Gisla Halldörssyni. Gisli er ekki tragískur leikari heldur karakter- leikari og hann má gæta sin á vissum kækjum eins og til dæmis þvi að enda tilsvör á langdregnu „hai“. Þessa gætir einkum i upp- hafi leiksins — höfuðsmaðurinn má aldrei verða grátbroslegur — en fljótlega nær hann föstum og öruggum tökum á hlutverkinu og veitir Helgu verðugan mótleik. Hlutverk Þorsteins Gunnarssonar er að vísu mikilvægt en býður ekki upp á jafnmörg tækifæri til sterkrar tjáningar og hin. Þor- steinn leysir það prýðilega af hendi. Það er að verða upptugga að taka það fram að þýðingar Helga Hálfdanarsonar og leik- myndir Steinþórs Sigurðssonar séu með ágætum. En það er til- fellið hér. Þetta er vönduð sýning. Kairó, 9. jan. Reuter. ANWAR Sadat, forseti Egypta- lands, og Iranskeisari ræddu i dag saman í nærfellt tvær og hálfa klukkustund um vandamál Miðausturlanda, alþjóðamál og samskipti ríkja þeirra. Keisara- hjónin frá Iran eru i fimm daga opinberri heimsókn f Egypta- landi og hefur verið mikil við- höfn og fburður f sambandi við heimsóknina. En i dag hittust leiðtogarnir til fyrsta alvarlega fundarins, eins og fyrr segir, en engin yfirlýsing var gefin út að honum loknum. Egypski utan- rfkisráðherrann, Ismail Fahmi, sagði við blaðamenn er hann hélt á braut að sameiginleg hags- munamál hefðu verið tii umræðu. Aðspurður um hvort deila Irans og Iraks hefði verið tekin til um- fjöllunar sagði hann: „Við töluð- um ekki um neitt annað rfki.“ Sadat hafði sagt í viðtali sem var birt i Beirut um svipað leyti og Iranskeisari kom til Egypta- lands að hann væri allur af vilja gerður að taka að sér sáttasemj- arastarf i deilum Irana og Iraka og að hann hefði sent fulltrúa til Hassan Al-Bakr, forseta Iraks, til að reyna að ná samkomulagi. Þá lýsti Sadat ósviknum fögnuði sínum yfir þvi að Arabalöndin annars vegar og tran hins vegar hefðu nú náð saman i vinsemd og samhjálp og leiðtogar landanna væru staðráðnir í að gera sér raunhæfa grein fyrir þeirri sam- eiginlegu ábyrgð sem á þeim hvíldi til að samskiptin gætu orð- ið öllum til hagsbóta. Énda þótt ekki hafi í kvöld verið gefin út formleg yfirlýsing um fund þjóðhöfðingjanna benda fréttaskýrendur á að svo virðist sem miklir dáleikar séu með þeim Sadat og Iranskeisara og í veizlu i gærkvöldi sagði íranskeisari í ræðu: „Við höfum stutt ykkur og munum halda þvi áfram." Okkar landsfræga JANUAR tJTSALA hefst mánudaginn JAN. UtSAL^ FÖTFRÁ .............................. kr. 5.900 STAKIR JAKKAR ....................... kr. 2.950 - KULDAJAKKAR kr. 1.950. TERYLENE BUXUR .......................kr. 1 480 - GALLA- OG FLAUELIS BUXUR ............ kr. 1.290.- DRENGJASKYRTUR kr. 690. HERRASKYRTUR .........................kr. 790,- BOLIR ................................kr. 250,- PEYSUR .............................. kr. 1.290 LEVI'S DENIM SKYRTUR ................ kr. 1.490.- LEVI'S GALLAJAKKAR .................. kr. 1.790 ALULLARTEPPI .........................kr 1.390,- TERYLENE BÚTAR O.FL. O.FL. FACO LAUGAVEGI 37 LAUGAVEGI 89

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.