Morgunblaðið - 11.01.1975, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JANUAR 1975
eftir RAGNAR
BORG
Otto Christensen ásamt hluta af safni hans af merkjum.
hvers vegna merkin urðu fyrir val-
inu.
Það byrjaði þannig, sagði Otto
Christensen, að ég tók mér far,
sem ég hefi gert árlega i mörg ár,
með Flugfélagi Íslands frá Kaup-
mannahöfn til Reykjvikur. Þetta
varárið1965. Tók ég þá allt ieinu
eftir því hve skemmtilegar mér
þóttu skreytingarnar á búningum
áhafnarinnar — Faxamerkin. Þeg-
ar til íslands kom var ég svo
ekki i rónni fyrr en ég hafði
haft samband við forráðamenn
Flugfélagsins og beðið þá
um að skaffa mér umrædd
merki. Er ekki að orðlengja
það, að ég fékk öll þeirra merki,
þar á meðal Gullmerki fyrir 10 ára
þjónustu og gullmerki, með dem-
anti, fyrir 20 ára þjónustu. Þessi
velvild Flugfélagsmanna braut is-
inn fyrir mig þvi eftir það gat ég
sýnt mönnum spjaldið með Flugfé
langsmerkjunum er ég var á eftir
slikum merkjum. Hefi ég nú sett
upp um 15 spjöld með hinum
ólíkustu merkjum Ég hefi fengið
frá Slökkviliði Reykjavíkur ágætt
safn og á merki af nokkrum öðrum
slökkviliðum, en ef einhver, sem
Otto Cristensen flytur
fyrirlestur og heldur sýningu
j DAG klukkan 14.30 heldur Otto
Christensen fyrirlestur i Norræna
húsinu. Er fyrirlestur þessi haldinn
á vegum Norræna hússins og
Myntsafnarafélags Islands. Fyrir-
lesturinn, sem fluttur verður á
dönsku, mun fjalla um söfnun Ott-
os á alls konar merkjum — ein-
göngu islenzkum. Hann mun sýna
15 spjöld með þeim merkjum er
hann hefir þegar sett upp. Einnig
mun Otto Christensen sýna hið
ágæta safn sitt af islenzkum vöru-
peningum og minnispeningum.
Við hittum Otto að máli og báðum
hann að segja frá söfnun sinni og
— á vegum mynt-
safnarafélagsins
og Norræna hússins
Merki af einkennisbúningum flugáhafna Flugfélags islands bæði eldri og
nýrri gerð.
les þetta á i fórum sinum merki af
einkennisbúningum, ný eða göm-
ul, þætti mér vænt um að fá
þau í safnið mitt, sagði Otto
Christensen. Ottó geymir
safn sitt í bankahólfi
hér í Reykjavik meðan hann
gengur að vinnu sinni i Kaup-
mannahöfn. Þetta safn mitt á ekk-
ert erindi til Danmerkur segir Otto
þvi það á eftir að verða hér á
íslandi eftir minn dag. Ég hefi
tekið miklu ástfóstri við island og
þarna held ég að ég hafi bjargað
mörgu frá glötun, vegna þessarar
söfnunar minnar. Allir þessir hlutir
eru brot af íslandssögunni. Taktu
til dæmis loftskeytamannsmerkið
frá Flugfélaginu. Nú eru þau ekki
lengur notuð. Já og Flugfélagið er
meira að segja búið að taka upp
nýja gerð af merkjum. og þau
merki á ég einnig á spjaldi. Á einu
spjaldi er að finna öll barmmerki.
sem gefin hafa verið út hinn 1 7.
júní frá því lýðveldið var stofnað.
Á öðru spjaldi er að finna merki,
sem tilheyra einkennisbúningum
sýslumanna. Það vekur athygli
hve langsamlega flest merkin eru
afar vel gerð. Munu þau vera kom-
Framhald ð bls. 23
Mjög laumuleg
skurðaðgerð
Það var fleiri en ein ástæða fyrir
þvi að Napóleon tapaði úrslitaor-
ustunni við Waterloo i júní árið
1815 gegn herjum Prússa og
Englendinga. Ein ástæðan var sú,
að keisarinn sjálfur var ekki
orustufær vegna sjúkdóms. Nótt-
ina fyrir orustuna kom honum
varla dúr á auga af kvölum, þó að
hann væri dauðþreyttur eftir
sigurinn yfir Prússum við Ligny.
Aðeins þrir menn urðu vitni að
þjáningum Napóleons þessa nótt,
og þeir minntust ekki á þetta einu
orði fyrr en nærri 50 árum seinna.
Sjúkdómurinn var nefnilega á stað
sem maður minnist almennt ekki
á, sérstaklega þegar um er að
ræða keisara.
Napóleon fékk alvarlegt tilfelli
gyllinæðar. Hann hafði haft gyllin-
æð frá þvi hann var 28 ára, að því
er virðist af völdum krónisks harð-
lifis. Þetta hafði þjáð hann stöð-
ugt. En fyrir orustuna við Water-
loo varð þetta verra en nokkru
sinni fyrr.
ÓTTALEGUR REIOTÚR
Gyllinæð hafði klemmst i enda-
þarmsopinu. og bólgnað upp. sem
leiðir til mikils sársauka. Sjúk-
dómseinkennin eru sérstaklega
mikil þegar maður sezt. og i
orustunni við Ligny hafði
Napóleon neyðzt til að sitja á hesti
timum saman. Það hlýtur að hafa
verið hræðilegt.
Einasta aðhlynningin sem lækn-
ar gátu boðið keisaranum um
nóttina var blýbakstur. Við það
dró úr kvölunum, en ekki nóg.
Kvalirnar voru einnig óþolandi
dagínn eftir i orustunni við Water-
loo. og um þrjúleytið siðdegis varð
Napóleon að fara frá viglínunni til
að fá blývatnsmeðferð.
80% okkar
hafa kynnzt
gyllinæð
MIKILL BLÓÐMISSIR
Margir geta vafalaust skilið kvöl
Napóleons, því talið er að 80%
Innri gyllinæðar eru þaktar slim-
himnu; þær ytri eru þaktar húð.
Þær ytri geta orðið svo langar að
þær hanga út úr endaþarmsopinu.
miðaldra manna séu með gyllinæð
að miklu eða litlu leyti. Sjúkdóms-
greininguna þekkja þvi flestir, en
þar eð þetta er erfitt orð, hafa
læknar frá upphafi heyrt sjúklinga
nota ýmisskonar einkennileg
gæluorð yfir sjúkdóminn, t.d. grin-
ista, flisar o.fl. orð sem aðeins eru
prentuð i orðabókum yfir götumál-
lýzku.
Fólk hefur þvi miður tilhneig-
ingu til að halda að allir sjúk-
dómar i og umhverfið endaþarms-
opið sé gyllinæð, einkum ef blóð
er i hægðunum. Flestir hafa þvi
reynt að lækna sig sjálfir með
smyrslum og stingpillum áður en
þeir leita til læknis. Þannig fer of
oft dýrmætur timi til spillis ef
sjúkdómseinkennin eru orsökuð af
öðrum alvarlegum sjúkdómum
sem krefjast meðhöndlunar strax.
Þess vegna ber að slá þvi föstu,
að blæðing úr endaþarmi krefjist
ætíð læknisskoðunar þegar i stað.
Gyllinæð er alveg jafn tið hjá
konum og körlum. Æðahnútar
myndast i þeim æðum sem eru
beint undir slimhimnunni i neðsta
hluta endaþarmsins. Að þvi er
virðist ráða arfgengir þættir þvi að
veggir æðanna slappast og tapa
sveigjanleik sinum. Ef blóðið safn-
ast saman i æðunum, t.d. þegar
menn rembast á salerninu með
harðan maga, útvikkast þær
smám saman til langframa. Þær
bólgna þannig að neðantil i enda-
þarminum myndast aflangar
hæðir.
Þær kallast gyllinæðar og
samanstanda af flækjum út-
vikkaðra æða með þunnum veggj-
um, þöktum rauðleitri, þykkri slim-
himnu. Hinar ytri gyllinæðar eru
með sama innihald, en þær eru
rétt fyrir utan endaþarmsopið, og
þvi þaktar húð, sem myndar eins
konar krans um opið.
KLEMMA
Tiðasta gyllinæðareinkennið er
stöðug blæðing, einkum þegar
farið er á salerni og eftir það.
Harðir hægðaklumpar kunna að
hafa rifið gat á gyllinæð, eða auk-
inn blóðþrýstingur hefur sprengt
æð við rembing.
Blæðing kann að vera litil, og
ekki meir en smá blóð á salernis-
pappírnum, eða það seytlar eða
eftir ERIK
MUNSTER
hreinlega rennur ofan i salernis-
skálina. Endurtekin blæðing getur
orsakað mikinn blóðmissi. Hjá
slikum sjúklingum getur blóðið
farið niður i 20%.
Innri gyllinæðar geta orðið svo
langar að við hægðir þrýstast þær
út fyrir endaþarmsopið. Venjulega
dragast þær þó upp aftur að sjálfu
sér, eða unnt er að ýta þeim upp
með fingri. Að lokum kunna þær
þó að standa út til lengdar, og
getur það valdið kláða, vætu í
nærklæðum, og óþægilegri tilfinn-
ingu um að eitthvað flækist fyrir.
VIÐ ÞUNGUN
Verulegar þjáningar koma ekki
fyrr en gyllinæðarendi klemmist i
endaþarmsopinu, eins og kom
fyrir Napóleon við Waterloo Við
það bólgnar gyllinæðin, og i hana
getur komið drep.
Læknir rannsakar gyllinæð með
þvi að athuga endaþarminn og
umhverfis hann, með fingri og
gegnum málmrör með innbyggðri
lýsingu.
Ekki krefjast öll tilfelli gyllin-
æðar læknismeðferðar. T.d. þau
sem koma upp við þungun af því
að hið stækkaða leg þrýstir á æðar
i móðurlifinu, þannig að streymið
frá æðum endaþarmsins teppist;
hverfur slikt venjulega eftir fæð-
ingu.
Verði gyllinæðar tíðar eða
standa stöðugt út um opið er
sprautað inn i þær efni við rótina,
sem fær gyllinæðina til að dragast
saman. Slikt er sársaukalaust, af
þvi að slimhimna þarmanna er
tilfinningalaus gagnvart stungum.
LYF HAFA LÍTIÐ
AÐ SEGJA
Ef innri gyllinæðar lafa stöðugt
út um opið er mælt með skurðað-
gerð, en hana má gera með ýms-
um hætti. Þær eiga þó það sam-
eiginlegt að klippt er af gyllinæð-
unum undir deyfingu. Á seinni
árum hafa sumar sjúkrahúsdeildir
með góðum árangri tekið upp
gamla aðferð þar sem þrengt er að
gyllinæðinni þannig að hún visnar
og dettur af.
Inniklemmdar gyllinæðar eru
læknaðar með skurðaðgerðum,
kvalastillandi lyfjum eða bökstr-
um, eins og blývatnsbökstrunum
sem Napóleon fékk, — allt fer
þetta eftir mati læknisins hverju
sinni.
Stundum slitna ytri gyllinæðar
og valda sársauka. en þá er gripið
til bakstra. eða blóðinu er veitt út
með smáskurði á húðina.
Hinir ýmsu áburðir og stingpill-
ur sem unnt er að kaupa við gyll-
inæð hafa verulega þýðingu i að
draga úr sársauka á einstökum
stöðum. Nokkur þessara lyfja eru
einnig sögð geyma efni sem eiga
að draga gyllinæðarnar saman.
Fyrir nokkrum árum komu á
markaðinn töflur sem áttu að
framkalla slikan samdrátt, en telja
verður árangur þeirra vafasaman.
Þvi miður hafa gyllinæðar til-
hneigingu til að skjóta aftur upp
kollinum. Hið eina sem unnt er að
gera við þvi, er að fara vel með
magann. þar eð hægðatregða er
mikilvægasta ástæða sjúkdóms-
ins.