Morgunblaðið - 11.01.1975, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 11.01.1975, Qupperneq 11
MORGUNBLA-ÐI-Ð, LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1975 11 Friðrik Einarsson dr. med., yfirlæknir: Ur grein höfundar um krabbamein í þvagblöðru Æxli í þvagblöðru hafa mjög mikla þýðingu; af því að langflest þeirra eru ill- kynja, eða a.m.k. verða ill- kynja, ef þau fá að vaxa þar nógu lengi. Ekki er hægt að segja, að krabbamein í þvag- blöðru sé meðal tíðustu ill- kynja æxla. í Bandaríkjunum eru 3% þeirra, sem deyja úr krabbameini, með æxli í Friðrik Einarsson þessu líffæri. Hér er þetta líklega eitthvað svolitið hærri tala. Það mun vera allt upp i 5% af krabbameinum á ís- landi, sem eru í þvagblöðru, að þvi er skráningin tjáði mér fyrir nokkrum dögum. Aldur: Sem betur fer er krabba- mein á þessum stað, eins og víðast hvar annars staðar í likamanum, aðallega sjúk- dómur hjá fullorðnum og eldri. Ég safnaði saman krabbameinstilfellum, sem ég náði til frá árunum 1954 til 1969. Það kom í Ijós, að af 123 sjúklingum voru aðeins 1 1 undir fimmtugs- aldri. Langoftast eru þessi æxli meðal fólks á aldrinum frá 60—70 ára eða þar um bil. Þó er þetta náttúrulega ekki algild regla, þau geta komið á hvaða aldri sem er, en í þessum efniviðum min- um var samt enginn undir 30 ára. Kynskipting: Krabbamein í þvagblöðru hér á landi er um helmingi tíðara hjá körlum en konum og sums staðar í Banda- ríkjunum er hlutfallið 4:1. Orsakir: Miklar bollalegginar hafa verið uppi um það, hvað ylli krabbameini í blöðru, en það er nú eins og viðast hvar annars staðar í líkamanum oft á tíðum erfitt að segja til um það. Þó er talið öruggt, að ýmis efni í litariðnaði eða þó kannski öllu heldur ýmis efni, sem skyld eru olíum og kolum séu krabbameinsvald- ar í þessu líffæri. Betonapthylamin er talið valda krabbameini í blöðru, á hvern hátt sem það gerist, og talið öruggt að krabbameins- valdurinn berist með þvag- inu, en fari t.d. ekki blóðleið- ina. Fram á þetta hefur verið sýnt í dýratilraunum með því að leiða þvagið fram hjá blöðrunni og þótt dýrunum sé gefið efnið, myndast þar ekki krabbamein. Þá voru þessar meinsemdir 4—5 sinnum algengari hjá fólki, sem reykir, heldur en hinum, sem ekki reykja. Annars er margt á huldu með vöxt þessa æxlis eins og flestra annarra. Greining: Greining er eingöngu á færi læknis, sem vanur er að fást við þessa sjúkdóma og eftir undangengnar þær rannsóknir, sem hann álítur nauðsynlegar. Það gefur þvi auga leið, að í þessu greinarkorni er gagnslaust að nefna aðra sjúkdóma, sem geta gefið svipuð eða sömu einkenni. Læknir verður að skera úr um það í hverju einstöku tileflli. Blóð i þvagi þarf heldur ekki að eiga upptök sín í blöðr- unni, en getur verið komið frá öðrum hlutum þvagfær- anna. (Fréttabréf um heilbrigðismál) M0B61JIIBL&SIB fyrir 50 árum í Hagtíðindum, desemberhefti f.á., er sundurliðuð áætlun yfir byggingarkostnað hússí Reykjavikárið 1924ogtil samanburð ar tekinn byggingarkostnaður árið 1914. Hefir húsameistari rikisins gert áætlun þessa, sem miðast við steinsteypuhús, 8.5 X 7,2 metrar, 1 hæð, protbygt, krossreist, með geymslu- kjallara, loft og gólf úr timbri og útveggir allir innan þiljaðir með pappa á milli; húsið annars innan strigalagt og málað, en án allra rörlagninga. Byggingarkostnaður sllks húss var 1914 kr. 7288,00, en er 1924 kr. 24.144,00. Nokkrir stærstu liðir byggingarkostnaðarins líta út: Trésmíði ......................... 866 Múrsmíði ......................... 319 Erfiðisvinna .................... 735 Timbur ......................... 2209 Hurðir og gluggar ............... 329 Sement .......................... 775 Sandur og möl .................... 395 288,00, en er > líta þannig 1914 1924 kr. kr. 866 3897 319 1477 735 2900 2209 6653 329 1010 775 1829 395 1788 MATSEDILL VIKUNNAR Umsjon: Hanna Guttormsdóttir 9 MÁNUDAGUR Soðin ýsa, hrátt salat, júlfönnusúpa. ÞRIÐJUDAGUR Kjötbollur með osti og tómatsósu (sjá uppskrift), gul sagósúpa. MIÐVIKUDAGUR Fiskhringur með sftrónusósu, sveskjugrautur. FIMMTUDAGUR Brúnkál með kjötdeigi (sjá uppskrift), júgurð FÖSTUDAGUR Kartöflueggjakaka (sjá uppskrift), appelsfnur með vaniljukremi. LAUGARDAGUR Nætursaltaður fiskur, soðnar gulrófur, makrónusúpa. SUNNUDAGUR Enskt buff (sjá uppskrift), franskar kartöflur, steiktir sveppir, rjómaábætir með ávöxtum (sjá upp- skrift). KJÖTBOLLUR MEÐ OSTI OG TÓMATSÓSU ldl brauðmylsna 2 dl mjólk 400 g hakkað kjöt (kinda- kálfa- eða nauta- kjöt) 1V4 tsk salt pipar, múskat 200 g ostur eggjahvíta brauðmylsna smjör Bleytið i brauðmylsnunni með mjólkinni og látið standa í 10 mín. Setjið síðan kjöt og krydd saman við og hrærið vel. Skerið ostinn í litla teninga og bætið honum í. Mótið litlar bollur úr deginu, veltið þeim upp úr eggjahvítu og brauðmylsnu og gegnsteikið þær í smjöri. Berið spaghetti, soðin hrísgrjón eða soðnar kartöflur með ásamt tómatsósu. bríinkAl með kjötdeigi 1/2 kg hvftkál 50 g smjörlfki 25 g sykur 1/2 kg kjötdeig Brytjið hvítkálið smátt. Brúnið sykur og smjörlíki saman á pönnu. Brúnið kálið þar i. Látið kálið síðan í pott. Gerið holu niður f kálið og látið kjötdeigið þar í. Setjið kál yfir kjötdeigið. Hellið 3 msk af vatni yfir og sjóðið við vægan hita í 20 mín. Gott er að blanda öðru grænmeti saman við kálið þegar búið er að brúna það, t.d. gulrótum, blómkáli eða kartöflum. KARTÖFLUEGGJAKAKA 1/2 kg soðnar kartöflur 1 laukur 1/2 tsk salt pipar 50 g smjörlíki 3 egg 1 msk steinselja (söxuð) Skerið kártöflur i ferhyrninga. Brúnið smjörið á pönnu og setjið kartöflurnar þar á ásamt lauk (smátt skornum). Stráið salti og pipar yfir. Hrærið síðan eggin saman, og hellið þeim yfir kartöflurnar á pönn- unni. Stingið í með gaffli, þar til eggin eru hlaupin saman. Sett á fat og saxarði stein- selju stráð yfir. Borið fram með grænkáls- jafningi og hrá salötum. ENSKT BUFF 600 g nauta-, folalda- eða hvalkjöt (hrygg- vöðvar) 1 tsk salt 1/4 tsk pipar 3 laukar 75 g smjörlíki 3/4 dl vatn Matreiðið ekki enskt buff nema úr meyru og safaríku kjöti. Hreinsið burt sinar og himnur úr kjötinu. Skerið kjötið í 2 sm þykkar sneiðar, og berjið þær lítið eitt. Hitið pönnuna vel, og steikið buff- sneiðarnar móbrúnar báðum megin á þurri pönnunni. Takið sneiðarnar af, og stráið salti og pipar yfir buffið. Skerið laukana i sneiðar, og brúnið þá í helmingi smjörlíkisins, og takið upp. Steikið síðan buffsneiðarnar í afgangi smjörlikisins i 2—4 mín. á hvorri hlið. Raðið buff- sneiðunum á fat, og leggið laukinn yfir. Hellið vatninu á pönnuna, og látið sjóða í nokkrar minútur. Berið soðsósuna með. rjómaAbætir með Avöxt-. UM 8 epla- eða peruhelmingar (soðnir) 4 dl rjómi 8 snjókökur eða makrónur 8 skrautber rifið súkkulaði Þeytið rjómann, myljið kökurnar, og blandið þeim út i. Leggið rjómann á stórt kringlótt fat. Raðið epla- eða peru- helmingum i kring, og látið skrautber á milli. Stráið rifnu súkkulaði yfir. Til- breytni: Notið soðnar sveskjur, hálfar sneiðar af ananas, hálfar ferskjur eða appelsinusneiðar í staðinn fyrir epli eða perur. 25 aura kosta bollapör hjá mjer f dag og á morgun. — Hannes Jónsson, Laugaveg 28.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.