Morgunblaðið - 11.01.1975, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JANUAR 1975
13
Nýfætt folald og framtíð þess
■
n
VMSIR kunnir hestamenn hafa lengi talið sig geta ráðið mjög (
framtfð hrossa með' þvl að veita athygli tilburðum þeirra og
háttum sem folalda. Af þessum sökum leitaði þátturinn til
þriggja ræktunar- og hestamanna og bað þá að segja frá hverju
þeir tækju eftir I fari folalda með framtfð þeirra I huga.
Að lokum náðum við tali af
Skúla Steinssyni, Miðdal I
Laugardal. Fleiri kannast ef-
laust við Skúla sé hann kennd-
ur við Eyrarbakka. Svar Skúla
var á þessa leið:
„1 fáum orðum sagt tek ég
fyrst og fremst eftir björtum og
glóandi augum, með fallegu til-
liti, skörpum brúnum, eyrum
sem stöðugt er á hreyfingu, en
þá aldrei samtímis. Eyrun
þurfa að vera þunn, oddmjó,
lokuð og vel sett á höfuð. Yfir-
svipur fagur (slakur), vel ská-
settir bógar, sjái ég fallegar
ganghreyfingar hjá folaldi,
hægar og háar, verða mér þær
fastar í huga.
Einnig legg ég mjög mikið upp
úr framkomu folaldsins, standi
ég álengdar frá því og móður,
þá.vil ég fá snöggt tillit til min
og óþolinmóðar hreyfingar en
ákveðnar (sýna kjark).“
Hér höfum við fengið álit
þriggja hestamanna á spurning-
unni, sem í upphafi var borin
fram. En það er svo með svar
við henni, að þar hlýtur sam-
vera með hrossum og náin
kynni að skapa mynd hvers og
eins af góðum hesti fólgnum í
folaldi.
Fyrst varð fyrir svörum Jón
Sigurðsson, bóndi í Skollagróf í
Hrunamannahreppi, Árnes-
sýslu. Svar hans hljóðaði svo:
„Það sem ég segi hér á eftir á
við folöld 4 til 20 daga gömul,
en ekki fyl sem er að brölta upp
úr korinu.
Fyrst lít ég til þess hvert
skeiðtaktur er I sporinu. Það er
reynsla mín og skoðun að sé
hann ekki fyrir hendi, þá skorti
þann einstakling ganghæfileika
alla tið. Eins finnst mér góðs
viti ef folald stígur vel fram
með afturfætur, því slíkt gefur
ákveðna bendingu um að það
hross geti gengið vel innundir
sig að aftan, þegar það er komið
undir hnakk.
Lögun lendar sést greinilega
ef folald er eðlilega holdfyllt,
eins sést vel hvort bakmýkt
er fyrir hendi eða ekki.
Siður vil ég að folöld séu
mjög þéttvaxin ung, því ef þau
svara sér vel á skrokkinn fyrstu
vikurnar reynast þau yfirleitt
með of bundna og þunga bygg-
ingu, þegar þau komast upp.
Liðamót ganglima vil ég að séu
gild og traustleg og bógalinan
skýr og skásett vel.
Úr augnasvip og eyrnalögun
má ýmislegt ráða og auðvitað
orkar heildarsvipmót folaldsins
mikið á mann við fyrstu skoðun
og þá ýmist jákvætt eða á hinn
lakari veg.
Að lokum vil ég taka það
fram að það er engin tilviljun
að ég byrja á að athuga aftur-
byggingu og bak, þvl það er
ákveðin skoðun mln, að bak-
mýkt og traustleg lend ásamt
ganglegri afturfótastöðu er af-
gerandi um, hvort hross gefa
gott sæti og búa yfir gang-
rými.“
Næstur varð fyrir svörum
Sveinn Guðmundsson á Sauðár-
króki og svar hans við spurn-
ingunni var eftirfarandi:
Ljósm. Mbl.
Friðþjófnr
„Þegar folaldið er 5 nátta eða
svo, beini ég athygli minni að
eftirgreindum atriðum: Augum
þess og augnaumgjörð, eyrna-
stöðu og hreyfingu þeirra, reis-
ing sé hæfileg, framfótalyfting
sé góð, afturfótasporið langt,’
afturfætur fremur knappir um
konungsnef og svo kemur þar
til, sem brjóstvitið er, hin
óskýranlega innsýn, les úr svip
þess og háttalagi."
umsjón: TRYGGVI
GUNNARSSON
Löggiltir endurskoðendur
Ég þakka innilega samstarfsmönnum, vinum og kunningjum fyrir heimsóknir, gjafir og kveðjur á sjötugsafmæli mínu þann 21. des. sl. Lögfræðingur (cand. jur.) óskar eftir starfi á endurskoðunarskrifstofu.
Þorsteinn Ö. Stephensen. Svar sendist mbl. fyrir 15. þ.m. merkt „Endur- skoðun'' 7118.
Myndlist —
Leikræn tjáning.
fyrir börn 4 — 1 1 ára. Nýtt námskeið byrjar í
næstu viku að Freyjugötu 1 6, sími 17114.
Sigríður Björnsdóttir.
Hef opnað
málflutningsskrifstofu
að Kirkjutorgi 6, Reykjavík.
Annast hvers kyns lögfræðilega þjónustu.
FinnurTorfi Stefánsson,
héraðsdómslögmaður.
Sími 14965.
Vió höfum opnað
ánýeftirvel ^
heppnaöar
breytingar Bmuðbær
Veitingahús
við óðinstorg • sími 20490
VERIÐ VELKOMIN!