Morgunblaðið - 11.01.1975, Qupperneq 14
14
MÖRGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR í 1. JANÖÁR 1975
eftir ÁSGEIR
JAKOBSSON
Isingarhætta á
Vestfjörðum
VESTFJARÐAMIÐIN eru nú
mikið sótt, en þar er ísingar-
hættan mest hér við land. Sjó-
slys af völdum ísingar hafa
vafalaust orðið þar fjölmörg
um áranna raðir og með
öruggri vissu vita menn um
nokkur stórslys á þeim slóðum
beinlínis af völdum isingar og
má þar nefna, þegar Lorella og
Roderigo, ensku togararnir,
fórust á Halamiðum 26. janúar
1955 og þegar Heiðrún og togar-
inn Ross Cleveland fórust á ísa-
fjarðardjúpi 4. febr. 1968. Vitað
er að öllum þessum skipum
hvolfdi vegna yfirísunar.
Norðaustan áttin er ríkjandi
átt á Vestfjarðamiðunum, ef
hann hvessir að vetrarlagi, eins
og meðfylgjandi tafla ber með
sér, en hún er tekin úr Trawler-
men’s Handbook en mun þýzk-
ættuð, eins og sést af því að
ekkert er sagt um miðin fyrir
Norður- og norðaustur landi, en
á þeim slóðum mun þó norð-
austan átt einnig ríkjandi, ef
hann hvessir að vetrarlagi.
Orsakir ísingar
Eins og áður segir fylgir
mesta ísingarhættan þessari
rikjandi átt, norðan og norð-
austan áttinni, ef hann hvessir
vestra og einkum þá á Djúphal-
anum.
Það sem verst er að varast,
þegar hann hvessir snögglega
af þessari átt á Halamiðunum,
þar sem sjórinn er kaldastur, er
það, að sé ís norðurundan, kæi-
ir vindurinn mjög fljótt yfir-
borð sjávarins og ísingarhættan
myndast á örskammri stundu.
Þess vegna er það, að þó að
aðstæður að því er lofthita og
sjávarhita viðkemur virðist
ekki ískyggilegar eina stund-
ina, þá getur þetta snögg-
breytzt, ef hann skellur á með
frosti sem oftast er.
I tímaritinu Veðrinu, 2. hefti
1968, er grein eftir Þjóðverjann
dr. Hans Otto Mertins og er þar
að finna mikinn fróðleik um
ísingarhættuna á Islandsmið-
um ásamt linuritum.
Þar segir, að í hvassviðrum,
þegar sjór gengur yfir skipin
myndi sjávarlöðrið ísingu, ef
lofthitinn sé undir frostmarki
sjávar, en frostmark sjávar á
þeim miðum, sem hættan er
mest er um — 1,9° á C.
Þeir þættir, sem mestu ráða
um ísingu af ágjöf eru hitastig
lofts og sjávar og vindstyrkur.
Þessir þættir eru allir mjög
samverkandi á víxl, eins og
meðfylgjandi tafla sýnir. Veð-
urstofan íslenzka hefur útbúið
sér þessa handhægu töflu og
ættu sem flestir skipstjórar að
verða sér útum hana.
Veðurstofan sendir út ís-
ingaraðvaranir, þegar hún tei-
ur að ísing sé orðin yfir 7 cm
lag á 24 tímum.
Eins og taflan ber með sér
snúast áðurnefndir þrfr þættir
saman á ýmsa vegu. Ef sjávar-
hitinn fer t.d. niður í 2 stig þá
er orðin ísingarhætta í 6—7
vindstigum, ef frost er um 7
stig, en i sama sjávarhita en
9—10 vindstigum er ísing-
arhætta, þó að frost sé ekki
nema — 2 stig.
Mörkin fyrir mikla
ísingu
VINDSTIG 6—7 8 9—10 11—12
H -2 - 7 - 4 -2.0 -2.0
X 0 -10 - 6 -3.4 -2.6
as + 2 -13 - 8 -4.8 -3.2
< > +4 -16 -10 -6.2 -3.8
< +6 -19 -12 -7.6 -4.4
+8 -22 -14 -9.0 -5.0
Engin vörn nema
flótti
Ýmissa ráða hefur verið leit-
að til hjálpar skipum sem lenda
í bráðri ísingu, þar á meðal
hefur íslenzka siglinga-
málastofnunin leitast við að
rannsaka ýms atriði því viðvfkj-
andi. Ekki er mér þó kunnugt,
að nein ráð hafi fundizt, sem að
haldi komi, nema það eitt að
flýja af miðunum í tæka tíð.
Sjávarhitinn er nokkuð misjafn
á Vestfjarðamiðunum og mest-
ur á Djúphalanum. Það er því
gildust ástæða til að menn hafi
á sér andvar* á þeirri fiskislóð,
þó að reynslan hafi sýnt að í
aftaka norðan veðrum gildir
einu hvar verið er útaf Vest-
fjörðunum og þá ekki um neina
vörn aðra að ræða en vera kom-
inn f landvar nægjanlega
snemma.
Það eru mjög mikil áraskipti
að fsingarhættu á Vestfjarða-
miðunum, en nú er sá tfmi vetr-
ar kominn, sem hættulegastur
er, og ástæðan mest til að fylgj-
ast vel með sjávarhita og loft-
hita.
Lúðvíg
o g
loðnan
Skýrslugerð sjávarút-
vegsins er flókin og
mörgum verður villu-
gjarnt i þeim frumskógi,
einkum hættir mönnum
til að misfara sig á þrem-
ur eftirtöldum skýrslum:
Fiskaflaskýrslunni,
sem sýnir löndunarmagn
og löndunarverðmæti,
framleiðsluskýrslunni,
sem sýnir skiptingu og
verðmæti framleiðslunn-
ar og útflutningsskýrsl-
unni, sem sýnir, hvernig
útflutningurinn hefur
skipzt eftir tegundum og
verðmæti o.fl.
Þegar rætt er um gjald-
eyrisöflun sjávarútvegs-
ins er útflutningsskýrsl-
an sú eina nothæfa. I
fiskaflaskýrsluna vantar
allt vinnsluverðmæti afl-
ans og f framleiðslu-
skýrslunni eru óseldar
birgðir.
Lúðvíg Hjálmtýsson,
formaður Ferðamálaráðs,
bar saman — og lét birta
f fréttum gjaldeyristekj-
ur af loðnuveiðunum
1973 og brúttó gjaldeyris-
tekjur af erlendum ferða-
mönnum það sama ár.
Nokkrar orðahnippingar
hafa orðið vegna þessa
, samanburðar og ekki að
ástæðulausu, því að Lúð-
vfg notaði Fiskafla-
skýrslu úr 7. tbl. Ægis
1974 í stað útflutnings-
skýrslunnar í 4. tbl. Ægis
1974. Lúðvíg játar þessu í
grein f Mbl. 31. des. en
þurfti þess ekki mfn
vegna, því að ég sá, hvað
gerzt hafði.
Vindáttir, þegar stormur (yfir 8 vindstig)
geysar á íslandsmiðum
Fiskislóðir NA & A SA&S SV & V NV & N
NV. af Islandi (Djúpáll og Vikuráll) 85% 5% 6% 4%
Vestur af íslandi (Miðin útaf Jökli) 60% 12% 16% 12%
SV. af Islandi (Faxaflóadýpi) 33% 23% 31% 13%
Suður af Islandi (Selvogsdýpi og banki og Vestm.) 36% 24% 27% 13%
SA. af íslandi (Skaptárdjúp að Berufjarðarál) 36% 23% 22% 19%
• •
Okuljós
eru ekki
bara tvö
Ijósker sem lýsa fram
ökuljós bifreiða hafa ekki
farið varhluta af þeim stórstfgu |
framförum, sem öll öryggistæki j
bifreiða hafa tekið á undan-
förnum árum, og þau eru orðin
annað og meira en bara „tvö
ljósker með hvítu eða daufgulu
ljósi, sem lýsi fram“, eins og
segir I fslensku umferðarlög-
gjöfinni. Og víða um lönd hefur
verið fest í lög notkun á þeim
undir öðrum kringumstæðum
en í venjulegu myrkri — hug-
takið ljósatími nær orðið yfir
daga þegar skyggni er slæmt
vegna þoku, dimmviðris eða
snjókomu, og sums staðar er
jafnvel fyrirskipað að tendra
ökuljós þegar sólskin er sterkt.
Áður fyrr notuðu ekki aðrir
en kappakstursmenn önnur
ökuljós en þessi venjulegu I
„hvítu eða daufgulu“, en þegar
Á efstu teikningunni er sýnd
Ijóskeila þokuljósa miðað við
keiiur venjuiegra ökuijósa.
Þokuljósin lýsa stutt fram en
mjög langt út til hliðanna.
Á miðteikningunni er sýnd
keila langdrægra kastara, og á
þeirri neðstu er sýnd keila
kastara, sem lýsa meira tii hlið-
anna.
Þannig er aigengt að koma
aukaljósum fyrir á bflum, sem
taka þátt f „rally“, og venjuleg-
ir ökumenn hafa margir hverj-
ir tekið það upp sér til mikils
hagræðis.
ekið er að nóttu til hafa
keppendur tvö eða fleiri auka-
ljós á bflum sínum, sem ýmist
lýsa lengra fram en aðalljósin
eða gefa frá sér stuttan en
bjartan og breiðan geisla til
hagræðis í þoku og snjókomu.
Eins og allt sem notað er við
kappakstur voru ljós þessi
smám saman fullkomnuð, og
það nýjasta eru ljós af svo-
nefndri „halogen" gerð, sem
lýsa mun lengra en ljós af
gömlu gerðinni, eða allt upp í
hálfan kílómetra. Það nýjasta í
þessum efnum eru „halogen”
perur, sem settar eru i venjuleg
ljósker, og gefa mun meiri ljós
en perur og samlokur af gömlu
gerðinni.
Hér á landi er það tiltölulega
fátítt, að ökumenn setji auka-
Ijós á bifreiðar sinar, nema
helzt þokuljós, sem hafa stuttan
en breiðan geisla, þótt Islenzk
veðrátta bjóði upp á notkun
slíkra öryggistækja. Notkun
langdrægra ljósa er líka bönn-
uð samkvæmt umferðarlögun-
um, að þvf er Guðni Karlsson,
forstöðumaður bifreiðaeftirlits
rikisins sagði Morgunblaðinu,
en hins vegar sagði hann, að
mönnum hafi verið leyft að
hafa slík ljós á bílum sfnum
með þvf skilyrði, að pokar væru
hafðir yfir ljóskerjunum, þegar
þau væru ekki í notkun, og
ljósin tengd inn á háa geislann
á ökuljósunum. Það þýðir, að
þegar skipt er á lága geislann
slökknar á ljóskösturunum.
„Reyndar eru menn mikið að
hætta að nota svona ljóskastara
á hinum Norðurlöndunum,”
sagði Guðni ennfremur, „þar
sem nú eru komnar fram svo
sterkar perur í ökuljósin. Það
eru líka ýmsir annmarkar á
ljóskösturunum, — festing-
arnar eru ekki nógu traustar
svo ljóskerin vilja raskast.
Þannig getur geislinn orðið of
hár og orðið til óþæginda þeim
sem á móti koma, eða of lágur
svo að lítið gagn verður að
þeim.“
Eins og fyrr segir er f íslenzk-
um umferðarlögum litt rætt um
notkun Ijósanna utan það, að
hafa skuli kveikt á þeim á fyrir-
skipuðum ljósatfma. Víða er-
lendis eru ýmsar aðrar reglur
um notkun á ökuljósum, eins og
drepið var á i upphafi, en auk
þess gildir sums staðar sú
regla, að þegar bifreið er stöðv-
uð skuli aðeins loga á stöðuljós
um, eða „parkljósum", eins og
þau eru oft nefnd f daglegu tali.
Hér ríkir hins vegar almennt sá
misskilningur, að leyfilegt sé að
aka með stöðuljósin ein logandi
á vel upplýstum götum. Um það
er enginn lagabókstafur, nema
hvað lögreglustjóri hefur heim-
ild til að leyfa notkun stöðu-
ljósa í akstri á slíkum götum.
Þessari heimild hefur aldrei
verið beitt, og þegar við rædd-
um við Guðna Karlsson um
þetta sagði hann, að henni yrði
varla beitt úr þessu þar sem
þróunin hefði orðið sú, að meiri
og sterkari ljós væru notuð
frekar en hitt.
Sú notkun á ljósum, sem hér
hefur verið lýst lauslega er
mjög gagnleg og eykur á öryggi
umferðarinnar. Það hljóta allir
að sjá, að sé það almenn regla,
að menn slökkvi á aðalljósun-
um og láti aðeins loga á stöðu-
ljósum, þegar þeir stöðva við
gatnamót eða vegarbrún i
myrkri eða slæmu skyggni af
öðrum ástæðum, þurfa aðrir
ökumenn ekki að vera í vafa
um hvort bílar framundan eru
kyrrir eða á hreyfingu. Þegar
ekið er af stað er að sjálfsögðu
skipt yfir á ökuljósin, og fer þá
varla hjá því, að tekið sé eftir
bílnum og hvað ökumaður hans
hyggst fyrir.
Þg-