Morgunblaðið - 11.01.1975, Side 15

Morgunblaðið - 11.01.1975, Side 15
 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1975 15 Hótun dr. Kissingers skýrð fyrir Aröbum Kuwait, 10. jan. NTB. AP. SENDIHERRA Bandarfkjanna f Kuwait, William Stoitzfus, gengur á morgun á fund Abah Alahmed utanrfkisráðherra til að útskýra hðtun Bandarfkjamanna um að beita vopnavaldi gegn olfu- rfkjum Araba ef gripið yrði til neyðarúrræða. Arabarfkin hafa harðlega gagn- rýnt þau ummæli Henry Kiss- ingers utanrfkisráðherra f blaða- viðtali að svo geti farið að athug- aðir verði möguleikar á þvf að taka olfusvæðin f Miðausturlönd- um með vopnavaldi ef hætta verði á hruni efnahagslffs vestrænna iðnaðarrfkja. Anwar Sadat Egyptalandsfor- seti sagði i gærkvöldi, að Arabar mundu fremur sprengja olíu- mannvirki sín í loft upp en láta þau falla f hendur Bandarikja- manna. Fimm olíurfki — Saudi-Arabía, Kuwait, Abu Dhabi, Iran og Vene- zúela — hafa haft samráð sin í milli til að samræma afstöðu sína vegna ummæla Kissingers að sögn arabfskra blaða. EFASEMDIR í New York sagði blaðið Wall Street Journal i dag, að Arabar þyrftu litlar áhyggjur að hafa af hugsanlegri hernaðaríhlutun Bandaríkjamanna, sem hefði ekki tekizt að fá vilja sinum framgengt í Vietnam og vildu ekki verja jafnmiklu fé til kjarnorkuvíg- búnaðar og Rússar jafnframt þvi sem Evrópuríkin hefðu veikt varnir sínar. Blaðið segir, að olíurikin hafi sýnt öflugasta herveldi heims ótrúlega ögrun og mikla óskamm- feilni með þvi að stofna iðnaði Vesturlanda í hættu. Ef þetta sé dæmi um nýja skipan alþjóða- mála verði afleiðingin líklega al- þjóðlegt öngþveiti og þvf muni fylgja yfirdrottnun sem verði harkalegri en fyrri yfirdrottnun vestrænna ríkja. Brezkir sjómenn reiðir yfirgangi Sovétmanna BREZKA ritið Fishing News International skýrir frá því í desemberhefti sinu, að fiski- menn f vesturhluta Englands krefjist nú æ harðar, að fisk- veiðilögsaga landsins verði færð út f 50 sjómílur og fengu kröfur þeirra byr undir báða vængi, er Charles Meek, yfir- maður Whitefish Authority hvatti til útfærslu í 200 milur. Það, sem einkum hefur ýtt undir kröfur fiskimannanna, er, að i október sl. kom floti 1?0 sovézkra og pólskra togara á miðin, rétt fyrtr utan 12 mílna lögsöguna við Cornwall. Sjó- menn segja, að ef ekki verði þegar í stað tekið fyrir svo gífurlega veiði afkastamikilla erlendra skipa, svo skammt undan landi, muni stórt skarð höggvið í makrílsstofninn, sem þeir sækja í á þessum miðum. Sovézki og pólski flotinn i október er hinn stærsti, sem sótt hefur á þessi mið. Thieu boðar mótaðgerðir Bandaríkin: Verðbréf féllu um 218 milljarði dollara 1974 BANDARlSKA fréttablaðið US News and World Report skýrir frá þvf f áramótatölublaði sfnu, að gffurlegt verðfall hafi orðið á árinu á verðbréfamarkaðnum f New York. Alls minnkaði verð- gildi bréfa á pappfrnum um 218 milljarði bandarfskra dollara eða úr 721 milljarði dollara f 503 milljarði. Af hluta- og verðbréf- um helztu fyrirtækja f landinu voru aðeins 3, sem hækkuðu f verði á árinu, bréfin f Union Carbide hækkuðu um 21% og verðgildi þeirra hækkaði um 442 milljónir dollara. Hlutabréf US Steel hækkuðu um 1% og hluta- bréf í PPG Industries um 7%. Langmesta tapið varð verð- mætalega séð á bréfum IBM, sem lækkuðu úr 2oC,75 dollurum hvert bréf í 168 dollara og nemur lækkunin 11,5 milljörðum dollara. Prósentulækkunin er um 32%. Það voru hlutabréf Poloroidfyrirtækisins, sem lækk- uðu mest í prósentum eða um 73% og nam lækkunin alls 1,7 milljarði. 1 árslok var verðbréfa- markaðurinn i 616 stigum, en var 1051 stig f júlf 1973, er hann var hæstur. BJÖRGUNARMENN f Hobart í Tasmaniu náðu f dag öðrum bfl og öðru lfki f Derwent-fljótinu undir Tasmanbrúnni, sem 7000 lesta flutningaskip braut niður fyrr f vikunni. Tala látinna er nú komin upp f 12. Verkfræð- ingar og tæknifræðingar hafa nú lokið könnun á brúnni og komizt að þeirri niðurstöðu, að undirstöður brúarinnar hafi ekki gefið sig frekar og ekki hætta á að hún hrynji. Mikið verk er nú framundan við að gera við brúna, eins og sést á myndunum, sem hér fylgja. erfitt verði að finna og benda á að skotfærabirgðir Suður-Víetnama séu af skornum skammti þar sem dregið hefur verið úr hernaðarað- stoð Bandarfkjamanna. Samkvæmt þessum heimildum hefur Gerald R. Ford forseti tekið til vandlegrar fhugunar beiðni Suður-Vfetnama um aukaaðstoð að upphæð allt að 300 milljón dollara. David Jones hershöfðingi, for- seti herráðs bandarfska flughers- ins, ræðir á morgun við suður- víetnamska ráðamenn f Saigon. Talið er vist að þeir ræði sókn Norður-Vietnama og Viet Cong, getu suður-vfetnamska flughers- ins og möguleika á viðbótaraðstoð frá Bandaríkjunum. Herstjórnin í Saigon segir að í dag hafi verið ráðizt á stöðvar og hernaðarmannvirki Norður- Vietnama og Viet Cong hjá landa- mærum Kambódíu fjórða daginn í röð. Suður-Vietnamar eiga í höggi við 6.000 manna lið sem er skammt frá birgðastöðvum en að- flutningsleiðir Suður-Vietnama eru lengri. I Pleiku á miðhálendinu eyði- lögðust rúmlega fimm milljón lítr ar af olíu og flugvélaeldsneyti þegar Viet Cong réðst á olíumann- virki hjá bænum í dag. 1 ræðu sinni i dag fór Thieu forseti fram á alþjóðastuðning gegn sókn Norður-Víetnama og Viet Cong er hann kvað brjóta i bága við Parísarsamninginn frá 1973. Um 20.000 manns tóku þátt í fjöldafundi í Saigon til að minn- ast falls Phuoc Long og Phuoc Binh. Stærsta mööurskip pólska togaraflotans, Gryf^Pomorski, liggur við ankeri aðcins 5 mflur undan ströndum Cornwall og tekur við makrflafla pólsks togara. Saigon, 10. janúar. AP. Reuter. NGUYEN Van Thieu forseti boðaði harðnandi bardaga f sjón- varpsávarpi f dag og kvaðst mundu skipa stjórnarhersveitum að ná aftur héraðinu Phuoc Long sem hefur verið á valdi Norður- Vfetnama sfðan þeir tóku höfuð- staðinn Phuoc Binh á þriðjudag. Kunnugir telja að til slfkra að- gerða þurfi 10.000 menn sem FRETTIR CIA sakað um iðnaðar- njósnir Washington 10. jan. AP. BANDARtSKI öldungadeildar- þingmaðurinn Richard S. Schwaiker sakaði f dag banda- rísku leyniþjónustuna CIA, um að hafa stundað iðnaðarnjósnir erlendis og krafðist þess, að sú starfsemi yrði stöðvuð. Sagði Schwaiker, að CIA hefði í nóvember sl. beðið um tilboð i rannsóknir á tækni í sambandi við land- og loftflutningakerfi er- lendra landa, sem gætu ógnað samkeppnishæfni bandarísks iðnaðar. Löndin, sem við sögu komu, voru m.a. Japan, Kanada, Frakkland, Bretland, V- Þýzkaland og Sovétríkin. Schwaiker sagðist skilja áhuga bandarískra stjórnvalda á slíkum tækniupplýsingum en sagði, að það væri verkefni viðskiptaráðu- neytisins að afla þeirra en ekki leyniþjónustunnar eftir einhverj- um miður aðlaðandi krókaleiðum. Sem kunnugt er hefur Ford for- seti skipað nefnd undir forsæti Rockefellers varaforseta til að kanna starfsemi CIA. Ný stjórn í f æðingu í Færeyjum Einkaskeyti frá Jögvan Arge fréttaritara Morgunblaðsins f Þórshöfn, Færeyjum. VÆNTANLEGA lýkur f kvöid eða fyrramálið viðræðum þriggja stærstu stjórnmálaflokka Fær- eyja, Jafnaðarflokksins, Þjóð- veldisflokksins og Fólkaflokks- ins, um myndun nýrrar land- stjórnar f Færeyjum. Viðræður þessar hafa staðið yfir frá þvf fyrir jól og er búizt við niðurstöð- um næstu daga, jafnvel á morg- un, miðvikudag. Um helgina unnu flokkarnir að gerð sam- vinnu- og málefnasamnings. Drög að honum verða lögð fyrir flokk- ana f dag og f kvöld verða viðræð- ur þeirra f milli á ný. Samsteypustjórn þessara þriggja flokka mun hafa að baki sér 18 af 26 þingmönnum lög- þings Færeyja. Gert er ráð fyrir að sex menn skipi hina nýju landsstjórn, tveir frá hverjum flokkanna en skipan f embætti hefur enn ekki verið rædd. Þó virðist ljóst að Atli Dam úr Jafnaðarflokknum verði lög- maður áfram. Hann hefur skipað þann sess síðustu fjögur árin f samsteypustjórn Jafnaðarflokks- ins, Sambandsflokksins og Sjálfs- stjórnarflokksins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.