Morgunblaðið - 11.01.1975, Page 23

Morgunblaðið - 11.01.1975, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1975 23 Guðbjörg Lilja Túbals—Minning Guðbjörg Lilja Túbals var fædd í Múlakoti i Fljótshlíð 23. maí 1894, dóttir hjónanna Guðbjargar A. Þorleifsdóttur og Karls Túbals Magnússonar. Guðbjörg Lilja ólst upp í Múla- koti með foreldrum sinum, syst- kinum og fóstursystkinum við bú- skaparstörf, en tók fljótt þátt I gestamóttöku og gestgjafastörf- um foreldra sinna og fórst það svo vel úr hendi að fáir gátu hugsað sér Múlakot án hennar. Ung að árum fór hún til Reykja- víkur og lærði þar m.a. sauma- skap. Arið 1927 fór hún til Sví- þjóðar og dvaldi þar i eitt ár, en útþráun var henni í blóð borin eins og svo mörgum öðrum íslenzkum sveitabörnum, þótt heima yrðu að sitja. Þegar Lilja kom heim frá Sví- þjóð var kominn að Múlakoti ungur og efnilegur vinnumaður, Jón Guðjónsson, og felldu þau hugi saman og giftust 10. janúar 1932. Ungu hjónin byrjuðu svo bú- skap að Svanavatni i Austur- Landeyjum og bjuggu þar á annan áratug. Árið 1947 fluttust þau hjón til Reykjavikur, vegna heilsuleysis Jóns, og áttu þar heima siðan. Guðbjörg Lilja var létt í lund og hvers manns hugljúfi. Merk kona i Rangárþingi sagði um hana að aldrei væri svo svart myrkur inni, að bærinn fylltist ekki af sólskini, þegar Lilja kæmi. Hún var tíguleg i framgöngu og bar með sér reisn og fágæta per- sónutöfra, enda ekki langt að sækja, þar sem foreldrar hennar og Múlakotsheimilið var. Hún var trygglynd og átti sér enga óvildarmenn, en þeir sem kynntust henni bundust henni sterkum vináttuböndum, enda var hún gjafmild, gestrisin og hjálpsöm. Hún var félagslynd og tók mikinn þátt í ýmsum félags- málastörfum sveitar sinnar. Allt sitt líf var hún bundin Fljótshlið- inni sterkum böndum, en þó fyrst og fremst býlinu fagra, Múlakoti og minningunum þaðan um glaða æskudaga og gróandi vor. Lilja varð þeirrar miklu gæfu aðnjótandi að eignast góðan og dugandi mann, sem bar hana á örmum sér í blíðu sem striðu, og nú siðast mörg, löng þjáningar- og veikindaár. Þeim hjónum varð ekki barna auðið, en ólu upp kjördóttur sina, — Valgerði, — en misstu hana unga af slysförum frá ungri dótt- ur, — Halldóru Lilju, — sem þau ólu einnig upp. öll sin búskaparár að Svana- vatni tóku þau hjónin börn og unglinga til sumardvalar, eða til lengri tíma. Þau minnast öll veru sinnar að Svanavatni með gleði og þakklæti til Lilju og Jóns. Guðbjörg Lilja andaðist eftir stranga sjúkdómslegu á Landa- kotsspitala 6. þ.m. og verður útför hennar gerð í dag frá Hlíðarenda kirkju í Fljótshlíð, og verður hún jarðsett í heimagrafreit ættar- innar að Múlakoti. Blessuð sé minning hennar. Jón I. Bjarnason. Messur á Dómkirkjan Messa kl. 11 árd. Sr. Þórir Stephensen. Barnasamkoma kl. 10.30 I Vesturbæjarskóla við Öldugötu. Frú Hrefna Tynes talar við börnin. Sr. Óskar J. Þorláksson. Asprestakall Barnasamkoma kl. 11 árd. i Laugarásbiói. Skátamessa að Norðurbrún 1 kl. 2 síðd. Allir eru velkomnir, yngri sem eldri. Sr. Grímur Grimsson. Dómkirkja Krists konungs Landakoti Ligmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa kl. 2 siðd. Laugarneskirkja Messa kl. 2 siðd. Barnaguðs- þjónusta kl. 10.30 árd. Sr. Garðar Svavarsson. Háteigskirkja Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Sr. Jón Þorvarðsson. Messa kl. 2 síðd. Sr. Arngrímur Jónsson. Neskirkja Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Sr. Jóhann Hlíðar. Guðsþjón- usta kl. 2 siðd. Sr. Frank M. Halldórsson. Seltjarnarnes Barnasamkoma í Félagsheimil- inu kl. 10.30 árd. Sr. Frank M. Halldórsson. Árbæjarprestakall Barnasamkoma í Arbæjarskóla kl. 10.30 árd. Guðsþjónusta í skólanum kl. 2 siðd. Æskulýðs- félagsfundur kl. 8.30 síðd. á sama stað. Sr. Guðmundur Þor- steinsson. Bústaðakirkja Barnasamkoma kl. 11 árd. Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Sr. Einar Sigurbjörnsson dr. theol., Hálsi Fnjóskadal, prédikar. „Opið hús“ hjá Æskulýðsfélag- inu kl. 8.30 siðd. Sr. Ólafur Skúlason. Elliheimilið Grund Guðsþjónusta kl. 10 árd. Sr. Lárus Halldórsson prédikar. Grensássókn Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Guðsþjóðnusta kl. 2 siðd. Sr. Halldór S. Gröndal. Borgarspítalinn. Messa á fjórðu hæð spitalans kl. 10 árd. Sr. Halldór S. Grön- dal. Langholtsprcstakall Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Sr. Árelíus Nielsson. Guðsþjón- usta kl. 2 síðd. Elísabet Erlings- dóttir syngur við messuna. Sr. Arelius Nielsson. Óskastundin kl. 4 siðd. Sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. morgun Hallgrimskirkja Messa kl. 11 árd. Dómprófastur- inn sr. Óskar J. Þorláksson setur sr. Karl Sigurbjörnsson inn í embætti. Guðsþjónusta kl. 4 síðd. Sr. Jón Dalbú Hróbjarts- son skólaprestur messar. — Altarisganga. Kirkjukaffi í safnaðarheimilinu eftir messu í umsjá Kristilegra skólasamtaka og Kristilegs stúdentafélags. Sóknarprestar. Frikirkjan í Reykjavik Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Guðni Gunnarsson. Messa kl. 2 siðd. Sr. Þorsteinn Björnsson. Fíladelffa. Safnaðarguðsþjónusta kl. 2 síðd. Almenn guðsþjónusta kl. 8 síðd. Einar Gislason. Breiðholtsprestakall Fjölskyldumessa í Breiðholts- skóla kl. 2 síðd. Sunnudagaskóli kl. 10.30. Sr. Lárus Halldórsson. — Mynt Framhald af bls. 10 in frá hinu þekkta sænska fyrir- tæki Sporrong. Nokkur merkj- anna, einkum frá slökkviliSunum, eru gerð í Bandarikjunum. Að því hefir verið vikið áður hér i þættinum, að það er mörgu að safna tengdu Islandi i mynt, merkjum og minnispeningum. Otto Christensen hefir riðið á vað- ið með þvi að safna merkjum og er það áreiðanlega jafn heillandi söfnun og hver önnur. Það er þvi einstakt tækifæri sem gefst i dag að hlusta á hann segja frá þvi hvernig hann fer að þvi að ná saman merkjunum og að sjá hið ágæta safn hans. Ef til vill verður þetta til þess að fleiri fara að halda saman þessum gripum og er þá vel farið, þvi áreiðanlega hafa margir góðir hlutir glatazt á und- anförnum árum vegna þess að menn gerðu sér ekki grein fyrir sögulegri þýðingu þeirra. Þeir sem gætu gefið Otto Christensen upp- lýsingar um merki geta náð i hann i sima 22886 i Reykjavik eða skrifað Morgunblaðinu bréf, merkt „SAFNARINN". Samstarf Norræna hússins og Myntsafnarafélagsins hefir verið með ágætum undanfarið enda hef- ir stjórn hússins sýnt einstaka vel- vild. Otto Christensen er þriðji fyrirlesarinn sem kemur fram á vegum Myntsafnarafélagsins. Hinir voru hinn þekkti danski myntfræðingur og myntsali Johan Chr. Holm og frú Elsa Lindberger Digranesprestakall Barnasamkoma kl. 11 árd. i Vig- hólaskóla. Guðsþjónusta kl. 2 siðd. Sr. Þorbergur Kristjáns- son. Kársnessókn Barnaguðsþjónusta kl. 11 árd. í Kársnesskóla. Messa í Kópa- vogskirkju kl. 11 árd. Sr. Arni Pálsson. Garðasókn Barnasamkoma I skólasalnum kl. 11 árd. Sr. Bragi Friðriks- son. Hafnarfjarðarkirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11 árd. Sr. Garðar Þorsteinsson Frfkirkjan Hafnarfirði Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Guðsþjónusta kl. 2 siðd. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson Keflavíkurkirkja Messa kl. 2 síðd. Sr. Björn Jónsson. Kirkja Óháða safnaðarins Messa kl. 2 siðd. Sr. Emil Björnsson. sænskur myntfræðingur. Að fyrir- lestri sínum loknum mun Otto Christensen svara fyrirspurnum og leiðbeina um söfnun merkja, ef óskað er. Það hefir vonandi ekki farið fram hjá neinum, að prentvillu- púkinn striddi okkur dálltið i sein- asta þætti. Bent var á að taka medaliur þjóðhátiðarnefndar Reykjavikur i listann „islenzkar myntir" á næsta ári til viðbótar við hinar fallegu medaliur þjóð- hátiðarnefndar 1974. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á I miðvikudagsblaði, að berast f sfðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera f sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og mcðgóðu Ifnubili. Félagsheimilið, Seltjarnarnesi Skallagrímur sýnir leikritið „ísjakann" eftir Felix Lutzkendorf annað kvöld kl. 21 . Leikstjóri Magnús Axelsson. Miðasala í Félagsheimilinu frá kl. 1 6 á morgun. Skallagrímur, Borgarnesi. Judo Judo Innritun er hafin. Getum bætt við byrjendum í alla flokka. Þeir byrjendur sem voru skráðir á biðlista vinsamlegast hafið samband við skrif- stofuna strax. Væntanlegur er 16. þ.m. pró- fessor N. Yamamoto . Dan. Ekki er þörf að kynna hann nánar því hann er öllum júdómönn- um af góðu kunnur frá fyrri árum. Hann mun kenna hjá félaginu næstu 2 til 3 mánuði. Nánari uppl. í síma 83295. Júdodeild Ármanns, Ármúla 32. PELICAN HVOLL Stórdansleikur í kvöld Pelican í síðasta skipti austan fjalls til vors. Sætaferðir frá B.S.Í. UMF Selfoss.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.