Morgunblaðið - 11.01.1975, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JANUAR 1975
Draumar og spádómar
Kaflar úr
Laxdælu
það sama er mér enn í hug.“ Þá segir Ósvífur: „Þá
munu margir menn mæla, að þetta sé meir af ofsa
mælt en mikilli fyrirhyggju, ef þú neitar slíkum
manni sem Bolli er. En meðan ég er uppi, þá skal ég
hafa forsjá fyrir yður börnum mínum um þá hluti, er
ég kann ger að sjá en þér.“ Og er Ósvífur tók þetta
mál svo þvert, þá fyrirtók Guðrún eigi fyrir sína
hönd og var þó hin tregasta í öllu. Synir Ósvífurs
fýsa þessa mjög, þykir sér mikill slægur til mægða
við Bolla. Og hvort sem að þessum málum var setið
lengur eða skemur, þá réðst það af, að þar fóru festar
fram og kveðið var á brúðkaupsstefnu um vétur-
nótta skeið. Síðan reið Bolli heim í Hjarðarholt og
segir Ólafi þessa ráðastofnun. Hann lætur sér fátt
um finnast. Er Bolli heima, þar til hann skal boðið
sækja. Bolli bauð Ólafi frænda sínum en Ólafur var
þess ekki fljótur, og fór þó að bæn Bolla. Veisla var
virðuleg að Laugum. Bolli var þar eftir um veturinn.
Þá er Ólafur konungur spurði þau tíðindi af Is-
landi, að það var alkristið, varð hann allglaður við og
gaf leyfi öllum þeim mönnum er hann hafði í gisling-
um haft, að fara hvert er þeim líkaði. Þann vetur
hafði Kálfur Ásgeirsson verið í Noregi og hafði
haustið áður komið vestan af Englandi með skip
þeirra Kjartans og kaupeyri. Er Kjartan hafði fengið
orlofið til Islandsferðar, halda þeir Kálfur á búnaði
sínum. Og er skipið var albúið, gengur Kjartan á
fund Ingibjargar konungs systur. Hún fagnaði
honum vel og gefur rúm að sitja hjá sér, og taka þau
tal saman. Segir Kjartan þá Ingibjörgu, að hann
hefur búið ferð sína til Islands. Þá svarar hún: „Meir
ætla ég, Kjartan að þú hafir gert þetta við einræði
þitt en menn hafi þig þessa eggjað að fara í brott af
Noregi og til íslands.“ En fátt varð þeim að orðum
þaðan í frá. I þessu bili tekur Ingibjörg til mjöð-
drekku, er stendur hjá henni. Hún tekur þar úr
motur hvítan og gullofinn og gefur Kjartani og
kveður Guðrúnu Ósvífursdóttur fullgott að vefja
honum að höfði sér, — „og muntu henni gefa
moturinn að bekkjargjöf. Vil ég, að þær íslendinga
konur sjái það, að sú kona er eigi þrælaættar, er þú
hefur tal átt við í Noregi.“ Þar var guðvefjarpoki
utan um; var það hinn ágætasti gripur. „Hvergi mun
ég leiða þig“, sagði Ingibjörg, „far nú vel og heill.“
Eftir það stendur Kjartan upp og hvarf til Ingi-
bjargar, og höfðu menn það fyrir satt, að þeim þætti
Jólagjöfin, sem týndist
( Seinni hluti)
Siggi vaknaði snemma næsta morgun. Þegar hann
var búinn að drekka morgunsopann, fór hann til
Bjössa. Þeir léku sér saman allan daginn. Þegar
klukkan var orðin 5, fór Siggi heim. Mamma klæddi
hann í sparifötin og greiddi honum. Nú voru þau öll
tilbúin og þá lögðu þau af stað í kirkju. Þegar þau
voru komin heim aftur borðuðu þau jólamatinn og
settust svo inn í stofu. Pabbi settist í stól og tók
undan jólatrénu einn pakka, sem á stóð: „Frá
mömmu og Sigga til pabba“.
Pabbi opnaði pakkann og i honum voru hanskar og
slifsi. Pabbi kyssti mömmu og Sigga fyrir gjöfina og
tók upp annan pakka. Á honum stóð: „Frá pabba og
mömmu til Sigga“.
Pabbi rétti Sigga pakkann og Siggi tók hann upp.
Þegar Siggi opnaði pakkann, stökk upp úr honum
lítill hundur. Siggi varð orðlaus af undrun og kyssti
pabba og mömmu rembingskoss. Siggi tók hundinn
upp og sagði að hann ætti að heita Snati. Kvöldið leið
og f jölskyldan skemmti sér prýðilega.
Nú sló klukkan tólf og Siggi átti að fara að sofa.
Siggi háttaði og bauð pabba og mömmu góða nótt. En
nú var Snati líka orðinn syfjaður svo að Siggi leyfði
honum að sofa hjá sér.
Dagarnir liðu og Siggi og Snati urðu bestu vinir.
Svo var það nótt eina að Siggi vaknaði við það að
glugginn á herbergi hans hrökk upp.
Siggi stökk út úr rúminu og lokaði glugganum, en
þegar hann ætlaði að leggjast upp í aftur, var Snati
ekki þar. Siggi kallaði og leitaði, en allt kom fyrir
ekki. Nú fór Siggi aö verða hræddur, hvar var Snati?
Hann hljóp út úr herberginu og leitaði um allt húsið,
en Snati fannst ekki. Siggi hljóp upp til mömmu og
pabba og vakti þau.
„Mamma, pabbi, Snati er týndur.“
„Hvað segirðu barn, ertu búinn að leita allsstað-
ar?“ sagði mamma.
„Já, ég er búinn að leita um alla íbúðina,“ sagði
Siggi og fór að gráta.
Pabbi flýtti sér í föt og rauk út til að leita að Snata.
Eftir tvær klukkustundir kom pabbi aftur. Siggi
hljóp á móti honum, en hann sá á svipnum á pabba,
að hann hafði ekki fundið Snata.
Siggi hljóp upp í herbergið sitt og fleygði sér í
rúmið. En hann gat alls ekki sofnað, hann var alltaf
að hugsa um Snata. En þá mundi Siggi eftir því, að
mamma hafði sagt honum að þegar eitthvað væri að
ætti hann að biðja til guðs. Siggi spennti greipar og
bað á þessa leið: „Góði guð, viltu láta Snata koma
heim. Viltu ekki láta hann vera dáinn. I Jesú nafni.
Amen.“
Þegar Siggi hafði lokið bæninni, sofnaði hann, en
vaknaði aftur eftir svolitla stund við það að krafsað
var í hurðina hjá honum. Siggi hrökk upp og opnaði
dyrnar.
Það er ekki hægt að lýsa því, hvað Siggi var glaður,
þegar hann sá Snata standa í dyrunum. Siggi lyfti
Snata upp og lagði hann í rúmið sitt, því að hann
skalf af kulda. En Siggi gleymdi ekki að það var
Jesú, sem hjálpaði Snata heim, svo áður en hann fór
að sofa þakkaði hann guði fyrir að senda Snata
heilan á húfi heim.
Margrét Kristín Sigurðardóttir, 11 ára
FEROIIM AIM D
if i i C
i1# í i '• I j H f ) I U 0 i. ‘ ’ i! I <1 Í11 tí I í 3
fflcÖÍmorgunlKiHÍnu
Spámaðurinn
Attar í Beirut
Spámaður einn í
höfuðborg Libanons,
Beirut, hefur látið birta
spádóma sína fyrir árið
1975. Hann heitir auðvit-
að Abdul þessi náungi og
svo heitir hann fleiri
nöfnum, en föðurnafnið
er Attar. Hann segir að á
árinu 1975, mun eld-
flaugaárás Israela á
sjálfa Mekka leiða til
þriðju heimsstyrjaldar-
innar. Hann spáir dauða
ýmissa stórmenna t.d.
Maos sem hann segir að
verði skotinn. Ford
Bandarikjaforseti er á
lista yfir hina látnu á
árinu. Og hann segir að
Ástralía muni hverfa af
yfirborði jarðar í jarð-
skjálfta. Jarðskjálfta
sem miklum sköðum
valdi spáir hann í heima-
landi sínu. Attar þessi
lét þess getið, að fyrri
spár hans hafi reynzt
réttar í 95% tilfella.
Ég ætlaði mér að sofa út.
Nú get ég sagt
kennaranum að ég geti
talið upp að þúsund.
Heima á heimilinu
I f 111 i i.i j tfi i (i 1 n á 11
-J
1 C 1